Fréttablaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 46
30 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Þú ert rosalega
seinn Pondus!
Hérna, fáðu þér
smá kaffi.
Já...
Namm,
namm...
Ég sé um
þetta, þú
verður að
hlaupa!
Já...
hlaupa...
Ég vona hann
vakni áður en
hann setur í gang!
Ég kveiki
á útvarp-
inu!
Ertu búinn að
gera einhver
plön fyrir
sumarið Pétur?
Algjörlega.
Nú, hver eru þau?
Ferðast?
Markmið?
Vinna?
Allt
þetta
þrennt.
Markmiðið er að
ferðast eins langt og
ég get til að vinna.
Þú ert hug-
myndabrunn-
ur fyrir okkur
hina drengur.
Er þetta stærsta
skálin sem þú
átt?
Uffffff.
Skyrp!
Hver ætli hafi sett
leikfangaleir í
nammibréf og
sett það í
nammiskálina?
Jæja...?
Hvenær?
Leiðar
vísir u
m
hvern
ig
sleppa
á úr
prísun
d
Harry
Houd
ini
Undanfarin ár hef ég gert lítið af þeirri skemmtilegu iðju að spila á spil eða borðspil. Nýverið tókst vinahópnum þó
að finna tíma til að spila Trivial, nýjustu
útgáfuna. Alltaf er nokkur umræða um
hvernig skipta eigi í lið en í ár var ákveðið
að taka skiptinguna stelpur á móti strákum.
Strákarnir voru nú nokkuð roggnir og
sigurvissir fyrirfram en þurftu þó að játa sig
sigraða fyrir okkur stelpunum.
Nokkrum dögum síðar var ég stödd í búð
og sá þá mér til mikillar furðu að
komin er sérstök útgáfa af Trivial
þar sem spurningunum er skipt í
strákaspurningar og stelpuspurn-
ingar. Minnug þess að hafa spilað
Tribba í tætlur þegar spilið kom
fyrst út á Íslandi, og unnið og tapað
jafnt fyrir strákum sem stelpum, þá
finnst mér óþolandi að það þurfti að
klína kynjamun inn í heim þar sem hann
er fullkomlega óþarfur. Einmitt í spilum og
þrautum ýmis konar geta kynin staðið
jafnfætis og ekkert náttúrulögmál að strákar
hafi meira að segja um hasarmyndir en
stelpur um slúður.
Svona viðhelst einhver mýta um áhuga-
svið kynja og ýtir kannski undir hvert konur
og karlar leita. Þegar ég var unglingur var
til dæmis enn nokkuð mikið talað um að
karlar væru betri í stærðfræði en konur í
tungumálum sem átti örugglega sinn þátt í
vali algjörra stærðfræðiaula af karlkyni á
stærðfræðibrautum í menntaskóla og öfugt.
Árið 2009 væri óskandi að ekki væri gert
ráð fyrir að kynin hefðu almennt ólík
áhugasvið sem því miður er gert víðar en í
Trivial. Stjórnun er víst lítið fyrir konur ef
litið er yfir sviðið í þjóðlífinu og stjórnmál
líka. Há laun hafa heldur ekki verið fyrir
konur hingað til. Hvernig væri að breyta
þessu bulli á hinu nýja Íslandi?
Strákar á móti stelpum
NOKKUR ORÐ
Sigríður Björg
Tómasdóttir
BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
„Bryndís og Ilmur eru æði” – Gerður Kristný, Stöð 2
„Músíklega séð: Stórkostleg upplifun…Ég hélt ekki að
það væri nokkur söngkona á Íslandi sem gæti gert þetta.
Ég segi bara: Hallelúja! “ – Halla Sverrisdóttir, RÚV
„Ég gleymdi alveg öllu…frábær söngur
…flott skemmtun! – Þór Elís Pálsson, RÚV
„Stuð í óperunni” – Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl.
„Dúndurmúsík!” – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttabl.
Laugardaginn 10. janúar kl. 20
Föstudaginn 23. janúar kl. 20
Laugardaginn 31. janúar kl. 20
TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200.
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is