Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 08.01.2009, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 8. janúar 2009 31 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 08. janúar 2009 ➜ Opnanir 17.00 Í START ART listamannahúsi opna Árni Bartel og Sveinbjörg Jóns- dóttir sýningar auk þess sem START ART listamenn munu sýna valin verk. START ART, Laugavegi 12b. ➜ Listaverkaleiðangur 20.00 Alma Dís Krist- insdóttir safnfræðslu- fulltrúi Listasafns Reykjavíkur, býður list- unnendum í leiðangur um miðbæinn þar sem þeim gefst kostur á að líta listaverk í nýju ljósi. Þessi viðburður er liður í sýningu Hlyns Hallsonar ÚT / INN en henni lýkur á sunnudaginn. Leiðangurinn hefst í A-sal Hafnarhúsins við Tryggvagötu. ➜ Sýningar Með þinni skrift, sýning sem sam- anstendur af handskrifuðum ljóðum eftir margar af helstu skáldkonum landsins, m.a. Diddu, Vilborgu Dag- bjartsdóttur, Guðrúnu Evu Mínervudótt- ur, Gerði Kristnýju Vilhjálmsdóttur og Margréti Lóu Jónsdóttur. Opið þri.-föst. 13-18 og laugardaga 14-17. Gallerí Marló, Laugavegi 82. Karl Jóhann Jónsson hefur opnað sýn- ingu í sýningarsalnum Hurðir, Virtus á Laugavegi 170, 3. hæð. Sýningin er opin alla daga frá 9-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Út er komið nýtt rit um sögu 18. aldar eftir Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðing. Bókin er á ensku og ber heitið Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought and Local Production in 18th-century Iceland. Hér er á ferðinni doktorsritgerð í sagnfræði sem varpar fersku ljósi á sögu 18. aldar á Íslandi: Hörspuni, heimilisvefsmiðjur, forlagsvinnsla og aukinn útflutningur höfðu áhrif á ullarframleiðslu á Íslandi í kjölfar upptöku vefsmiðjuvinnslu ullar á seinni hluta 18. aldar. Í ritinu er ullarvinnsla leiðarljós að skilningi á 18. aldar samfélaginu á Íslandi. Snert er á fjölda efna: búskaparháttum, mismunandi atvinnugreinum, verka- skiptingu, framleiðslutækni, útflutn- ingi og starfsemi vefsmiðja Innrétt- inganna í Reykjavík. Einnig er hugað að tilraunum til að auka framleiðslu í sveitum, sérstaklega á Norðaust- urlandi og Suðvesturlandi. Spurt er hvað einkenndi stefnu í handiðnaði og handiðnaðarframleiðslu? Hvert var samspil hagrænnar hugsunar við landshagi og ullarframleiðslu þessa tíma? Greining á samtímaumræðu um landshagi á Íslandi og í Dan- mörku ásamt rannsókn á ullarfram- leiðslu á afmörkuðum hagsvæðum á Íslandi, leiðir höfundur til annarrar sýnar á íslenskt samfélag þessa tíma en oft hefur birst, bæði fjölþættara og svæðisskiptara en áður hefur verið lögð áhersla á. Bókin er gefin út af forlaginu Makadam Publishers í Svíþjóð í samvinnu við Háskólann í Lundi, en Sögufélag hefur umboð fyrir bókinni hér á landi. Forspjall að frumspeki eftir Imm-anuel Kant kom fyrst út árið 1781 en birtist nú á íslensku í þýðingu Skúla Páls- sonar í útgáfu hugvísinda- deildar. Bókin veitir innsýn í hugmyndir Kants um eðli rúms og tíma, gildissvið mannlegs skiln- ings, möguleika og takmarkanir mannlegrar skyn- semi og mörk hins þekkta og hins óþekkta. Ritinu fylgir greinargóður inngangur eftir Günter Zöller, prófessor í heimspeki við háskólann í München. Immanuel Kant (1724-1804) var prófessor í heimspeki við háskólann í Königsberg í Prússlandi. NÝJAR BÆKUR Þú þarft að fara – núna. Hvaða hluti myndir þú taka með þér ef þú þyrftir að flýja burt – strax? Og hvers myndir þú sakna mest? Sam- viskuspurningar sem þessar voru lagðar fyrir skólabörn í verkefni sem unnið var í tengslum við sýn- inguna HEIMA – HEIMAN sem staðið hefur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 13. september 2008 en lýkur nú á sunnudaginn 11. jan- úar 2009. Í hádeginu á morgun, föstudag, munu þær Katrín Elvarsdóttir ljós- myndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjalla um sýn- inguna, tilurð hennar og vinnu sína við hana og útskýra hugmyndirnar sem liggja að baki hvernig ljós- myndirnar og textinn vinna saman í henni. Auk þess mun Anh Dao Tran frá Víetnam tala um reynslu sína sem flóttamaður á Íslandi. Á sýningunni eru kynntir ein- staklingar sem allir eiga það sam- eiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flestir vegna stríðs- átaka. Sumir hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum – aðrir hafa flúið land úr landi – en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Á sýningunni fáum við innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda á ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur. Þær sýna okkur hverjir þeir eru en við getum aðeins gert okkur í hug- arlund hvað þeir hafa fram að færa, hvaða sögum þeir búa yfir. Við skynjum brot af sögu þeirra og til- finningum í gegnum einn einstaka hlut sem fylgt hefur þeim frá gamla heimalandinu og hingað heim. Brot af sögu þeirra er jafnframt miðlað með texta sem unninn er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðar- dóttur við hælisleitendur og flótta- menn á Íslandi. Á hljóðupptöku sem er hluti af sýningunni getum við hlustað á einstaka flóttamenn segja frá reynslu sinni. Þeir leitast við að koma upplifunum sínum í orð, finna þeim stað í tungumálinu. Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem ljósmyndari. Hún lauk BFA-prófi frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan þá haldið fjölda einkasýninga á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Danmörku, nú síðast í Gallerí Ágúst þar sem sýning hennar Margsaga opnaði í ágúst síðastliðnum. Sigrún Sigurð- ardóttir er menningarfræðingur og hefur sérhæft sig í rannsóknum á ljósmyndum og þýðingu þeirra fyrir upplifun og skilning fólks á veruleikanum í fortíð og nútíð. Sig- rún vinnur nú að ljósmyndarann- sókn á Þjóðminjasafninu auk þess sem hún kennir við Listaháskóla Íslands. pbb@frettabladid.is Fréttir af flóttafólki LJÓSMYNDIR Mynd og minningablað Anh Dao Tran frá Víetnam á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en henni lýkur um helgina. MYND/KATRÍN ELVARSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.