Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 08.01.2009, Síða 52
36 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nú eru tímar samdráttar og niðurskurðar. Ríkisútvarpið er þar ekki undanskilið. Um daginn flaug það fyrir að m.a. stæði til að skera niður tónlistarflutning í Sjónvarpinu. Tónlistarinnslögin í Kastljósinu voru sérstaklega nefnd, auk þess sem talað var um að óvíst væri að sent yrði út frá afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Nú veit ég ekki hvort einhverjar ákvarðanir hafa verið teknar, en þessi umræða varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvernig Sjónvarpið hefur staðið sig í þessum málum. Í raun eru innslögin í Kastljósinu stærsta framlag Sjónvarpsins til íslenskrar tónlistar. Þessi stuttu tónlistaratriði hafa verið mjög vel valin og framleidd. Ungar sveitir hafa fengið tækifæri mjög snemma á ferlinum, (oft áður en þær hafa gefið út sína fyrstu plötu t.d. Retro Stefson og Sprengjuhöllin), en eldri og ráðsettari listamenn hafa líka verið aufúsu- gestir. Í heildina gefa þessi innslög góða mynd af því sem hefur verið að gerast í tónlistarlífinu. Þau hafa oft vakið verðskuld- aða athygli á upprennandi listamönnum og eru mikilvæg heimild fyrir framtíðina. Hugsið ykkur t.d. ef jafn mikið efni væri til með hippasveitum áttunda áratugarins eða listamönnum rokksprengjunnar í upphafi níunda áratugarins. Það væri þarft mál að gera öll þessi innslög aðgengileg á vef RÚV. Það er auðvitað sitthvað fleira gott á skjánum. Það besta við þáttinn Gott kvöld var t.d. lifandi flutningur og oft nýjar útsetningar á tónlist viðmælendanna. Og stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt sem Sjón- varpið hefur tekið upp undanfarið eru líka frábært framtak. Lifandi tónlist er alltaf gott sjónvarpsefni. Þættir Möggu Stínu með íslenskum tónlistarmönnum hér um árið voru svolítið undarlegir, en tónlistin í þeim stóð fyrir sínu. (Muniði t.d. eftir Mugison þættinum?). Og nú eru þeir varðveittir um ókomna tíð. Íslensku tónlistarverðlaunin hafa líka reynst ágætt sjónvarpsefni. Það má auðvitað gera betur. T.d. gera meira af því að taka upp tónleika úti í bæ. En Sjónvarpið hefur samt yfir það heila staðið sig nokkuð vel. Þess er óskandi að svo góðu efni verði ekki fórnað. Enginn veit hvað átt hefur... > Í SPILARANUM Morrisey - Years of Refusal Lily Allen - It’s Not Me, It’s You Kuroi - ep Friendly Fires - Friendly Fires Ragnar Sólberg - The Circle MORRISEY RAGNAR SÓLBERG > Plata vikunnar Reykjavík! - The Blood ★★★★ „Þótt hljómurinn á The Blood sé skítugur og rokkvegg- urinn þykkur þá gefa grípandi viðlög plötunni poppaða vídd. Frábær rokkplata.“ TJ Hljómsveitin Kuori heldur útgáfutónleika á Grand Rokki á laugardaginn til að kynna nýja EP-plötu sína. Sveitin leikur kassagítarrokk undir áhrifum frá sveitum á borð við Led Zeppelin, Sunny Day Real Estate og Alice in Chains. „Hún er búin að vera dágóðan tíma í smíðum,“ segja þeir félagar Leifur Björnsson og Daníel Auðunsson um plötuna. „Við álítum okkur tilbúna núna til að fara með hana út í þjóðfélagið.“ Leifur og Daníel eru einnig í hljómsveitunum Foreign Monkeys og Árstíðir, sem gefa báðar út plötur á árinu. „Þetta byrjaði sem kassagítardjamm og við unnum okkur út úr því með bandinu,“ segja þeir. Nafnið óvenjulega Kuroi er fengið úr japönsku og þýðir dökkur. „Það er töff að hafa flott orð sem fólk tengir við góða músík,“ segja þeir. Útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 23, þar sem Retro Stefson stígur einnig á svið. Aðgangseyrir er 500 krónur og verður nýja platan seld á kynningar- verði. Tóndæmi má nálgast á www.myspace.com/ kuroimikado. - fb Kassagítarrokk frá Kuroi KUROI Hljómsveitin Kuroi heldur útgáfutónleika á Grand Rokk á laugardaginn. Umboðsmaður Jimmy Page hefur staðfest að Led Zeppelin muni á næstunni fara á tónleikaferð og taka upp nýja plötu án söngvarans Roberts Plant. Sögusagnir hafa verið á kreiki að sú yrði raunin og eftir að Plant tilkynnti í desember að hann tæki ekki þátt í frekari endurfundum hefur allt verið sett á fullt í leit að nýjum söngvara. „John Paul Jones og Jimmy Page njóta þess að spila saman, Jason Bonham er frábær trommari svo af hverju ekki? Við þurfum bara að finna söngvara,“ segir umboðsmaðurinn Peter Mensch. Hann gefur fremur lítið fyrir þátttöku Plants í Led Zeppelin-endurkomunni árið 2007: „Þeir skemmtu sér frábærlega vel saman við æfingar fyrir tónleikana, þeir þrír, áður en Robert mætti til leiks.“ Ýmsir þekktir söngvarar hafa verið orðaðir við söngvarastöðuna í Led Zeppel- in, þar á meðal Chris Cornell úr Sound- garden og Audioslave og Steven Tyler úr Aerosmith. Umboðsmaðurinn Mensch vill lítið tjá sig um leitina að söngvaranum: „Þetta verður langt og erfitt ferli.“ Zeppelin heldur áfram ENDURKOMA ZEPPELIN Robert Plant og Jimmy Page á endurkomutónleikum Led Zeppelin í Lond- on í desember 2007. NORDICPHOTOS/GETTY Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tón- listaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næst- unni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslands- vin til að útsetja fyrir sinfóníu- hljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Val- geirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verð- ur þriðja plata skosku rokkar- anna. Platan ku vera undir afrísk- um áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólf- in,“ eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plöt- unni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvar- arnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar for- tíðar og frá sjónarhóli dansgólfs- ins þykir þetta besta Prodigy-plat- an síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötu- gerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2- klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir fram- sækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is Spennandi plötur streyma út Í JANÚAR: Animal Collective - Merriweather Post Pavillion Antony and the Johnsons - The Crying Light Franz Ferdinand - Tonight Bruce Springseen - Working on a Dream Eagles Of Death Metal - Heart On Sepultura - A-lex Í FEBRÚAR: 50 Cent - Before I Self Destruct Courtney Love - Nobodys Daughter Jay-Z - Blueprint 3 Lily Allen - It’s Not Me, It’s You Morrissey - Years of Refusal Dolores O’Riordan - No baggage Í MARS: The Prodigy - Invad- ers Must Die Eminem - Relapse U2 - No Line on the Horizon Deftones - Eros Yeah Yeah Yeahs - Þriðja platan Chris Cornell - Scream Röyksopp - Junior Pet Shop Boys - Yes PJ Harvey - A Woman a Man Walked By Black Eyed Peas - The E.N.D. AÐRIR PLÖTUR SEM KOMA ÚT Á ÁRINU: Depeche Mode - Tólfta platan Tori Amos - Tíunda platan Doves - Fjórða platan Beastie Boys - Áttunda platan Green Day - Áttunda platan Manic Street Preachers - Journal for Plague Lovers Radiohead - Áttunda platan Muse - Fimmta platan No Doubt - Sjötta platan Korn - Níunda platan VÆNTANLEGAR PLÖTUR FRAMSÆKNIR Ný U2 plata í byrjun mars. AFTUR SAMAN, AFTUR Á DANSGÓLFIÐ The Prodigy snúa aftur í fantaformi. BÚDDISMINN HELDUR HENNI Í GÓÐUM GÍR Courtney Love er einskis dóttir. föstudagur föstudagur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.