Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 54

Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 54
38 8. janúar 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > EIGNAÐIST TVÍBURA Leikkonan Rebecca Romijn eignaðist tví- burastelpur 28. desember síðastliðinn. Ugly Betty-stjarnan og eiginmaður henn- ar, leikarinn Jerry O‘Connell, eru í skýjunum með nýju fjölskyldu- meðlimina og hafa nefnt stelp- urnar Dolly Rebecca Rose og Charlie Tamara Tulip. Romijn og O‘Connell giftu sig árið 2007, en áður var hún gift E.R.-leikaranum John Stamos. Þótt Burger King í Smáralind sé ei meir er bandaríska hamborgara- keðjan enn í góðu stuði og setti nýlega á markað sérstakan Bur- ger King-rakspíra – Burger King flame. Eins og klárlega má sjá á heimasíðu rakspírans er um gott grín að ræða. Rakspírinn er þó til í alvörunni en var dreift í afar takmörkuðu magni. Aðeins var hægt að kaupa Flame í verslunum Ricky‘s í New York og á netinu. Rakspírinn seld- ist upp á nokkrum dögum en fæst nú á eBay á uppsprengdu verði. Heimildum ber ekki saman um ilminn. Sumir segja rakspírann minna á „Burger King-borgara sem er að fuðra upp í hræðilegu feitis-báli“, aðrir segja að lyktin sé „hressandi kryddblanda, ekki ósvipuð og af rakspíranum Axe“. Burger King-rakspírinn kemur í verslanir bráðlega aftur enda hafði hann gífurlegt auglýsinga- gildi. Nánast allir spjallþátta- stjórnendur vestanhafs minntust á ilminn í gríninngangi sínum og mörgum finnst svona vara eflaust vera tilvalin sem „gríngjöf“. Á Íslandi hætti Burger King í Smáralind um áramótin. Þar sem staðurinn var mun nýr veitinga- staður opna þriðju vikuna í janúar. Ekki hefur enn verið greint frá hvers konar staður það er. Burger King-rak- spírinn rýkur út MMM… HAMBORGARAILMUR Ef þú vilt lykta eins og skyndibitastaður þá er Burger King með rakspírann fyrir þig. „André Bachmann er náttúrulega einn af helstu sjentilmönnum þessa samfélags og hefur liðsinnt ótrúlegum fjölda landsmanna, ekki síst þeim sem minna mega sín. Ég veit að gríðarlegur fjöldi fólks stendur í þakkarskuld við hann og fyrir vikið munu hellast yfir mig beiðnir um skemmtiat- riði, framsögur og kvæðabálka,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem verður veislustjóri í sextugsafmæli André Bachmann sem fram fer næstkomandi föstudagskvöld í Rúgbrauðsgerðinni. Andri hefur meðal annars haldið jólaball fatlaðra í 26 ár, þar sem Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir hafa verið kynnar. „Þegar ég fór að ræða það við Jóhannes bróður minn um að ég ætlaði að halda upp á sextugsafmælið sagði hann að ég þyrfti ekki að sjá um það, það væri komin undirbúnings- nefnd,“ útskýrir André og segir Jóhannes hafa komið sér á óvart þegar hann varð fimmtugur með troðfullum Súlnasal þegar André ætlaði aðeins að halda smáboð. „Ég á afmæli í dag. 8. janúar, sama dag og Elvis Presley og David Bowie, svo Presley, Bowie og Bachmann eru allir sama daginn,“ bætir hann við og hlær. „Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? ætlar að spila fyrir dansi á föstudagskvöldið og ég vonast til að sjá sem flesta vini, ættingja og vinnufélaga, bæði af Olís og Strætó. Ég er ekki að biðja um neinar gjafir heldur bara hlýtt handtak, það er miklu betra en stórar gjafir,“ segir André. - ag André Bachmann sextugur Því hefur oft verið haldið fram að þjóðin sameinist fyrir framan sjón- varpstækin á gamlárskvöldi og horfi saman á Áramótaskaupið. Tölur úr mælingum Capacent Gallup staðfesta þessa kenningu. „82,7 prósent horfðu. Sem verður að teljast dágóður árangur,“ segir Þórhallur Gunnars- son dagskrárstjóri. Þetta er öllu lægri tala en kom út úr svipuðum mælingum í fyrra en þá reyndust rúmlega 94 prósent þjóðarinnar hafa horft á Skaup Ragnars Bragasonar. Þórhallur upplýsir að þá hafi mæling- arnar verið nýjar af nálinni og því séu þessar tölur í raun ekki samanburðar- hæfar. Annars vekur það athygli að rúmlega fimmtíu prósent þjóðarinnar kaus að horfa á endursýningu Skaupsins á laugardagskvöld. „Þetta hlýtur að stafa af því að Skaupið hefur spurst vel út til þeirra örfáu sem af því misstu,“ segir Þórhallur. Því virðist sem minni framleiðslukostnaður hafi ekki komið niður á gæðunum því eins og Frétta- blaðið greindi frá kostaði Skaupið aðeins 26 milljónir, fjórum milljónum minna en það kostaði fyrir ári. Silja Hauksdóttir leikstýrði Skaupinu í ár en með helstu hlutverk fóru þau Brynhild- ur Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Halldóra Geirharðsdóttir. - fgg Þjóðin sameinaðist yfir Skaupinu Eva María Jónsdóttir hefur gengið til liðs við hið árlega Eurovision-æði sem grípur þjóðina því hún mun verða kynnir Eurovision ásamt Ragnhildi Steinunni. „Ég hef alltaf tekið þátt í þessu en bara heima hjá mér. Núna verður þetta bara í vinnunni,“ segir Eva María um kynnisstarf sitt í Euro- vision og viðurkennir fúslega að hún sé heilluð af þessari keppni sem margir telja nú ekki merki- lega. „Eurovision er bara eitthvert furðulegt og fyndið sjónvarps- efni,“ útskýrir sjónvarpskonan. Fyrsta kvöldið verður á laugar- daginn en þá keppa fjögur lög um hylli áhorfenda heima í stofu. Meðal þeirra sem stíga á svið eru ungstirnið Jóhanna Guðrún, Edgar Smári og Idol-Heiða. Eva segist ekkert kvíða því að þurfa að hlusta á öll lögin og kastar glöð frá sér þeim forréttindum að geta slökkt á sjónvarpinu ef lagasmíðarnar reynast vera skelfilegar. „Og svo er það nú líka oft þannig að verstu atriðin eru oft eftirminnilegust.“ Ragnhildur Steinunn stjórnaði Eurovision-langlokunni í fyrra ásamt Gísla Einarssyni og vakti sjónvarpskonan mikla athygli fyrir oft á tíðum glæsilega og íburðarmikla kjóla. Eva leyfir sér að efast um að Eurovision-keppn- in í ár verði einhver svipuð bún- ingaveisla og þá. „Ég er búin með það tímabil í mínu lífi. Þetta verð- ur meira um flytjendurna og dans- arana enda er Eurovision-keppnin sjálf alveg nóg fyrir áhorfend- urna.“ freyrgigja@frettabladid.is Eva María Jóns- dóttir í Eurovision STJÓRNA SAMAN Ragnhildur Steinunn og Eva María leiða áhorfendur í allan sannleikann um Eurovision-keppendurna. Umsjónarkennarar námskeiðsins er Andrea Brabin framkvæmdarstjóri Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, Maybelline mascara, viðurkenningarskjal og 10 sv/ hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. EMM School of Make-Up sér um förðun. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. JANÚAR OG 22. JANÚAR. Sjálfstyrking . Framkoma . Líkamsburður . Innsýn í fyrirsætustörf . Förðun . Umhirða húðar og hárs . Myndataka (10 s/h myndir) . Tískusýningarganga . Fíkniefnafræðsla . Myndbandsupptökur . Leikræn tjáning Skráning er hafin í síma 533 4646 og eskimo@eskimo.is Verð 17.900 kr. STÓRAFMÆLI André Bachmann verður 60 ára á fimmtudaginn og vonast til að sjá sem flesta vini, ættingja og vinnufélaga í Rúgbrauðs- gerðinni á föstudags- kvöldið. VEISLUSTJÓRI Sigmundur Ernir Rúnarsson verður veislustjóri í sextugsafmæli André, en þeir hafa þekkst í fjölda ára. GOTT ÁHORF Það hlýtur að teljast ágætur árangur þegar yfir áttatíu prósent þjóðarinnar horfa á sama dagskrárliðinn. Skaupið virðist aldrei falla úr tísku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.