Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 55

Fréttablaðið - 08.01.2009, Page 55
FIMMTUDAGUR 8. janúar 2009 39 Mariah Carey og eiginmaður hennar, Nick Cannon, hafa blásið á þær sögusagnir að Mariah gangi með barn undir belti. Nick, sem giftist Mariuh síðastliðið sumar, sagði nýverið í viðtali við fjölmiðla vestanhafs að þau séu að „reyna að eignast barn og það muni án efa gerast“. Margir töldu að Mariah væri ófrísk eftir að hún sást yfirgefa læknastofu kvensjúkdómalæknis með eitthvað í höndunum sem líktist helst sónarmynd. Hin 38 ára söngkona hefur viðurkennt að hún sé tilbúin til að eignast barn, en segist vera þreytt á því að fólk sé stanslaust að spyrja hana hvort hún sé ófrísk. Tilbúin í barneignir EKKI ÓFRÍSK Mariah segist tilbúin til að eignast barn með eiginmanni sínum. Breska söngkonan Leona Lewis hefur samþykkt að gefa út ævisögu sína hjá útgefandanum Hodder & Stoughton. Fjallar hún um það hvernig hún skaust á ótrúlegan hátt upp á stjörnuhim- ininn eftir að hafa starfað sem afgreiðsludama á pitsustað. Eftir það vann hún X-factor-keppnina og er nú orðin alþjóðleg stjarna. „Síðustu tvö ár hafa verið ótrúleg,“ sagði Lewis. „Að geta sagt fólki frá því í mínum eigin orðum skiptir mig miklu máli.“ Fyrsta plata hennar, Spirit, hefur selst í rúmlega fimm milljónum eintaka sem er frábær árangur, sérstaklega fyrir nýliða í tónlistarbransanum. Gefur út ævisögu LEONA LEWIS Breska söngkonan ætlar að gefa út ævisögu sína. Hún vann á pitsustað áður en hún vann X-factor. Söngkonan og breski X-faktor dómarinn Cheryl Cole viðurkenn- ir að hún hafi orðið fyrir vonbrigð- um með Victoriu Beckham eftir að upp komst að eiginmaður Cheryl, fótboltakappinn Ashley Cole, hafði ítrekað haldið framhjá henni. Í viðtali við tískutímaritið Vogue segir Cheryl að hún hafi verið hneyksluð á því að Victoria hafði ekki samband eftir að upp komst um framhjáhaldið í fjölmiðlum í byrjun síðasta árs. Cheryl segir fyrrverandi krydd- píuna hafa verið fastagest á hótel- herbergi sínu þegar eiginmenn þeirra kepptu á heimsmeistara- mótinu í fótbolta í Þýskalandi 2006. Einnig segir hún þær stöllur margoft hafa verið saman í grill- veislum, og mæður Ashley Cole og Dav- ids Beckham séu góðar vinkonur og því hafi hún orðið mjög vonsvikin yfir því að Victoria skyldi ekki hafa samband. Sár og svekkt út í Victoríu HNEYKSLUÐ Cheryl Cole bjóst við því að heyra frá Victoriu Beckham eftir að upp komst um framhjá- hald Ashley Cole. HRINGDI EKKI Að sögn Cheryl var Victoria Beck- ham fasta- gestur á hótel- herbergi hennar þegar eig- inmenn þeirra kepptu á HM 2006. Leikstjórinn Martin Scorsese ætlar að halda áfram að styðja við bakið á ítölsku mafíumyndinni Gomorra, sem er byggð á sam- nefndri bók Roberto Saviano. Scorsese kom ekki að gerð mynd- arinnar en tekur engu að síður þátt í kynningarherferð hennar. „Gomorra eftir Matteo Garrone sýnir undirheima Napolí á harð- neskjulegan hátt,“ sagði Scorsese, sem er afar hrifinn af myndinni. Gomorra vann Grand Prix-verð- launin á Cannes í fyrra sem eru næstæðstu verðlaun hátíðarinnar á eftir Gullpálmanum. Hún verð- ur frumsýnd í Bandaríkjunum 13. febrúar og er framlag Ítala til Óskarsverðlaunanna í ár. Hrifinn af Gomorra MARTIN SCORSESE Leikstjórinn þekkti styður dyggilega við bakið á glæpa- myndinni Gomorra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.