Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDÁGUR 7. SEPtEMBER 1982. íþróttir • 17 ■ Valsmenn fagna fyrra marki Inga Bjama í leiknum gegn Breiðabiiki í gær. Ingi skorar bæði mörk Vals í 2-0 sigri þeirra. BREIÐABLIK í FALLHÆTTU ■ Síðasti leikur 17. umferðar í 1. deild var leikinn í kuldanepju á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Þá léku Valur og Breiðablik og sigruðu Valsmenn með tveimur mörkum Inga Bjarnar Alberts- sonar, sem vörn Breiðabliks átti í verulegum vandræðum með að hemja. Fyrra markið kom í fyrri hálfleik og skoraði Ingi Björn það eftir góða sendingu frá Magna. Blikarnir voru Oðinn sigraði ■ Vestur-Húnvetningar fögnuðu nú um helgina lagþráðum áfanga í íþrótta- málum sínum, er ný sundlaug var vígð á Hvammstanga. Sundlaugin sem er 25 metra löng og 11 metra breið var vígð á laugardag og strax eftir formlega vígsluathöfn hófst þar keppni á Norður- landsmóti í sundi. Til keppni voru mættir þátttakendur frá 5 félögum af Norðurlandi. Sundfélagið Óðinn á Akureyri hafði mikla yfirburði í stiga- keppni mótsins og hlaut samtals 303 stig. í öðru sæti urðu Siglfirðingar með 176 stig og því næst komu Skagfirðingar UMSS með 140 stig. Restina ráku svo Austur-Húnvetningar með 33 stig og Vestur-Húnvetningar sem fengu aðeins 10 stig. En nýja sundlaugin á Hvamms- tanga verður án efa lyftistöng fyrir sundiðkanir þar um slóðir og það kæmi ekki á óvart þó Vestur-Húnvetningar tæku til við að veita öðrum Norðlend- ingum harða keppni á sundmótum innan fárra ára. Það er jú byrjunin að fá sundlaug... Nánar síðar. sh 3. deild ■ Næst síðasta umferðin í úrslita- keppni 3. deildar var leikin um helgina. Á Selfossi léku Selfyssingar gegn KS og sigraði KS 2-1, en Víðir sigraði Tindastól á Sauðárkróki með þremur mörkum gegn engu. Þar með er lið Víðis komið í 2. deild, en bæði Tindastóll og KS eiga möguleika á að fylgja þeim eftir. í ljós kemur um næstu helgi hverjir það verða. Víðir hefur hlotið 9 stig, KS 6 stig og Tindastóll 5, en Selfyssingar hafa ekkert stig fengið í úrslitakeppninni. sh nokkuð frískir í fyrri háfleiknum og höfðu í fullu tré við Valsmenn og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Val. Ekki voru liðnar nema 12 mínútur af síðari hálfleik er Valur Valsson sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Vals á Inga sem skoraði laglegt mark af öryggi framhjá Guðmundi Ásgeirssyni mark- verði Breiðabliks. ■ Á laugardaginn léku Keflvíkingar og KR-ingar í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu og var leikið á grasvellinum ' í Keflavík. Leiknum lauk með marka- lausu jafntefli. Segja má að það hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins, sem fór að verulegu leyti fram um miðbik vallarins og lítið var um afgerandi marktækifæri liðanna. Þó fengu KR-ingar gott færi strax í byrjun leiksins, en þá var Elías Guðmundsson vel staðsettur, en skaut rétt framhjá. En það voru Keflvíkingar sem sóttu mun meira í fyrri hálfleik, án Staöan 1. deild Víkingur ... 17 7 8 2 25:17 22 ÍBV...... 17 8 4 5 21:16 20 KR.........17 4 11 2 13:12 19 Valur ........ 17 6 5 6 18:14 17 ÍA ............17 6 5 6 22:20 17 ÍBÍ........ 17 6 4 7 27:29 16 Fram..... 17 4 7 6 17:21 15 Breiðablik . . 17 5 5 7 16:21 15 Keflavík ... 17 5 5 7 14:19 15 KA.............. 17 4 6 7 16:20 14 í lokaumferðinni leika eftirtalin lið saman: KR-Valur ÍBÍ-ÍBK ÍBV-Fram UBK-KA Víkingur-ÍA Við þetta mark var sem allur vindur væri úr Blikunum, en þó náði Sævar Geir að skjóta góðu skoti rétt eftir markið, en aðdragandi þess var vel útfært upphlaup Blikanna. Og það sem eftir lifði leiks höfðu Valsmenn töglin og hagldirnar og Guðmundur Þorbjörns- son átti þrumufleyg á mark Breiðabliks, sem hafnaði í þverslánni, þaðan hrökk knötturinn niður á línuna og út til Vals þess þó að skapa sér nein færi. Var þetta aðallega miðjuþóf og komust menn lítt áleiðis gegn kröftugum miðsvæðisleik- mönnum andstæðinganna og það sem slapp framhjá þeim hafnaði hjá örugg- um varnarmönnum sem gerðu engin mistök. Besta færi Keflvíkinga í ieiknum fékk Daníel Einarsson, en vörn KR tókst að bægja hættunni frá. í síðari hálfleiknum fékk Elías Guðmundsson aftur gott marktækifæri, eftir laglegan undirbúning Sæbjarnar og Magnúsar Jónssonar, en marki var forðað á síðasta augnabliki. KR-ingar vildu halda því fram að þeir ættu að fá vítaspyrnu í síðari hálf- leiknum, er varnarmaður Keflvíkinga hljóp Sæbjörn niður, en Eysteinn Guðmundsson sá ekki ástæðu til að dæma. ■ Golfklúbbur Sauðárkróks tók um helgina í notkun nýjan 9 holu golfvöll sem ber nefnið Hlíðarendavöllur. Var haldið þar 18 holu mót, „Volvo-open“ og öll verðlaun til mótsins gefin af Volvo-umboðinu á íslandi. -Sigurvegari í mótinu varð Sigurður Ringsted frá Akureyri sem lék á 84 höggum. Jón Þór Gunnarsson Akureyri varð annar á 85 höggum og Kristján Hjálmarsson frá Húsavík þriðji á 86 höggum. Með forgjöf urðu jafnir í 1.-2. sæti Valssonar sem stóð einn fyrir opnu marki, en skaut framhjá. Liðin sýndu ekki nein stórtilþrif í gær, en þó bar við á góðum samleik. Blikarnir eru komnir í bullandi fallhættu með þessu tapi, en það væri meiri háttar synd ef þetta létt leikandi og skemmti- lega iið yrði að hverfa niður í 2. deild. En það er ekki öll nótt úti fyrir ennþá. sh Rétt fyrir leikslok setti Karl Her- mannsson þjálfari ÍBK Steinar Jóhanns- son inná og var það góð viðleitni, því Steinarskapaði strax usla í KR-vörninni. Erfitt er að nefna einhverja leikmenn sem voru öðrum betri í þessum tveimur liðum. Liðin börðust bæði af miklu kappi og í slíkum leikjum er samstaða oft mikilvægasti eiginleikinn eigi liðið að ná settu marki. Með því að missa stig í þessum leik hefur Evrópudraumur KR-inga minnkað verulega, en það verður að segjast eins og er, að ef keppnistímabilið 1979 er undanskilið, þá er árangur liðsins í sumar sá besti sem náðst hefur í rúman áratug. Keflvíkingar eru enn í fallhættu og þeir verða að sigra ísafjörð á ísafirði um næstu helgi vilji þeir gulltryggja stöðu sína í 1. deild næsta sumar. sh Halldór Svanbergsson frá Ólafsfirði og Baldur Karlsson frá Húsavík á 74 höggum, og hreppti Halldór 1. verðlaun- in í hlutkesti. Þriðji varð svo Stefán Petersen frá Sauðárkróki á 76 höggum nettó. Framkvæmdir við þennan nýja völl eru vel á veg komnar, allar brautir eru komnar í endanlegt horf og einnig uppbygging allra flata, og næsta verkefni hjá golfklúbbsmönnum á Sauðárkróki er að ráðst í byggingu 190 fermetra golfskála. gk-Akureyri. Þórsarar fá þjálfara ■ Körfuknuttleiksdeild Þórs á Akureyri hefur ráðið tU sín banda- rískan lcikmann fyrir næsta keppnis- tímabil, og mun hann bæði leika með og þjálfa 1. deildariið félagsins auk þess sem hann muni sjá urn þjálfun yngri aldursflokkanna. Kappinn heítír Robert McField og ier blökkumaður, 1,95 m á hæð og leikur bakvörð. Hann hefur viða leikið við góðan orðstír undanfarin ár og var meðal annars í háfkólaliði Indiana Sjate á sínum tíma. Hugsa Þórsarar sér gott til glóðarinnár með þennan hávaxna bakvörð í liði sínu. gk-Akureyri FH vann Stjörnuna ■ Handknattleiksvertíðin hófst nú um helgina með leikjum í Reykjanes- mótinu. Úrslit lcikja urðu sem hér segir: FH-Stjarnan ........25-22 UMFA-Reynir ..........26-21 UBK-Grótta ......... 29-21 Haukar-HK ............28-22 Stjaman-UMFA .........29-15 UBK-Haukar ...........23-25 Eins og sjá má af þessu var fátt um óvænt úrslit um helgina. Lið ÍBK dró þátttöku sína til baka og því lék það ekki leiki sína gegn FH og Reyni. Næst verður leikið í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði á laugardaginn og verður kcppninni síðan fram haldið á sunnudag. sh Sighvatur Dýri Maraþon- meistari ■ Á sunnudag fór fram í Hafnar- fírði og nágrenni keppni í maraþon- hlaupi karla og var um að ræða fslandsmót í greininni. Þeir voru 17 sem hófu keppni, en aðeins 9 komust alla leið og varð Sighvatur Dýri Guðmundsson HVÍ fyrstur og hljóp hann á 2:44,36 kfst., sem er mjög góður árangur. Annar varð Jóhann Heiðar Jóhannsson og þriðji Guð- mundur Gíslason sundkappinn þekkti. Eimiig fór fram samhliða þessu 10 kílómetra götuhlaup kvenna og þar varð Ragnheiður Ólafsdóttir FH hlutskörpust, en önnur varð Hrönn Guðmundsdóttir UBK. Þess má geta að maraþnnhlaup er 42,2 kílómetrar, sem er talsvert löng leið til að hlaupa í einnilotu. Ásgeir gerir það gott ■ Svo virðist sem Ásgeir Sigurvins- son sé að finna taktinn með nýja félaginu Stuttgart og þær fregnir berast að honum'gangi mjög vel. Hann er byrjaður að skora mörk og virðist hafa mikilvægt hlutverk í liðinu. Ekki hefur blásið byriega fyrir liði Atla Eðvaldssonar, en það tapaði fyrir Borússia Mönchenglad- bach um helgina 0-5. Úrslit í 1. deildinni þýsku á laugardag urðu annars sem hér segir: Borússia Mönchengladbach-Fort. D..................... 5-0 Hamburger Sportverein-Karlsruhe ...................... 4-0 Stuttgart-Werder Bremen ... 4-1 Bochum-Armenina Bielf ... 1-1 Bayem M.-Bayem Lev.....5-0 Kaiserslautem-Borússia Dortm. ....................... 0-2 Eíntracht Fr.-Eintrackt Braunsw. ....................... 0-1 Köln-Schaike 04....... 2-1 Hertha Berlin-Númberg ..., 5-1 Meistaravon KR búin að vera Volvo-open

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.