Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. f réttir Grfpa íslensk stjórnvöld til einhliða aðgerða gegn Alusuisse? „ER EKKIJAFN EINFALT OG ÞAÐ HUÖMAR" — segir Steingrfmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Skoða verður allar leiðir - líka einhliða" ¦ „Ég tel að í lengstu lög sé nauðsynlegt að leita cftir samkomulagi og held raunar að slíkt sé hægt," sagði Steingrímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra þegar blaðamaður Tímans spurði hann í gær, hvort hann teldi það tímabært að íslensk stjórnvöld gripu til einhliða aðgerða gagnvart Alusuisse og ákvæðu einhliða hækkun raforkuverðs. „Ég vek athygli á því að það er ekki jafn einfalt og það hljómar að grípa til einhliða aðgerða, því það eru fleiri atriði í samningnum sem þarf að athuga nánar, eins og t.d. það að Alusuisse er skuldbundið til þess að kaupa orkuna hvort sem hún er notuð eða ekki. Okkur yrði varla stætt á því að halda slíkum ákvæðum inni ef við gripum til einhliða aðgerða, sagði Steingrímur, „og því vakna spurningar eins og hver verður okkar staða ef þeir svo draga saman reksturinn, ef til vill niður í 40 eða 50%, eins og þeir hafa gert víðast hvar annars staðar. Ég tel hins vegar alveg ljóst að við eigum skýlausan rétt á því að fá fram ¦ „Það er alveg Ijóst að ef Alusuisse ætlar sér ekki að koma til móts við sanngjamar óskir íslendinga með venju- legum hætti, og það virðist það ekki ætla að gera með samningum, þá verður að skoða allar leiðir - líkii einhliða aðgerðir. Það er óhjákvæmilegt," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, þegar blaðamaður Tím- ans spurði hann hvort orð iðnaðarráð-. Iierru, þess efnis að Islendingar myndu grípa tÚ eigin úrræða gegn Alusuisse í ljósi fullveldisréttarins, endurspegluðu vilja Alþýðubandalagsmanna. „Þetta hefur nú ekki verið borið undir ríkisstjórnina, þannig að ég hef ekkert um þetta mál að segja á þessu stigi," sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra þegar Tíminn innti hann eftir því hvort einhliða aðgerðir af hálfu ís- lenskra stjórnvalda kæmu að hans áliti til greina gegn Alusuisse eins og málum er háttað í dag. „Ég ætla að geyma mér að tjá mig um þetta mál, þar til iðnaðarráðherra hefur lagt þetta mál fyrir," sagði landbúnaðarráðherra jafti- framt. -AB ¦ Steingrímur Hermannsson. hækkun á raforkuverðinu, en legg áherslu á að ekki má rasa um ráð fram." -AB Kaupstefnunni '82 lokið: „Greinileg kreppa f þjóðfélaginu" — segir Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar ¦ Sýningunni Kaupstefnan '82 í Laugar- dalshöll er lokið. Alls skoðuðu rúmlega 74 þúsund manns sýninguna og er það svipað og er kaupstefnan var haldin sfðast fyrir tveim árum. Þá voru gestir um 75 þúsund talsins. - Það er greinilegt að það er kreppa í þjóðfélaginu og ráðstöfunarfé fólks mun minna en oft áður, sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdarstjóri í Kaupstefn- unnar '82 í samtali við Tímann að sýningunni lokinni. Guðmundur sagði að fólk hefði keypt mun minna á sýningunni að þessu sinni en á undanförnum sýningum og eins hefði aðsóknin að tívolíinu verið mun minni en t.a.m. . fyrir tveim árum. - Okkur þótti þó sýningin takast vel að þessu sinni og ég held að bæði sýnendur og gestir hafi verið ánægðir með framkvæmd- ina, sagði Guðmundur Einarsson. -ESE ¦ Það er engin n kreppusvipur á þessu unga fólki sem brá sér í flugferð í hringekjunni i tívouuiu á sýningunni í Laugardal. En aðrir héldu fastar um budduna og þegar á heildina er litið var aðsóknin að tívolíinu frekar dræm. Tímamynd Ari IÁNh* ___UFEYFUS SJODUM HVAÐ KOSTAR HÚSNÆÐI MIÐAÐ VIÐ NÚGILDANDI VAXTAKJÖR? SVAR: Verðtrygging inn- og útlána hefur aukið veru- ' lega kostnað við íbúðarhúsnæði sem og við aðra fjárfestingu. Hvernig má það vera? Allir þeir, sem skulda lán vegna íbúðarkaupa, vita ofurvel hvaða kostnað þeir bera vegna vaxta og verðtryggingar. Nýju verðtryggðu lánin hækka því raunverulegan kostnað þeirra íbúðareigenda. Sá sem býr í skuldlausri íbúð kann að spyrja: „Hvað koma vaxtakjörmérvið? Ég borgaengavexti". í íbúðar- húsnæði er bundið mjög mikið fjármagn, sem unnt væri að ávaxta með verðtryggðum kjörum og menn verða því að reikna sér vexti af þvi. Vextir af lífeyrissjóðslánum eru nú almennt 3% og vextir af spariskírteinum eru 3,5% Ef tekið er dæmi af fjögurra herbergja íbúð, sem kostar staðgreidd 750 þús. kr., eru 3% vextir af henni kr. 22.500 á ári eða kr. 1.875 á mánuði! Þetta er vaxtakostnaðurinn einn sér miðað við 3% vexti. Svo koma fasteignagjöld (0,5%), afskriftir (1%), viðhald (0,5%) og hugsanlega eignarskattur (1,2%) eða lauslega samanlagt 3,2% eða kr. 2.000 á mánuði. Samtals er þvi kostnaðurinn tæpar 4.000 á mánuði. Þetta er kostnaðurinn við fjögurra herbergja íbúð. Eign upp á 1,5 millj. kostar tvöfalt meira eða tæpar 8.000 á mánuði! Og svo eru menn að selja með afföllum verðtryggð skuldabréf, sem gefa allt að 8% ávöxtun yfir verðtryggingu. Miðað viö slíka vexti kostar fjögurra herbergja íbúð 7.000 krónur á mánuði! Flestir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun, hversu stórt þeir skuli búa og hvort þeir stækki við sig. Margur mundi kannski veita sér önnur gæði, ferðalög, minni vinnu o.s.frv., ef hann hugleiddi hversu dýrt húsnæði er orðið. 4> ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRAIi?;? I LlFEYRISSJÖÐA LÍFEYRISSJÓÐAIííÍi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.