Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. fþróttir ¦ Helga Halldórsdóttir KR setti nýtt Islandsmet ¦ sjöþraut um helgina. Hér á myndinni er hún ásamt Valbirni Þorlákssyni þjálfara. íslandsmet í sjöþraut ¦ Bikarkeppni FRÍ í fjölþrautum var haldin nú um helgina. Keppt var í tugþraut karla og sjöþraut kvenna og urðu KR-ingar hlutskarpastir bæði í kvenna og karlaflokkum. Fyrirkomu-i lagið var þannig að besti árangur tveggja keppenda frá hverju félagi var talinn. t fjöþrautinni sigraði Helga Halldórsdótt- ir KR og hlaut hún 4924 stig og er það nýtt íslandsmet og 300 stigum betra en fyrra met. í öðru sæti varð Kolbrún Rut Stephens og hlaut hún 4174 stig og í þriðja sæti varð Linda B. Loftsdóttir FH og hlaut hún 4118 stig, sem er nýtt tslandsmet í telpnaflokki. f tugþrautinni sigraði Gísli Sigurðsson UMSS og hlaut hann 6918 stig. í öðru sæti var Sigurður T. Sigurðsson KR og náði hann 6612 stigum og þriðji varð Elías Sveinsson KR með 6576 stig. Á þessu móti setti Sigurður Magnús- son ÍR nýtt unglingamet í stangarstökki, hann stökk 4,30 metra og Kristján Gissurarson náði sínum besta árangri í stangarstökki og stökk 5,05 metTa. Framarar steiniágu ¦ Á Laugardalsvelli léku á laugar- daginn Fram og ÍBÍ í keppni 1. deildar og var leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði liðin og þeim nægði ekkert annað en sigur ef vel hefði átt að vera. En það var aðeins annað liðið sem gat staðið uppi sem sigurvegari í leikslok og að þessu sinni varð það hlutskipti tsfirð- inga, en þeir sigruðu Fram stórt, eða með fjórum mörkum gegn engu. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðinda- lítill og hið eina sem athygli vakti öðru fremur var mark Gústafs Baldvinssonar, sem Gísli Guðmundsson dómari dæmdi af. Staðan í hálfleik var því 0-0 og talsverð barátta hjá báðum liðum. En í síðari hálfleik varð Einar Jónsson fyrstur til að skora mark, á 10 mínútu. I'.i tóku ísfirðingar innkast ogknettinum var nikkað til Einars, sem sendi hann af öryggi í netið framhjá Guðmundi Baldurssyni markverði. Annað markið skoraði svo Jón Oddsson og sendi hann knöttinn í boga yfir Guðmund markvörð og staðan var orðin 2-0. Þriðja mark leiksins skoraði svo Gústaf Baldvinsson, en Guðmundur hafði hálfvarið skot og knötturinn hrökk til Gústafs sem afgreiddi hann af öryggi f netið. 3-0 og sigur ÍBÍ var alveg öruggur, en þeir voru ekki alveg ánægðir, heldur bætti Gunnar Pétur Pétursson um betur og skoraði fjórða markið og það var síðasta mark leiksins. Þetta stórt tap hefur án efa verið mikil vonbrigði fyrir Framliðið. Staða þeirra hafði batnað verulega er þeir sigruðu Víking á dögunum og töldu margir að falldraugurinn væri úr sögunni hjá þeim að sinni. En það er svo sannarlega ekki raunin. Liðið er í bullandi fallhættu og þeim dugir ekkert annað en sigur í síðasta leiknum í 1. deildinni í Vestmannaeyjum um næstu helgi. ís- firðingar standa hins vegar mun betur, enda þótt þeir eigi fyrir höndum erfiðan leik gegn IBK um næstu helgi. Þeir hafa hlotið 16 stig í 1. deildinni, sem er mun meira en flestir reiknuðu með og þurfa aðeins 1 stig til að komast hjá fallhættu. En það verður að segjast eins og er, að gangur íslandsmótsins að þessu sinni hefur verið vægast sagt einkennilegur og segir stigataflan meira um það en mörg orð. Það munar til að mynda ekki nema 8 stigum á efsta og neðsta liði og hefur íslandsmótið aidrei verið eins jafnt eins og núna. En um næstu helgi fæst úr því skorið hverjir verða fslandsmeistarar og eins hverjir falla niður í 2. deild. Víkingar eru nær öruggir - sigruðu KA á Akureyri 2-0 ¦ Útlitið dökknaði heldur betur hjá KA í 1, deildinni í knattspyrnu um helgina, en þá tapaði liðið í hinum þýðingamikla leik sínum gegn meistur- um Vt'kings sem leikinn var á Akureyri. Úrslitin 2:0 fyrir Víking og virðist nú fátt geta stöðvað Víking í því að endur- heimta titil sinn frá í fyrra. Staða KA er htnsvegar orðin mjög erfið, og dugir ekkert nema sigur gegn Breiðabliki á útivelli í síðasta leiknum til að forða fallinu í 2. deild. Víkingar voru áberandi betri aðilinn í leiknum á laugardag. Þeir fengu fljótlega ágæt tækifæri en fyrra markið kom þó ekki fyrr en á 27. mínútu. Ragnar Gíslason lék þá laglega á KA-mann við endamörk, kom bolt- anum síðan fyrir markið og Sverrir Herbertsson var á réttum stað og skoraði örugglega. Rétt fyrir leikhlé átti svo Stefán Halldórsson gott skot úr aukaspyrnu sem small í þverslá KA-marksins en á síðustu mínútu hálfleiksins fengu KA- menn sitt eina tækifæri í hálfleiknum er Ásbjörn skaut fyrir úr ágætu færi. KA-liðið var mun hressara í síðari hálfleiknum og Ögmundur mátti nokkr- um sinnum beita sér af alefli í markinu. KA-mönnum tókst að skora upp úr miðjum hálfleiknum en það var dæmt af vegna brots á markvörð Víkings. Á 79. mínútu leiksins fékk KA svo sannkallað dauðafæri til að jafna. Elmar gaf laglega á Hinrik Þórhallsson sem var aleinn á markteig fyrir opnu marki, er þrumu- skot Hinriks small í þverslánni og út á völlinn. Þar sluppu Víkingar fyrir horn og er ekki gott að segja til um úrslit leiksins ef Hinrik hefði skorað þarna. Rétt fyrir lokin skoraði svo Jóhann ÞorvaröaTSon annað mark Víkings, Þorvaldur markvörður KA varði skot frá Heimi Karlssyni en hélt ekki boltanum og Jóhann náði til hans. Þessi leikur geymist ekki í minn- ingunni sem einn af bestu leikjum sumarsins, enda bar hann öll merki þess hversu mikilvæg úrslit hans voru fyrir liðin. Seggja má að Víkingar háfi sloppið með skrekkinn, en heilt á litið voru þeir samt betri aðilinn í leiknum þótt jafntefli hefði gefið réttari mynd eftir marktækifærum að dæma. Dómarinn varð fyrir aðkasti Vítadómur, sem var að margra mati mjög vafasamur tryggði Vestmannaey- ingum sigur í leik þeirra gegn ÍA á Akranesi á laugardag. Vilhjálmur Þór dómari taldi Jón Gunnlaugsson vera brotlegan gagnvart sóknarmanni ÍBV og úr vítaspyrnunni skoraði Sigurlás Þorleifsson af miklu öryggi. Annars voru það Akurnesingar sem náðu forystu í leiknum og skoraði Jón Landsliðið valið D Á miðvikudagskvöld leika íslendingar landsleik gegn Austur- Þjóðverjum á Laugardalsvellinum. Lið Austur-Þjóðverja er mjög sterkt og til vilnis um það, má nefna að rétt fyrir lokakeppni HM á Spáni léku þeir gegn heimsmeisturum ítala og sigruðu 1-0 í leik sem háður var í Leipzig. Leikið verður sem fyrr segir á miðvikudag og er landsliðshópur íslands skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Þorsteinn Bjarnason ......ÍBK Guðmundur Baldursson . . . Fram Örn Óskarsson..........ÍBV i'ruusti Haraldsson ......Fram Viðar HaUdórsson........FH Sigurður Lárusson.........IA Marteinn Geirsson.......Fram Ólafur Bjömsson .... Breiðablik Ómar Torfason........ Víking Gunnar Gíslason.........KA Árni Sveinsson........... IA Ragnar Margeirsson.......ÍBK Ragnar Margeirsson.......IBK Sigurður Grétarsson . . Breiðablik Pétur Pétursson .... Antwerpen Sigurjón Kristjánsson . Breiðablik Eins og sjá má af upptalningunni leikur aðeins einn þeirra arvinnu- manna sem leika erlendis gegn Þjóðverjunum, en það er Pétur Pétursson og er orðið alllangt síðan íslenskir knattspyrnuunnendur hafa fengið að sjá hann leika hér á landi. #v \^ Gunnlaugsson með skalla upp úr hornspyrnu. Fáum mínútum síðar jafnaði Sigurlás, en naut við það góðrar aðstoðar Kára bróður síns. Og fimm mínútum fyrir leikslok kom svo vítaspyrnudómurinn sem fyrr er nefndur. í fyrri hálfleiknum áttu bæði lið góð færi til að skora. Sigþór fékk gott færi við mark Eyjamanna, Kári Þorleifsson átti gott skot að marki fA sem Davíð varði vel og tvívegis fékk Guðbjörn Tryggvason tækifæri til að skora hjá ÍBV. Besti maður hjá ÍBV var Páll ásamt Sigurlás, en Árni Sveinsson lék best Skagamanna. Að leik leiknum var gerður aðsúgur að dómara leiksins og í samtali við Tímann taldi hann það valda vissum vandræðum að dæma á Akranesi og að framkoma áhorfenda þar gæti orðið tilefni þess að hann gerði við hana athugasemdir til réttra aðila. Hann sagði, „núna köstuðu áhorfendur bara í mig grasi, en stundum áður hefur það verið grjót og slíkt er ekki hægt að líða." sh Þróttur N. lagði FH. ¦ Heíl umferð var leikin í 2. deildar- Brynjarsson og BjarniKristjánsson, en keppninni í knattspyrnu um helgina. A Guðmundur Sighvatsson skoraði fyrir laugardag Iéku á Húsavfk lið Völsungs Njarðvík. og Fylkir. Leiknum lauk auðvitað með Þróttur Reykjavík heldur sínu striki jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora. og á sunnudag léku þeir gegn Þór á Jafnteflið gegn Völsungi er 11 jafntefli Laugardalsvelli. Og Þróttarar sigruðu Fylkismanna í 2, deild í sumar, en þeim með tveimur mörkum gegn einu og sáu hefur aðeins tekist að vinna einn leik. Sverrir Pétursson og Bjarni Harðarson Liðið er f alvarlegri fallhættu, eiga um mörkin fyrir Þrótt. Þórsarar skoruðu aðeins einn leik eftir og það gegn 2. sitt mark úr vítaspyrnu og.gekk heldur deildarmeisturum Þróttar. brösulega að koma knettinum í netið, Óvæntustu úrslit umferðarinnar urðu en tókst þó að lokum. í leik Þróttar Neskaupstað og FH, en Staðan í 2. deild fyrir lokaumferðina leikið var á Norðfirði. Þar sigruðu er sem hér segir: heimamenn mað þremur mörkum gegn Þróttur R.....17 12 4 1 27:8 28 einu. Eru Þróttarar nú í neðsta sæti Þór Ak......17 7 7 3 33:17 21 deildarinnar með jafn mörg stig og Reynir.......17 8 3 6 24:16 19 Fylkir, en þrjú lið hafa einu stigi meira FH.........17 6 6 5 19:23 18 eða 14. Eru það Einherji, Njarðvík og Völsungur .... 17 5 66 20:19 16 Skallagrímur. Einherji......17 6 2 9 23:29 14 Borgnesingar kræktu sér í 2 dýrmæt Njarðvík.....17 5 4 8 20:28 14 stig, er þeir sigruðu Einherja með Fylkir.......17 1 11 5 12:18 13 fjórum mörkum gegn tveimur. Gunnar Þróttur N .... 17 5 3 9 10 .24 13 Jónsson, sem lék á síðasta keppnis- sh tímabili með ÍA skoraði tvö mörk fyrir B^m^mMMmm^rm*mmmmmmmmm*mmmawmmmBm Skallagrím, en Gunnar Orrason og Garðar Jónsson skoruðu eitt mark hvor. « m *j. . Fyrir Vopnfirðingana skoruðu Ingólfur . V lOir VSHlIl Sveinsson og Gísli Davíðsson. ¦ Kvennalið Víðis í Garði varð A sunnudag léku svo í Njarðvík sigurvegari í 2. deild kvenna í knatt- heimamenn gegn Reyni úr Sandgerði spyrnu. Stelpumar úr Garðinum sigruðu og sigruðu gestirnir með fjórum mörk- KA í úrslitaleik um helgina með einu um gegn einu. Fyrir Reyni skoruðu marki gegn engu. Þær munu því leika í Freyr Sverrisson, Ari Arason, Pétur l.deildkvennaánæstakeppnistímabili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.