Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 11
MUÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. mmm 11 fréttafrásögn ¦ Atvinnuréttindi bænda og fram- leiðslumál landbúnaðarins voru aðal- málin á aðalfundi Stéttarfélags bænda að þessu sinni. Samþykkt var tillaga um að komið verði á löggjöf um atvinnurétt- iiiilin og hvað varðar framleiðslumálin var ákveðið að beita áfram kvótakerfi og kjamfóðurgjaldi til stjórnunar land- búnaðarframleiðslunnar. Einnig var lýst yfir stuðningi við hugmyndir um fækkun sauðfjár um allt að 50 þúsund, þegar á þessu hausti. Alls áttu 44 aðalmenn og tveir varamenn sæti á aðalfundinum sem haldinn var í Borgarnesi að þessu sinni, en auk þess mætti fjöldi gesta á fundinn. Flest þeirra mála sem tekin voru upp á fundinum, voru lögð fyrir af stjórn Stéttarsambandsins eða þau komu frá kjörmannafundum. Miklar umræður urðu um einstakar tillögur, en eins og svo oft áður voru framleiðslumálin í brennípunkti. Breytingartillögur komu fram við tillögu framleiðslunefndar fundarinsumkvótaogverðskerðinguog . . ., ... .., . ,. ¦ IngiTi7ggvason,forinaðurStettarsambandsbændaasamtGunnanGuðbjartssyni,fyrrverandifonnannisambandsins. Tímamyna G.E. Aðalfundur Stéttarsambands bænda: STORFELLD SAUÐFJÁR- FÆKKUN SAMÞYKKT Atvinnuréttindi í landbúnadi og framleiðslumálin aðalmál fundarins í endanlegri afgreiðslu fundarins á tillögunni segir m.a.: „Til framleiðslustjórnunar verði áfram beitt kvótakerfi og kjarnfóðurgjaldi. Að ekki komi til greina að velta öllum þeim vanda sem felst í kindakjötsbirgð- um nú yfir á næsta verðlagsár. Við niðurjöfnunar verðvöntunar verði að því stefnt að undanskilja verðskerðingu 250 ærgildisafurðaframleiðslu hvers bónda sem hefur meginhluta tekna sinna af búvöruframleiðslu sem háð er kvótakerfinu. Kannaðir verði möguleikar á að undanþiggja frá allri verðskerðingu framleiðendur, sem reka 300 ærgilda fjárbú eða minna og hafa litlar aðrar tekjur. Einnig að beita verðskerðingu á alla framleiðslu sem háð er búmarki og framleidd er á lögbýlum án fastrar búsetu viðkomandi framleiðenda. Lögð verði áhersla á að ljúka uppgjöri fyrir áramót. Bændum sem gera samning um að framleiða árlega á næstu 5 árum eigi meira en 67% af áunnu eða nýttu búmarki í þeirri búgrein verði tryggt fullt verð fyrir framleiðslu sína á samningstímanum. Fundurinn skorar sérstaklega á þá tilteknu hópa framleiðenda sem leitað verður til að taka þátt í þessari fækkun að þeir sýni skilning á nauðsyn hennar og leggi sitt af mörkum til að styrkja heildarstöðu bændastéttarinnar með því að fækka sauðfé sínu verulega." Fjöldi annarra ályktana var samþykkt- ur á aðalfundinum og verður þeirra getið í blaðinu á morgun. Ályktun aðal- fundarins hvað varðar starfsréttindi í landbúnaði, er birt hér í opnunni. -ESE Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra í ræðustól á aðalfundi Stéttarsambandsins. ¦ Jón Guðbjörnsson, bóndi á Lindarhvoli í Þverárhlíð ræðir við alþingismennina, Davíð Aðalsteinsson og Stefán Valgeirsson. Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell .......... 20/9 Arnarfell .......... 4/10 Arnarfell ......... 18/10 Arnarfell ......... 1/11 ROTTERDAM: Arnarfell .......... 22/9 Arnarfell .......... 6/10 Arnarfell ......... 20/10 Arnarfell.......... 3/11 ANTWERPEN: Arnarfell ........... 9/9 Arnarfell .......... 23/9 Arnarfell .......... 7/10 Arnarfell .......... 21/10 Arnarfell .......... 4/11 HAMBORG: Helgafell.......... 10/9 Helgafell ........... 1/10 Helgafell......... 22/10 Helgafell.......... 12/11 HELSINKI: Dísarfell .......... 13/9 Dísarfell......... 11/10 Dísarfell .......... 4/11 LARVIK: Hvassafell......... 13/9 Hvassafell......... 6/10 Hvassafell..........18/10 Hvassafell......... 1/11 GAUTABORG: Hvassafell......... 14/9 Hvassafell......... 5/10 Hvassafell........ 19/10 Hvassafell.......... 2/11 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell......... 15/9 Hvassafell......... 4/10 Hvassafell........ 20/10 Hvassafell......... 3/11 SVENDBORG: Helgafell.......... 13/9 Hvassafell ......... 27/9 Helgafell.......... 5/10 Dísarfell ......... 15/10 Helgafell......... 25/10 ÁRHUS: Helgafell.......... 14/9 Helgafell.......... 6/10 Helgafell......... 26/10 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell............ 9/9 Skaftafell.......... 4/10 Skaftafell.......... 2/11 HALIFAX, CANADA: Skaftafell.......... 6/10 Skaftafell.......... 5/10 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.