Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.09.1982, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. fréttafrásögn ¦ Starfsréttindi bænda og annarra stétta í landbúnaði hafa verið mikið til umræðu á bændafundum undanfarin ár og hefur verið um það rætt að gera þyrfti ákveðnar kröfur um starfsreynslu og menntun til þeirra sem>. hefja búskap. A aðalfundi Stéttarsambands bænda í Borgamesi var lögð fram tillaga starfs- réttindanefndar um þessi mál og var hún samþykkt. Tillagan hljóðar svo: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 telur nauðsynlegt að komið verði á iöggjöf um atvinnuréttindi í land- búnaði og leggur til að efthialin meginatriði verði lögð þar til grund- vallar. A. Starfssréttindi og réttur til atvinnu- rekstrar (sjá lið B) veita m.a. aðgang að eftirfarandi: 1. Fyrir bændur 1.1. Aðgang að lánasjóðum landbún- aðarins 1.2 Aðgang að opinberum framlögum til atvinnuvegarins. 1.3 Rétt til aðildar að félagssamtökum ¦ Við háborðið á aðalfundi Stéttarsambandsins. Gunnar Guðbjartsson, Böðvar Pálsson, Búrfelli, Þórarinn Þorvaldsson, Þóroddsstöðum og Gísli Andrésson, Hálsi. Ingi Tryggason, formaður Stéttarsambandsins í ræðustól. STARFSRETTINDI í LANDBÚNAÐI — tillaga samþykkt á aðalfundi Stéttarsambands bænda landbúnaðarins og þeim réttindum og fyrirgreiðslu sem þessi félög veita enda uppfylla viðkomandi önnur þau skilyrði sem sett eru um aðild. 1.4 Aðgang að ábúð á ríkisjórðum svo og öðrum jörðum og jarðarpörtum, sem ætlaðar eru til búvöruframleiðslu. 2. Fyrir launþega 2.1 Rétt til að starfa sem launþegi í landbúnaði og njóti réttinda sem slíkir. 2.2. Aðgang að störfum við afleysinga- þjónustu landbúnaðarins. 2.3 Forgang að vinnu við landbúnað á ríkisbúum og búum sem rekin eru af búnaðarsamtökum. B. Starfandi bændur þurfa ekki að sækja um starfsréttindi í þeim greinum sem þeir hafa stundað eftir að þessar reglur taka gildi. Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði geta sótt um atvinnu- réttindi: 1. Bændur 1.1. Þeir sem lokið hafa námi frá landbúnaðarskólum hér á landi eða sambærilegu námi erlendis. 1.2 Þeir sem lokið hafa háskólariámi í landbúnaði 1.3 Þeir sem lokið hafa annarri, starfsmenntun en í landbúnaði svo sem iðnnámi eða verslunarnámi sem að gagmfcemuT við >landbúnaðarstörf' (minnst tveggja ára nám) eða stúdentsprófi og auk þess starfað við landbúnað minnst 2 ár á öllum tímum árs eftir 16 ára aldur og lokið 3ja mánaða námskeiði á vegum land- búnaðarskóla. 1.4 Þeir sem alist hafa upp á sveitabæ (lögbýli) frá barnsaldri átt þar heimili og unnið að bústörfum ásamt skóla- göngu til 20 ára aldurs eða lengur en ekki hlotið fullgilda starfsmenntun (sbr. framanskráð) öðlist réttindi til búrekstrar í þeim greinum landbún- aðarins sem voru (eru) á býlinu með því að Ijúka þriggja mánaða nám- skeiði í landbúnaðarskóla. 1.5. Þeir sem sækja um að hefja búrekstur eftir að 15 ár eru liðin frá því að þeir öfluðu sér starfsmennt- unar skal gert að Ijúka þriggja mánaða framhaldsnámskeiði við land- búnaðarskóla. 1.6. Við sérstakar aðstæður svo sem fráfalla bónda skal veita nauðsynleg- an frest til að einhver aðstandenda geti aflað sér starfsréttinda. 2. Launþegar 2.1 Þeir sem öðlast hafa rétt til atvinnurekstrar í landbúnaði skulu einnig njóta starfsréttinda sem laun- þegar. 2.2 Þeir sem lokið hafa prófi frá landbúnaðarskólum hérlendis eða frá sambærilegum skólum erlendis. 3. Réttur til atvinnurekstrar. 3.1. í vissum greinum landbúnaðar þarf að setja sérákvæði. 3.2. Stéttarsamband bænda tekur ákvörðun um hverjum skuli veita rétt til atvinnurekstrar, Stéttarsambandið leitar umsagnar þeirra sem geta gefið nauðsynlegar upplýsingar þar að lútandi. Fundurinn felur stjórn Stéttarsam- bandsins að leita eftir samstarfi við landbúnaðarráðuneytið og Búnaðar- félag íslands um samningu frumvarps að lögum um atvinnuréttindi í landbúnaði. Frumvarpið verði kynnt á kjörmanna- fundum næsta ár og tekið til umfjöllunar á aðalfundi Stéttarsamband'sins 1983. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarfélags bænda flytur ræðu sína á aðalf undinum. ¦ Hermann Sigurjónsson, Rafholti og Jón H. Bergs skiptast á skoðunum á aðaifundinum. Á milli þeirra stendur Ingimar Sveinsson frá Egilsstöðum. ¦ Þungt hugsi á aðalfundinum - frá vinstri: Bjami Arason, ráðunautur, nafni hans Guðröðarson, Nesi í Reykholtsdal, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Einar Eiríksson, MiklaholtsheUi, formaður sambands eggjafram leiðenda, Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Jóhann Jónasson í Sveinskoti, fyrrverandi formaður Grænmetisverslunar rikisins. Tímamynd G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.