Tíminn - 10.09.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 10.09.1982, Qupperneq 1
„Helgarpakkinn” fylgir Tfmanum f dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 10. september 1982 205. - tbl. - 66. árgangur. Heimilis tíminn: Dagur í líffi ... — bls. 10 SUF þingið — bSs. 8*9 Sýning Thor- valdsens — bls. 19 Málefni Kína — bls. 7 Úlfar Sveinbjörnsson er hér meö 24 punda hæng sem veiddist í Hvítá við Iðu. Laxinn tók flugu sem heitir „Loðna“ númer sex, og mun vera með þcim stærri ef ekki sá stærsti sem veiðst hefur þar í sumar. Tímamynd: Toggi Deilur um ráðningu bæjarstjóra á Akranesi draga dilk á eftir sér- ALÞÝÐUBANDALAG SIÍTUR MEIRUUJUTASAMSTARFINU — Fulltrúi þess segir sig úr bæjarráði svo minnihlutinn hafi ekki meirihluta þar ■„Við alþýðubandalagsmenn höfum slitið meirihlutasamstarfinu hér á Akranesi vegna þess að við getum ekki sætt okkur við vinnubrögð sjálfstæðis- manna og krata í sambandi við ráðn- ingu nýs bæjarstjóra," sagði Engilbert Guðmundsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í viðtali við Tímann. „Málið er þannig vaxið,“ sagði Engilbert, „að starfið var auglýst laust til umsóknar og þegar umsóknir voru opnaðar, þá var þar einn umsækjandi sem bar þar allnokkuð af sakir menntunar og starfreynslu. Þetta er Rúnar Jóhannsson, menntaður rekstrarhagfræðingur og endurskoð- andi, með sérmenntun í opinberri stjórnsýslu. Rúnar hafði á sér þann stóra galla, að því er virtist vera.að mati samstarfsaðila okkar, að vera heldur til vinstri í stjórnmálaskoð- unum og hafði verið skipaður í stjórn Flugleiða af Ragnari Arnalds. Það var nóg til þess að samstarfs- aðilar okkar gengu framhjá öllum umsækjendum og réðu til starfans mann sem ekki sótti um. Þessi vinnubrögð gátum við alls ekki sætt okkur við og ákváðum því að slíta samstarfinu. Þessari ákvörðun okkar er alls ekki beint gegn manni þeim sem nú hefur verið ráðinn bæjarstjóri, því það er mætur og gegn maður, heldur gegn sjálfstæðismönnum og krötum hér á Akranesi sem viðhöfðu þessi ódrengilegu vinnubrögð." Þessi ákvörðun Alþýðubandalags- ins á Akranesi fellir þó ekki meirf hlutann því sjálfstæðismenn og al- þýðuflokksmenn hafa enn 5 menn gegn þremur mönnum Framsóknar- flokksins og einum manni Alþýðu- bandalagsins. Engilbert tjáði blaðamanni jafn- framt að hann hygðist segja sig úr bæjarráði, því hann teldi það óeðlilegt að minnihluti í bæjarstjórn hefði meirihluta í bæjarráði, en slík væri staðan ef hann sæti áfram. AB Flugumferðarstjórar koma vel út úr samanburði á launum opinberra starfsmanna: HAFA TVÖFÖLD LAUN A VIÐ AÐRA STARFSMENN — og í sumum tilfellum allt að þreföld ■ Flugumferðarstjórar hafa í flestum tilvikum tvöföld laun á við það sem tíðkast hjá öðrum opinberum starfs- mönnum og í sumum tilvikum eru laun þeirra meira að segja nálægt því að vera þreföld á við aðrar stéttir. Meðalmánaðarlaun flugumferðar- stjóra mánuðina mars til maí 1982 voru til að mynda 27.668 krónur, en á sama tíma voru meðalmánaðarlaun póstmanna 10.597 krónur. Fjármálaráðuneytið lét í ágúst- mánuði vinna samanburðarúttekt á kjörum hinna ýmsu stétta opinberra starfsmanna og koma ofangreind atriði m.a. fram í þessari úttekt. Það var Sigrún Ásgeirsdóttir, launaskrár- ritari launadeildar, sem veitti Tíman- um upplýsingar um ofangreind atriði og fleiri, en ekki var hægt að fá samantektina í heild, þar sem hún sagði hana vera trúnaðarmál. Aðalkjarasamningur hefur eins og kunnugt er verið undirritaður á milli fjármálaráðuneytisins og BSRB, en ekki hefur enn verið samið við flugumferðarstjóra og hafa reyndar engar viðræður farið fram á milli aðila síðan þessi samanburður var gerður. Sjá nánar bls. 6 - AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.