Tíminn - 19.09.1982, Side 8

Tíminn - 19.09.1982, Side 8
8 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigur&sson. Auglýslngastjóri: Stelngrimur Glslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson íltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Um&jónarmaöur Helgar-Tfmans: Atll Magnusson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason (fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Leifsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Gu&jón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsíngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldslmar: 86387og 86392. Verð (lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Vörumst umferðarslysin ■ Á síðasta ári létust 24 íslendingar af völdum umferðarslysa. 707 slösuðust, þar af 260 alvarlega. Umferðarslys með eignatjóni voru 7202. 2325 ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur. Þessar tölur eru úr skýrslu Umferðarráðs um umferðarslys á íslandi árið 1981. Bráðabirgðatölur frá fyrri hluta þessa árs benda til að umferðarslys verði ekki færri í ár en í fyrra. Bílum hefur fjölgað og umferðarþunginn aukist. í skýrslunni er gerð grein fyrir þróun umferðarslysa undangengin ár. Þar kemur greinilega í ljós að á árunum 1968-69 er fjöldi látinna af völdum umferðar mun minni en á árunum á undan og á eftir og má að öllum líkindum þakka það þeirri umferðarfræðslu og umferðareftirliti, sem tengt var breytingu í hægri umferð 1968. Þarna kemur skýrt í ljós að hægt er að hafa áhrif á umferð til hins betra með skipulögðu eftirliti og fræðslu ef vilji og fjármunir eru fyrir hendi. Ekki er hægt að tala um eyðslu á því fé, sem til þessa fer, því fjárhagstjónið af völdum umferðarslysa er svo gífurlegt að það sem sparast með bættri umferðarmenningu hlýtur alla vega að vera margfalt meira en það sem til hennar er lagt. í skýrslu Umferðarráðs er ekki vikið að fjárhagstjóninu, enda erfitt að reikna það út. Tapaðir vinnudagar af völdum umferðarslysa eru margir, kostnaður við læknisþjón- ustu mikill og beinar skemmdir á ökutækjum nema svimandi upphæðum. Þá eru ekki taldar þær afleiðingar sem umferðarslysin hafa á líf og heilsu fjölmargra einstaklinga, þeirra sem í slysunum lenda og ástvina þeirra. Nú þegar dag tekur að stytta og skólar hefjast fer í hönd sá tími sem búast má við mestri tíðni umferðarslysa. Lögregla biður ökumenn að sýna aðgæslu og foreldra að gæta barna sinna og brýna fyrir þeim hætturnar sem að þeim steðja á leið í skóla og úr. Vonandi hefur þetta einhver áhrif til varnaðar. En ökumenn verða að taka á honum stóra sínum ef þeir ætla að leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri öfugþróun sem á sér stað í umferðinni. Fyrst og fremst verða þeir að læra umferðarlög og fara eftir þeim, en mikill misbrestur er á að svo sé. Ökumenn verða að láta sér skiljast að bílarnir sem þeir stjórna eru hættulegir lífi og heilsu manna. Alltof margir ökumenn hafa hagað sér eins og þeir séu einir í umferðinni eða ættu að vera það. Frekjan og tillitsleysið er slíkt að allt verður undan að láta þegar níðingarnir þurfa að komast Ieiðar sinnar fljótt og vel. I augum fjölda ökumanna hafa gangandi vegfarendur bókstaflega engan rétt og er akstri hagað samkvæmt því. Óvarðir vegfarendur verða að bjarga sér sjálfir ella hljóta þeir verra af. Hlutur lögreglunnar í að halda umferð innan marka laganna sýnist ekki mikill. Það er orðið sjaldgæf sjón að sjá lögreglumenn stjórna umferð og áminna þá sem brotlegir gerast. Það þarf að draga úr umferðarhrað- anum, en ekki eingöngu að greiða fyrir því að hún verði sem auðveldust. Umferðarhraðinn og óðagotið á götum og vegum kostar meira en svo að stætt sé á því að spara mannafla við umferðarstjórn og það gerir ekkert til þótt hægt sé á óþolinmóðum ökuþórum. Þeir geta bölvað og bitið á jaxlinn þegar þeir fá ekki að geysast óhindrað um götur og vegi. Það er meira um vert að forða fólki frá hörmungum umferðarslysanna. O.Ó. SVIPMYNDIR LISTAHÁTIDINNI í EDINBORG Listahátíðin í edinborg er ávallt meiri- HÁTTAR ATBURÐUR í MENNINGARLÍFI BRET- LANDS. Þar er ótrúlega fjölbreytt úrval listviðburða á boðstólunum, að sjálfsögðu misjafnt að gæðum en flest forvitnilegt. Myndlist, leiklist, kvikmyndir, ópera og ballett og jafnvel sjónvarps-og videódagskrár er meðal þess, sem Edinborgarhátíðin hefur upp á að bjóða. Og þar ægir saman sýningum stórra, viðurkenndra og ríkra stofnana og fátæklegum listsýningum við frumstæðar aðstæður. Sú fjölbreytni, sem einkennir listviðburði í Edinborg á meðan á listahátíð stendur, er einmitt að margra mati helsti kostur hátíðarinnar. Auk hinnar opinberu og almennu listahátíðar er nefnilega um að ræða svonefnda jaðarhátíð, þar sem nú var hægt að velja á milli um 900 leiksýninga. Og breskir gagnrýnendur segja, að þótt þar hafi að sjálfsögðu verið misjafn sauðurinn, þá hafi gæðin aldrei verið jafn mikil og á þessu hausti. ■ Úr sýningu Naya leikflokksins indverska á „Þjófnum Charan“. Govind Ram leikur hér þjófinn, sem bíður aftöku sinnar. Eitt þeirra verka, sem vakti forvitni og aðdáun margra gagnrýnenda, var sérstað leiksýning suðurafrísks leikflokks, sem kallast Market Theatre Company og er starfrækt í Jóhannesarborg. Leikritið nefnist Woza Albert! og fjallar um lífið undir apartheidhimninum í Suður-Afríku. Leikararnir eru tveir, Percy Mtwa og Mbongeni Ngema, sem sömdu leikritið ásamt leikstjóra sínum, Barney Simon. Woza þýðir upprisa og í leikritinu segir frá því, þegar Kristur kemur aftur til jarðarinnar. Það gcrist í Suður-Afríku, og honum er fagnað í fyrstu, en síðan verða heldur betur árekstrar á milli raunverulegra kristinna viðhorfa frelsarans og stefnu hvítu þjóðernissinnanna, sem stjórna landinu og þykjast kristnir líka. Leikararnir bregða sér í mörg gervi hvítra manna og svartra og lýsa þannig lífi þeirra, lífskjörum, vonum og draumum og hinum harða veruleika hversdagsins undir apartheid. Gagnrýnendur eiga vart nógu sterk orð til að lýsa frábærri túlkun leikaranna og persónusköpun og áhrifa- miklum söng og dansatriðum. í The Times er jafnvel talað um, að leikflokkurinn sé sýnilega að þróa nýjan afrískan leikstíl. Gagnrýnandi sama blaðs skýrði frá því, að margir væru ekki jafn hrifnir af bandariskum leikflokki, American Repertory Theatre frá Massachusetts, sem sýndi fjóra stutta leikþætti eftir Molicre í leiksýningu sem bar nafnið Sganarelle. Eftir fyrstu sýninguna urðu harðar deilur um meðferð Bandaríkjamanna á Moliere. „Þcir neikvæðustu héldu því fram, að Bandaríkjamönnum ætti ekki að lcyfast að setja Moliere á svið, hvað þá að bjóða ætti þeim til alþjóðlegrar listahátíðar mcð slíka vanvirðu. Aðrir svöruðu því til, að það væri þó betra en að láta Frakka leika Moliere"! Nakinn japani var helsta umræðuefnið Á LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK FYRIR FÁEINUM ÁRUM. Þótti sumum list mannsins nokkuð sérstök og þá ekki síður klæðaburður. Gestir á listahátíðinni í Edinborg fengu ekki ósvipaða lífsreynslu. Það var Sankai Juku leikflokkurinn frá Japan, sem þar sýndi danslist sem kennd er við Butoh. Að sögn The Times heillaði sýning þessi suma en aðrir löbbuðu út. Einkum munu áhorfendur hafa flúið á dyr þegar einn Japananna, Ushio Amagatsu lék, við undirleik sekkjapípa, glottandi dvergvaxinn mann, sem smátt og smátt varð að óttaslegnum karlmanni í kvenmannsklæðum. Og ýmsum varö víst ekki um sel þegar Amagatsu átti í frygðarlegum faðmlögum við lifandi hana, sem slapp þó von bráðar úr þeirri prísund og spígsporaði fram og aftur um sviðið það sem eftir var sýningarinnar. Amagatsu var aðeins einn fimm karlleikara í þessu verki, sem í þýðingu mætti kalla „Draumur drengsins með rakaða höfuðið“. Leikararnir voru að sjálfsögðu krúnurakaðir og sérlega fáklæddir og dans þeirra og leikur í erótískara lagi. Auk leiksýninga á sviði efndu þeir til útisýninga sem ekki vöktu síður athygli. Skoðanir voru skiptar um framlag Japananna, en allir voru hins vegar mjög hrifnir af indverskum leikflokki, sem nefnist Naya. Indverjarnir sýndu geysifjörugt og skemmtilegt leikrit, sem nefnist „Þjófurinn Charan“ og segir frá þjófi, sem hefur svarið að segja aldrci ósatt! Heiðarleiki hans að þessu leytinu er í andstöðu við ríkjandi hegðan í þjóðfélaginu og leiðir að lokum til dauða hans, en lífgað er upp á dálítið dapurlegan söguþráð með söngvum og frábærum indverskum dönsum, sem að sögn gagnrýnenda eru einstaklega hrífandi. Fór enda svo, að sýning þessi hlaut margháttaða viðurkenningu á jaðarhátíðinni. Habib Tanvir heitir leiðtogi Naya leikhússins og hann gerði sérstaka grein fyrir sögu og starfsemi leikflokksins á ráðstefnu, sem efnt var til á hátíðinni. Hann taldi, að indversk menning stæði föstum rótum í fornri hefð Indlands en hefði hins vegar opnað glugga sína fyrir áhrifum frá vestrænni menningu, og væri sambland þeirra ólíku strauma að finna í sýningum Naya leikflokksins. „Þjófurinn Charan" er ein af þeim sýningum. ■ Félagarnir Percy Mtwa og Mbongeni Ngema frá Suður-Afríku í leikritinu “Woza Albert!“ sem settar voru á svið í London eftir að Edinborgarhátíðinni lauk. Byron lávarður virðist orðinn vinsæl PERSÓNA í BRESKUM LEIKRITUM. Fyrir fáeinum mánuðum var frumsýnt í Bretlandi leikrit eftir Romulus Linney, „Childe Byron“, þar sem þetta höfuðskáld var baðað vingjarnlegu ljósi á sviðinu. Á Edinborgarhátíðinni kvað við nokkuð annan tón. Þar var sýnt leikrit eftir Liz Lochhead, sem er bæði leikritahöfundur og leikari, um Byron, vin hans Shelley og Mary Godwin, ástkonu Shelleys. Leikritið nefnist „Blóð og ís“ og segir frá dvöl þeirra þriggja við strönd Geneva vatnsins, þar sem Shelley drukknaði og Mary samdi söguna um Frankenstein. í leikritinu eru raunverulegir atburðir úr lífi Byron, Shelley og Mary fléttaðir saman við lýsingu Man> í sögunni um Frankenstein og hreinlega téngdir saman. Sem dæmi um þetta má nefna, að Shelley bjargaði Mary frá því að blæða út við barnsburð meö því að drífa hana ofan í ísbað. Liz Lochhead tengir þennan eftirminnilega atburð í lífi Mary saman við þá kafla í sögu hennar um Frankenstein, sem gerist á hafís á norðurslóðum. Sömuleiðis eru persónur sögunnar tengdar stórskáldunum tveimur: dr. Frankenstein og Shelley; Byron og skrímslið, sem Frankenstein skapaði. Mikið er lagt uppúr því þegar friðsæl og sólrík villa þeirra við ströndina umbreytist á sviðinu í dimman kastala, þar sem neyðaróp fordæmdra sálna blandast hurðarskcllum og vindgnauði um miðnæturleytið. Gagnrýnendur eru ekki allir hrifnir af endurteknu tvífarastefi leikritsins, en segja hins vegar samtölin vel gerð og sannfærandi, sem ekki sé svo lítið afrek þegar um slíka skáldjöfra er að ræða. Þetta eru aðeins fáeinar leiksýningar á Edinborgarhátíð- inni, sem mun eiga í allnokkrum fjárhagslegum erfiðleikum þrátt fyrir aukin gæði og meiri fjölbreytni en oft áður. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.