Tíminn - 19.09.1982, Síða 10
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
bergmál
«s
ii i 1 1 ífi
jíjjjnjj ji í m
■ ■■ k ^ 9 m j§i\ \ T
Æ >•■ . BH|
■ Nýbygging háskólans sem nefnd hefur verið „hugvísindahús.“
Ætti að banna orðm „hug-
vísindi” og99raunvísindi”?
■ Ég þarf að fjasa svolítið um orð
Tilefnið er nafn sem mér virðist að eig;
að gefa nýbyggingu háskólans á lóðinm
milli Árnagarðs og Norræna hússins. Á
vinnuteikningum og í fjölmiðlum heitir
byggingin „hugvísindahús" og á að hýsa
ýmsar námsgreinar heimspekideildar,
viðskiptadeild, listasafn háskólans og
e.t.v. eitthvað fleira.
Ég held að þessi nafngift sé mjög
óheppileg. Hún byggir á leiðinlegri
hugsunarvillu, og styrkir hleypidóma
sem ríkjandi eru um greinarmun á
ýmissi fræðilegri starfsemi við háskólann
hér og utan hans. Skal ég nú reyna að
styðja þetta sjónarmið rökum.
Upphaf „hugvísinda“ og
„raunvdisinda“
Orðin „hugvísindi" og „raunvísindi"
voru líklega búin til af Ágústi H.
Bjarnasyni, fyrrum háskólarektor,
þegar hann var að setja saman kver sitt
um almenna rökfræði (1913). Hann
vantaði orð til að gera greinarmun á
vísindum eftir aðferðum þeirra. Á
erlendum málum eru þau vísindi sem
eingöngu beita afleiðslu og byggja á
rökhugsun nefnd apriorisk. Þau nefndi
Ágúst „hugvísindi“. Kannski hefði verið
betra að tala um „rökvísindi.“ Ti!
hugvísinda telja menn rökfræði og
stærðfræði. Þau vísindi sem auk afleiðslu
beita aðleiðslu eru á erlendum málum
nefnd empirisk. Þau nefndi Ágúst
„raunvísindi". Kannski hefði verið betra
að tala um „reynsluvísindi.“ Til
raunvísinda má telja eðlisfræði og
líffræði, málfræði og hagfræði, sálar ■
fræði og félagsfræði o.s.frv. Þessi
greinarmunur er um margt býsna
skynsamlegur, en hann er ekki verulega
hagnýtur, ef svo má að orði komast. Nú
á dögum kjósa menn að draga fræðistörf
í ýmsa aðra dilka; eftir árangri þeirra,
viðfangsefnum og ætlunarverkum, svo
eitthváð sé nefnt. Til að mynda er mikill
munur á raunvísindum innbyrðis og í
því viðfangi kjósa menn stundum að
draga markalínu milli félagsvísinda eða
mannlegra fræða (s.s. félagsfræði,
mannfræði, sögu, málfræði, bókmennta-
fræði) annars vegar og náttúruvfsinda
eða efnisvísinda (s.s. eðlisfræði,
líffræði, stjörnufræði, efnafræði) hins
vegar. Hvor tveggja vísindin stunda
menn eftir tilteknum vinnureglum og
með tiltekin markmið í huga. Síðari
flokkurinn hefur, sem kunnugt er, náð
meiri árangri og í því sambandi er
honum stundum gefið aukanefnið
„lögmálsvísindi"; þar haldast í hendur
skýringar á tilteknu náttúruferli og
forsagnir um atburðarrás í framtíðinni.
Mannltg fræði kjósa að bregða
ljósi á viðfangsefni sín á annan
hátt. Sumir sem þeim sinna halda að vísu
að á endanum muni þeir finna lögmál
um hugsun manna og félagslíf, sem
sambærileg eru við lögmál náttúruvís-
inda, en það er satt að segja mikið
álitamál.
Orð fara á flakk
Gleymum ekki orðunum „hugvís-
indi„ og „raunvísindi“. Löngu eftir að
þau voru komin á prent sem tækniorð í
rökfræði og vísindaheimspeki, kusu
einhverjir að nota þau á nýjan hátt, þ.e.
til að tala um aðra hluti. Hvenær þetta
gerðist og hvernig veit ég ckki; kannski
veit það enginn. Líklegast er að þetta
hafi gerst smám saman. Hinn nýja
skilning orðanna er að finna í nær
aldarfjórðungsgamalli Orðabók Menn-
ingarsjóðs. Þar segir um hugvísindi:
„Þau vísindi, sem fjalla einkum um
manninn og mannlegt samfélag,
húmanísk fræði; um mál, bókmenntir,
sálfræði, sögu, heimspeki..“ Raunvís-
indi eru skilgreind svo á sömu bók: „Þær
vísindagreinir, sem fást flestar að mestu
leyti við náttúrufræðileg eða stærðfræði-
leg efni (eðlisfr., jarðfr., læknisfr.
o.s.frv.)...“
Þessi orðabókaskilningur hefur síðan
orðið ríkjandi. í grunnskólum er talað
um „raungreinar" á sama hátt og
„raunvísindi“ og flokkunarkerfi íslensk-
ra bókasafna ber sömuleiðis merki
þessa skilnings. Enn fremur skipting
■ Raunvísindadeild Háskólans. Þar kenna menn stxrðfrxði.
deilda Vísindasjóðs: styrkjum til
stærðfræðirannsókna er t.d. úthlutað úr
raunvísindadeild sjóðsins!
Ég vænti þess að við svolitla
umhugsun átti lesendur sig á því að
alvarlegur galli er á þessari nýju notkun
orðanna tveggja. Augljóslega er það út
í hött að telja stærðfræði, sem byggir á
rökhugsun en ekki neins konar reynslu
manna af heiminum, til raunvísinda.
Og spyrja má í hvaða skilningi
viðfangsefni sagnfræði: þjóðveldið, Jón
forseti, kreppan o.s.frv. séu „huglægari"
en til dæmis öreindir eðlisfræðinnar.
Mig grunar að ein ástæðan fyrir því
að hin nýja notkun orðanna hefur festst
í sessi ráðist af hleypidómum tveggja
hópa íslenskra háskólamanna; annars
vegar þeirra sem vilja umfram allt kenna
sig við hugvísindi og hins vegar þeirra
sem vilja umfram allt kenna sig við
raunvísindi. Hleypidómar þeirra kunna
að virðast ósamþýðanlegir, en eru það
ekki.
Það virðist vera skoðun þeirra sem
kenna sig við raunvísindi í hinum nýja
skilningi, að þeirra fræðigreinar séu á
einhvcrn hátt raunverulegri eða
Guðmundur Magnússon k' ■<- Á ll
blaðamaður skrifar á I
raunhxfari en hugvísindin. Þá er
forskeytið „raun-“ í orðinu „raunvís-
indi“ ekki skilið sem samheiti við orðið
„reynsla", heldur sem stytting á
fyrrnefndum orðum. Þessir menn bera
yfirleitt litla virðingu fyrir hugvísindum
og telja þau bera nafn með rentu, séu
nánast hugarburður einn, og skortur
þeirra á árangursríkum mælingum og
tilraunum svipti þau vísindalegu
mikilvægi.
Á hinn bóginn virðist það vera skoðun
hugvísindamanna að raunvísindin séu
tóm tækni og mælivinna, sem varla geti
talist samboðin því göfuga akademíska
lífi sem þrífist innan veggja háskólans.
Hvorir tveggja fordómarnir eru
röklausir og gera íslensku háskólastarfi
aðeins óleik. Þeir ala á grautarlegri
hugsun og hindra samstarf háskóla-
deilda, samstarf sem ör framvinda
tækni og vísinda gerir brýnt að komið
verði á.
Að gefa orðum frí
Ég hef verið að rekja dálitla
hugmyndasögu tveggja orða og benda á
að röng notkun þeirra er ekki aðeins
lítillækkandi fyrir þá skýru hugsun sem
við viljum að háskólinn stæri sig af,
heldur hefur þessi misnotkun orðið til
þess að skekkja mat almennings og
raunar háskólamanna sjálfra á því starfi
sem fram fer í háskólanum, sem og
meðal menntamanna utan hans.
Auðvitað er fyrirsögn þessarar
greinar tómt grín. Ég vil ekki banna orð.
Það gera menn bara í alræðisríkjum. En
á hinn bóginn er ástæða til að hugleiða
hvort ekki megi gefa orðunum
„hugvísindi“ og „raunvísindi" frí um
eitthvert skeið, og hætta við að gefa
nýbyggingu háskólans við Árnagarð
nafn sem er nánast orðið að orðskrípi.
Ég þori varla að vona að samtök verði
um að uppræta misnotkun orðsins
„raunvísindi'1 einhvern tímann í
framtíðinni. Til þess þyrfti meiri háttar
átak. En málstaðurinn, skýr og rökvís
hugsun, er sá einn besti sem hugsanlegur
er. GM