Tíminn - 19.09.1982, Page 31
- • m t * í I f i t : . f • ^ •
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
< 4 S ^
31
■ Heimili Cathlyn Wilkerson sprakk í loft upp, en hún hafði komið þar upp sprengjuverksmiðju meðan foreldrar hennar
voru fjarverandi.
Réttarhöld eru nú
hafin í New York
yfir hópi hryðju-
verkamanna sem
verið hefur í felum
frá því í stúdenta-
uppreisninni 1968
— —
■ Sífellt fleiri félagar úr „Veðurkjaliaranum“ hafa komið fram í dagsljósið að
undanförnu: Hér er Judith Clark sem mjög lét til sín taka í samtökunum.
látinn laus til reynslu. Hann er nú
kennari í Nýja Mexico. Bernadine
Dohrn, 37 ára og William Ayers, 35 ára,
komu fram 1980. Hún var sektuð og
látin laus til reynslu, en ákærur á hendur
honum höfðu þegar verið felldar niður.
Aðrir félagar á borð við Jane Alpert og
Cathlyn Wilkerson fengu tveggja og
þriggja ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn
í baráttu samtakanna.
Flestir þessara flóttamanna virðast
hafa búið í Upper West Side hverfinu á
Manhattan, þar sem leiga er tiltölulega
lág og íbúarnir koma og fara. FBI telur
nú sýnt að fólkið hefur flest búið nærri
þeim stöðum sem það upphaflega flúði
frá, „aðeins nokkrum húsum fjær,“
sagði einn FBI mannanna. „Vilji menn
fara í felur í New York, þá er það ekki
svo erfitt."
20. október
Ekki sást hins vegar né heyrðist neitt
frá Kathy Boudin, sem nú er 38 ára.
Benjamin Spock hitti foreldra hennar
oftsinnis á síðasta áratug. Þau létu
ekkert uppskátt við hann um það hvort
þau hefðu séð dóttur sína eða ekki, en
sögðu aðeins að hún væri heil á húfi.
Ekki hafa þau heldur fengist til að ræða
það hið minnsta hvort þau hafi hitt hana
þau ár sem hún fór huldu höfði.
En það hljóta þau að hafa gert. Það
sést á ást þeirra til hennar og 18 mánaða
dóttur hennar, Chesu. Þessa ást sína
hafa þau sannað verklega með því að
þau greiða fyrir vörn Kathy, nú er hún
er komin undir manna hendur. Þessi
vörn er geypilega dýr og þau eru ekki
ríkt fólk. Kathy gegnumgengst nú
erfiðasta skeið í ævi sinni sem eru þessi
réttarhöld, en þau eiga alla athygli
manna í Bandaríkjunum um þessar
mundir.
Það var hinn 20. október á sl. ári í
bænum Nanuet í Rockland skíri, sem er
skammt utan við New York, að ráðist
var á brynvarinn vagn frá Brink-öryggis-
þjónustunni af vopnuðum mönnum.
Einn varðanna var skotinn til dauða og
annar særður lífshættulega. Stolið var
1.6 milljón dollara í reiðufé. Ræningj-
arnir komust undan í tveimur bílum og
óku um fimm mílna leið, uns þeir komu
að vegartálma, sem lögreglan hafði
komið upp. Þar upphófst ný skothríð og
voru tveir lögreglumenn drepnir og var
lík annars þeirra hryllilega leikið af
skotsárum.
Kona ein var tekin höndum, þegar
hún ætlaði að hlaupast á brott af
vettvangi og vitni segja hana hafa sagt:
„Ég skaut hann ekki, - hann gerði það.“
- eða „Ég skaut hann ekki, - þeir gerðu
það.“
14 fylgsni fínnast
Hún var hneppt í varðhald og þar
sagði hún til nafns. Enginn kannaðist við
það. Þá voru tekin af henni fingraför,
sem leiddu í ljós að hér var komin Kathy
Boudin. Nú fór aðra meðlimi flokksins
að drífa að og náðist einn þeirra úr
ægilegu bifreiðarslysi. Þegar svipt var af
honum grímu dulnefnisins sást að þessi
var Nathaniel Burns. Hann hafði verið
eftirlýstur frá 1968 vegna tengsla við
sprengjutilræði „Svörtu hlébarðanna."
Enn náðust þau Judith Clark, sem
fyrrum var meðlimur „Veðurkjallarans“
og David Gilbert úr sömu samtökum,
en hans höfðu menn leitað frá 1970 fyrir
íkveikjur, og líkamsárásir.
Enn voru fimm grunaðir auk þessara
dregnir fram fyrir dómstólana og höfðu
þcir ailir nema einn verið í tygjum við
herskáar neðanjarðarhreyfingar, síðla á
sjöunda áratugnum og snemma á þeim
áttunda. Lögreglunni og FBI hlóp nú
kapp í kinn og farið var að leita uppi
fylgsni í New York og New Jersey,
Mount Vernon N.Y. og meira að segja
í Missouri. Alls voru þetta 14 fylgsni og
fundust vopn og sprengiefni í sumum
þeirra. Var nú farið að setja samasem-
merki á milli íbúa fylgsnanna og
margvíslegra afbrota, svo sem árása á
brynbíla öryggisþjónustufyrirtækj a.
Sér til mestu furðu uppgötvaði FBI nú
að lögreglan hafði rekist á fyrirbæri sem
menn héldu að ekki væri til í
Bandaríkjunum: ný samsærissamtök
meðlima úr gömlu róttæklingahópun-
um. Þessi gömlu samtök voru Svarti
frelsisherinn (einkum gamlir félagar úr
Svörtu hlébörðunum) „Veðurkjallar-
inn", 19. maí samtökin, og Nýja
Afríkulýðveldið svonefnda, sem vildi
leggja fimm ríki í suðurhluta Bandaríkj-
anna undir svertingja.
Virk hermdarverkasamtök
„Við vorum alveg furðu lostnir," segir
Kenneth Walton, aðstoðarforingi í
þeirri deild FBI, sem rannsakaði árásina
á brynbílinn. Hann hefur einnig með
höndum stjórn liðs sem stefna má gegn
hermdarverkamönnum. „Við höfum
enga hugmynd um að þessi samtök
hefðu gert með sér bandalag.“
Walton er þeirrar skoðunar að nýju
samtökin hafi verið að birgja sig upp,
með öðrum orðum að þau hafi verið að
sanka að sér fjármunum til þess að kosta
aðgerðir á borð við rán á forstjórum
stórfyritækja og stjórnmálamönnum í
þeim tilgangi að knýja fram fangaskipti.
Ekki þykir þessi tilgáta þó mjög
sennileg, þar sem aðeins fáir félagar
þessara samtaka sitja inni.
FBI og saksóknarinn hyggjast sýna og
sanna að hinir ákærðu hafa verið
meðlimir virkra hermdarverkasamtaka,
sem beint var gegn bandarísku þjóðfé-
lagi. Sakborningarnir hyggjast aftur á
móti halda fram sakleysi sínu og koma
í vörn sinni á framfæri pólitískri
greiningu á bandaríska auðvaldsþjóðfé-
laginu, einkum undir stjórn Reagans.
Báðir aðilar búast því við harla
einstæðum réttarhöldum og það er talið
að þau verði ein hin lengstu í bandarískri
réttarsögu, - standi ef til vill í 18 mánuði.
Lögregluþyrlur munu svífa yfir réttarsöl-
unum og verðir með hríðskotabyssur
munu standa innan dyra, en slíkar
varúðarráðstafanir eiga sér varla for-
dæmi. Utandyra er búist við að múgur
og margmenni safnist saman, líkt og
gerst hcfur á fyrri stigum þessara mála,
sem hrópar: „Látið þau í rafmagnsstól-
inn.“ „Hengið skepnurnar!“ og „Steikið
kvikindin í helvíti!"
Mjög einangruö
Áhangendur dauðarefsingar í New
York fylki nota sér málið miskunnar-
laust til þess að tryggja sér stuðning. í
meira en ár hefur það verið daglega í
blöðunum í New York og í tímaritum
sem fara um allt land. Hver og einn vcit
hver Kathy Boudin er og félagar hennar
og menn eru afar uppnæmir vegna
tilhugsunarinnar um það að í tíu ár gat
þctta fólk látið og lifað eins og áður er
þau voru ung og hættuleg og allur
heimurinn fylgdist með þeim. Nú er litið
á þau svipuðum augum og á japanska
hermenn sem voru lengi að finnast á
Kyrrahafseyjum eftir að heimsstyrjöld-
inni lauk.
Bernadine Dohrn hefur verið færð í
fangelsi þegar, vegna þess að hún hefur
neitað að láta eftir sýnishorn af rithönd
sinni vegna Brink ránsins.
Engin nefnd eða samtök til varnar
þeim hefur verið sett á fót og ekki virðist
líklegt að til þess komi, Dr. Spock, sem
hefur heimsótt Kathy í fangelsið segir
hana finnast hún mjög einangruð. Carl
Ogleby segir að þrátt fyrir ágætar og
innilegar minningar sínar um Kathy og
þau hin, þá geti hann ekki varið þau“ af
því að ég vildi heyra af vörum þeirra að
þau iðruðust gerða sinna, en það gera
þau ekki. Þau ættu að geta viðurkennt
að þau höfðu rangt fyrir sér. En meðan
þau segja aðeins „ekki mín sök“, þá eru
þau enn of tengd fortíðinni. Þetta var
ótrúlega yndisleg fortíð. En engum
getur liðist að hanga fastur í henni og
reyna ekki að komast út.“ AM þýddi