Tíminn - 26.09.1982, Síða 9
■ Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen
hefur setið lengur en nokkur önnur
stjórn sem nú er við völd á
Norðurlöndum. Þegar hún tók við
stjómartaumum fylgdu henni miklar
hrakspár, enda til hennar stofnað með
óvenjulegum hætti. Þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins klofnaði og fylgdi hluti
hans stjórninni að málum, en meirihluti
þingflokksins kaus að vera í stjórnar-
andstöðu. Var lengi látið að því liggja
að ríkisstjómin væri vart starfhæf og
henni spáð skömmum lífdögum. Annað
er nú komið á daginn. Stjómin situr enn
og hefur þetta óvenjulega stjórnarsam-
starf gefist allvel og staðið af sér allar
atlögur stjórnarandstöðunnar til þessa.
Ríkisstjórnin styðst við nauman
þingmeirihluta og eftir að bóndinn á
Bergþórshvoli yfirgaf stjórnarskútuna
og hefur gengið í lið með stjómarand-
■ stöðunni eins og hann hefur lýst yfir, er
þingmeirihlutinn enn minni og var þó í
það minnsta fyrir. Það sem gerir
gæfumuninn er, að stjómarliðar hafa
ekki meirihluta í neðri deild, þótt
meirihlutinn sé tryggur í sameinuðu
þingi og í efri deild. Fmmvörp falla því
á jöfnum atkvæðum í deild Eggerts
Haukdal, ef hann lætur verða af þeim
hótunum að greiða atkvæði með
stjómarandstöðunni. Þrátt fyrir meiri-
hlutann em því stjómarliðar patt þegar
kemur til afgreiðslu mála, sem
samþykkja þarf í báðum deildum
Alþingis.
Ef stjómarandstaðan stendur samein-
uð um að fella lagafmmvörp ríkisstjóm-
arinnar verður erfitt að halda svo á
málum að landinu verði stjórnað á
fullnægjandi hátt. Það sem fyrst og
fremst liggur fyrir þinginu er að afgreiða
fjárlög, en þau eru lögð fyrir sameinað
þing svo að þar verða engin stórvandræði
á ferðinni. En meðfram fjárlögum fylgja
ýmis lagafmmvörp varðandi tekjuöflun
ríkissjóðs og fleira. Leita þarf heimilda
um framlengingu laga og ýmissa ákvæða,
og þar getur orðið við ramman reip að
draga ef stjómarandstaðan beitir sér af
hörku gegn því að nauðsynlegustu mál
nái fram að ganga.
Ábyrgð Alþingis.
Eitt þeirra mála, sem brýnt er fyrir
þjóðina er gengið geti sem snuðru-
minnst gegnum þingið, er staðfesting á
bráðabirgðalögunum um efnahagsráð-
stafanir, sem sett voru í ágústmánuði s.l.
Efnahagsráðstafanimar vom gerðar til
að halda fjármálastjórn landsins á
réttum kili og spoma við verðbólgu, sem
sýnt var að æða mundi upp á við með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef ekki
yrðu að gert. Meðal ákvæða í
bráðabirgðalögunum er lækkun á
kaupgjaldsvísitölu, sem taka á gildi 1.
desember n.k., og ná þau reyndar einnig
til vísitöluskerðingar sem gekk í gildi 1.
september s.l. En margs konar ákvæði
önnur em í þessum bráðabirgðalögum,
sem nauðsynlegt var að setja vegna
válegra horfa í efnahagsmálum.
Það sýnir mikið ábyrgðarleysi, ef
er heldur engin ákveðin regla við hvaða
aðstæður ríkisstjórn segir af sér eða hún
er borin ofurliði af þingheimi
Stefnuleysi
Sú krafa stjórnarandstöðunnar hér á
landi að ríkisstjórnin segi af sér hefur
Það skiptast á skin og skúrir jafnt veðurfarslega og í efnahagsmálum. Það verður að baga seglum eftir vindi og búa sig betur ekki verið rökstudd með þeim hætti að
þegar á gefur þótt hægt sé að liggja í makindum þegar aUt leikur í lyndi.
stjómarandstaðan ætlar að koma í veg
fyrir staðfestingu bráðabirgðalaganna á
Alþingi. Efnahagsráðstafanirnar vom
nauðsynlegar og nái þær ekki fram að
ganga á þingi mun það skapa mikinn
glundroða í þjóðfélaginu, allir útreikn-
ingar raskast og stoðum kippt undan
mörgum þáttum efnahagslífsins, verð-
bólga mun þá taka stökk upp á við, og
er hún þó nóg fyrir, og erfiðleikar
margfaldast í öllu athafna- og atvinnu-
lífi.f Því verður ekki trúað að óreyndu,
að stjómarandstaðan geri sér leik að því
að efla þann óvinafagnað, sem af því
mundi leiða að koma í veg fyrir
staðfestingu laganna.
Andúð meirihluta þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins á ríkisstjórninni er
mikil, þrátt fyrir - eða vegna þess - að
flokksbræður þeirra gegna þar ráðherr-
aembættum, og hefur hann heitið að
vinna henni allt það ógagn sem þeir geta.
Þingmenn Alþýðuflokksins hafa gefið
svipaðar yfirlýsingar. Þeir em bókstaf-
lega á móti öllu því sem ríkisstjómin
gerir og jafnvel því sem hún gerir ekki.
Það var talið réttlætanlegt og nauðsyn-
legt að gera efnahagsráðstafanir síðla
sumars, en þegar þær komu fram höfðu
forystusauðir stjórnarandstöðunnar allt
á homum sér og töldu bráðabirgðalögin
af hinu illa eins og þau lögðu sig. Hins
vegar var fátt um svör þegar innt var
eftir hvaða ráðstafanir þeir vildu gert
hafa og hvaða aðgerðir þeir legðu til að
gerðar yrðu.
Fátt um önnur ráð.
Einu svörin voru, að ríkisstjórnin ætti
að segja af sér, hún bæri sök á öllum
efnahagsvanda og ef hún hefði ekki setið
að völdum hefði aldrei verið um neinn
vanda að ræða. Þá væri nógur fiskur í
sjó og erlendir markaðir miklir og okkur
seljendum hagstæðir. Jafnvel þyrfti ekki
að greiða það ofurverð fyrir olíu sem
raun ber vitni. Þetta em hvorki rök né
stefnumótun ábyrgra manna, heldur
einfaldlega útúrsnúningur sem ber
ráðleysi vitni og er ekki traustvekjandi.
Hvað skeður ef bráðabirgðalögin ná
ekki staðfestingu Alþingis? Því er erfitt
að svara, en það vekur þá spurningu
hvort stjómarandstaðan hafi gert sér
grein fyrir því. Líklega liggur það í
hlutarins eðli að þeir sem hóta að gera
efnahagsráðstafanimar að engu, hafi
mótað sér skoðun á hvemig bregðast
skuli við og hafi þá ráð á hverjum fingri.
Þá koma sjálfsagt í ljós einhverjar
töfraformúlur um lausn efnahagsvanda,
sem fela einhverjar allt aðrar ráðstafanir
í sér en þær sem gerðar hafa verið, og
eru taldar óalandi og óferjandi af hluta
þingflokks sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokki.
Ef bráðabirgðalögin ná ekki
staðfestingu á Alþingi og tafið verður
fyrir afgreiðslu fjárlaga mun þjóðfSlagið
allt bera skaðann. Það er mikill
ábyrgðarhluti að hefta eðlilegan
framgang nauðsynlegra mála, og illt
verk að koma ríkisfjármálum og
efnahagsmálum yfirleitt í sjálfheldu,
sem síðar getur reynst erfitt að ráða fram
úr, hver svo sem fær það verk að vinna.
Það er ótrúlegt að það geti reynst
pólitískur ávinningur fyrir stjórnmála-
'flokka eða flokksbrot að taka þátt í svo
gráu gamni.
Pólitísk ævintýramennska
Halda má fram með nokkrum rétti,
að líf ríkisstjómarinnar hangi á bláþræði
eftir að Haukdal fékk vitmnina, og var
reyndar aldrei gildur þáttur í stjórnars-
amstarfinu. En að honum frátöldum
hafa stjómarliðar samt meirihluta á
Alþingi og ráða yfir 31 atkvæði á móti
29. Því má einnig hugleiða hvort
þingræðið hangi ekki á bláþræði, ef
minnihluti ætlar að neyta aðstöðu sinnar
vegna deildarskiptingar til að bera
meirihlutann ofurliði? Því verður ekki
trúað fyrr en á reynir að slíkt nái fram
að ganga. En verði raunin sú, að
minnihlutinn beri meirihlutann ofurliði
hlýtur stjómarandstaðan að teljast
ábyrgð fyrir því ástandi sem þá skapast.
Menn velta því mjög fyrir sénhvort
ríkisstjórnin muni sitja til vors og stjórna
til loka kjörtímabilsins eða hvort gengið
verður til kosninga í vetur, jafnvel á
þessu ári. Það skiptir þjóðina kannski
ekki öllu máli hvenær kosið verður, en
það getur. haft alvarlegar afleiðingar ef
efnt verður til stjórnleysis og efnahags-
öngþveitis með því að tefja fyrir
framgangi nauðsynlegra mála. Pólitísk
ævintýramennska af því tagi hlýtur að
skrifast á reikning þeirra sem til hennar
stofna ef úr verður.
Þingræði og ábyrgð.
Miklar umbyltingar eiga sér stað í
ríkisstjórnum nokkurra grannlanda.
ísland er langt frá því að vera eina
þingræðislandið þar sem stjórnað er
Tímamynd GE
með naumum meirihluta og í mörgum
löndum er ekki einu sinni hægt að
mynda meirihlutastjómir. Svo er t.d.
um Danmörku. Anker Jörgensen hefur
veitt hverri minnihlutastjórninni af
annarri forstöðu undanfarin ár og
gengið á ýmsu um stjóm landsins, og sér
í lagi stjóm efnahagsmála sem víðast
hvar em höfuðmálin sem við er að fást.
Þar í landi er nú tekin við stjórn undir
forsæti íhaldsins án undangenginna
kosninga og er henni ekki spáð langri né
glæsilegri framtíð.
í Svíþjóð unnu sósíaldemókratar
góðan kosningasigur og sest Olof Palme
í sæti forsætisráðherra án þess að hafa
meirihluta þingsins að baki. Það er
margtuggið í fjölmiðlum, að jafnaðarm-
enn og kommúnistar í Svíþjóð hafi
meirihluta á þingi. Rétt er það. En
jafnaðarmannastjórnir í Svíþjóð hafa
fyrr og síðar setið með óbeinum
stuðningi kommúnista. Þeir hafa ekki
verið til viðræðu um að taka þá í
stjórnina né gera neina samninga um
stuðning. En kommarnir segja, að það
sé skömminni skárra að styðja
jafnaðarmannastjórn og verja hana
vantrausti en að borgaraflokkarnir haldi
um stjórnartauma.
Ef jafnaðarmenn þurfa að koma
málum í gegnum þingið, sem kommún-
istar geta ekki vegna trúar sinnar stutt,
eru einhverjir af þingmönnum borgarafl-
okkanna vísir til að hlaupa undir bagga.
jafnaðarmenn fengu fleiri þingmenn í
nýafstöðnum kosningum en borgara-
flokkarnir samanlagt, og er ekkert
sjálfsagðara en að þeir myndi stjórn, og
engum dettur í hug að halda því fram
að sú stjórn sé veik, þótt hún styðjist
ekki við þingmeirihluta né málefna •
samning.
í Vestur-Þýskalandi eru frjálslyndir
að hætta stjórqarsamstarfi við jafnað-
armenn og Helmut Schmith víkur úr
kanslarastóli fyrir Kohl leiðtoga
kristilegra demókrata en þingmenn
Frjálslynda flokksins hafa snúist til fylgis
við hann.
Svona gengur þetta á marga vegu í
þingræðisríkjum, og það er engin algild
regla um hvernig flokkar vinna saman
né hitt hvernig þingmeirihluti er
myndaður, eða með hvaða hætti og
skilmálum minnihlutastjórnir sitja. Það
Oddur Ólafsson,
ritstjórnarfulltriji,
skrifar
hægt sé að taka hana alvarlega. Þegar
efnahagsráðstafanirnar voru kunngerðar
voru þær ekki gagnrýndar málefna
Iega heldur aðeins haldið fram að slæmar
etnahagshorfur væru rangri stefnu um
að kenna, en engar tillögur lagðar fram
eða vísbendingu gefin um með hvaða
hætti stjórnarandstaðasn vildi leysa
málin. Málssvarar sjálfstæðismanna í
stjórnarandstöðu og Alþýðuflokks
höfðu ekki annað til málanna að leggja
en að ef þeir hefðu setið í stjórn
einhverntíma og einhvern tíma hefðu
þeir ekki gert þetta eða hitt. Þetta er
hitt. Þetta er heldur þynnkuleg
stefnuskrá ef þeim er alvara með
glamuryrðum sínum um að stjóminni
beri að segja af sér og rokið verði til
skammdegiskosninga með fjárlög og
bráðabirgðalög óútkljáð.
í nýútgefinni skýrslu Þjóðhagsstofn-
unnar um framvindu efnahagsmála 1982
kemur glöggt fram að útlitið er ekki
bjart. Þjóðartekjur dragast saman,
aðallega vegna minnkandi afla og
minnkandi eftirspumar eftir framleiðslu-
vömm okkar erlendis. Er þar um að
ræða bæði sjávarafurðir og iðnaðarf-
ramleiðslu, svo sem áls og járnblendis.
Það er alkunna að mikill samdráttur
hefur orðið í alþjóðlegum viðskiptum og
framleiðsla hefur dregist verulega
saman í flestum löndum heims með
tilheyrandi minnkun hagvaxtar og
atvinnuleysi. Er ástandið svo slæmt að
margir kalla það kreppu. Þessi
efnahagskreppa hefur vissulega mikil
áhrifa á íslands og þarf vart að tína til
sérstök dæmi um það. Stjórnarandstað-
an og málgögn hennar hamast við að láta
sem okkur komi þessi þróun ekkert við.
Það er lítið eins og alþýða manna sé svo
skyni skroppin og skilningsvana að hægt
sé að mata hana á að allt þetta sé sök
ríkisstjórnarinnar og aðgerða hennar og
stefnu.
Betur að rétt væri. Þá væri einfalt að
stjórnin viki og aðrir tækju við og bægðu
öllum vanda frá. Þá munu loðnutorfur
og þorskgöngur sjálfsagt synda í nætur
og vörpur og efnahagskreppa og
markaðserfiðleikar erlendis hverfa eins
og dögg fyrir sólu. Þetta er sú tálsýn,
sem verið er að reyna að koma inn hjá
fólki með málflutningi stjórnarandstöð-
unnar.
Sem fyrr segir skiptir það ekki öllu
máli fyrir þjóðina hvort gengið verður
til kosninga fyrr eða síðar, heldur hitt
að tekið sé á þeim áföllum sem
þjóðarbúið verður fyrir vegna utanað-
komandi aðstæðna með þeim hætti að
sem minnstur skaði verði.
Það verður ekki gert með því að efla
sundrungu og koma í veg fyrir að
nauðsynlegar aðgerðir nái fram að
ganga og efnahagslífinu öllu stefnt í
glundroða.