Tíminn - 26.09.1982, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982
W'ÍIBÍ
útlendingar menn sem við höfðum aldrei
heyrt nefnda. Þeir hringdu aðeins og
báðu leyfis að mega líta inn kvöldið eftir.
Nei, það var ekki erfitt að vera
eiginkona Þórbergs. Hann hafði svo
afskaplega góða lund. Oft kom hann
fram til mín þar sem ég sat við sauma í
eldhúsinu og spurði mig um einhverja
setningu, sem hann var að velta fyrir sér,
hvort mér þætti hún vera fallegri svona
eða svona. Við vorum alltaf alveg
sammála, í hvert einasta sinn.“
Þú hefur alltaf haft gaman af að fara
í leikhús. Hvemig leist þér á „Ofvitann“
á sviði?
„Mér var boðið á frumsýninguna og í
kaffinu uppi á eftir var ég sett niður við
hliðina á engum öðrum en honum
Kristjáni Eldjárn, því það þótti eiga við
að láta mig sitja hjá einhverjum
merkilegum manni. Það fannst mér
ánægjulegt því ég þekkti hann dálítið
fyrir. Hinum megin við mig sat svo
Vigdís Finnbogadóttir. Krístján Eldjárn
sagði að þetta væri alskemmtilegasta
stykkið sem hann hafði séð og Vigdís
Finnbogadóttir sagði mér á eftir að það
mætti trúa því að hann segði satt, því
Kristján talaði aldrei um hug sér. Það
kom líka í ljós að leikritið mæltist vel
fyrir því mér er sagt að aðeins eitt leikrit
annað hafi verið sýnt oftar.
Eftir sýninguna komu svo leikararnir
til mín óskuðu mér alls góðs. Sá sem lék
Þórberg sagði mér samt að sér hefði liðið
illa alla sýninguna, vegna þess að hann
vissi að ég var í salnum. Hann sagðist
hafa verið hræddur um að mér hefði ekki
þótt Þórbergur nógu sannfærandi. Hann
lék hann hins vegar ljómandi vel og var
ekki alveg laus við að vera líkur honum,
eins og hann var á tímabili. Hann hefur
sjálfsagt náð því að gera þetta svona vel
með því að rannsaka kvikmyndina sem
hann Ósvaldur heitinn Knudsen gerði
um Þórberg. Þar gat hann sé hvemig
Þórbergur gekk um gólf og hvemig hann
bar sig til.“
Þórbergur var allu ævi mikill
sósíalisti? Greindi ykkur aldrei á í
pólitík, hjónin?
„Ha, ha! Nei, aldrei. Þórbergur var
fæddur sósíalisti og það var ég líka. Við
systkinin voru öll sömu skoðunar, nema
ein systirin. Já, við Þórbergur vomm
bæði fædd rauð.
Sjá næstu síðu
■ Því er svo háttað með ýmsa bestu menn meðal
þjóðar, einkum þegar þeir hafa orðið langhfir í landinu,
að þeir öðlast sérstaka mynd og sess í huga hennar og
það á ekki síst við um listamennina. Þegar best lætur
getur þessi mynd orðið svo skýr að það þarf aðeins að
nefna nafnið á manninum, - þá er eins og ljúkist upp
saga heillar kynslóðar eða tímabils. Það á við um
Þórberg Þórðarson. En samt er það svo að mynd
Þórbergs er ekki algjör án þess að nafn lífsförunautar
hans sé nefnt um leið. Af lestri bóka Þórbergs og af því
umtali sem þekktir rithöfundar komast varla hjá hefur
Margrét Jónsdóttir orðið partur,mynd við þjóðsögu sem
kannske er orðin goðsaga í augum margra og návist
hennar í myndinni gerir myndina fyllri og skýrari, - gerir
hana eins og okkur öllum finnst að hún eigi að vera.
Margrét Jónsdóttir er nú 82ja ára og býr á
Droplaugarstöðum við Snorrabrautina. Við báðum hana
um að mega hta til hennar einhvern daginn og spjalla
við hana um hitt og þetta viðkomandi þeim Þórbergi og
þó einkum henni sjálfri og Margrét nennti ekki að setja
sig upp á móti því. Hér fer á eftir viðtal okkar við hana
og við byrjuðum það á ákaflega venjubundinn hátt með
því að biðja hana að segja okkur hvaðan hún er ættuð.
„Ég er ættuð frá Innri-Njarðvík og
foreldrar mínir voru þau Jón Jónsson,
útgerðarmaður þar og kona hans
Þorbjörg Ásbjarnardóttir.
bjuggum vestur í bæ og skólinn var
lengst inni í Holtum, svo það varð aldrei
af því að ég drifi mig. Þá hafði maður
ekki bíl og ég treysti mér ekki til að fara
■ Þessa mynd af
þeim Margréti og
Þórbergi mun Ragn-
ar Jónsson í Smára
hafa tekið af þcim.
■ Margrét Jóns-
dóttir 22ja ára.
Myndin er tekin um
það leyti sem hún fer
til Kaupmannahafn-
Helgar-Tíminn ræðir við frú Margréti Jónsdóttur um æviferil hennar, fyrstu kynni þeirra
Þórbergs og heimilislíf og hún segir frá reynslu sinni af ýmsum dulrænum fyrirbærum
■ Þetta er myndin af Margrétí, sem Þórbergur hafði jafnan hjá sér á
skrifborði sínu. Hér er hún 24 ára. 1
„Það var ekki erfítt að vera eiginkona Þórbergs”
Pabbi var ættaður úr Grímsnesinu, en
mamma má segja að hafi verið ættuð úr
Reykjavík. Hún var komin af ákaflega
fínu fólki, til dæmis Einari sem kallaður
var „stúdent" og var tengdafaðir Jóns
Sigurðssonar. Þau voru systkinabörn
hjónin, svo ég var skyld þeim báðum.
Pabbi var ættaður frá Búrfelli í
Grímsnesi og afi hans var kallaður Jón
ríki. Hann átti tvo syni og eina dóttur.
Eins og viðurnefnið bendir til var Jón
loðinn um lófana og sagan segir að þegar
langamma mín flutti frá Búrfelli vestur
á land, en hún varð ekkja snemma, þá
hafi hún flutt peningana með sér í
koffortum á hestbaki. Það sýnir líka að
eitthvað hefur verið til í búinu að hann
gat látið annan son sinn læra til prests
en hinn sigla til Danmerkur að læra
söðlasmíði.
Fyrir utan útgerðina var rekinn í
Njarðvíkunum dálítill búskapur, svona
rétt fyrir okkur, en við höfðum alltaf
tvær kýr og nokkrar kindur. En aðallega
var það útgerðin sem við lifðum af og
pabbi var cinn þeirra fyrstu sem fékk sér
mótorbát á Suðurncsjum. Báturinn hét
„Njarðvíkin" og þeir voru þarna nokkrir
á mcð föður mínum, ckki man ég þó hve
/■ margir. Það þótti gott pláss að vera hjá
föður mínum og ég má segja að þetta
hafi gengið vel. Ég leið hcldur aldrei
skort heima sem barn, hafði alltaf nóg.
Við vorum einmitt að ræða um þetta
: nýlega, nokkrar konur hérna og ég, en
þær höfðu kynnst því að hafa ekki nóg
sem börn. En ég hafði aldrei af því að
segja.
Skemmtanirnar voru auðvitað fá-
brotnar í Njarðvíkunum. Mér fannst þó
gaman að fara inn í Keflavík og stundum
var okkur gefin ein eða tvær krónur til
þess að versla fyrir, en þá voru í Keflavík
verslun Duus og verslun Ólafs
Ófeigssonar og fleiri. En það var svo
merkilegt með mig að ég hafði aldrei
áhuga á að kaupa annað í Kcfiavik en
j myndir. Þaðfengustþamainnrammaðar
smámyndir, flestar af einhverju úr
dönsku landslagi, og ég keypti einhver
ósköp af þeim eins og aurarnir leyfðu.
Já, veistu hvað. Ég hef alltaf verið
svona, alltaf haft afskaplega gaman af
myndum. Ég átti marga listamenn að
vinum og hafði eignast ein fimmtíu
listaverk, sem ég gaf nýlega til Listasafns
alþýðu. Eftir að ég fluttist til
Rcykjavíkur langaði mig talsvert til þess
að læra að mála eða teikna, en við
Búðum á Snæfellsnesi, fyrir Jökul og inn
í Stykkishólm. Þetta varð viku ferð og
við gættum þess að ganga ekki mjög
langt í fyrstu, heldur lengja leiðina dag
frá degi. Síðasta daginn höfðum við
gengið 30 kílómetra, en Þórbergur var
með ýmis mælitæki á sér og þar á meðal
mæli sem sýndi hve langt við höfðum
gengið hvern dag. Við fundum aldrei
fyrir harðsperrum, þrátt fyrir það hve
gangan var löng. Við gistum á bæjum á
Snæfellsnesi og ég man að þegar við
ætluðum að borga fyrir greiðann daginn
eftir á fyrsta bænum sem við gistum á,
þá sagði húsfreyjan við Þórberg: „Nei,
ég held nú ekki. Þú ert búinn að borga
þetta fyrir löngu, löngu.“ Þar átti hún
við bækurnar hans.
„Nei, við Þórbergur giftum okkur
ekki í kirkju. Við fórum til hans Björns
fógeta og létum pússa okkur saman og
löbbuðum svo heim til foreldra minna í
kaffi og fínar kökur. Það þótti auðvitað
tíðindum sæta þegar það fréttist að
Þórbergur skyldi vera búinn að gifta sig
og einhvem fyrstu daganna sem við
vomm gift kom til okkar ungur Svíi,
vinur Þórbergs sem var nýkominn til
landsins með Gullfossi. Hann hafði séð
Moggann um "borð með þeirri frétt að
Þórbergur Þórðarson mundi ætla að
gifta sig þennan og tiltekna dag, fréttin
flaug víst um allt skipið í einu vetfangi.
Þórbergur hafði sagt að hann ætlaði
aldrei að kvænast. Nú var hann kominn
til þess að sannfærast um það með eigin
augum hvort þetta væri satt.
„Nú er starf rithöfundarins þess eðlis
að hann þarf að vera mikið út af fyrir
sig við sína vinnu. Hvernig er að vera
eiginkona rithöfundar?
„Ja, það má segja að það sé list út af
fyrir sig. Mér er til dæmis minnisstætt
hve oft það kom fyrir að menn hringdu
og sögðu: „Er Þórbergur heima“. Þá
svaraði ég: „Já, hann er heima. Hvað
var það?“ Kannske var þá erindið að
„spjalla við hann“ svolitla stund, eins og
menn orðuðu það. „Nei, þá er hann ekki
við,“ sagði ég þannig tókst mér oft að
bjarga honum frá töfum. Þórbergur var
þessu mjög feginn.
Hann fór snemma á fætur og fór alltaf
í göngutúr fyrir matinn, en vann svo
fram eftir degi og stundum langt fram á
kvöld, væri hann upplagður. Jú, það var
oft margt gesta hjá okkur, bæði
innlendra og útlendra. Oft voru þessir
í skólann í öllum veðrum, enda var hann
alltaf á kvöldin.
í Njarðvíkunum var ég til 14 ára.
aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og tók
pabbi það í sig fimm árum síðar að flytja
til Reykjavíkur líka, seldi allt suður frá
og flutti hingað.“
Hvað tók við þegar til Reykjavíkur kom?
„Ég settist hér í Kvennaskólann og sat
þar í fjögur ár og lauk þaðan prófi. Þá
var þar skólastjóri frú Ingibjörg
Bjarnason. Jú, ég kunni vel við hana,
því hún var góð við mig. Hún var talin
ströng, en það var ekki erfitt að hafa
stjórn á unglingunum þá.
Tómstundir? Þær vóru nú helstar þær
að maður á bíó, ef maður átti fyrir
því. Þá voru bíósýningarnar í
Fjalakettinum og spilað á píanó undir
með myndinni og þetta þótti manni
voðalega mikil skemmtun. Ég man eftir
því að þegar ég fór á bíó í fyrsta sinn.
Þá kostaði 10 aura fyrir krakka, en 25
aura fyrir fullorðna. Ég man hins vegar
ekkert um hvað sú mynd var eða hvað
hún hét. Það er annars merkilegt að ég
skuli hafa gleymt þessu ég var einmitt
að hugsa um það um daginn.
Nei, listamenn voru hér ekki margir,
en ég man til dæmis eftir því að þegar
ég sá þá Hannes Hafstein og Þorstein
Erlingsson fyrst og þeir voru báðir svo
fallegir að ég gleymi því aldrei. Samt var
hér mikið líf í leikhúsmálum og ég fór
mikið í leikhús. Það gat ég vegna þess
að ég bjó hjá henni Gunnþórunni
Halldórsdóttur, leikkonu. Hún var mikil
vinkona móður minnar og bauð mér að
búa hjá sér fremur en í heimavistinni í
Kvennaskólanum. Þær Guðrún Jónas-
son ráku saman verslun og þær tóku mig
stundum með í leikhúsið, ef pláss var.
Ég sá því mörg leikrit, ekki síst ef
Gunnþórunn var að leika. Guðrún lék
hins vegar ekki, þótt það kæmi fyrir að
hún tæki að sér smáhlutverk.
Gunnþórunn var fædd leikkona og ég
man eftir einu kvöldi þegar hún lék í
þrem einþáttungum sama kvöldið. í
þeim fyrsta lék hún ungan stúdent, telpu
með sippuband í þeim næsta og í hinum
þriðja lék hún gamla konu sem var að
deyja og lá í rúminu. Allt fórst henni
þetta jafn vel úr hendi.
Nú, auk þessa gerði unga fólkið sér
það helst til skemmtunar að fara út að
spásséra og setjast inn á kaffihús ef aur
var til. Eins og þú sérð þá var þetta ekki
■ „Þeir Hannes Hafstein og Þorsteinn Erlingsson voru svo fallegir að ég
gleymi því aldrei“ Tímamynd Róbert
fólki nú á dögum. Tilgangurinn er víst
sá einn að fá á sig lit, en ekki að skoða
landið. Maðurinn minn hló nú að fólki
sem borgaði þúsundir króna fyrir það
eitt að liggja á sandströnd og fá á sig lit.
Fólk sem ferðast svona er bara eins og
kría sem sest á stein og sér ekkert og
kynnist engu.“
Þið Þórbergur ferðuðust víða?
„Já, við ferðuðumst mikið, því við
höfðum bæði svo gaman af því. Við
komum til flestra Evrópulanda og til
dæmis vorum við í Tékkóslóvakíu í
mánuð. Ég held að Tékkóslóvakía sé
einhvert fegursta land sem hægt er að
hugsa sér og fyrir mig hafði hún mikið
að bjóða, þar sem ég hef svo gaman af
öllu gömlu, - gömlum húsum og götum
og þess lags.
Nú, okkar frægasta ferð var svo
auðvitað ferðin með Baltika. í þeirri
ferð fannst mér skemmtilegast að koma
til Grikklands. Þangað hafði ég alla ævi
þráð að koma og þegar við fórum þaðan
þá fór ég grátandi um borð, því mig
langaði svo til þess að stansa lengur. í
sömu ferðinni komum við líka til
Egyptalands og það var auðvitað
ógleymanlegt. Við fórum og sáum
prýramídana og ókum inn í eyðimörk-
ina. í Caríó var þá sá mesti hiti sem ég
hef nokkru sinni komið í, - hvorki meira
né minna en 47 stig á Celsíus. Ég spurði
fjóra menn að þessu til þess að fullvissa
mig um að þetta væri satt og þeim bar
öllum saman. Við vorum líka alveg að
kafna, þegar við komum út úr bílunum.
Næst mesti hiti sem ég hef komið í var
í Moskvu, en þar var einu sinni 45 stiga
hiti, þegar ég var þar.“
Hvar hefur þú kunnað bcst við þig
meðal annarra þjóða?
„Eins og ég sagði þá kunni ég vel við
Dani og ég hef verið í Englandi og kunni
einnig mjög vel við Breta. Bretar voru
allt öðru vísi en ég hélt og margir
íslendingar halda að þeir séu, stífir og
kaldranalegir. En það var nú eitthvað
annað og ég hef varla hitt nokkra þjóð
þar sem menn hafa annað eins skopskyn
og geta hlegið jafn innilega. Þá var það
yndislegur tími þegar ég fór fráRóm og
suður um alla Ítalíu. Ég held að ég hefði
orðið að betri manneskju ef ég hefði
getað dvalið lengur á Ítalíu, Skaplyndi
Itala átti svo vel við mig. Loks var ég
einu sinni ásamt manninum mínum á
dvalarheimili í Rússlandi og ekki væsti
um mig þar, svo þú sérð að það er erfitt
að gera upp á milli þessara þjóða fyrir
mig. Ég get þó trúað að helst hefði ég
viljað fæðast sem Rússi eða ítali.“
Hvað tók við þegar þú komst alkomin
heim frá Danmörku?
„í Danmörku hafði ég meðal annars
lært að setja upp púða, en það höfðu
menn ekki kunnað hér áður, heldur voru
aðeins saumaðar sessur, svona til þess
að hafa við bakið. Ég byrjaði því að
vinna fyrir mér með því að setja upp
púða og selja, auk þess sem ég saumaði
klukkustrengi gardínur og stórisa og því
um líkt. Þetta var óskaplega mikil vinna
og ég hef oft hugsað það síðar hve lítið
ég fékk fyrir þetta.“
Var það um þetta leyti sem þið
Þórbergur kynntust?
„Nei, það var nú nokkru seinna. Ég
vissi þó hver hann var því ég hafði lesið
„Bréf til Láru,“ en fyrir þá bók varð
hann frægur á einni nóttu. Ásbjöm elsti
bróðir minn hafði verið í Verslunarskól-
anum og lært þar íslensku hjá Þórbergi
og hann keypti strax „Bréf til Láru“ og
las hana aftur og aftur. Strax þegar hann
kom heim úr skólanum byrjaði hann að
lesa og auðvitað laségbókina líka. Þetta
var það fyrsta sem ég las eftir hann því
ljóðabækurnar sem komið höfðu út
nokkru áður hafði ég ekki séð.
Við kynntumst þannig að ég var í húsi
vestur í bæ sumarið 1932 hjá amerískri
konu sem þar bjó. Hún var gift frænda
mínum sem var skipstjóri og hann fékk
mig til þess að vera hjá henni, því hún
var með niðurfallssýki. Sjálfur var hann
fiskiskipstjóri hjá Englendingum um
þetta leyti. Þórbergur bjó niðri og okkar
fyrstu orðaskipti urðu þau að ég var að
ganga niður stigann og hitti Þórberg í
forstofunni.
„Þekkirðu hann Ásbjörn Jónsson?"
spyr Þórbergur.
„Já, hvort ég geri,“ segi ég. „Hann er
nú bróðir minn.“
Þannig kynntumst við. Við fórum að
fara saman í göngutúra, því Þórbergur
var svo mikill göngumaður og við
höfðum um nóg að spjalla. Einu sinni
man ég að við fórum gangandi upp á
Kaldársel í himnesku veðri og síðar í
miklu lengri túra, gengum einu sinni frá
fjölbreytt, en í endurminningunni var
þetta ákaflega skemmtilegt líf, enda
gerði maður ekki miklar kröfur. Allan
tímann var ég mest með sömu
stúlkunum, en þær hétu Jakobína
Pedersen frá Keflavík og Björg
Pétursdóttir, sem seinna varð hjúkrunar-
kona. Hún var með mér í skólanum. Það
voru einkum Keflvíkingar sem flust
höfðu í bæinn sem við umgengumst í
fyrstu. Mér hefur satt að segja alltaf
verið ákaflega vel við Keflvíkinga og ég
hef alltaf verið á móti því'að heyra hvað
margir tala illa um Kéflvíkinga á síðari
árum. Ég kynntist Keflvtkingum vel
þegar pabbi var að smíða skip fyrir þá,
þegar ég var krakki, én hann var mjög
góður bátasmiður og skipin hans þóttu
fara afar vel í sjó. Meðan pabbi var að
smíða fór ég oft niður á bryggjur og
veiddi þar með strákunum, því það var
hálfgerður strákur í mér líka. Ég vildi
til dæmis komast á sjó með pabba og
einu sinni tók hann mig með sér. En guð
minn góður, - ég bað hann ekki um það
aftur. Ég varð svo sjóveik. Eftir að ég
eltist og tók að fara með skipum á miili
landa, sem ég gerði oft, var ég hins vegar
aldrei sjóveik og það var maðurinn minn
ekki heldur. Stundum voru við ein uppi
á matmálstímum um borð, ef eitthvað
var að veðri.“
Hvað tók við að Kvennaskólaárunum
loknum?
„Ég var um tíma í versluninni hjá
Gunnþórunni, en svo fór ég til útlanda
um 1920 og var í Danmörku í nokkur
ár. Nú, auðvitað fór ég til Kaupmann-
ahafnar. Menn fóru nú ekki lengra til að
byrja með á þeim árum. Ég fór þarna til
náms í handavinnu og grautargerð, var
í ýmsum skólum og kunni ákaflega vel
við mig. I Danmörku var mín helsta
skemmtun líkt og í Reykjavík að fara í
leikhús og einna minnisstæðast er mér
þegar ég sá þau Paul Raumert og Önnu
Borg leika í gamla Dagmar leikhúsinu í
„Nu er der Morgen“.
Ég notaði tækifærið í Danmörku til
þess að ferðast sem mest um landið og
ég fór meira og minna um allar eyjamar.
ég hef enda alltaf haft mjög gaman af
að ferðast. En ég hef alltaf ferðast í þeim
tilgangi fyrst og fremst að sjá löndin og
kynnast fólkinu og ég á mjög erfitt með
að skilja þessar sólarlandaferðir hjá
■ „Helst hefði ég viljað fæðast sem ftali eða Rússi.“
Tímamynd Róbert
■ „Þá sá Kristínn E. Andrésson þennan mann standa eins og hann væri
Ijóslifandi á bak við rúmið.“ Tímamynd Róbert