Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.01.2009, Blaðsíða 12
12 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Annað SKOÐANAKÖNNUN Gefa ekki upp 100 80 60 40 20 % Hvernig ríkisstjórn viltu? Eftir stuðningi við flokka Fáir styðja núverandi stjórn Átta af hverjum tíu styðja ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylking dalar mikið á sama tíma og í sömu hópum og fylgi Framsóknarflokks eykst verulega. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 28 þingmenn, sem dugar ekki til að halda meirihluta Alþingis. Tæplega helmingur svarenda vill þjóðstjórn fram að kosningum. Núverandi ríkisstjórn er mjög óvinsæl, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Bæði er það að ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking, eru að tapa fylgi hvort sem litið er til síðustu könnunar eða síð- ustu alþingiskosninga. Hins vegar segjast einungis 20,3 prósent styðja núverandi ríkisstjórn, en stuðning- ur við ríkisstjórnina var 71,9 pró- sent í febrúar fyrir tæpu ári. Samfylking hrynur Eins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan hrynur fylgi Samfylkingar frá síðustu könnun blaðsins, sem var þann 22. nóvember á síðasta ári. Þá sögðust 33,6 prósent kjósa flokkinn, en fylgið mælist nú 19,2 prósent og er samkvæmt því minni en bæði Vinstri græn og Sjálfstæð- isflokkur. Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafnlítið í könnunum Fréttablaðsins síðan í mars 2007. Kosningar voru tveimur mánuð- um síðar. Væru þetta niðurstöður kosn- inga myndi flokkurinn fá þrettán þingmenn kosna, fimm færri en í síðustu alþingiskosningum. Mesta fylgistapið, frá síðustu könnun, er meðal kvenna, og hefur önnur hver kona yfirgefið flokkinn frá síðustu könnun. Þá hefur nær annar hver kjósandi á landsbyggð- inni fært stuðning sinn annað. Framsóknarflokkur rís Á sama tíma og Samfylking sígur, rís Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Í síðustu könnun blaðsins var fylgi flokksins einungis 6,3 pró- sent en rís nú upp í 16,8 prósent og hefur ekki verið meira í könnunum blaðsins síðan í okóber 2003. Einn og hálfur kjósandi, fyrir hvern þann sem fyrir var hefur bæst við hópinn frá því í lok nóvember. Sam- kvæmt þessu fengi flokkurinn tólf þingmenn en sjö þingmenn sitja nú á þingi fyrir hönd flokksins. Framsóknarflokkurinn sækir aðallega fram í þeim hópum sem Samfylkingin tapar fylgi í; meðal kvenna og íbúa á landsbyggðinni. Þá eykst stuðningurinn á lands- byggðinni úr 3,5 prósent í 23,6 pró- sent. Aukingin á höfuðborgarsvæð- inu er lítilsháttar. Vinstri grænir stærstir 32,6 prósent segjast nú myndu kjósa Vinstri græn og fengi flokk- urinn 23 þingmenn. Vinstri græn yrðu því stærsti flokkurinn á þingi með átta þingmönnum fleiri en Sjálfstæðsflokkurinn. Þingmenn Vinstri grænna eru nú níu. Í síðustu könnun blaðsins sögðust 27,8 prósent myndu kjósa Vinstri græn og hefur flokkurinn því bætt við sig rúmlega þremur prósentu- stigum síðan þá. Mestu bætir flokk- urinn við sig á höfuðborgarsvæð- inu, tæplega níu prósentustigum. Tíu færri sjálfstæðisþingmenn Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna í könnunum Fréttablaðsins en nú. Flokkurinn hefur hægt og sígandi tapað fylgi frá í febrúar á síðasta ári, án þess að ná að rétta sig af. 22,1 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn 15 þingmenn eða tíu þingmönnum færri kjörna en eru nú, væru þetta niðurstöður kosninga. Í síðustu könnun sögðust 24,8 prósent kjósa flokkinn, þannig að munurinn er ekki mikill. Helst er það á höfuð- borgarsvæðinu sem sjást einhverj- ar sveiflur og stuðningur hefur dregist saman um tæp fimm pró- sentustig, úr 26 í 21 prósent. Frjálslyndir standa í stað og aðrir 3,7 segjast nú myndu kjósa Frjáls- lynda flokkinn og fengi hann því ekki þingmann kjörinn samkvæmt 5,0 prósenta jöfnunarmannareglu. í nóvember sögðust 4,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Flugið sem Frjálslyndir náðu um mitt síðasta ár virðist því lokið, í bili að minnsta kosti. 5,5 segjast myndu kjósa einhvern annan en þá flokka sem nú eru á alþingi. Flestir sögðust vilja kjósa eitthvað nýtt framboð eða einstakl- ingskjör. Þrátt fyrir að „annað“ nái yfir fimm prósenta markið, eru kjósendur ekki sammála um hverjir þessir „aðrir“ eru og því ekki hægt að úthluta á þá þingmenn. Fáir taka afstöðu Mjög fáir tóku afstöðu í könnun- inni, eða einungis 47,5 prósent af þeim 800 sem tóku þátt. Ef litið er á allan hópinn sögðust 12,3 prósent að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu. 36,4 prósent voru óákveðin og 3,9 prósent neituðu að svara spurn- ingunni. Fáir stuðningsmenn eftir Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna nú 41,3 prósent og rík- isstjórnarflokkarnir myndu því fá 28 þingmenn sem dugar ekkifyrir þingmeirihluta. Flokkarnir hafa nú 43 þingmenn af 63. Lítið fylgi stjórnarflokkanna endurspeglast í litlum stuðningi við ríkisstjórnina. Einungis 20,3 prósent styðja nú ríkisstjórnina, en stuðningurinn mældist 31,6 pró- sent í nóvember. Hefur stuðningur- inn dalað verulega frá því í febrú- ar 2008 þegar 71,9 prósent studdu stjórnina. Lítill munur er á stuðn- ingi við stjórnina eftir búsetu eða kyni. Þó er aðeins meiri andstaða við ríkisstjórn meðal kvenna og á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn skera sig úr og styður mikill meirihluti þeirra rík- isstjórnina, eða 81,8 prósent þeirra. Einungis 28,3 prósent kjósenda Samfylkingarinnar styðja hana hins vegar. Allir kjósendur Vinstri grænna eru stjórninni mótfallnir og 93,2 prósent kjósenda Framsóknar- flokksins. Vilja þjóðstjórn Flestir af þeim sem afstöðu tóku til þess hvernig ríkisstjórn væri æskileg fram að kosningum sögð- ust vilja þjóðstjórn, eða 45,1 pró- sent. Stuðningur við þjóðstjórn er mestur meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa, eða 55,2 prósent. Næstflestir vilja áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar eða 25,3 prósent. Það eru því fleiri sem vilja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf en styðja núverandi ríkisstjórn. 18,2 prósent segjast vilja ríkis- stjórn Framsóknarflokks, Samfylk- ingar og Vinstri grænna, og eru þá teknir saman þeir sem vildu ýmist ríkisstjórn þessara þriggja flokka eða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, enda myndi síðar- nefnda ríkisstjórnin ekki halda velli nema að vera varin af Framsóknar- flokknum. Nokkur munur er á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Rúm 29 prósent framsóknarfólks vill ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna en 40 prósent vilja þjóðstjórn. Tæp 66 prósent sjálfstæðismanna vilja áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar, sem er minni stuðningur en við núverandi stjórn. Kjósend- ur Samfylkingar eru skiptir á milli núverandi samstarfs, þjóðstjórn- ar eða ríkisstjórnar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar- flokks. Vinstri grænir vilja þjóð- stjórn eða samstarf Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar. Þeir sem ekki gefa upp stuðning vilja flestir þjóðstjórn eða áframhald- andi ríkisstjórn. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 22. janúar og skiptust svar- endur jafnt eftir kyni og hlutfalls- lega eftir búsetu. Þá hafði Geir H. Haarde ekki enn lýst því yfir að hann vildi boða til kosninga í byrjun maí og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæð- isflokksins vegna veikinda. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? og tóku 47,5 prósent afstöðu til spurn- ingarinnar. Þá var spurt; Styður þú ríkisstjórnina og tóku 92,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt; Hvaða ríkisstjórn vilt þú fram að næstu kosningum? 77,0 pró- sent tóku afstöðu til þeirrar spurn- ingar. Fjöldi þingmanna miðað við skoðanakönnun 23 13 12 15 Þjóðstjórn 45,1 Annað 11,4 25,3 18,2 % Hvernig ríkisstjórn viltu? Allir Styður þú ríkisstjórnina? Já 20,3 Nei 79,7 % Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins 40 35 30 25 20 15 10 5 % 36,6 14,3 11,7 7,3 12 . m aí 20 07 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 Ko sn in ga r 32,6 22,1 16,8 19,2 3,7 40,2 36,0 14,2 5,9 8,0 26,8 FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Skv. könnun Fréttablaðsins 22. janúar 2009 Utan þings Þjóðstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.