Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 22
22 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Sveinn Rúnar Hauksson skrif-
ar um Gaza
Eins og við hafði verið búist þá linnti árásum Ísraels-
hers á Gaza um síðustu helgi, að
minnsta kosti í bili? Það þurfti að
sópa gólf áður en nýr Bandaríkja-
forseti tæki við. Enda þótt dauð-
inn og eyðileggingin af völdum
Ísraelshers sé ægileg en hún blas-
ir við sjónum hvarvetna á Gaza-
svæðinu, þá er önnur eyðilegging
sú sem Ísraelsstjórn hefur valdið
sjálfri sér og Ísraelsríki um langa
framtíð. Hann verður seint máður
af morðingjabletturinn sem nú
stingur í augun meira en nokkru
sinni fyrr í sex áratuga blóðugri
hernámssögu Ísraelsrík-
is gagnvart nágrönnum
sínum.
Það er tímanna tákn að
Ísraelsstjórn fékk að vita
hjá Össuri Skarphéðins-
syni, starfandi utanrík-
isráðherra, að mennta-
málaráðherra Ísraels
væri ekki velkominn til
Íslands. Ísraelsstjórn
hafði ákveðið einhliða að
senda ráðherra sína vítt og breitt
um Evrópu til að freista þess að
þvo blóðblettina af ímynd sinni,
en skilaboð eins og þau sem hún
fékk í íslenska utanríkisráðu-
neytinu og í mótmælum milljóna
manna um allan heim hafa einna
helst hjálpað henni til að átta sig
á því að nú yrði ekki sprengt og
drepið meira, að minnsti
kosti ekki í bili.
Ísraelsstjórn lýsti yfir
einhliða vopnahléi. Eng-
inn samningur er um
vopnahléð og ekki tryggt
að Ísraelsher hverfi frá
svæðinu né að fang-
elsishlið Gazastrandar
verði opnuð. Af því leið-
ir áframhaldandi skort
á vatni, eldsneyti, raf-
magni og öllum lífsnauðsynjum.
Það hindrar að hægt verði að
endurreisa atvinnulíf á svæðinu.
Íbúarnir mega áfram lifa á bón-
björgum, bíða eftir matarpökkum
hjálparstofnana eins og 80% íbú-
anna gera og líða skort á flestum
sviðum.
Eyðileggingin á Gaza af völd-
um loftárása Ísraelshers og stór-
skotaárasa af sjó og landi er sögð
ólýsanleg og kemur æ betur í ljós.
Fréttamyndir sjónvarps og blaða
gefa okkur nokkra mynd af þeim
þúsundum íbúðabygginga sem
hafa verið eyðilagðar og marg-
ar jafnaðar við jörðu. Þar koma
líka jarðýtur hersins við sögu.
Það eru fyrirtækin Caterpillar og
Hyundai sem sjá Ísraelsher fyrir
sérútbúnum vinnuvélum til að
mölva hús og híbýli fólks og einn-
ig til að eyðileggja aldingarða þar
sem Gazabúar hafa um aldir og
árþúsundir framleitt bestu sítru-
sávexti í heimi, ræktað ávaxtatré
af öllum gerðum og framfleytt sér
og sínum. Nærri hundrað þúsund
manns hafa misst heimili sín og
50 þúsund manns voru að sögn í
skýlum á vegum UNRWA, flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna og lausn á þeirra húsnæðis-
vanda ekki í augsýn.
Bandaríkjastjórn ber ábyrgð
Hundruð fullkomnustu orrustu-
flugvéla, árásarþyrlna, herbíla,
sprengna og eldflauga koma frá
Bandaríkjunum á lánum, sem
hingað til hefur ekki tíðkast að
greiða. Hvíti fosfórinn sem Ísra-
elsher hefur verið að varpa á íbú-
ana á Gaza, brennir fólk, konur
og börn, upp til agna, rétt eins
og napalm. Fosfórsprengjurnar
koma frá efnavopnaverksmiðju í
Pine Bluff í Arkansas, ríki Clin-
tons Bandaríkjaforseta. Þar hefur
Bandaríkjaher framleitt efnavopn
allt frá lokum síðustu heimsstyrj-
aldar.
Bandaríkjastjórn ber ábyrgð
á stríðsrekstri Ísraelsstjórn-
ar. Hún tryggir Ísraelsríki fjár-
magn og vopnabúnað til að herja
á nágranna sína og ver gerðir
Ísraelsríkis í einu og öllu. Í raun
virðist Ísraelsstjórn ráða atkvæði
Bandaríkjanna í Öryggisráðinu í
málum sem snerta Ísrael og hefur
þar með neitunarvald sem hindr-
ar alþjóðasamfélagið í að grípa
inn í og stöðva stríðsglæpina.
Það voru 1.315 íbúar á Gaza-
svæðinu sem létu lífið í 22 daga
árás Ísraelshers og þar af var um
þriðjungur, eða 410, börn sem her-
inn hefur myrt í þessu grimmd-
aræði gegn varnarlausu fólki. Um
5.500 manns hafa særst og margir
mjög alvarlega. Sjúkrahúsin eiga
mjög erfitt með að sinna hlutverki
sínu vegna skorts á öllum sviðum
og vegna þess hve fjöldi særðra
er mikill. Þá hefur herinn ráð-
ist á sjúkrahúsin, sextán sjúkra-
stofnanir hafa verið skemmdar og
fjöldi sjúkraflutningamanna verið
drepnir, einnig læknar og annað
heilbrigðisstarfsfólk.
Burt með Ísraelsher
Það eru því miður ekki efni til
mikillar bjartsýni í friðarmálum.
Það eina sem stendur samt upp úr
er hin ótrúlega seigla Palestínu-
manna og raunsannur friðarvilji
þessarar þjóðar, sem þrátt fyrir
innri átök stendur sameinuð, þvert
á alla flokka, um að ganga til frið-
arsamninga við þennan árásar-
gjarna nágranna sinn, og stofna
sjálfstætt, fullvalda ríki á Gaza
og Vesturbakkanum með Austur-
Jerúsalem sem höfuðborg. Þetta
er grundvöllur sem jafnt Fatah,
Hamas og aðrar stjórnmálahreyf-
ingar standa á, og hann er í sam-
ræmi við ályktanir Öryggisráðs
SÞ og alþjóðalög. Og þá verður
aðskilnaðarmúrinn að hverfa í
samræmi við úrskurð Alþjóða-
dómstólsins í Haag og landtöku-
byggðir gyðinga að fara undir pal-
estínska stjórn og landráninu og
hernáminu að linna. En fyrst af
öllu verður Ísraelsher að hætta
árásum á palestínsku þjóðina og
verða á burt af öllu palestínsku
landi. Stöðva verður fjöldamorð
og stríðsglæpi.
Félagið Ísland-Palestína hefur
hafið neyðarsöfnun til kaupa á
lyfjum og lækningatækjum fyrir
sjúkrahús á Gaza og fer allt söfn-
unarfé óskert héðan til traustra
ísraelskra mannréttindasamtaka
lækna (PHR-I) sem koma aðstoð-
inni áleiðis. Stórefla þarf neyðar-
aðstoð til Gazasvæðisins. Reikn-
ingsnúmerið er 542-26-6990, kt.
520188-1349.
Höfundur er læknir og formaður
Félagsins Ísland-Palestína.
SVEINN RÚNAR
HAUKSSON
Burt með Ísraelsher! Neyðaraðstoð til Gaza
Bandaríkjastjórn ber ábyrgð
á stríðsrekstri Ísraelsstjórnar.
Hún tryggir Ísraelsríki fjár-
magn og vopnabúnað til að
herja á nágranna sína og ver
gerðir Ísraelsríkis í einu og öllu.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Sevilla
UMRÆÐAN
Björgvin G. Sigurðsson skrif-
ar um innheimtu
Nú um miðja þessarar storma-sömu viku undirritaði ég
reglugerð um hámarksfjárhæð
innheimtukostnaðar sem tekur
gildi um næstu mánaðamót.
Reglugerðin byggir á innheimtu-
lögum er öðluðust gildi nú um
áramót. Kjarni hennar er að sett
er þak á þá fjárhæð sem krefja
má skuldara um við innheimtu
gjaldfallinna peningakrafna
fyrir aðra eða vegna eigin starf-
semi. Í lögunum og reglugerð-
inni er m.a. kveðið á um góða
innheimtuhætti þannig að ekki
má t.d. beita skuldara óhæfileg-
um þrýstingi eða valda honum
óþarfa tjóni eða óþægindum.
Um áramót lækkuðu jafnframt
dráttarvextir í kjölfar lagafrum-
varps sem ég flutti fyrir jól og
samþykkt var frá Alþingi. Þannig
lækkar álag dráttarvaxta úr 11%
í 7% miðað við helstu skamm-
tímalán Seðlabankans.
Bæði þessi atriði hafa veru-
lega þýðingu fyrir þúsundir fjöl-
skyldna og fyrirtækja, sem eiga
í greiðsluerfiðleikum, og er mér
ljúft og skylt að skýra betur frá
þessari breytingu og nefna nokk-
ur áþreifanleg dæmi.
Reglugerðin um þak á inn-
heimtukostnað felur í sér veru-
lega lækkun miðað við gildandi
gjaldskrár innheimtuaðila en þar
til nú hefur ekki verið kveðið á
um hámarkskostnað sem leyfi-
legt er að innheimta hjá skuld-
ara vegna innheimtu. Hagsmun-
ir skuldara hafa því ekki verið
hafðir að leiðarljósi. Ákvæðið
um góða innheimtuhætti felur
í sér að það teljist m.a. brjóta í
bága við góða innheimtuhætti
að beita óhæfi-
legum þrýst-
ingi eða valda
óþarfa tjóni eða
óþægindum.
Þakið sem nú
er sett á inn-
heimtukostn-
að hefur í för
með sér að
aðeins má taka
900 kr. fyrir
skyldubundna
innheimtuviðvörun til einstakl-
inga frá innheimtuaðila, m.a.
lögmanni, eftir gjalddaga kröfu
(ellegar eindaga sem síðar er til-
greindur). Fyrir valfrjáls milli-
innheimtubréf má taka mismun-
andi gjöld eftir höfuðstól kröfu,
lægst fyrir lágar kröfur, þ.e.
1.250 kr. en hærri fjárhæð eða
allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröf-
ur. Sömu takmörk eru á greiðslu
skuldara fyrir fyrstu og aðra
ítrekun milliinnheimtubréfs.
Þá felst mikilvæg réttarbót
í því að skuldari á rétt á að fá
innheimtuviðvörun gegn vægu
gjaldi eftir gjalddaga eða til-
greindan eindaga í stað þess að
löginnheimta geti hafist strax
eftir gjalddaga, t.d. með greiðslu-
áskorun á grundvelli aðfararlaga
með háum kostnaði.
Skuldari á rétt á að honum
verði eftir gjalddaga eða til-
greindan eindaga að fá senda
innheimtuviðvörun sem hann
þarf að borga allt að 900 kr. fyrir
í stað ótakmarkaðs gjalds sam-
kvæmt ákvörðun kröfuhafa eða
innheimtuaðila, t.d. lögmanns.
Heimilt er þó með samningi milli
kröfuhafa og skuldara í atvinnu-
rekstri að víkja frá ákvæðum um
innheimtuviðvörun. Samkvæmt
þessu ættu kröfur ekki að fara
beint í t.d. áskorun á grundvelli
aðfararlaga þar sem kostnaður
getur verið um 30.000 kr. fyrir
innheimtu á 50.000 kr. kröfu.
Í gjaldfrjálsri milliinnheimtu
, sem tæki við af innheimtuvið-
vörun (fruminnheimtu), mætti
frá 1. febrúar almennt innheimta
að hámarki sem hér segir svo að
nokkur dæmi séu tekin:
Fyrir 5.000 kr. kröfu með einu
milliinnheimtubréfi og tveimur
ítrekunum mætti innheimta allt
að 3 x 2.000 kr. eða samtals 6.000
kr. í stað t.d. 3 x 2.300 eða alls
6.900 kr.
Fyrir 50.000 kr. kröfu mætti
innheimta 3 x 3.500 eða samtals
10.500 kr. í stað t.d. 3 x 5.100 eða
alls 15.300 kr.
Fyrir 100.000 kr. kröfu mætti
innheimta 3 x 5.500 kr. eða sam-
tals 16.500 kr. í stað t.d. 3 x 6.850
eða alls 20.550 kr.
Fyrir 1.000.000 kr. kröfu og
yfir mætti innheimta 3 x 5.500
kr. eða samtals 16.500 kr. í stað
t.d. 3 x 12.800 eða alls 38.400 kr.
Eins og sjá má af þessum
dæmum er hér um raunveru-
legt hagsmunamál að ræða fyrir
skuldara í landinu. Ákvæðið
getur leitt til breytinga á inn-
heimtuháttum, skuldurum til
hagsbóta, t.d. ef vanskil verða á
samningsbundnum greiðslum.
Hvað dráttarvextina varðar má
einnig fullyrða að lækkun álags í
7% í stað 11% hafi verulega þýð-
ingu fyrir heimili og fyrirtæki
í landinu. Hér eru þó aðeins tvö
nýjustu atriðin sem gripið hefur
verið til undanfarnar vikur.
Höfundur er viðskiptaráðherra.
Þak á innheimtukostnað
og lækkun dráttarvaxta
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
Reglugerðin byggir á inn-
heimtulögum er öðluðust gildi
nú um áramót.