Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 24.01.2009, Síða 32
arnir þrír skulduðu Erste Group hátt í 300 milljónir evra. Í októberlok lét svo Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn mikið til sín taka. Ungverjum var boðið lán upp á 25 milljarða dala (2.202 milljarða króna) í samstarfi við Evrópusam- bandið og Alþjóðabankann. Lánið er það hæsta sem AGS hefur veitt einu landi, auk þess sem þetta var í fyrsta sinn sem ESB bauð landi utan evrusvæðisins efnahagsaðstoð. Þá bauð AGS Úkraínu 16,5 milljarða dala (1.453 milljarða króna) lán og Íslandi 2,0 milljarða dala, eða sem nemur 176 milljörðum króna. Nóvember 2008 Sunnudaginn 2. nóvember var Banco Potugues de Negocios þjóð- nýttur í Portúgal, en hann hafði tapað nálægt 90 milljörðum króna á fjármálakreppunni. Þá ákvað rík- isstjórn Portúgals að veita banka- kerfinu fimm milljarða evra í lán- alínur, eða sem nemur tæplega 640 milljörðum króna. Í Brasilíu varð í byrjun mánaðarins til stærsti banki S-Ameríku við samruna Itaú og Unibanco. Ekki kom til inngripa ríkisins, en Seðlabanki Brasilíu gaf út tilkynningu um að nóg væri til af dölum í gjaldeyrisvarasjóði lands- ins. Í þýskalandi fékk Commerzbank 8,2 milljarða evra úr björgunar- sjóði og þýska ríkið blés af mark- mið um hallalausan ríkissjóð fyrir árið 2011. Í Austurríki héldu þjóðnýtingar áfram í fyrstu viku nóvember með yfirtöku á Kommunalkredit Aust- ria AG. Í Ítalíu voru 30 milljarðar evra eyrnamerktir í að viðhalda lánveit- ingum banka, en þar í landi sagði ríkisstjórnin bankana standa betur en víða annars staðar. Giulio Trem- onti fjármálaráðherra sagði litla alþjóðlega berskjöldun í starfsemi ítalskra banka og lítið um illselj- anlegar eignir á efnahagsreikn- ingi þeirra. Aðgerðir annarra rík- isstjórna til að auka lausafé sinna banka hafi hins vegar orðið til að hallaði á þá ítölsku í samanburði. Í fyrstu viku nóvember ákváðu Bretar líka að lána Tryggingasjóði innlána hér 800 milljónir punda (127 milljarða króna) vegna skuld- bindinga við Icesave-sparifjáreig- endur hjá Landsbankanum. Í annarri viku nóvember sögð- ust Kínverjar ætla að veita sem nemur tæplega 51 þúsund millj- örðum króna í að örva hagkerfi sitt. Minnkandi eftirspurn í heim- inum var farin að segja til sín með minnkandi hagvexti í Kína. Í Bandaríkjunum var hækkuð heimild AIG til að sækja í björgun- arsjóði og kreditkortafyrirtækið American Express fékk viðskipta- bankaheimild og þar með aðgang að björgunarsjóðum. Í Svíþjóð tók ríkið sænska bankann Carnegie yfir um miðjan mánuðinn. Íslenska fyrirtækið Milestone átti um níu prósenta hlut í bankanum gegn um dótturfélag sitt Moderna í Svíþjóð. Carnegie sætti harðri gagnrýni í heimalandi sínu fyrir að hafa ekki hugað nógu vel að gæðum útlána sinna. Um miðjan mánuðinn funduðu 20 stærstu iðnríki heims og tilkynntu um nána samvinnu í að bjarga fjár- málakerfi heimsins. Inngrip ríkis- stjórna áttu að halda áfram um leið og unnið yrði að endurskipu- lagningu til að fyrirbyggja aðra eins krísu síðar. Stjórn AGS benti á að þar á bæ vantaði sem næmi 100 milljörðum dala til viðbótar við þá 250 milljarða sem til voru í sjóðum. Í lokaviku nóvember leitaði bandaríski bankinn Citigroup á náðir björgunarsjóðs ríkisins. Bay- ern LB þurfti meiri aðstoð úr þýska björgunarsjóðnum og samruna Commerzbank við Dresdnerbanka var hraðað. Breska ríkið eignaðist 57,9 prósenta hlut í Royal Bank of Scotland (RBS) fyrir 15 milljarða punda, eða sem nemur tæplega 2.390 milljörðum króna. Þá keyptu stjórnvöld forgangsbréf bankans fyrir fimm milljarða punda og þannig fékk hann um 3.190 millj- arða króna í endurfjármögnun. Til að halda utan um eignarhlut sinn í breskum fjármálafyrirtækjum stofnaði ríkið fjármálasamsteypuna Financial Investments Ltd. Þar inni var hluturinn í RBS og allur Nort- hern Rock-bankinn. Í Bandaríkjunum tilkynntu fjármálaráðuneyti og seðlabanki um nýjan björgunarsjóð með 800 milljörðum Bandaríkjadala (70.459 milljörðum króna). Þá voru eftir um 350 milljarðar dala óráðstafaðir í gamla sjóðnum (nú kallaður CCP, en áður TARP). Nýi sjóðurinn átti að örva hagkerfið og var kallað- ur TALF (sem stendur fyrir Term Asset-Backed Securities Loan Facility). Með þessum sjóði lánaði seðlabankinn í fyrsta sinn beint til neytenda og almennings, með kaup- um á verðbréfum sem tengd voru við neyslulán heimila. Þá áttu 500 milljarðar dala (44.037 milljarðar) að fara í að kaupa verðbréf bundin í fasteignum sem gefin voru út af íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Desember 2008 Í desemberbyrjun óskaði London Scottish Bank eftir gjaldþrotameð- ferð, en hann hafði veitt sérhæfða fjármálaþjónustu. Bankinn hafði í byrjun árs 2008 samið við breska fjármálaeftirlitið um að draga úr lánveitingum, en tókst ekki að leysa úr fjármögnunarvanda sínum. Breska fjármálaráðuneyt- ið tilkynnti að enginn viðskiptavin- ur bankans myndi tapa fé á gjald- þrotinu. Vestanhafs hélt áfram aðstoð við hin og þessi fjármálafyrirtæki, svo sem við Wall Street bankann M&T sem fékk sem nemur 53 milljörðum króna í styrk. Bankinn var ágæt- lega staddur, en vildi ekki verða eftirbátur annarra sem þegið höfðu aðstoð. Í desember voru bankagjaldþrot í Bandaríkjunum einum 25 á árinu. Árið áður höfðu þrír bankar orðið gjaldþrota, en enginn árin tvö þar á undan. Nánast um heim allan gripu ríki til aðgerða til að örva hagvöxt. Japanir settu á stofn fyrirtækja- fjármögnunarsjóð með upp á um 2.818 milljarða króna og seðlabank- ar lækkuðu víða stýrivexti. Svíar slógu reyndar met, lækkuðu vexti krónu sinnar um 1,75 prósentustig, niður í 2,0 prósent og Englands- banki lækkaði vexti niður í 2,0 prósent, sama vaxtastig og þegar bankinn var stofnaður árið 1694. Í Sviss sagði Jean-Pierre Roth seðlabankastjóri, í desemberbyrj- un, eftir fjórðu stýrivaxtalækkun bankans á tveimur mánuðum, að bankinn væri tilbúinn að lækka vexti enn frekar og grípa jafnvel til óhefðbundinna aðgerða, svo sem að hafa áhrif á gjaldeyrismarkað ef ekki færi að birta til í hagkerfinu. Bankakerfið í Sviss er nálægt því fjórum sinnum stærra en nemur þjóðarframleiðslu landsins. Undir miðjan mánuðinn gekk í gegn samruni HBOS og Lloyds TSB undir nafninu Lloyds Banking Group. Fyrri eigendur HBOS áttu fimmtung og Lloyds 36,5 prósent, en breska ríkið rest í gegn um eign- arhaldsfélag sitt Financial Invest- ments Ltd. Um miðjan mánuðinn var haldið áfram áætlunum um stuðning við írska banka, en lagðir voru fram fjármunir úr Lífeyrissjóði ríkis- ins. Í Rússlandi voru þrír bankar sviptir bankaleyfi vegna skorts á lausafé og bættust þar með í hóp 15 banka sem misst höfðu leyfi frá ágústlokum af sömu ástæðu. Þá var lækkað lánshæfismat ellefu stærstu banka heims hjá matsfyrir- tækinu Standar & Poor‘s. Greinend- ur þar S&P spáðu lengri og sárs- aukafyllri samdrætti en áður hafði verið talið. Janúar 2009 Nýja árið fór af stað með svipuð- um hætti og haustið 2008 í fjár- málaheiminum. Bankar voru ýmist seldir eða bjargað af stjórnvöldum. Í Austurríki urðu stjórnvöld að taka yfir Medici-bankann vegna þess hve illa hann varð úti í svonefndu „Madoff-svindli“ og í Bandaríkj- unum hélt áfram það samrunaferli sem komið var af stað. Í Bretlandi var aflétt banni á skortsölu með verðbréf fjármála- stofnana sem sett var á um miðjan september. Fyrirtæki og fjárfest- ar voru þó enn skyldaðir til að gefa upp skortstöður sem væru meira ein 0,25 prósent af hlutfé hins skortselda félags. Sú tilkynninga- skylda gildir út júní á þessu ári. Englandsbanki lækkaði stýri- vexti í sitt allra lægsta stig, 1,5 pró- sent. Lánamöguleikar heimila og fyrirtækja höfðu haldið áfram að þrengjast og boðaði bankinn frek- ari aðgerðir til að auka flæði láns- fjár út í hagkerfið. Í byrjun þessa mánaðar var Commerzbank í Þýskalandi líka þjóðnýttur að hluta þegar þýska ríkið eignaðist í honum rétt rúman fjórðung. Ríkið lagði fram 10 millj- arða evra og heildarhlutafjáraukn- ing bankans því orðin 12,8 millj- arðar evra, eða sem nemur 1.626 milljörðum króna. Jafnframt geng- ust stjórnvöld í ábyrgðir fyrir 15 milljarða evra af skuldbinding- um bankans, sem með þessu gat klárað yfirtöku sína á Dresdner- banka. Í Þýskalandi ákvað ríkis- stjórnin líka í þessum mánuði að veita 50 milljörðum evra (6.350 milljörðum króna) í örvunarpakka til að efla opinberar framkvæmdir. Þetta er stærsti örvunarpakkinn í Evrópu til þessa og heildarframlag þjóðverja komið í 82 milljarða evra, eða yfir 10.400 milljarða íslenskra króna. Þá samþykktu ríkisstjórnir Belgíu og Lúxemborgar að stofna tryggingasjóð til að verja innistæð- ur Kaupþing EDGE í löndunum, en um 100 milljónir evra fóru í sjóð- inn. Crédit Agricole festi svo kaup á belgískum innlánsreikningum Kaupþings. Bankar og hliðarstarfsemi þeirra hafa haldið áfram að ganga kaup- um og sölum og enn er deilt um inngrip Benelúx landanna í Fortis- bankann. Í Asíu hafa stjórnvöld Indlands, Taílands og Japans haldið áfram viðleitni til að örva hagkerfi landa sinna. Í Evrópu voru stýrivextir enn lækkaðir undir miðjan mánuðinn og stýrivextir evru orðnir 2,0 pró- sent, jafnháir og í árslok 2005. Rök Seðlabanka Evrópu fyrir lækkun- inni voru að búast mætti við dýpri samdrætti en áður hafi verið talið, jafnvel þeim mesta síðan að seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945. Um miðjan janúar samþykkti öld- ungadeildarþing Bandaríkjanna að gera það sem eftir stendur af CCP/ TARP sjóðnum aðgengilegt nýjum forseta landsins. Þetta var gert að beiðni fráfarandi forseta. Obama, sem nýtekinn er við embætti, hefur sagt að nota eigi 100 millj- arða dala (12.700 milljarða króna) af þeim 350 milljörðum dala sem eftir standa í sjóðnum í að kaupa fasteignir af eigendum sem komist hafa í greiðsluþrot, um leið og þeim verði heimilað að búa þar áfram gegn leigu til stjórnvalda. Er þetta svipuð leið og Englend- ingar hafa farið. Þá ætlar Obama að beita sér fyrir auknum lánveit- ingum til lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja. Samhliða þessum vangaveltum hefur farið af stað í Bandaríkjun- um umræða um að fara að dæmi Svía sem í sinni fjármálakreppu árið 1990 bjuggu til sjóð (e. Spec- ial Purpose Vehicle) sem notað- ur var til að kaupa illseljanlegar eignir með afslætti af bönkunum, meðan þeir sáu sjálfir um að stýra arðbærum eignum sínum. Sjóður með þennan uppkaupatilgang er í fjármálaheiminum nefndur „Bad Bank“-sjóður. Vestra er svo enn titringur og ótti við ársuppgjör banka, um leið og unnið er að margvíslegri end- urskipulagningu. Þá er í skoðun hverjir hafi sótt mest fé í björg- unarsjóði. Undir lok síðustu viku hafði tryggingarisinn AIG fengið mest, en þar á eftir komu Bank of America og Citigroup. Á Bretlandseyjum hefur enn vaxið óvissa um framhaldið. Þriðji stærsti banki Íra, Anglo Irish Bank, var þjóðnýttur að fullu og hlutbréfaverð annarra írskra banka hefur hríðfallið. Um síðustu helgi stigu svo Bretar fram og tilkynntu um nýjan banka- björgunarpakka, ofan á þann sem fyrst var tilkynnt um í október. Eign ríkisins í Royal Bank of Scot- land var aukin í 70 prósent. Hluta- bréf bankans voru í frjálsu falli í byrjun þessarar viku og lækkun síðustu 12 mánaða orðin 96,6 pró- sent. Þá fékk Englandsbanki 50 millj- arða punda (7.950 milljarða króna) til að stofna „Bad Bank“ einingu til að kaupa eignir sem í dag væri óvíst um verðmæti á en mætti ef til vill selja síðar við betri markaðsað- stæður. Þá hafa stjórnvöld í Bret- landi framlengt fram í janúar 2010 áætlun sína um að ábyrgjast skuld- ir fjármálafyrirtækja. Áætlunin sem sett var í gang í október var þá að upphæð 250 milljarðar punda, en hefur nú verið hækkuð í 350 millj- arða punda, eða sem nemur 55.650 milljörðum króna. Ekki er laust við að upphæðir sem um er að spila við fall íslensku bankanna blikni í þessum saman- burði. 32 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR BARACK OBAMA SVER EMBÆTTISEIÐ 20. ÞESSA MÁNAÐAR Miklar vonir eru bundnar við nýjan Bandaríkjaforseta á mörgum sviðum. Meðal annars standa vonir til þess að hann láti til sín taka með nýjum áherslum við úrvinnslu lausafjárkrísunnar og eftirmála undirmálslánakreppunnar bandarísku. Hann hefur þegar lýst vilja til að hjálpa íbúðar- eigendum sem komast í greiðsluþrot þannig að þeir missi ekki þakið sem þeir hafa yfir höfuðið. NORDICPHOTOS/AFP Í nóvember síðastliðnum varð úr að þrír stærstu bílafram- leiðendur heims, General Motors, Ford og Chrysler, áttu að fá aðstoð úr TARP, björgunarsjóði Bandaríkjanna, upp á 17,4 milljarða dala (1.532 milljarða króna). Aðstoðin var sögð til að forða gjaldþrotum sem haft gætu keðjuverkandi áhrif á fjármálastofnanir og hlutabréfa- markaði. Ford hins vegar afþakkaði og kvaðst komast af á eigin spýtur, en GM þáði 9,4 milljarða dala og Chrysler fjóra milljarða. Henry Poulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um stefnubreytingu TARP-sjóðsins 12. nóvember. Ekki átti lengur að kaupa illseljanlegar eignir banka heldur ætti að veita fyrirtækjum aðgengi að lausafé gegn uppstokkun hlutafjár þeirra. Fjárfestar fengu hroll og hlutabréf lækkuðu þennan dag. Undir lok desember juku svo bandarísk stjórnvöld aðstoðina við bílaframleið- andann GM með sex milljarða dala (528 milljarða króna) viðbótarframlagi. RICK WAGONER forstjóri General Motors. Markaðshrollur eftir aðstoð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.