Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 66

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 66
38 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Ófriðarbál á örlagatímum Vikan sem er að líða er vafalaust ein sú við- burðaríkasta í sögu lýðveldisins. Mótmæli komust á nýtt stig þegar Alþingi kom saman á þriðjudag og hrossabrestir, eggjakast og potta- glamur settu svip á næstu daga. Óróinn stig- magnaðist og náði hámarki með grjótkasti og táragassprengjum aðfaranótt fimmtudags. EKKI VIÐ HÆFI BARNA Lögreglan kippti þessum dreng inn fyrir sínar raðir í mótmælunum við Alþingi á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STÓÐU VAKTINA Mikið mæddi á lögreglunni og dæmi um að menn stæðu vaktina lungann úr sólarhringnum meðan eggjum, skyri og málningu rigndi yfir þá. „Ómanneskjulegt álag,“ sagði Stefán Eiríksson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÚÐUR LÝÐVELDISINS Því verður ekki neitað að vikan var hávaðasöm; fólk fylkti liði á Austurvöll, barði bumbur, koppa og kippur og blés í lúðra. RÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KYNSLÓÐABILIÐ BRÚAÐ Fólk á öllum aldri mætti á Austurvöll. Eftir að upp úr sauð um miðbik vikunnar gerðu mótmælendur sér far um að sýna vinarþel í garð lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í LJÓSUM LOGUM Eldar brunnu fyrir utan Þjóðleikhúsið á miðvikudagskvöld þegar Samfylkingarfélagið í Reykjavík fundaði í kjallara hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.