Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 80

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 80
52 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > ÁNÆGÐ MEÐ VÖXTINN Leikkonan Anne Hathaway er sérlega ánægð með ávalar línur Scarlett Jo- hansson, Reese Witherspoon og Bey- once Knowles og segir þær vera góðar fyrirmyndir. Hún segir að allt snúist um megrun og enginn mega bera á sér aukakíló. „Það er ekki bara Hollywood sem sendir frá sér þessi skilaboð. Samfélagið í heild sinni hefur uppi óraunhæf- ar kröfur á líkamsbyggingu ungra kvenna.“ Hvað er að frétta? Þessa vikuna stendur 10 ára afmæli Q- félags hinsegin stúdenta mest upp úr. Sem formaður er ég mjög ánægð með þann árangur sem við höfum náð og hlakka til að halda baráttunni áfram. Augnlitur: Brúnn. Starf: Nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Fjölskylduhagir: Er í sambandi. Hvaðan ertu? Fædd í Reykjavík. Ertu hjátrúarfull? Já, ég á það til að vera það. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: The L-word. Uppáhaldsmaturinn: Lambakjöt með góðu meðlæti. Fallegasti staðurinn: Akureyri. iPod eða geislaspilari: Ipod. Hvað er skemmtilegast? Kósí kvöld með vinahópnum. Hvað er leiðinlegast? Að vaska upp. Helsti veikleiki: Fullkomnunarárátta. Helsti kostur: Geri hlutina af einlægni og er samviskusöm. Helsta afrek: Að vera formaður Q-félags hinsegin stúdenta. Mestu vonbrigðin? Þrátt fyir að hafa farið í nokkrar áheyrnarprufur komst ég aldrei í skólaleikritið í Versló. Hver er draumurinn? Að flytja aftur til Kan- ada og ljúka þar framhaldsnámi í sálfræði. Hver er fyndnastur/fyndnust? Jim Carrey. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk stendur ekki við orð sín. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan og vinirnir. HIN HLIÐIN ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR, FORMAÐUR Q-FÉLAGS HINSEGIN STÚDENTA Á það til að vera hjátrúarfull 03.01.1987 Spænska leikkonan Penelope Cruz segir það mikinn heiður af hafa verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hluterk sitt í Vicky Christ- ina Barcelona. „Þessi tilnefning er heiður og hefur mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Cruz. „Ég er að eilífu þakklát aka- demíunni og Woody Allen sem veitti mér þetta tækifæri. Ég er mjög ánægð með þá velvild og þær hamingjuóskir sem ég hef fengið, sérstaklega frá Spáni,“ sagði hún. „Vonandi get ég farið með styttuna heim.“ Cruz var síðast tilnefnd til Óskarsins árið 2007 fyrir hlutverk sitt í Volver. Heiður að fá tilnefningu PENELOPE CRUZ Spænska leikkonan hefur verið tilnefnd til Óskarsins í annað sinn. Leikritaskáldið Václav Havel var sem kunnugt er í fararbroddi í flauelsbyltingunni í Tékkóslóvakíu 1989. Hann varð síðan forseti lands- ins eftir að kommúnistastjórnin féll. Margir íslenskir rithöfundar virðast ganga með „Havel í mag- anum“ og hafa mótmælt kröftug- lega að undanförnu. Þó er alls ekkert víst að þeir hafi áhuga á að verða háttsettir innan íslenska stjórnkerfisins, þótt það væri örugglega betri kostur en margt af því sem boðið er upp á í dag. Einar Már forseti, Hallgrím- ur Helgason menntamálaráðherra – hljómar alls ekki illa. Kannski eiga skáldin bara auð- veldar með að komast frá vinnu en launaþrælarnir sem ekki vilja hætta á brottrekstur með mót- mælafríi. Þótt þeir fegnir vildu. Rithöfundar með Havel í maganum? SKÁLD Í FREMSTU RÖÐ Óttar M. Norðfjörð og Steinar Bragi mótmæla við Alþingis- húsið. Steinar þótti ganga vasklega fram með því að berja á skildi lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÍLL BLÁU HANDARINNAR FÆR AÐ FINNA TIL TEVATNSINS Vígalegur Hallgrímur Helgason albúinn að láta vaða á bíl forsætisráðherra. Á innfelldu myndinni sést hvar hann segir Geir til syndanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LJÓÐRÆN MÓTMÆLI Einar Már Guð- mundsson hefur mikið lagt til umræð- unnar, heilu bálkana í Mogganum og margar ræður. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Rokkararnir í Oasis hafa ákveð- ið að halda tónleika í Kína í fyrsta sinn á ferlinum. Gallagher-bræður og félagar spila í Peking og Sjang- hæ þriðja og fimmta apríl en áður höfðu þeir ákveðið að koma fram í Hong Kong hinn sjöunda þess mán- aðar. Oasis hefur einnig tilkynnt að hljómsveitirnar Reverend and the Makers, Twisted Wheel og The Peth muni hita upp fyrir hljómsveitina á tónleikum í Bretlandi í sumar. Oasis til Kína OASIS Rokkararnir í Oasis ætla í tón- leikaferð til Kína í apríl. MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC HRÍS GRJÓ N EÐ A KART ÖFLU MÚS FYLG IR ME Ð 699krónur Aðeins TRANS- TAFI Fjármálaráðgjöf fyrir þig Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.