Tíminn - 20.11.1982, Síða 5
5
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1982
■ Tadsjikistar unna þjódlegri sönghst
Mikil breyting hefur
orðid f Tadsjikistan
Ráðstjórnarríkid, sem er næst Afganistan
FYRR í þessum mánuði voru hér á
ferð listamenn frá Tadsjikistan, sem er
það heimastjórnarríki í Sovétríkjunum,
sem næst liggur Afganistan. Listamenn
þessir komu hingað á vegum Sovézkra
daga á íslandi.
Að vonum er Tadsjikistan lítið þekkt
hér á landi, því að fáir íslendingar hafa
komið þangað. Tveir blaðamenn, Sig-
urður Bjarnason og Þórarinn Þórarins-
son, voru þó í heimsókn þar fyrir
nokkrum árum og skrifuðu greinar um
landið og þjóðina í blöð sín eftir
heimkomuna. Á margan hátt var fróð-
legt að kynnast þessu fjarlæga og
afskekkta landi.
í grein, sem hefur borizt frá Evgení
Barbukho, forstöðumanni APN á ís-
landi, er nokkuð sagt frá Tadsjikistan.
Fyrst rifjar hann upp, að þetta er mesta
fjallaland Sovétríkjanna, og að það
líkist fslandi á þann hátt, að ekki sé þar
að finna frjósöm akurlendi. Frjósamir
dalir séu aðeins 7% af landinu, en 93%,
sem eftir séu, eru hluti Pamirfjalla og
Tjan-Shan.
Síðan segir í grein Barbukho:
„Ég byrja á áhugaverðri sögulegri
staðreynd. Þegar Alexander mikli fór
með heri sína yfir það land, sem nú er
Tadsjikistan á 4. öld f.Kr., lét hinn mikli
hershöfðingi sögunni eftir þá skoðun, að
þessi þjóð ætti margt, sem verðugt væri
að líkja eftir.
Nokkru síðar var stofnað hér ríki
Tadsjika - Simanid. f lok 9. aldar náðu
landamæri þess að ströndum Persaflóa,
landamærum Indlands og Bagdad. Ein-
mitt á þessu tímabili varð tadsjisk tunga
til og þjóðleg menning. Á þessu tímabili
voru upppi upphafsmenn tadsjíska og
persneskra bókmennta, Abu Abdullo
Rudaki, höfundur hinna frægu söguljóða
„Shakhame" - Bók um keisarana,
Abulkasim Firdousi og hinn frægi vís-
indamaður Abu Ali ibn-Sini (Avits-
enni).
Frá því að Simanid-lýðveldið leið
undir lok og þar til Tadsjikar sameinuð-
ust Rússum í upphafi þessarar aldar,
voru þeir undir stjórn ýmissa lénsherra,
sem tóku við hver af öðrum, og oftar en
einu sinni varð land þeirra vettvangur
harðra bardaga.
í upphafi 20. aldarinnar áttu Tadsjikar
ekki sitt eigið ríki og fengu það ekki fyrr
en þeir gengu inn í hið fjölþjóðlega
samband sovézkra ríkja. Það var einnig
einkennandi, að tadsjiska þjóðin, sem
hafði skapað eina elztu og auðugustu
grein heimsmenningarinnar, var að
mestu ólæs og óskrifandi byltingarárið,
1917. 3% þjóðarinnar kunnu að lesa og
skrifa. Samgöngur voru á afar frumstæðu
stigi á þeim tímum. í Tadsjikistan fyrir
byltingu voru aðeins 6 veikburða fyrir-
tæki, sem voru handverksfyrirtæki. í dag
er ekkert sem minnir á þessa dapurlegu
tíma í Tadsjikistan.
Að flatarmáli er Tadsjikistan í dag
■ Frá knattleik, sem er mikið iðkaður
af íbúum í Pamirfjöllum.
40.000 f.km. stærra en ísland. í suðri
liggja landamæri lýðveldisins að Afgan-
istan, í austri að Kína, í vestri að
Úsbeska Sovétlýðveldinu og Kírgísíu.
93% landsvæðisins eru fjöll og jöklar.
Landslagið virðist samt vera hlýlegt
vegna þess að þar eru grænir dalir og
vinjar. Lýðveldið er mjög auðugt að
vatnsorku. Það er ekki hægt annað en
verða undrandi á þeirri tölu, að 945 fljót
af 3000 fljótum í Sovétríkjunum falla á
landsvæði Tadsjikistan. Hér eru mikil
auðæfi fólgin í jörðu. Fundizt hafa kol,
olía, gas, kopar, kobalt og fleiri verð-
mætir málmar.
UM 65% landsmanna í Tadsjikistan
búa í þorpum og er það hæsta hlutfall í
Sovétríkjunum. Einnig er fæðingartala
þar hæst í Sovétríkjunum. Þrjú þúsund
börn á þúsund foreldra, sem er næstum
þrefalt hærra en meðaltaldið í Sovétríkj-
unum.
Iðnaðar- og landbúnaðarþróun í lýð-
veldinu hafði það í för með sér, að
þéttbýlt er í dölunum og næstum allt
ræktanlegt land nýtt. Nú vinna Tadsjikar
að því að rækta og nýta fjallshlíðarnar
upp í 2000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Þegar er hafin vínberjarækt í fjalls-
hlíðunum.
Áætlað er að leggja 657 milljónir
rúblna í landbúnaðinn á yfirstandandi
fimm ára áætlun (1981 - 1985), en það
er fjórðungi meira en á st'ðustu fimm
ára áætlun. Framleiðsla baðmullar mun
aukast, svo og vínberjarækt, sítrónu-
rækt, ávaxta- og grænmetisrækt.
Þrátt fyrir að Tadsjikistan sé dreif-
býlasta lýðveldið, eru vissar iðnaðar-
greinar mjög þróaðar þar. T.d. raforku-
iðnaður, ljósmálmaiðnaður, vélsmíði og
efnaiðnaður. Áætlað er að auka iðnað-
arframleiðsluna um 24-27% á yfirstand-
andi fimm ára áætlun, orkuneyzlu er
áætlað að auka um 63%, þar af um 20%
í landbúnaðinum. Ný raforkuver, sem
reist verða í lok fimm ára áætlunarinnar,
hjálpa til að leysa það verkefni. Annað
þeirra verður 600 þúsund kw. en hin 3.6
milljón kw.
Fram að þriðja áratugnum voru orðin
leikhús, ópera eða ballett ekki til í
tadsjísku. En um þúsund ára skeið höfðu
menn þekkt orðið leiksvið. Omar Ka-
yjam, hinn sígildi höfundur tadsjisk-pers-
neskrar skáldlistar á 11. og 12. öld
minnist á þjóðlegt brúðuleikhús. Og hér
hefur verið kunn list farandtrúða, sem
beittu fyrir sig háði orðsins, svo að
jafnvel hinir voldugustu lénsherrar ótt-
uðust þá.
Á þeim árum, sem Sovétstjórn hefur
ríkt í Tadsjikistan, hafa verið stofnuð
þar 12 atvinnuleikhús. Frægast þeirra er
Akademíska Óperu- og ballett-leikhús-
ið, sem stofnað var fyrir 42 árum. Á
efnisskrá þess eru yfir 40 óperur og
ballettar. Á þessu leikári er leikhúsgest-
um boðið upp á að sjá „Aida“ eftir
Verdi, „Prins lgor“ eftir Borodin, ein-
þáttungsballettana „Scherezade“ eftir
Rimsky-Korsakow og „Frantsjeska da
Rimini" eftir Tsjaikowski, ballettana
„Gisella" eftir Adan og „Don Kíkóti"
eftir Minkus. Leikhúsin eru aðeins lítið
brot af auðugu og fjölbi'eyttu menning-
arlífi hins sovézka fjallalýðveldis."
HÉR lýkur frásögn Barbukho. Því má
bæta við, að Tadsjikistar leggja mikla
rækt við að styrkja þjóðlega menningu
sína og gamlar bókmenntir. Söguljóð-
skáldið Rudaki, sem Barbukho minnist
á, er helzta þjóðhetja þeirra. Minnis-
merki um hann sjást hvarvetna.
Það vakti sérstaka athygli okkar
Sigurðar, að við innganginn í mikla
sýningarhöll í höfuðborginni, voru
myndir af helztu leiðtogum Sovétríkj-
anna á aðra hlið, en á hina myndir af
Rudaki og helztu skáldum og rithöf.-
* undum þjóðarinnar fyrr og síðar.
Bersýnilega höfðu orðið miklar fram-
farir í Tadsjikistan á síðari áratugum, og
lífskjörin áreiðanlega mun betri en í
nágrannaríkinu Afganistan.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
bridge
Austfirðingar
veðraham”
i
ff
■ Þrátt fyrir ósamvinnuþýða veðurguði
héldu Austfirðingar meistaramót sitt í
tvímenning um síðustu helgi á Reyðarfirði.
27 pör af Austfjörðum tóku þátt í mótinu en
auk þeirra kepptu íslandsmeistararnir í
tvímenning, Jón Baldursson og Valur Sig-
urðsson, sem gestir. Bjarni Jónsson stjórnaði
mótinu sem var með Barómetersniði.
Austfirðingarnir voru greinilega gestrisnir
og mótinu lauk með yfirburðasigri Jón og
Vals en þeir fengu 421 stig yfir meðalskor.
Þeir unnu allar sínar setur nema á móti
ungum menntskælingum frá Egilsstöðum,
Magnúsi Ásgrímssyni og Þorsteini Bergssyni.
Þeir Magnús og Þorsteinn ntunu spila
afbrigði af pólska passkerfinu sem dugði
einmitt Jóni Baldurssyni vel í tvímenningum
fyrir nokkrum árum.
Austurlandsmeistarar urðu síðan Kristján
Kristjánsson og Þorsteinn Ólafsson frá
Reyðarfirði. Þorsteinn er aðaldriffjöðurin í
öllu bridgestarfi þeirra Austfirðinga svo það
fór vel á því að hann hreppti þennan titil.
Þeir fengu 236 stig. Næstir komu síðan Pálmi
Kristmannsson og Sigfús Kristmannsson frá
Egilsstöðum. Pálmi hefur unnið þetta mót
síðustu tvö ár með sitthvorum makkernum
og það munaði litlu núna að hann skoraði
hattrik því þetta er fyrsta árið sem hann
spilar við Stefán. Pálmi og Stefán fengu 215
stig en annars var röð efstu para þessi:
Ásgeir Metúsalemsson-Sölvi Sigurðsson 184
Aðalsteinn Jónsson-Bogi Nielsen 141
Magnús Ásgrímsson-Þoisteinn Bergsson 141
Páll Sigurðsson-Sigfús Gunnlaugsson 139
Hafsteinn Jónsson-Jóhann Þorsteinsson 109
Búi Birgisson-Rúnar Kristmannsson 91
Jón Þ. Kristmannss.-Ragnar Steinarsson 84
Auk þess að veita verðlaun fyrir tví-
menninginn afhenti Þorsteinn Ólafsson verð-
laun fyrir einmenningsmót Austfjarða sem
var haldið í vor. Þar var metþátttaka eða 108
spilarar og sigurvegari varð Guðbergur
Jónsson, Eskifirði. Þetta mót var jafnframt
firmakeppni og hana vann Hitaveita Hafnar-
hrepps, spilari Kolbeinn Þorgeirsson.
Bridgefélag Reykjavíkur
Óveðrið um síðustu helgi hafði sín áhrif á
starfsemi BR, því Jón Baldursson og Valur
Sigurðsson voru veðurtepptir á Austfjörðum
og komust ekki til Reykjavíkur fyrr en á
miðvikudagskvöld. Það varð því að fresta
leiknum milli sveita Sævars Þorbjörnssonar
og Sigtryggs Sigurðssonar sem átti að vera í
7undu umferð aðalsveitakeppninnar. Þessar
sveitir eiga því inni leik en annars er staðan
þessi eftir 8 umferðir:
Jón Hjaltason
Þórarinn Sigþórsson
Sævar Þorbjörnsson
Aðalsteinn Jörgeneen
Ólafur Lárusson
Karl Sigurhjartarson
Þórður Möller
Sigtryggur Sigurðsson
141
123
121
104
96
93
86
78
í sjöundu umferð spiluðu meðal annars
saman sveitir Jóns og Karls og Jón vann
örugglega 18-2. 1 9undu umferð næsfa
þriðjudag spila saman sveitir Ólafs og
Þórarins og Jóns og Sigtryggs.
Bridgedeild Breiðfírðinga
Nú stendur yfir aðalsveitakeppni félagsins
með þátttöku 20 sveita. Eftir 8 umferðir er
staða efstu sveita þessi:
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag hófst hraðsveita-
keppni með þátttöku 7 sveita. Efstu sveitir
eftir fyrsta kvöldið eru:
1. Rafn Kristjánsson 470
2. Guðmundur Grétarsson 457
3. Baldur Bjartmannsson 445
Meðalskor er 432.
Næsta þriðjudag lýkur sveitakeppninni en
þriðjudaginn 30. nóv hefst 4ra kvölda
Barómeterkeppni. Spilað er í húsi Kjöts og
fisks við Seljabraut og spilamennska hefst
stundvíslega kl. 19.30.
Bridgedeild Skagfirðinga
Síðastliðinn þriðjudag hófst þriggja kvölda
hraðsveitakeppni með þátttöku 12. sveita.
Spilaðir eru stuttir leikir. Eftir 3 fyrstu
umferðirnar eru þessar sveitir efstar:
1. Sigmar Jónsson 60
2-3. Guðrún Hinriksdóttir 44
2-3. Baldur Ásgeirsson 44
4-5. Tómas Sigurðsson 40
4-5. Hildur Helgadóttir 40
6. Hjálmar Pétursson 36
Keppni verður haldið áfram næstkomandi
þriðjudagskvöld klukkan 19.30. Keppnis-
stjóri er Kristján Blöndal.
Bridgeklúbbur Hamragarða
Hinni árlegu tvímenningskeppni Bridge-
klúbbs Hamragarða lauk 10. nóvember
síðastliðinn. Spilaðar voru 5 umferðir og var
keppnin að þessu sinni mjög spennandi.
Þegar upp var staðið voru tvö efstu pörin
jöfn að stigum en alls tóku 16 pör þátt í
keppninni. Röð efstu para var þessi:
1-2. Guðmundur Jóelsson -
Sigurður S. Gestsson 1218
1-2. Alois Raschofer-
Sigrún Steinsdóttir 1218
3. Ingvi Guðjónsson -
Matthías Kristjánsson 1204
4. Einar Jónsson -
Kristinn Lund 1186
5. Halldór Jóhannesson -
Pétur Jónsson 1180
6. Arnór Ólafsson -
Hermann Ólafsson 1172
Keppt var um farandbikar sem Osta og
smjörsalan gaf og þeir Guðmundur og
Sigurður unnu bikarinn á síðastliðnu ári.
Reykjavíkurmótið í tvímenning
í dag hefjast úrslitin í Reykjavíkurmótinu
í tvímenning. Alls taka 28 pör þátt í mótinu:
27 efstu pör úr undankeppninni og núver-
andi Reykjavíkurmeistarar, þeir Asmundur
Pálsson og Karls Sigurhjartarson. Mótið er
haldið í Hreyfilshúsinu og er spilað í 3 lotum:
1 lota á laugardag og tvær á sunnudag.
Ásmundur og Karl unnu tvö sfðustu ár með
talsverðum yfirburðum og það verður spenn-
andi að sjá hvort þeim tekst að bæta 3ja
sigrinum við.
Bridgefélag Kópavogs
Hraðsveitakeppni félagsins, fjórða umferð
var spiluð síðasta fimmtudag. Hæstu skor
urðu:
Sveit:
1. Gísla Torfasonar 496 stig
1. Hans Nielssen 125 2. Gríms Thorarensen 476 stig
2. Elís R. Helgason 124 3. Runólfs Pálssonar 474 stig
3. Kristín Þórðardóttir 114 Meðalskor: 432 stig.
4. Óskar Þráinsson 107
5. Gróa Guðnadóttir 102 Efstu sveitir eftir fjórar umferðir eru:
6. Ingibjörg Halldórsd. 100 Sveit:
7. Sigurjón Helgason 95 1. Runólfs Pálssonar 1820 stig
8. Steingrímur Jónasson 86 2. Gísla Torfasonar 1812 stig
9. Erla Eyjólfsdóttir 81 3. Ármanns J. Lárussonar 1768 stig
10. Jóhanna Lilja Einarsd. 76 4. Gríms Thorarensen 1758 stig
Spilað er í Hreyfilshúsinu á fimmtudags-
kvöldum og keppnisstjóri er hinn sýungi
Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Meðalskor: 1728 stig.
Síðasta umferð verður spiluð næsta fimm-
tudag. Keppnisstjóri er Vigfús Pálsson.
Guðmundur Sv.
Hermannsson, I í. |
skrifar 4-1