Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 fréttir Almennu sjúkra- húsin í landinu: ÁFENGISNEYSLA ORSÖK ALLT AD 20% INNLAGNA ■ Álitið er að áfengisneysla sé orsök innlagnar allt að 5. hvers (10-20%) þeirra sjúklinga sem lagðir eru inn á almenn sjúkrahús hér á landi, auk þess sem 4-5% allra innlagðra sjúklinga dvelji á sérstökum stofnunum fvrir áfengissjúka, að því er fram kom á fundi hjá landlækni i gær. Of mikil áfengis- ncysla er talin vera veigamikil orsök margra sjúkdóma, t.d. magabólgu, magasárs, heilarýrnunar og skorpulifrar. Á fundi þessum kynnti Ólafur Ólafsson, landlæknir nýja skýrslu frá embættinu um neyslu: áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyfja. Taldi Ólafur ekki vafa á að áfengið sé sá vímugjafi sem mestum vanda valdi hér á landi, enda fer neysla þess stöðugt vaxandi. Þá er áætlað að 200-300 íslendingar deyi árlega af völdum tóbaksreykinga. T.d er talið að um 20-30% allra dauðsfalla af völdum krabbameina stafi af reykingum. Árið 1980 greindust 73 ný tilfelli af lungnakrabba hér á landi, en reynslan sýnir að aðeins 1 af hverjum 10 slíkra sjúklinga lifir meira en 5 ár eftir það. Auk þess valda reykingar ýmsum lungnasjúkdómum og hluta af hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er þess getið að reykingamenn ieita meira til lækna og sjúkrahúsa og neyta meiri lyfja en þeir sem ekki reykja. í skýrslunni kemur fram að barátta gegn tóbaksreykingum hafi borið tölu- verðan árangur undanfarin ár. T.d. hafi tóbakssala á hvern fullorðinn íbúa verið minni á árunum 1976-1980 en næstu 5 ár þar á undan, og verulega hafi dregið úr reykingum grunnskólanema undan- farin ár. HEI Vidrædur á milli Elkem og íslenskra stjórnvalda: NÝR EIGN- ARAÐILI AD JÁRNBLENDI- FÉLAGINU? ■ Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins því, að þriðji aðili gerist cignaraðili að munu næstu daga eiga viðræður við íslenska jámblendifélaginu, enda fylgi fulltrúa Elkem A/S, sem er sameignarað- því aukinn aðgangur þess að mörkuðum ili íslenska ríkisins að íslenska járn- fyrir kísiljárn. Skilyrði cr að íslenska blendifélaginu hf. um leiðir til að treysta ríkið eigi áfram meirihluta í félaginu. markaðs-ogfjárhagsstöðufslenskajárn- Jafnframt er gert ráð fyrir því að blendifélagsins. Verða þessar umræður þessar viðræður leiði til endurskoðunar að ósk Elkem. Þetta kemur fram í frétt á samningum milli aðila, þar á meðal um frá iðnaðarraðuneytinu. markaðsmál, raforkusamning og tækni- Þar segir jafnframt: „Viðræðurnar þjónustu." munu m.a. snúast um möguleikana á -AB NÁKVÆMT LÍKAN VÆNTANLEGRAR BLÖNDÓSHAFNAR — kynnt þingmönnum kjördæm isins í Straumfrædistofnun ■ Straumfræðistofnun hefur gert mjög nákvæmt líkan að væntanlegri höfn á Blönduósi. Var þingmönnum Norður- > landskjördæmis vestra og nokkrum framámönnum frá Blönduósi boðið að skoða líkanið í húsakynnum stofnunar- innar við Funahöfða í Reykjavík í gær. Við gerð líkansins er reiknað með að Blönduóshöfn verði byggð í tveimur áföngum. Fyrst verður gerður 100.000 rúmmetra brimgarður og í skjóli hans bryggja, nægilega stór fyrir fiskibáta Blönduóss, til að athafna sig. Gert er ráð fyrir að sú höfn myndi þjóna þeim fiskiflota sem nú er á Blönduósi, meirihluta ársins. í seinni áfanganum er gert ráð fyrir að bæta 115.000 rúmmetr- um við brimgarðinn þannig að hann myndi skýla bryggjunni sem fyrir er á Blönduósi auk þess sem þriðja bryggjan yrði gerð. Að loknum öðrum áfanganum á flestum íslenskum skipum að vera óhætt í Blönduóshöfn allan ársins hring. „Það er okkar vilji, þingmanna kjör- dæmisins, að Blönduóshöfn verði gerð eins fljótt og kostur er,“ sagði Páll Pétursson, fyrsti þingmaður Norður- lands vestra þegar Tíminn hitti hann í Straumfræðistofnun í gær. „Hins vegar er ljóst að fjárveitingar fást ekki til að hefjast handa næsta vor enda var ekki við því að búast þar sem verkefnið er mjög dýrt.“ Páll sagði að þrátt fyrir að þingmenn kjördæmisins berðust fyrir því núna að framkvæmdir við Blönduóshöfn hefðust sem fyrst þýddi það ekki að þeir vildu afrækja hafnargerð annars staðar. Næst vildu þeir að hafist yrði handa á Hofsósi. -Sjó AHEST- BAKI þjnlfim ksapaoghests Heildarútgáfa af Ævintýrum Sherlock Holmes Bók Eyjólfs ísólfssonar ÁHEST- BAKI Fyrsta sérhæfða bókin um. þjátfun hests og knapa. Verðkr. 220,- Yfir 100 myndir og teikningar. AÐ TEMJA eftir Pétur Behrens, bók um samskipti manns og hests og sérstaklega um tamninguna. Vönduð og ríkulega myndskreytt. Verð kr. 259.- Út eru komin í þessari heildarútgáfu níu bindi af ævintýrum þessa dáða leynilögreglukappa. SÖGUSAFN HEIMILANNA Afgreiðsla: Reynimel 60, Reykjavík Símar: 27714 og 36384 ÓSKABÓK^ H ESTAM ANNSINS Á FÁKSPORI eftirSigurbjörn Báröarson muntvímælalaust kærkomin viðbót í umræðuna um isíenska reiðmennsku og samskipti við hestinn. Bókin skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta hlutanum erfjallað um þjálfun og meðferð reiðhesta. í öðrum hlutanum er að finna greinargóðar upplýsingarog svörvið óteljandi spurningum varðandi uppbyggingu og þjálfun keppnishesta. í síðasta hlutanum er loks fjallað um meðferð og umhirðu íslenska hestsins, og má nefna í því sambandi kafla um hesthús, fóðrun og járningar. „Á FÁKSPORI" er jólabók hestamanna í ár, ungra sem aldinna, byrjenda sem þeirra sem lengra eru komnir. Bókin er ríkulega myndskreytt og fæst í bókabúðum um allt land. Við sendum þér hana og neðantaldar bækur gegn póstkröfu. Sími okkar er (91)8 53 16. r EI3FAXI Pósthólf 887 Lágmúla 5. Sími (91) 85316 Ein þekktasta söguper- sóna bókmenntanna er án efa Sherlock Holmes eftir A. Conan Doyle. Hann hefur verið átrúnaðargoð milljóna manna um heim allan, frá því fyrstu ævin- týri hans byrjuðu að koma út nokkru fyrir aldamótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.