Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
■ Sýningarstúlkan vakti mikla athygli
i Jordan-gallabuxunum og Lady Arrow-
blússunni, hvort tveggja frá Kapellu í
Kjörgarði.
(Tímamyndir ELLA)
Allt frá „hátfsku”
ad gallabuxum
■ Flauelsjakki, blússa og „slá-om-pils“ með tilheyrandi hatti frá tískuvcrsluninni
SÉR. Klæðnaðurinn er hannaður af John Anthony. Ambassador Brement og frú
sitja t.v. á myndinni.
■ Hlýlegur klæðnaður
frá Svörtu perlunni.Fall-
egar, fóðraðar síðbuxur
úr ullarefni og handprjón-
uð ítölsk pcysa við. Þær
grönnu gcta notað breitt
hvítt leðurbelti við peys-
una.
■ Tískuverslun-
in SÉR sýndi
þennan fallega
alsilkikjól hann-
aðan af Oscar de
la Renta.
■ Nýlega var haldin tískusýning og kynning á bandarískum tískuvörum, þar
sem voru kynntir frægir hönnuðir. Kynningin fór fram í Menningarstofnun
Bandaríkjanna að Neshaga 16. Kynnir á sýningunni var Heiðar Jónsson, en
Karon-samtökin sýndu.
Þær verslunir sem stóðu að sýningunni voru: Tískuverslanirnar Sér í
Aðalstræti, Svarta perlan á Skólavörðuslíg og Kapella í Kjörgarði.
„Margar leiðir til að efla skilning milli þjóða“
Bandaríski ambassadorinn, Marshall Bremenl, héll smátölu á íslensku áður
cn tískusýningin hófst, og sagði m.a., að ef til væru margir sem undruðust
það, að sendiherra væri hér að tala á tískusýningu. En sendiherrar væru eins
og allir vissu til að efla skilning á milli þjóða, og til þess væru margar leiðir.
Ein væri sú að kynna tískuna, því hún endurspeglaði viðhorf þjóðfélagsins á
hvcrjum lima. Þar gætu menn séð með því að bera saman mismuninn á tískunni
frá aldamótum og nú á dögum, og sama væri að segja um aldamótakonuna
og nútímakonuna.
Fjölbreytt sýning
Það má segja að ekki hafi skort á fjölbreytni á þessari fatasýningu. Þarna
mátti sjá allt frá „Haute Couture“ (hátísku) að gallabuxunt, og allt þar á milli.
Verslunin Sér var aðallega með hátísku-fatnaðinn, og voru það flikur úr
mjög fínunr efnum, svo sem alsiki, mohair og lama-ull, rúskinni o.fl. Frægir
bandarískir hönnuðir höfðu teiknað þcnnan fatnað, eða Oscar de la Renta,
John Anthony og Betty Hanson.
Svarta pcrlan er aðallega með bandarískar vörur, og eru þær keyptar í
gegnum innkaupasamband, sem gerir santciginleg innkaup fyrir slórverslanir,
svo sem Galerie Lafayette í París. Bloomingdale í New York og Harrods í
London. Þess vegna ntá segja að þessar vörur séu yfirleitt á mjög hagstæðu
verði. og föt sem eru viö hæfi kvenna áöllum aldri. Svarta perlan hefureinnig
gott úrval af ítölskum handprjónuðum peysum á ótrúlega góðu vcrði.
Nýkomnar eru ítalskar jakkapeysur á 875 krónur, og síðbuxur úr ullarcfni,
alfóðraðar, kosta svipað og venjulcgar gallabuxur, eða innan við 900 krónur.
Einnig cr Svarta perlan með J.P. Silver pils og pilsbuxur.
Kapella í Kjörgarði sýndi þarna mjög fallega stutta kvöldkjöla og dragtir,
t.d. svarta „smóking-buxnadragt" með stuttum jakka og var ltvft pífublússa
við. Þetta er mjög fallegur kvöldklæðnaður.
Ekki vakti minnsta athygli á sýningunni dama sem sýndi Jordan-galla-
buxurnar, scm fóru sérlega vel. Hún klæddist Lady Arrow - blússu við
gallabuxurnar og við þær bar hún rautt leðurbelti og var í rauðum skóm.
Sýning á bandarískum
tískuföt um;