Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 16
16 Skrifstofur Flugmála- stjórnar verða lokaðar fimmtudaginn 16. des. n.k. frá kl. 14. vegna jarðarfarar Árna Sigurðassonar. Flugmálastjóri. Blaðamaður við Tím- ann vi l taka á leigu ca. 3ja herbergja íbúð í austur-eða vesturbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 86300 á skrifstofutíma. 1X21X21X2 16. leikvika - leikir 11. desember 1982 Vinningsröð: 212-111 -112-1X2 1. vinningur: 12 réttir - kr. 343.020.- 81567(4/11) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.585.- 8765 60266 63760+ 69978+ 77526+ 92616 97906+ 72715(2/11) + 11551 60596+ 63843+ 69988+ 87131+ 93328 99657+ 90999(2/11)+ 13669 60627+ 69974+ 75073 87620+ 95725 99661+ 98716(2/11)+ 18446 63611 69976+ 77023 91776 96397 63692 (2/11) Úr 15. leikviku: 99704+ 99832+ Kærufrestur er til 3. janúar 1982 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNfR - íþróttamiöstöðinni - REYKJAVÍK Þú færð jólagjöf íþróttamannsins í Spörtu Stretch skíðabuxur - skíðagallar úlpur - barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir skíðaskór - skíðagleraugu - skíðahanskar dúnvatt-skíðahúfur eyrnaskjól - skíðalúffur - barnaskíðasett. SKAUTAR — SKAUTAR mjög vandaðir skautar stærðir — 29-45. iitir: hvítt og svart. efni leður/gallon SPORTVÖRUVERSLUNIN Póstsendum. Ingólfsstræti 8. Sími 12024 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 ■ Tony Woodcock W00DC0CK LEGGUR SIG ALLAN FRAM Honum finnst erfitt að adlagast enskri knattspyrnu ad nýju eftir dvöl í Þýskalandi ■ Að áliti Don Howe franikvæmda- stjóra Arsenal kemur enginn frekar til greina sem miðframherji í byrjunar- landsliði Englands en Tony Woodcock. Liðið leikur gegn Luxemburg á Wem- bley á niiðvikudaginn. „Tony og Paul Marincr unnu frábærlega vel í leiknum gegn Grikkjum og ég dáist að þeim fyrir hversu þeir lögðu sig fram" sagði Don Howe. Howe segir einnig: „Þegar Tony Woodcock leikur fyrir hönd Englands vill hann leika vel og vera besti leikmaðurinn á veilinum. Og þess vegna segjum við hjá Arsenal, við viljum það líka, því við erum lífsbjörg þín.“ Hinn 27 ára gamli knattspyrnumaður væri síðastur manna til að andmæla Howe, því hann er mjög sjálfsgagnrýn- inn. í haust fór hann aftur að leika með Arsenal eftir þrjú árangursrík ár í Köln, en eftir það sagði Woodcock að hann iéki ekki mjög vel, hann væri orðinn þreyttur á að búa á hótelum. Nú er það úr sögunni því eftir að hann og fjöl- skylda hans eru flutt í lítið einbýlishús hefur hann skorað tvö mörk í landsleik fyrir England og auk þess skorað töluvert fyrir Arsenal, en hann er samt ekki ánægður. Hann segir: „Það voru mikil viðbrigði að koma til Englands aftur. Það er leikin mun hraðari knattspyrna hér og álagið er mikið á leikmönnum. Ég hef ekki ennþá náð að laga mig að fullu að þessari breytingu, en alveg öfug breyting átti sér stað þegar ég byrjaði að leika með Köln.“ Tony Woodcock var aðeins 19 ára er hann gekk til liðs við Notthingham Forest. Brian Clough lánaði hann þá til Lincoln og Dancaster og það áleit Woodcock vera sér til góðs. En ekki leið á löngu áður en hann var leikmaður með 2. deildarliði Nottingham Forest, sem fór á skömmum tíma úr ensku 2. deildinni og varð meðal fremstu knattspyrnuliða Evrópu. Þar kom að Tony Woodcock fékk mjög gott tilboð frá Köln og tók því, bæði vegna peninganna og einnig vegna þess að hann taldi það vera sér til góðs sem knattspyrnurnaður að reyna eitt- hvað nýtt. Hreiðar á Wembley Dæmir þar landsleik í kvöld ■ Það er í kvöld sem Hreiðar Jónsson dæmir landsleik Engiend- inga og Luxemborgara á Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Þetta er fyrsti leikurinn sem Hreiðar dæmir erlendis, en hann hefur áður verið línuvörður. En hann hefur sýnt og sannaö, að hann er mjög góður dómari og þá hcfur hann trausta menn sér til halds og trausts á línunni þá Guðmund Haraldsson og Lystein Guðmundsson. Þeir eru báðir þrautreyndir dómarar. Englendingar hafa átt í erfið- leikum vegna mikilla meiðsla lands- liðsmanna og til dæmis eru tveir miðverðir úr leik vegna mciðsla, að öllum líkindum. Það er Alvin Martin og Phil Thompson, en þá má reikna með að Tommy Caton Man. City taki við stöðu annars hvors þeirra, en Caton þykir hafa leikið mjög vel að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.