Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 3 fréttir Bráðkvaddur á rjúpna- veidum ■ Tæplega fimmtugur Akureyringur Karl Ólafur Hinriksson varð bráðkvadd- ur á rjúpnaveiðum skammt frá bænum Engimýri í Öxnadal í fyrradag. Félagi hans kom að honum látnum um það bil 200 metra frá þeim stað þar sem þeir höfðu lagt bíl sínum. Karl Ólafur var til heimilis að Borgar- hlíð 4A á Akureyri. Hann lætur eftir sig konu og tvö uppkomin börn. Nemenda- tónleikar og aðventu- kvöld í Skagafirði Skagafjörður: Nemendatónleikar Tón- listarskóla Skagafjarðar verða í Árgarði n.k. laugardag kl. 14.00 í sambandi við aðventuhátíð Mælifellsprestakalls. Par verða einnig sungnir aðventusálmar, lúsíur koma fram svo sem venja hefur verið mörg undanfarin ár, síra Ólafur Hallgrímsson á Bólstað flytur hugvekju, en félagar íTónlistarfélagi Skagafjarðar- sýslu sjá um kaffiveitingar. Sunnudaginn 12. desember verða nemendatónleikar Tónlistarskólans á Hofsósi og að kvöldi sunnudagsins kl. 21.00 í Miðgarði í umsjá skólastjórans Einars Schwaigers og kennaranna. t>á verður sameiginlegt aðventukvöld Glaumbæjar- og Miklabæjarprestakalla í Miðgarði n.k. föstudag kl. 21.00. Þar verður lúsíusöngur, ræða Páls Dag- bjartssonar skólastjóra, hugvekja síra Gísla Gunnarssonar og ávarpsorð Þor- steins Ragnarssonar og bæði kórsöngur og nemendasöngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur tónlistarkennara í Varm- ahlíð. Veitingar verða fram bornar. S.l. laugardagskvöld efndi Tónlistar- félag Skagafjarðarsýslu til söngskemmt- unar í Miðgarði í Varmahlíð. Ragnheið- ur Guðmundsdóttir söngvari í Njarðvík flutti hátíðlega dagskrá trúarlegra ljóða og laga eftir innlenda og erlend skáld orða og tóna af mikilli snilld við undirleik Gróu Hreinsdóttur, tónlistar- kennara. Einnig sungu 7 af nemendum Gróu bæði tvísöngs- og kórlög og milli atriða lék hún á píanó. Á.S./Mælifelli Peir sem reykja hass eða önnur kannabisefni reglulega: GETA An V0N A GEDVEIKI, GETULEYSI OG ÚFRIÓSEMI — samkvæmt skýrslu landlæknis um ávana- og fíkniefni ■ Ófrjósemi, getuleysi og jafnvel al- varleg geðveiki er meðal þess sem þeir hætta á sem reykja hass eða önnur kannabisefni reglulcga, að því er fram kom á fundi hjá landlækni þar sem kynnt var skýrsla um ávana og fikniefni. „Magn karlkynshormóna lækkaði um 44% í blóði pilta sem reykt höfðu kannabis þrisvar til fjórum sinnum í viku í allt að sex mánuði. Fjöldi sáðfruma minnkaði verulega, allt niður í 0, meðal framangreindra unglinga“, segir m.a. í skýrslunni. Kannabisefnin eru sögð þeim mun hættulegri en t.d. áfengi að þau setjast í fituvefi líkamans m.a. taugakerfi, heilavefi og kynfæri og eru því viku eða meir að hverfa úr líkamanum. Eftir tveggja ára starf á Geðdeild Landsspítalans kvaðst Sigmundur Sig- fússon læknir hafa orðið var við 10 tilfelli þar sem augljóst orsakasamhengi virtist ■ Hátt á fjórða kfló af kannabisefnum sem laganna verðir lögðu hald á á einum mánuði í fyrra. Tímamynd Róbert vera milli alvarlegrar geðveiki og reglu- bundinnar notkunar á hassi. Einnig er álitið að breytingar á persónuleika svo sem versnandi nær- minni, minnkaður skilningur og sljóleiki geti komið fram eftir tiltölulega litla notkun, vegna skemmda á heilafrumum, þótt merki um heilarýrnun mælist ekki fyrr en síðar. Hafi vísindamenn t.d. fundið einkenni um svipaða heilarýrnun meðal 20-30 ára hassneytenda og 70-90 ára gamalmenna. í könnun sem gerð var árið 1980 meðal 15 og 17 ára unglinga kom í ljós að 2-3% þeirra nota kannabisefni (hass) vikulega eða meir. Við samanburð á könnunum frá árunum 1972-1976 og 1980 kemur í Ijós að þeim sem ^inhvern- tíma hafa notað kannabisefni hefur fjölgað mjög. Árið 1980 kvaðst um fjórðungur 15 ára stúlkna og 5. hver 17 ára piltur einhverntíman hafa notað þessi efni. Um 56% þessara unglinga kvaðst þekkja einhvern með nafni sem nota þessi efni, sem er nær tvöföldun frá því 8 árum áður. Þá leiddi könnun þessi í Ijós að meiri líkur eru á því að þeir sem nota áfengi hafi einnig prófað hass heldur en þeir sem sjaidan drekka. - HEl Tillaga frá Albert féll í borgar- ráði ■ Að fengnu áliti umferðarnefndai Reykjavíkurborgar felldi borgarráð tillögu Alberts Guðmundssonar, for- seta borgarstjórnar, um lausn á bif- reiðastæðavanda Verslunarskóla íslands. Tillagan fól í sér að fella niður sektir á nemendur V.í. fyrir að leggja bifreiðum sínum þeim megin sem bifreiðastöður eru óheimilar við Grundarstíg. Einnig lagði Albert til að kannað yrði, hvort leyfa bæri bifreiða- stöður beggja vegna Grundarstígs frá Hellusundi að Skálholtsstíg. Umferðarnefnd Reykjavíkurborgar lagðist algerlega gegn því að tillaga Alberts yrði samþykkt. Þá höfðu íbúasamtök Þingholtanna sent borgar- ráði ályktun þar sem lagst var gegn samþykkt tillögunnar vegna slysahættu sem framkvæmd hennar hefði í för með sér. - Sjó .. ELECTROLUX ORBYLGJUOFNINN Það þarf ekki að hita upp örbylgjuofninn. Fullur styrkur næst á broti úr sekúndu. Hinn eiginlegi hiti myndast í matnum sjálfum og ekkert brennur í örbylgjuofni. Örbylgjuofninn eyðir rafmagni á við eina meðal ljósaperu. Öll venjuleg matreiðsla tekur skemmri tíma og þú uppgötvar nýjar víddir i matreiðslu möguleikum. Et þú villt vita enn meira pantarðu þér upplýsingablað í síma 32107 milli 10—12. Já, þessi örbylgjuofn er alveg ótrúlegur hvað verður það næst...! Sælkermatur á nýjubragð- ffil'iililliiWMiHHIillll og nraoameti i raftækjadeild - sími 86H7 m rnicrowave oven ■ I O ooo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.