Tíminn - 15.12.1982, Side 6

Tíminn - 15.12.1982, Side 6
Álvlðræðu- nefnd lögð nlður ■ „Þar eð fulltrúi Framsóknarflokks- ins, Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður, hefur sagt sig út álvið- ræðunefnd og annar maður ekki verið tilnefndur í hans stað tciur ráðuneytið augljóst, að nefndin geti ekki lengur þjónað þvt hlutverki sem henni var ætlað,“ segir í tilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu, Þar segir jafnframt: „Hefur því verið ákveðið að leggja nefndina niður.“ Eldur í Hval 8 ■ Eldur kom upp í hvalveiðibátnum Hval 8 rétt fyrir kl. 12.30 í gær þar sem hann lá í Reykjavtkurhöfn. Verið var að vinna að viðgerðum í vélarrúmi og kom þá þar upp eldur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og lauk slökkvistarf- inu á u.þ.b. hálftíma. Skemmdir urðu óverulegar. Framsóknar- menn á Austurlandl: Prófkjör Mok janúar ■ Stefnt er að þvt að prófkjör fari fram á Austurlandi dagana 29. og 30. janúar n.k. um röðun á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu alþing- iskosningum. Prófkjörið verður opið öllum stuðningsmönnum Framsóknar- flokksins og miðastbindandikosning í sæti við 50% atkvæða. Tólf manns hafa gefið kost á sér t prófkjörið: Einar Baldursson Reyðar- firði, Halldór Ásgrímsson á Höfn, Hermann Guðmundsson á Vopnafirði, Guðmundur Þorsteinsson á Fáskrúðs- firði, Guðrún Tryggvadóttir á Egils- stöðum, Aðalsteinn Valdintarsson á Eskifirði, Sveinn Sighvatsson á Höfn, Þördís Bergsdóttir á Seyðisfirði, Haf- liði Pálsson ( Hjarðarhaga, Sveinn Guðmundsson á Sellandi, Jón Kris- tjánsson á Egilsstöðum, og Tómas Arnason í Kópavogi. - HEI ■ Nýlega var haldinn í Garðaholti 23. Sambandsráðsfundur UMFÍ. Sam- bandsráðsfundir UMFÍ eru haldnir árin á milli þinga, sem eru annað hvert ár og þar mæta formenn aðildasambanda UMFÍ. Fundurinn var óvenju fjölmennur að þessu sinni og sátu hann rúmlega 40 manns, fulltrúar, gestir, stjórn UMFÍ og fulltrúar frá Ungmennasambandi norðurlanda og ungmennasambandi Færeyja. í framhaldi af fundinum var efnt til samsætis í tilefni af 75 ára afmæli Ungmennafélags íslands. Ungmennafélag Islands var stofnað á Þingvöllum 2.-4. ágúst 1907 og hefur UMFÍ minnst þessara tímamóta á margvíslegan -hátt á þessu ári. Sem sérstakt afmælisverkefni var farin her- ferð til eflingar íslenskri framleiðslu og til að draga athygli fólks að þessu baráttumáli var efnt til hjólreiðarferðar hringinn í kringum landið, svo sem flestum er eflaust enn í fersku minni. Þá hefur verði lögð mikil áhersla á að kynna ungmennafélagshreyfinguna um land allt m.a. með útgáfu á litprentuðum kynningarbæklingi um UMFÍ sem gefin var út í 10. þúsund eintökum, einnigvar gefið út blað í 52 þúsund eintökum í tengslum við verkefnið „Eflum íslenskt" og margt fleira mætti nefna. ■ Frá afmælisfagnaði UMFÍ. Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður flytur ðvarp. Útflutningsfyrirtæki: HÆTTW AD HRINGIA HÉDAN TIL ÚTLANDA sendið mann út og látið hann hríngja þar ■ Ef þú rekur sæmilega stórt útflutn- ingsfyrirtæki og finnst símreikningurinn vera orðinn ískyggilega hár, þá ættir þú að athuga í alvöru að senda mann til viðkomandi viskiptalands og láta hann hringja til viöskiptaaðilanna þar. Þetta gæti sparað þér stórfé. í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðs fslands er vakin athygli á þessum málum og bent á að símtöl til útlanda séu orðin verulegur kostnaður hjá íslenskum fyrir- tækjum sem mikil viðskipti eiga við útlönd. Sé svo langt gengið í þessum málum að í einu stóru útflutningsfyrir- tæki borgi sig jafnvel á ákveðnum álagstímum að senda sölumann til Bandaríkjanna í tvo til fjóra daga og láta hann hrigja þaðan í viðskiptaaðilana, í stað þess að sitja hér heima við tólið. Sem dæmi megi nefna að ferðakostnaður til New York með uppihaldi í tvo til fjóra daga sé um 16 þúsund krónur, en fyrir þá fjárhæð sé aðeins hægt að nota símann hér heima til að hringja til Bandaríkjanna í átta klukkutíma miðað við umframskref. í fréttabréfinu er ennfremur bent á að íslensk fyrirtæki hafi oft brugðið á það ráð að fá viðskiptavini til að hringja „collect“ hingað til lands og sparað þannig stórar fjárupphæðir, þvt að í sumum löndum kosti ekki nema þriðjung þess að hringja til íslands, sem það kostar að hringja frá íslandi og til þeirra. Er að lokum bent á að þessi óheyrilega hái símkostanður sé síst til þess fallinn að stuðla að hagkvæmum viðskiptum við útlönd. - ESE Herferð til eflingar fslenskri framleiðslu „Flytjum ekki van- traust á Hjörleif” — segir Stelngrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksinsp vegna ummæla iðnaðarráðherra S „Eg td að það komi ekki til greina af okknr hálfu að flytja vantrauststil- lögu á iðnaðarráðhcrra,“ sagði Stein- grítnur Herinannsson, fortnaður Frain- sóknarflókksins, þegttr Tíuiinn spurði liann álits á orðum Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðuaðarráðhena í Tíma- nuin í gær, þar sem liaun sagðist tclja það rökrétt frainhald á málabúnuði Guðmundar G. Þórarinssonar og „hans nánustu samherja sem hann virðist hafe haft í vitorði.“ „Ég vil mótmæla þvt. að við höfum verið með eitthvað samsæri gegn Hjörleifi - það er algjörlcga rangt hjá honum. Þvert á móti, þá höfum við reynt okkar ýtrasta til að tryggja gott samstarf um þetta má).“sagði Steingrím- ur, „en þvt er ekki að neita að við erum orðnir ansi langþreyttir eftir því, að aívoruvioræður um hækkun á rafork- uverðinu hefjist." Ég er sammála ýntsum þeim kröfum sem Hjörleifur hefur verið mcð íþessu sambandi, og tel að það hefði verið æskilcgt að ná þeim fram, cn hins vcgar verð ég að scgja það cins og er, að ég erósammáia öðrum þáttum, sem hann hefur verið mjög harður á. En við teljum málið vera í hans höndum og á hans ábyrgð.“ - AB Landbúnadarráðyneytið um blaðamannafund Búvörudeildar SÍS: „Villandi og um sumt rangar upplýsingar” ■ „Verð á þciin mörkuðum sem Bú- vörudeild Santbandsins selur dilkakjöt á er mjög breytilegt og má nefna að við sölu til Svíþjóðar fæst aðeins um 3% hærra verð en Hollendingurinn (sem kaupa vill kjöt héðan) býður“, segir í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem gerðar eru athugasemdir „Vegna villandi og um sumt rangra upplýsinga“ sem gefnar voru á Blaða- mannafundi sem Búvörudeildin boðaði til vegna hinnar áformuðu sölu á dilkakjöti til Hollands. Upplýsingar um að vcrðið sem Hol- lendingurinn býður sé 28,9% lægra en meðalverð sem Búvörudeild selur fyrir á erlendum mörkuðum segir ráðuneytið byggðar á röngum samanburðargrund- velli, þar sem meðalverð Búvörudeildar- innar sé reiknaö með því að taka inn í verð á niðurhlutuðu kjöti, hryggjum og lærum sem selt sé á mun hærra verði en kjöt í heilum skrokkum. Þótt Búvörudeildin hafi selt á betra verði en fengist í Hollandi sé segir ráðuneytið þann mun óverulegan t.d. miðað við sölur til Svíþjóðar og Þýska- lands, eða sem svari 0,7 til 2,1 millj. króna fyrir 1.000 tonn. Sá mismunur yrði fljótur að hverfa í kostnað við geymslu kjötsins, sem t.d. yrði um 20 millj. þar til í ágúst á næsta hausti. Vaxta- og geymslukostnaður sé nú 2,48 kr. á kílóið á mánuði. Af þessa árs framleiðslu gerir ráðu- neytið ráð fyrir að selja þurfi um 3.000 tonn á erlenda markaði. Búvörudeild segi að 2.107 tonn hafi verið seld, sem sé of há tala. „Nær sanni mun að 1.050-1100 tonn hafi verið seld um síðustu mánaðamót“, segir í tilkynningu ráðuneytisins. _ HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.