Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.12.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 9 Páll Pétursson: Bilið breikkar milli bænda og almennra launþega ■ Miklar umræður urðu nýlega utan dagskrár um verðlagningu landbúnað- arafurða. Guðmundur J. Guðmundsson hóf umræðuna og vildi fá að vita hverju það sætti að búvörur hækkuðu svo sem raun ber vitni 1. des. s.l. á sama tíma og verðbætur á laun voru skertar. Inntak ræðu hans var birt í Tímanum, svo og svör Pálma Jónssonar landbúnaðarráð- herra. En hann sýndi fram á að landbúnaðarvörur hafa lækkað minna í verði en aðrar matvörur á tilteknu tímabili. Fleirí þingmenn tóku til máls, meðal þeirra Sighvatur Björgvinsson sem flutti rétt einn ganginn ræðuna sína um landbúnað, eins og fram kemur í ræðu Páls Péturssonar, sem hér fer á eftir: Ég get lofað því að verða stuttorðari, en síðustu ræðumenn og ég ætla nú ekki í þetta skipti að fara að munnhöggvast við landbúnaðarkasettuna í hv. þm. Sighvati Björgvinssyni, það verður bara til þess að hann endurtekur aftur ræðu sína. Hitt vil ég láta í ljósi að mér finnst það leiðinlegur atburður, þegar Guð- mundur J. Guðmundsson, samstarfs- maður minn í stjórnarliðinu, stendur hér upp utan dagskrár og fer að telja eftir þessa hækkun, sem varð á landbúnaðar- vörum nú um daginn. Vissulega er þetta mikil hækkun fyrir neytendur og kemur vafalaust illa við pyngju þeirra, ég er ekki að gera lítið úr því, en af því hv. þm. Guðmundur J. hefur nú alla tíð verið mikill talsmaður þeirra, sem minna mega sín í landinu þá urðu það mér vonbrigði að hann skyldi taka þetta ráð, því að sannarlega eru bændur ekki ofhaldnir, jafnvel þó þeir fái sinn hlut af þessari hækkun. Hlutur bænda er nefnilega ekkert sérstaklega góður í dag a.m.k. ekki sauðfjárbnænda, hann er þvert á móti ákaflega slæmur. Guðmundur J. Guðmundsson, taldi ekki eftir sér, eða sínum flokki 1978 að taka undir kröfur bændastéttarinnar um bætt lífskjör en ég vil segja það sem mína skoðun að það hefur mikið dregið sundur með íslenskum bændum, þ.e. þeim hluta, sem er lakar settur, mikið dregið sundur með þeim og hinum almenna launþega síðan 1978. Sauðfjárbændur, sérstaklega þeir, sem ekki eiga það fjármagn sem þeir þufa að velta, eiga margir mjög erfitt um þessi áramót. Kostnaðarhækkanir hafa dunið yfir og ekki síður á bændum heldur en öðrum. Núverandi vaxtakjör eru náttúrulega algjörlega óbærileg, ekki síst í atvinnuvegi eins og landbún- aði, þar sem að peningarnir velta hægt, ég held að það sé óhjákvæmilegt ef ekki á að fara mjög illa fyrir stórum hópi, allof stórum hópi bænda að grípa til skuldbreytingar eða einhverra því líkra ráða til þess að létta undir með þeim, sem hafa lakastan fjárhaginn. Ég tek undir það að það er afar mikilvægt að halda niðri tilkostnaði, sem allra mest og að því hefur verið unnið og að því þarf að vinna í framtíðinni, einbeita sér að því að halda honum niðri en það er ekki gott við gerðar. Sumt af neysluvörum búanna sem ómögulegt er að komast af án, eins og t.d. áburður hækki ekki í takt við verðbólguna heldur miklu hraðar heldur en verðbólgan, m.a. vegna dýrra lána og fjármagnskostnaðar í áburðarfram- leiðslunni. Ég vil taka undir að það er mjög mikilvægt að halda sláturkostnaði niðri, svo sem frekast er unnt en verulegir hlutar í sláturskostnaðinum eru t.d. laun og launatengd gjöld og fæðiskostnaður verkafólks, það vó í sláturskostnaðinum 1981,29% af sláturs - kostnaðinum, þetta er m.a. að verka- lýðsforingjar okkar hafa verið duglegir að gæta réttar verkafólks við slátrun. Ég vil vekja athygli á því að inn í sláturskostnaðinum er líka heildsölu- kostnaður, sem vegur þungt það eru frysting og skrifstofukostnaður, annar en laun og laun á skrifstofu reyndar líka og sá baggi er líka 29%, þannig eru komin 58% af kostnaðinum í þessa tvo pósta. Þá er eftir rafmagn, olía umbúðir afskriftir viðhald viðgerðir o.s.frv. húsnæðiskostnaður og vextir og banka- kostnaður. Ég held að við þurfum að leita allra leiða til þess að halda þessum kostnaði niðri, það er ekki aðferðin að setja þessi fyrirtæki á höfuðið, því það á eftir að hefna sín við verður náttúrulega að geta rekið þau með sæmilegum myndar- brag, við þurfum að framleiða mátulega mikið af landbúnaðarvörum við þrifaleg- ar aðstæður, framleiða góða vöru og meðhöndla hana með sem bestum hætti. Við þurfum að framleiða mátulega mikið. Hér var mikil umr. í gær um að að bændur hefðu ekki vikist nógu vel undir það að fækka fé sínum og semja við ríkið, að fækka ánum í haust. Mér kom það ekki á óvart, þó að bændur væru ekki ginkeyptir fyrir þeim kjörum sem þeim voru boðin. Ég held að það hafi nú ekki verið haldið reglulega vel á því máli og ef menn á annað borð ætluðu að ná einhverjum árangri með þessu, þá ættu þeir að vinna öðruvísi að heldur en þarna var gert. T.d. þurfti nú að fara af stað með málið miklu fyrr á árinu. Það þurfti að gera það strax í vor og okkur var það að. vísu ljóst í mínum þing- flokki, að það þurfti að gera og héidum að það væri í burðarliðnum, því að auðvitað þurftu menn að vita það þegar þeir báru á í vor hvað þeir ætluðu að setja á af bústofni í haust. Síðan eru þessar bætur, sem þarna voru boðnar, þær uður náttúrulega að engu því að bændunum var boðið upp á það að fá borgað grundvallarverð á ærkjötið. Það var nú allt og sumt. Auðvitað hefði þurft að borga þeim einhverja tekjutryggingu fyrir að minnka búin, því á einhverju urðu mennirnir að lifa þessi ár, sem þeir væru búnir að afsala sér réttinum til framleiðslu. Raunverulega var keyptur þarna kvóti af þessum mönnum og þeir fá ekki að framleiða næstu ár það, sem þeirra kvóti sagði til um. Ég ætla ekki að orðlengja þetta meira. Guðmundur J. Guðmundsson ræddi um hrossakaupmenn í lok ræðu sinnar. Ég held að hann sjái nú hrossakaupmenn í kannske eilítið rómantískara ljósi heldur en ég geri, ég þekki nokkra þeirra, og ég vil taka það fram, að yfirleitt eru þeir a.m.k. ekki lakari heldur en aðrir. Hann hefði áhyggjur af því, að það smáminnk- aði í sér, þetta göfuga eins og hann sagði, en ég verð nú að hugga bæði hann og okkur með því að ég held að af nógu sé að taka. Leikhúsið fær Árna Bergmann, rit- stjóra Þjóðviljans og sagnkyndugan einveldisfræðingtil að rita um ofsóknir nasista, í leikskrá, og segir þar m.a. á þessa leið: „En svo kom nasisminn til valda í einu helsta menningarsamfélagi álfunnar og hafði komið sér upp rammri kenningu um það hvað væri heilbrigt samfélag. í hennar anda var svo lagt út í útrýmingu á róttæklingum, gyðingum, hommum, sígaunum, vangefnum og reyndar fleiri hópum roanna. í minningaritum og skáldverkum um þessa myrku tíð er ekki oft minnst á hommana. Líklega veldur þar um mest „feimni" okkar menningar, sem gerir yfirlýsta samúð með „öfugugg- um“ tortryggilega. Þeir hafa gleymst. En þetta leikrit minnir á þá. Á það líka, að hommar voru víst neðstir í því lagskipta helvíti sem nasistar reistu í fangabúðum sínum. Efst trónuðu glæpamenn, þá komu hinir pólitísku, svo slavar, þá gyðingar og síðast hommar. Aðalper- sóna leiksins reynir að bjarga sér með því að þykjast gyðingur. En það tekst ekki heldur, því hann er sekur um vináttu, hún mun koma honum í koll: í helvíti er ekki gert ráð fyrir því að nokkur láti sér annt um annan mann. Þetta er grimmt leikrit, Fangabúðir nasista eru þess eðlis, að stundum finnst manni sem ekki sé hægt að sýna þær á leiksviði. En það hefur verið reynt með þeim árangri, að ekki er ástæða til að vísa slíku viðfangsefni frá í nafni vanmáttar..." Leikurinn Martin Sherman, sem er Bandaríkja- maður, velur sér mjög óvenjulegt táknmál í þessu leikriti. Þetta er saga hommans, eða öfuggans Max, sem stundar hommaklúbba í Berlín í fyrstu dögum Þriðja ríkisins. Hómósexúalistar eiga menn í valdastöðum, og við liggur að ástarlíf og atferli hómósexualista verði lögvemdað. En dæmið snýst við, eins og áður kom fram. Max og félagi hans, komast nauðulega frá Berlín. Þeir eru hundeltir um allt Þýskaland, en ferðinni er heitið til Hollands. Vinur Max er myrtur, en Max er handtekinn og fer að bera grjót í Dachau fangabúð- unum, sem um þessar mundir voru þó varla eins illræmdar og síðar varð. Leikurinn styðst við sögulegar stað- reyndir, og líklega er ekkert eins djöfullegt til í heiminum og staðreyndir. En þetta er eigi að síður skáldlegt verk og nakið, þótt maður efist um að leikhús geti hýst alla þjáninguna, er slóst í för með manninum á þriðja áratug þessarar aldar - og hefur gengið í spor hans síðar, með litlum hvíldum. Þetta er sannarlega áhugaverð og merk leiksýning. Er það líklega góðri leikstjórn að þakka og svo aðalleikaran- um Andrési Sigurvinssyni, er þarna nær frábærum árangri. Fleiri leikara mætti telja, t.d. Þorvald Þorsteinsson, er leikur Grétu, eiganda hommaklúbbsins í Berlín. Martin Sherman kann líka vel til verka og með þessum mannlega harm- Ieik, notar hann efnistök og tákn, er ég minnist nú ekki að hafa séð í leikritum fyrr. Stúdentaleikhúsið fer vel af stað. Það kemur með nýstárlegt verk og sýningu og við skiljum orð Solsjenitsyns úr Gulag Eyjamar betur, en hann segir: „...Fulltrúar rannsóknarréttarins styrktu vilja sinn með hinni kristnu trú; kúgarar þjóða og landa afsökuðu sig hell og heiðri fósturjarðarinnar; nýlendu- sinnarnir með menningu; nazistarnir með kynþáttamisbeitingu; og Jakobínar (fyrr og síðar) með jafnrétti, bræðralagi og hamingju ókominna kynslóða. Þakka má HUGMYNDAFRÆÐINNI, að tutt- ugasta öldin var gerð að tilraunatímabili illvirkja, sem eyðilögðu milljónir manna. Þessu er ekki hæg:t að neita; það er ekki hægt aðhorfa fram hjá því, eða kæfa það. Hvernig getum við þá haldið því fram, að illvirkjar séu ekki til? Og hver var það, sem þurrkaði út þessar milljónir? Án illvirkja hefði aldrei verið neinn eyjaklasi..." Semsagt: Málið er enn á dagskrá. 9. des. Jónas Guðmundsson Aukamenn í Landnámu og fleira fólk JÓN ÓSKAR: NÆTURFERÐ Ljóð um frelsi 120 bls. BÓKAÚTGÁFA MENNINGAR- SJÓÐS Reykjavík 1982. Jón Óskar Jón Óskar hefur haft til ljóð í bókum í þrjá áratugi. Skrifað (var) í vindinn þegar árið 1953, en síðan eru ljóðmæli hans orðin að sex bókum, að þýðingum úr frönsku meðtöldum. Áður hafði hann svo sent frá sér smásagnasafnið Mitt andlit og þitt (1952), þannig að opinber rithöfundarferill hefur staðið í þrjá áratugi, sem er helmingur ævi hjá skáldinu, sem hefur eitt ár um sextugt. Jón Óskar frá Akranesi byrjaði sinn listferil sem tónlistarmaður, en hann nam píanóleik um fimm ára skeið, en varð þá að hætta námi vegna heilsu- brests. Þegar heilsan kom aftur vann hann við þýðingar og síðan í fjögur ár í nauðungarvinnu við að vélrita þingræður af segulbandi í Alþingi, sem eitt út af fyrir sig ætti ekki að gjöra neinn að sérstöku skáldi. Með þetta í huga og að hafa ekki lesið bækur hans sem fastur lesandi, þá kemur ljóðabókin Næturferð nokkuð í opna skjöldu. Hún er nefnilega nær því hákarlsmáli, er nábúar hans á Ljósvallagötunni, þeir Guðmundur Hagalín og Jakob Thorar- ensen notuðu í bækur, en málfari manns er veikist við píanó, án þess að glæfralega sé talað um heilsuna, sem er undirstaða mannlegs lífs og allrar vinnu. u I skaparans nafni ýtt var út opnu skipi, er leyst var festi. Með Andrarímur í andans nesti, en annars harðfisk og blöndukút, en munaðaraukinn eini og besti ögn af sykrí í vasaklút.“ Þetta sagði Jakob Thorarensen í hákarlalegukvæðinu fræga. Ekki veit ég hvort það var ort á Ljósvallagötunni, undir kirkjugarðsveggnum, eins og bók Jóns Óskars. En einkennilega var þetta Hornstrandamál ásækið, er ég las fyrsta kafla bókar Jóns Óskars um Náttfara, landnámsmann í Náttfaravík. En Nátt- fari eða öllu heldur þræll hans ónefndur og ambátt hafa með árunum fengið uppbótarsæti í Landnámu, þótt eigi teldist hann, stöðu sinnar vegna, hæfur í rit sem átti að senda til Rómar í nafni biskupa. Náttfari hefur því orðið að vera goðsögn á íslandi, fremur en sjálfseign- arbóndi, og enn, eftir rúmar ellefu aldir er Ijósagangur í Náttfaravík í sögunnar rökkri. Ég hygg að Náttfarabálkur, sé, eins og getið er á kápu, til þess ortur og hafður, að fá þrælinn og ambáttina; fyrstu landnemana í rétt sæti í þjóðarsög- unni. í Ijóðabálkinum reynir skáldið að sjá fyrir sér tilraunir til að ganga ekki framhjá þessu fólki í ritun Landnámu og orsakir þess, að sagan er fáorðari um þetta fólk, en efni standa til. Frelsi og haf Næsti kafli bókarinnar heitir Frelsi og haf. Þar kveður við annan tón, hákarlsmálið er horfið fyrir annarri íslensku. Þá er skáldið í huganum upp á Skaga og yrkir m.a. Vorljóð um Akranes. Það hljóðar svo: Um voríð hef ég kveðið og vorið hef ég beðið að koma einkum snemma, því þá fer mig að dreyma um fjöruilminn heima Á Akranesi forðum, er léttir fætur óðu í sjónum spegilfögrum við Traðarbakkakletta, og svo ber við á stundum að voríð gerír þetta og ég er aftur bamið sem hljóp um vetrarhjarnið og bry ggjurnar og slorið og kyssti síðan voríð við Traðarbakkaldetta.“ Horft í skuggsjá Þriðji kafli bókarinnar gerist hér í bænum og hefst á kvæðinu Höfuðstaður. ■ Jón Óskar. Hann gerist í löngu liðinni tíð, þegar Reykjavík er „Höfuðstaður og hálfgert þorp./ Latínuskóli, dómkirkja, biskup..." Horft í skuggsjá nefnist kaflinn, en orðið skuggsjá er nafn á skuggamyndum. Annar hluti þessa kafla, sem er í þrem hlutum, er dálítið utangátta, jafnvel óskiljanlegur eins og þúsundáraríkið og byltingin verða, þegar það er matreitt á Ljósvallagötunni eftir látlausar þing- ræður í fjögur ár. Fjórði kaflinn Eins og tíminn í dag, er hinsvegar ágætur, en uppistaðan er brennivínsferð norður í land með Magn- úsi frá Hvammstanga. Þegar Magnús er kominn norður, verður síðan allt daufara, allt eins vel þótt honum, eða nafni hans, skjóti upp í seinasta kvæðinu í bókinni. Bók Jóns Óskars hefur marga kosti. Útlegging og löng svör, eins og í Ijóðmælunum Framfarir heimsins, hafa svo skelfilega lítið í annars góðar bækur að gera. 10- des. Jónas Guðmundsson Jónas Guð- mundsson skrífar um bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.