Tíminn - 29.12.1982, Síða 4

Tíminn - 29.12.1982, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 4 fréttir BILRSIMAR NOTHÆHR UM UND ALLT EFTIR FA AR ■ Eiginleg bílasimaþjónusta, eins og þekkist t.d. á hinum Norðurlöndunum, hefur ekki veríð fáanleg hér á landi hingað til. Nú stendur það til bóta eins og áður hefur komið fram í blaðinu. í fjárlögum ársins sem nú er að líða var veitt fjárhæð vegna bílasímaþjón- ustu, sem nægði Pósti og síma til að fara af stað, og eru framkvæmdir nú langt á veg komnar. Notað verður handvirkt kerfi, áþekkt því sem notað hefur verið á Norður- löndum um árabil, með ýmsum endur- 'bötum þó, til þess að gera afgreiðsluna öruggari og fljótvirkari, að því er segir í Póst og símafréttum. Notað verður samtímistal (ekki skiptital), þannig að samtöl verða lík venjulegum símtölum. Pað sem helst greinir bílasímakerfið frá venjulegu fjarskiptakerfi, er að bílasímanotandi þarf ekki að hlusta eftir kalli, bílasími hans hringir, eigi einhver við hann erindi, sé hann innan langdregis einhverrar móðurstöðvar. Þegar bílasímanotandi kallar í af- greiðslu veiur hann ráð næstu móður- stöðvar og þrýstir á hnapp. Notandinn þarf ekki að kynna sig, númer hans sést sjálfvirkt í afgreiðsluborði bílasímaþjón- ustu. Hins vegar þarf hann að segja símanúmer, eða bílasímanúmer, þess sem hann vill ná sambandi við. Símnotandi, sem vill fá samband við bílasímnotanda hringir í símanúmer bílasímaþjónustu, sem enn hefur ekki verið ákveðið. Víst er þó að það verður „0“ númer. Afgreiðsla hringir síðan í umbeðinn símnotanda. Afgreiðslustaður bílasímaþjónustu verður að minnsta kosti fyrst um sinn aðeins einn, þ.e. í Reykjavík. Þar verður öll samtenging miíli símnotenda og bílasímnotenda hvar sem er á landi nu. Fyrst í stað verða einungis afgreidd samtöl, en síðar verður einnig veitt skilaboðaþjónusta. Móðurstöðvar (Radíóstöðvar) bíla- síma eru metrabylgjustöðvar, sömu gerðar og notaðar eru í flestum strandar- stöðvum hérlendis. Þær eru hannaðar og framleiddar hjá Pósti og síma. í fyrsta áfanga verður móðurstöðvum komið fyrir á eftirtöldum stöðum: Skála- felli, Oskjuhlíð, Vestmannaæeyjum, Háöxl í Oræfum, Vaðlaheiði, og Vatnsnes- fjalli. Allar verða þær tengdar símalín- um við afgreiðslu í Reykjavík. Móður- stöðvum verður fjölgað fljótt, þannig að innan örfárra ára ætti að nást símasam- band frá öllum helstu vegum landsins. Talstöðvar bílasímnotenda eru metra- bylgjustöðvar sem samþykktar hafa verið til slíkra nota. Þær verða m.a. að hafa tóna-sendi, viðtæki og rásaleitun. Slíkar stöðvar eru sem stendur dýrar og að sjálfsögðu mun Póstur og sími taka gjald fyrir sína þjónustu, tækjabúnað og viðhald hans. Sjó ■ í fyrsta áfanga verður móðurstöðvum bflasímakerfisins komið fyrir á Skálafelli, Öskjuhlíð, Vestmannaeyjum, Háöxl í Öræfum, Vaðlaheiði, og Vatnsnesfjalli. Heimssaga Politikens ■ Heimssaga Politikens, fyrstu þrjú bindin hafa komið út á þessu ári, og hefur salan gengið mjög vel, þannig að 1. upplagið, 12.500 eintök seldust upp og var því slrax ráðist í að prenta annað , upplag. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum, sem Innkaupasamband bóksala hélt, og var gestur þess fundar : sölustjóri Politiken Forlag í Kaupmanna- höfn, Sören Scedorff. Þar kom jafnframt fram að Heimsaga Politiken verður í 21 bindi, og munu fjögur bindi koma út á ári þar til árið 1987, en þá koma út bindi 20 og 21 ... 1 frétt frá Innkaupasambandi bóksala hf. segir m.a.: „í þessu nýja verki kemur fram árangur vísindalegra sagnfræði- rannsókna nútímans og eru bækumar prýddar þúsundum mynda í lit og svarthvítu... Undanfamar vikur hefur verkið verið boðið til sölu hjá bókaverslunum á íslandi á sérstöku afsláttarverði sem gildir til 15. janúar 1983. Verð verksins á kynningarverðinu er kr. 11.411.40 og jafngildir það kr. 543.40 á hverja bók. Verðið miðast við gengi dönsku krónunn- ar, þannig að bækurnar hækka í hlutfalli við gengi dönsku krónunnar. INGVAR HELGASON sim, SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI o"?'6 tækifærið Eigum nokkra af eftirtöldum bílum ámjög hagstæðu verði, til afqreiðslu strax. - Greiðslukjör. Datsun Pick-up Díeselvél 2200 c.c. Bensínvél: 1600 c.c. Lengd: 4.7 m. Breidd: 1,6 m. Hæð: 1,6 m. Verð m/bensínvél kr. 146.000.- m/díeselvél kr. 180.000.- Datsun Cabstar á grind. 2 tonn, 5 gíra. Díeselvél: 2500 c.c. Lengd: 4.8 m. Breidd: 1,8 m. Hæð: 2 m. Verð kr. 200.000.- Getum útvegað ódýra palla og sendibílahús. Datsun Urvan sendibifreið Lokuð eða með gluggum. 5 gíra, díeselvél: 2200 c.c. Lengd: 4,7 m. Breidd: 1,7 m. Hæð: 1,9 m. Skuthurð og tvær stórar rennihurðir á hliðum til hleðslu með lyfturum. Verð til atvinnum. Lokaður kr. 214.000,- Með gluggum og einni hliðarhurð kr. 216.000.- Til annarra: Lokaður kr. 227.000,- M/gluggum kr. 287.000.- Datsun King Cab Fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi, 5 gírum, aflstýri, sóllúgu o.fl. Bensínvél: 2200 c.c. Lengd: 4,7 m. Breidd: 1,6 m. Hæð: 1,7 m. Verð kr. 208.000.-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.