Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 6
E 'idíi! ■ Ný björgunarstöð SVFÍ fyrir Austur- og Vestur Landeyjar. Á annað hundrað Sunnlendingar á samæfingu SVFÍ Suöurland: Rúmlega eitthundrað fé- lagar úr björgúnarsveitum allt frá Kirkjubæjarklaustri að Hvolsvelli, að Vestmannaeyjum meðtöldum, mættu á samæfingu björgunarveita SVFÍ í umdæmi 10, sem haldin var nýlega. Æfingar stóðu yfir allan daginn. Tók þyrlan Rán þátt í þeim fyrir hádegi og fengu allir þátttakendur að kynnast því hvernig er að vinna undir þyrlu í eðlilegri vinnuhæð hennar. Einnig sýndi áhöfn þyrlunnar með- ferð björgunar- og hjálpartækja hennar. Að öðru leyti var æfingunni skipt í þrennt: Rifjuð upp notkun korta og áttavita, aðkoma og flutningur, af slysstað og fluglínuæfing við Affallið. Minnisvarði um Ásgrím I Jónssort á fæð- ingarstað hans Árnessýsia/Keykjavík: Á aöalfundi Árnesingaféiagsins sem haldinn var nýlega kom m.a. fram aö félagið hefur sett upp minnisvarða um Ásgrím Jónsson listmálara á fæðing- arstað hans Rútstaðahjáleigu ■ Flóa. Þá stóð félagið og fyrir Árnes- ingamóti, Jónsmessumóti og fleiri skemmtunum. Síðust þeirra var að- ventusamkoma sem félagið efndi til í Hreyfilshúsinu, senr öldruðum Ár- |nesingum var sérstaklega boðið til. Þar var gestum boðið upp á kafflveit- ingar, ömmusystur og Árnesingakór- inn skemmtu og sr. Oiafur Skúlason flutti hugvckju. Árncsingakórinn hefur ælt af kappi í vctur og mun nú fyrir jólin syngja í þrem vistheimilum aldraðra. Síðari hluta vetrar verður svo söng- skemmtun með Samkór Selfoss og fleira á dagskrá. Stjórn félagsins var öll cndurkjörin á aðalfundinum. Hana skipa Árín- björn Kolbeinsson formaður, Bjarni K. Bjarnason, Ólöf Stefánsdóttir, Sigmundur Stefánsson og Unnur Stefánsdóttir. Formaður Árnesing- akórsins er Þorgerður Guðflnnsdótt- ir. - HEI Fimm íbúðir aldraðra Reyðarfjörður: Á Reyðarfirði er nú í undirbúningi að reisa 5 íbúðir fyrir aldraða, á einni hæð, 2 hjónaíbúðir og 3 fyrir einstaklinga. Er gert ráð fyrir að þetta verði 1. áfangi í langtímaáætlun um þessi mál þar sem m.a. er gert ráð fyrir þjónustumiðstöð og heilsugæslustöð. Samið hefur verið um teikningu íbúðanna, sem gert er ráð fyrir að verði leigu- og söluíbúðir eftir atvik- um. Hreppsnefnd hefur ákveðið að íbúðirnar fái lóð í sunnanverðri Oddnýjarhæð. Á vegum bygginarnefndar hefur verið stofnaður sérstakur byggingar- sjóður með 2.500 kr. framlagi hvers eftir talinna aðila: Hreppsnefnd, Kvenfélagi, Lionsklúbbi og Verka- mannafélagi Reyðarfjarðarog Reyð- arfjarðardeild Rauða Kross Is ands. Stofnféð er varðveitt á verðtryggðum bankareikningi. Beinir byggingar- nefndin þeim tilmælum til allra er styðja vilja þetta mál að koma framlögum til einhvers nefndarm- anna. Gjafið verða skráðar í sérstaka gjafabók. í bygginarnefnd eru eftirtaldir menn: FormaðurGuðmundurMagn- ússon, Árni Ragnarsson, Klara Krist- insdóttir, Þorgrímur Jörgensson og Þórey Baldursdóttir. - HEI Sundlaug til sjúkraþjálfun- ar forgangs- verkefni Borgarfjörður: „Forgangsverkefni á vegum Sambands borgfirskra kvenna er nú að stuðla að því eftir mætti að byggð verði sundlaug til sjúkraþjálf- unar í tengslum við Sjúkrahús Akr- aness og Heilsugæslustöð Akraness", segir í frétt sambandsins. í samþykkt aðalfundar SBK er skorað á heilbrigðisráðuneytið og byggingarnefnd heilsugæslustöðvar við Sjúkrahúsið á Akranesi að hraða hönnun og byggingu heilsugæslu- stöðvarinnar. Jafnframt var skorað á sömu aðila að gera ráð fyrir sundlaug við fyrrnefndar stofnair. Bent er á að engin sjúkraþjálfunaraðstaða með sundlaug sé til á Vesturlandi, þó almennt sé viðurkennt að sundlaug sé nauðsynleg við þjálfun og endur- hæfingu fatlaðra, aldraðra og sjúkra. Sambandið hefur staðið fyrir fjár- öflun í þessu skyni og mun halda henni áfram. Innan vébanda SBK eru nú 17 félög. í þeim félögum eru alls 866 félagar og 78 auka- eða heiðursfélag- ar. - HEI „Sölufyrirkomu- lag kartaflna þarf nast endur- skodunar’7 ■ „Stjórn Neytendasamtakanna fer fram á að skipuð verði nefnd til þess að kanna í hverju það liggur, að ekki er hægt að koma kartöflum óskemmd um á borð neytenda. Þykir skjóta skökku við að í útsölu Grænmet- isverslunarinnar er hægt að fá óskemmdar kartöflur að öllu jöfnu“, segir m. a. í ályktun frá samtökunum. í ályktuninni segir að neytendum sé í mörgum tilfellum seldar kartöflur sem séu algerlega óætar, m.a. nú í haust þegar sumaruppskeran var nýkomin á markaðinn. Er þess krafist að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt ófremdarástand. „Þykir sýnt að sölufyrirkomulag kartaflna þarfnist endurskoðunar og breytinga“, segir í ályktuninni. - HEI FJORAR HUOMPLOTUR FRÁ MANÚELU WIESLER ■ Manuela Wiesler, íslensk-austurísk- ur flautuleikari, sendir nú frá sér fjórar plötur með tónlist fyrir einleiksflautu. Plöturnar voru teknar upp í Háteigs- kirkju í Reykjavík í haust. Upptöku- maður var Bjarni Rúnar Bjarnason. Fyrsta platan hefur að geyma barokk- tónlist, tilbrigði um LA FOLIA eftir franska tónskáldið Marin Marais í útsetningu Manuelu, svo og verk eftir feðgana Johann Sebastian Bach og Carl Philip Emanuel Bach. Á plötu 2 er að finna tónlist frá þessari öld - frá Debussy til Jolivet. Á plötu 3 eru verk eftir norræn tónskáld, þ.á.m. Leif Þórarins- son og Þorkel Sigurbjörnsson. Síðasta platan ber heitið tilraunatónlist og eru á henni verk sem eiga að lýsa hughrifum og tilfinningum á „efra vitundarstigi". Plöturnar fást í versluninni LIST í Miðbæjarmarkaðnum og eftir klukkan 4 á útimarkaðnum á Lækjartorgi. Hver plata kostar 150 krónur, en allar saman kosta þær 500 krónur. - Sjó. ■ Manuela Wiesler er í hópi þeirra sem mjög hafa lífgað upp á íslenskt tónlistarlíf. Nú hefur hún gefið út fjórar plötur, sem innihalda efni frá Bacli til Þorkels Sigurbjörnssonar. Ailir unnendur flaututónlistar ættu að fínna eitthvað við sitt hæfl. ■ Héraðsbókasafn A.-Húnavatnssýslu var nýlega flutt í rúmgóð salarkynni á efstu hæð Bókhlöðunnar á Blönduósi. Þar var því ætlað framtíðarhúsnæði, þá Bókhlaðan var byggð á fyrri hluta síðasta áratugar. Fyrstu árin var efsta hæðin leigð undir aðra starfsemi, en safninu búin bráðabirgðaraðstaða í kjallara hússins. Safnið var opnað í framtíðarhúsnæð- inu með viðhöfn sunnudaginn 28. nóv. sl. Við það tækifæri sagði Grímur Gíslason formaður stjórnar Héraðs- bókasafnsins m.a. - Óneitanlega er þetta merkur áfangi sem hlýtur að valda þáttaskilum í sögu safnsins, enda þótt margt vanti af því Héraðsbókasafn A-Húnavatns- sýslu flutt í framtíðarhúsnæðið sem þarf og hlýtur að koma fyrr eða síðar. Á ég þar við ýmsan búnað safnsins, sem er á frumstigi og einnig hitt að bækur sem hingað munu koma eru dreifðar víðs vegar um héraðið í mjög misjöfnu ástandi til nota, umhirðu og öryggis. Með tilkomu þessa húsnæðis er nú fyrst tækifæri fyrir héraðsbúa að samein- ast um bókasafnsstarfssemi sína á þeim stað, sem flestra leiðir liggja um hingað til Blönduóss. Um það hversu þróunin í þessa átt verður ör veit ég að eru skiptar skoðanir í héraðinu, en í þessa átt hlýtur þróunin að verða. Við eruni svo fáir Húnvetningar og kanske líka megi segja fátækir til þessara hluta að við eigum engin efni eða aðrar ástæður til þess að standa dreifðir að þessum menningarm- álum okkar. í ræðu sinni rakti Grímur einnig í stórum dráttum sögu Héraðsbókasafns- ins og gat um merkar gjafir, sem því hafa borist á liðnum árum. Allmargt fólk var viðstatt athöfnina. í tilefni þessara tímamóta hefur safnið fengið 10.000,- kr. gjöf frá Menningar- sjóði Kaupfélags Húnvetninga. Þeim peningum hefur Verið varið til þess að kaupa búnað í þann hluta safnsins, sem börnum er ætlaður. Þá gaf Lions- klúbbur Blönduóss 15.000,- kr. til þess að kaupa búnað í lesstofu safnsins. Bækur safnsins eru nú 12.000 bindi. Bókasafnsvörður er Ásta Rögnaldsdótt- ir bókasafnsfræðingur og hafði hún ásamt aðstoðarbókaverði ríkisins And- reu Jóhannsdóttur umsjón með flutningi safnsins og skipulagningu. Héraðsskjalasafn A. Húnavatnssýslu fær nú til afnota það húsnæði í kjallara Bókhlöðunnar, það sem Héraðsbóka- safnið var. Við það aukast möguleikar skjalasafnsins verulega að sinna hlut- verki sínu, en forráðamenn þess hvetja Húnvetninga að koma gömlum skjölum þangað til varðveislu. MÓ Hey tii sölu Vélbundið súgþurrkað hey til sölu að Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Upplýsingar í síma 91-71338 á kvöldin. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í Happdrættinu og vinningsnúmerin innsigluð hjá Borgarfógeta á meðan iokaskil eru að berast. Þeir sem enn eiga eftir að gera skil eru minntir á gíróseðlana og má greiða samkvæmt þeim á pósthúsum og bönkum næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.