Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 12
 '_*;t ■n '.y,\r-iwa .% spjto>,a.Mwacf MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 heimilistfiíhih FLUGELDAR - SÓUR - BLYS — lýsa upp loftið á gamlárskvöld ■ Flugeldasala er nú þegar hafín í Reykjavík, og annast hana aðallega hjálpar- og björgunarsveitir og íþróttafélög, en sú sala er þeirra aðalfjáröflunarleið. Nokkrar verslanir og einstaklingar selja einnig slíkar vörur. „Það er mikið komið undir veðurútlitinu, hvort salan gengur vel hjá okkur“, sagði einn llugeldasalinn áhyggjufullur. Auðvitað hefur fólk meira gaman af að vera úti við og skjóta upp rakettum, ef stillt og bjart veður er, heldur en rok og rigning. En nú er bara að sjá hvað setur með veðrið, og við tökum undir ósk flugeldasalans um kyrrt og fagurt veður um áramótin. Talsmenn flugeldasölu Hjálparsveitar skáta og Björgunarsveitanna biðja menn að athuga vel leiðbeiningar, sem fylgja með í fjölskyldupökkunum, og eins það sem skráð er á hvert blys og flugelda. Það má alls ekki halda á blysi, nema það sé með þar til gerðu handfangi og merkt sem öruggt að halda í hendi. Viðhafið fyllstu gætni! Gleðileg og slysalaus áramót! Verslun O. Ellingsen hff.: Hefur selt áramóta- flugelda frá 1916 ■ í 65 ár hefur Verslun O. Ellingsen blönduðu efni: flugeldum, blysum og hf. selt áramótaflugelda og neyðarblys. margs konar knöllum. Fjölskyldupok- Þeirhafareyndarskipablysogskipaflug- arnir eru á 400 krónur og svo stærri elda sem sérgrein, en „fjölskyldupokar" gerðin á 700 krónur. eru líka þar til sölu um áramótin með ■ 400 og 700 krónu pokar frá Ellingsen. - Tímamyndir: Róbert. ■ „Stóra bomban“ frá Þrótti - (Tívob'-flugeldurinn). Knattspyrnu- félagið Þróttur, er með allt f rá inniknöllum upp í Tívolíbombur ■ Knattspyrnufélagið Þróttur er með mikinn viðbúnað vegna flugeldasölu nú fyrir áramótin. Það verða þrjár útsölur hjá Þrótturum: í Þróttheimum, Glæsibæ og í Skeifunni 19. Þeir eru með fjölskyldupakka, þar sem blandað er saman rakettum, stjörnuljósum, knölium með dóti í og kúlublysum. Pakkarnir eru í tveimur stærðum, sem kosta 420 krónur og 480 krónur. Fyrir utan þessa „fjölskyldupakka" er hægt að fá í lausasölu, allar stærðir af rakettum og blysum. Neyðarflugeldur sem svífur í fallhlíf kostar 340 krónur, neyðarblys eru á 100 krónur og rakett- umar eru dýrastar á 240 krónur, en svo er mikið úrval af ódýrari rakettum. ■ Frá Þrótti má hér sjá tvo pakka á 420 og 480 kr. með margvíslegum flugeldum og blysum. Stóra blysið á milli pakkanna er neyðarblys í fallhlíf, sem er mjög lengi að svífa til jarðar og lýsir stórt svæði. ■ Hjálparsveitir skáta hafa til sölu margar gerðir af flugeldapökkum. Þessir tveir kosta 350 (sá minni) og 490 krónur, en sá dýrasti kostar 1.300 kr. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur selt flugelda í áratug

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.