Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrí msson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrikur St. Eirlksson, Friðrlk Indriðason, Hciður Helgadóttir, Sigurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Hnmro_ á vettvangi dagsins Fundur SUF um útvarpsmál: Á að af nema einkarétt Ríkis útvarpsins? Frysting kjarnavopna ■ í síðasta mánuði var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna tillaga frá Svíþjóð, Mexíkó og Indlandi, þar sem skorað var á risaveldin að stöðva framleiðslu kjarnavopna, sem fyrsta skref til takmörkunar á kjarnavopnum. Tillaga þessi fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hún sætti þó nokkurri mótspyrnu. Tóif ríki Atlantshafs- bandalagsins greiddu atkvæði gegn henni, ásamt fáum ríkjum öðrum. Eitt ríki Atlantshafsbandalagsins, Grikkland, greiddi tillögunni atkvæði. Tvö ríki Atlants- hafsbandalagsins, Danmörk og íslatid, sátu hjá, ásamt nokkrum ríkjum öðrum. Af hálfu Atlantshafsbandalagsins mun hafa verið lögð áherzla á, að öll þátttökuríkin greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þessi afstaða var byggð á því, að yrði farið eftir tillögunni, gætu Bandaríkin ekki komið upp meðaldræg- um eldflaugum í Vestur-Evrópu, næðist ekki samkomulag við Sovétríkin um takmörkun þeirra. Það mun í upphafi hafa verið ætlun dönsku stjórnarinn- ar að fylgja þessari afstöðu Atlantshafsbandalagsins. Flokkur sósíaldemókrata reis hins vegar gegn þessu og knúði fram fund í utanríkisnefnd þingsins um málið. Þar reyndist meirihlutinn fylgjandi þeirri afstöðu sósíaldemó krata, að Danmörk sæti hjá við atkvæðagreiðsluna. Sú varð líka endanleg afstaða Danmerkur. í Noregi beittu þingmenn Verkamannaflokksins sér einnig fyrir því, að Noregur sæti hjá, en fengu því ekki framgengt. Noregur greiddi því atkvæði gegn tillögunni. Sósíaldemókratar í Danmörku og Noregi byggðu afstöðu sína meðal annars á því, að meðan risaveldin héldu áfram viðræðum í Genf um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu, væri ekki rétt að reikna ákveðið með því að samkomulag næðist ekki og því yrði þörf fyrir bandarískar eldflaugar þar. Þetta er í samræmi við þá afstöðu þeirra að greiða atkvæði gegn fjárveitingu til að koma upp eldflaugum, sem vonandi verður engin þörf fyrir. Með þessari afstöðu vilja norrænir sósíaldemókratar leggja áherzlu á, að allt verði gert til að ná samkomulagi, sem geri Natóáætlunina frá 1979 óþarfa. Ríkin, sem greiddu atkvæði með frystingu kjarnavopna, byggðu afstöðu sína á því áliti flestra þeirra, sem bezt þekkja til, að þegar öll kjarnavopn væru talin, væri nú nokkurn veginn jafnvægi milli risaveldanna og því heppilegur tími til að stöðva framleiðslu þeirra sem fyrsta skref til afvopnunar. Viðræður í fjölmiðlum Þótt Hjörleifi Guttormssyni og forráðamönnum ál- hringsins komi illa saman, virðast þeir innilega sammála um eitt, en það er að skiptast á skoðunum aðallega á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Þetta er gamall háttur þeirra, sem ræðast aðallega við til að sýnast, en ekki til að semja. Vilji þessir aðilar ræðast við í þeim tilgangi að reyna að ná samkomulagi, ættu þeir að koma sér saman um að hætta þessum fjölmiðlaleik. Þ.Þ. ■ „Á að afnema einkarétl Ríkisút- varpsins, eða rýmka reglur um út- varpsrekstur“ var umræðuefni fundar sem SUF gekkst fyrir og haldinn var 11. des. s.l. Fundurinn var vel sóttur og umræður skemmtilcgar og fróðlegar. Framsögumenn voru Markús Á. Einars- son sem mælti fyrir áliti útvarpslaga- nefndar, Heigi H. Jónsson sem mælti með einkarétti Ríkisútvarpsins og Ólafur Hauksson, sem er talsmaður frjáls útvarpsreksturs. Margir aðrir kvöddu sér hljóðs og voru umræður líflegar og málefnalegar. Hér verður stiklað á stóru um þær umræður sem fram fóru um þetta umdeilda efni. Markús Á. Einarsson, sagði að hlut- verk sitt á fundinum væri að kvnna starf útvarpslaganefndar og sérstaklega ágreining sem var í nefndinni. Hann sagði að tímarnir væru breyttir í sambandi við almennan útvarpsrekstur; nú eru möguleikar félagasamtaka meiri en áður til þess að útvarpa vegna minni kostnaðar, einnig minntist hann á aukna möguleika til sjónvarpsrekstrar með tilkomu gervihnatta. Þá sagði Markús að hugtakið frjálst útvarp ætti ekki rétt á *sér því útvarpsstöðvar hlytu alltaf að vera háðar eigendum sínum. Síðar talaði hann um sérstöðu sem kaplasjón- vörp yrðu að hafa. Hann sagði að allir sem ætluðu að útvarpa, hvort sem er í gegn um loftið eða í gegn um kapal yrðu að uppfylla ákveðin skilyrði og sækja um leyfi. Þá vék Markús sér að Ríkisútvarpinu þ.á m. „Rás 2“ og lar.dsbyggðarútvarps- stöðvum, minnkun valds útvarpsráðs og breyttu fyrirkomulagi á afnotagjöld- um. Sagðist Markús vera ánægður með það að deilt væri á álit útvarpslaganefnd- ar frá báðum áttum og sýndi það að farinn hafi verið millivegur í þessum efnum. Að lokum sagði hann sig undrandi á hve umræða um álitið væri bundin við fáa hluti, þ.e. hver á að gefa leyfi til útvarpsreksturs og fyrirkomulag auglýs- inga. Helgi H. Jónsson tók það fram í upphafi að hann væri ekki talsmaður ríkiseinokunar í fjölmiðlun. Helgi sagði að hann væri ekki ánægður með Ríkisút- varpið. Hann sagði að útvarpið væri meiri fjölmiðill en sjónvarpið. Sérstaða útvarpsins væri að það er hægt að vera á þeim stöðum sem atburðir ættu sér stað. Hann sagði að útvarpið væri mjög mikilvægt sem öryggistæki, t.d. ef nátt- úruhamfarir ættu sér stað leituðu menn fyrst til útvarpsins. Helgi taldi að ekki þyrfti að breyta rekstri útvarps og sjónvarps mikið til að þau yrðu mun betri fjölmiðlar. Hann vill ekki afnema einka- rétt ríkisins á rekstri útvarps og sjón- varps og taldi það alls ekki gefið að það þyrfti að afnema hann við núverandi aðstæður. Hann lagði áherslu á það að ef rýmka ætti rétt til útvarpsreksturs ættu menn að gera það með menningar- legar forsendur að leiðarljósi en alls ekki tæknilegar. Þá vék Helgi að hugtakinu „frjálst útvarp", og taldi það lævíslega orðanotkun og ætti ekki rétt á sér. Þá gerði hann samanburð á fréttamiðlun útvarps, sjónvarps og blaða. Helgi vitnaði í nefndarálit útvarpslaganefndar á bls. 21 um tilgang útvarps og afstöðu ríkisins til reksturs útvarps og sjónvarps, minntist því síðan á fjárhagsörðugleika útvarpsins. Helgi sagði að útvarpið myndi verða undir í fjárhagslegri sam- keppni. Hann taldi að auglýsingatekjur útvarps færu hækkandi og á þessu ári væru þær um 30 milljónir króna. Helgi sagði að við ættum að taka frelsið með varúð. Þá kom hann inn á „vídeofrelsið". Helgi sagði að hömlur ríkisins væru í þágu þjóðfélagsins með betra líf í huga. Hann kom með þá hugmynd að útvarpið setji í gang aðra rás sem væri opin allan sólarhringinn með léttu efni. Hann taldi að það yrði viss samkeppni á milli rásanna sem myndi bæta útvarpið. Hann taldi að það þyrfti að auka sjálfstæði þess verulega, í því sambandi sagði hann að leggja ætti útvarpsráð niður og t.d. koma einhverju neytendaráði upp í staðinn. Óheppilegt fyrirkomulag Ólafur Hauksson sagði að hugtakið „frjálst útvarp“ væri misskilið en þar væri í raun meint frjáls útvarpsrekstur. Þá gagnrýndi hann rekstrarfyrirkomulag Ríkisútvarpsins sem ríkisfyrirtækis. í því sambandi minntist hann á ósjálfstæði þess fjárhagslega. Hann sagði að starfs- menn útvarpsins væru ábyrgðarlausir gagnvart fjárhag enda væri útvarpinu ekki beint stjórnað af þeim heldur kemur stjórnunin ofanfrá. Enginn hefur neinna hagsmuna að gæta í sambandi við rekstur útvarpsins. Megin þemað í gagnrýni Ólafs á Ríkisútvarpið var að útvarpið er rekið sem pólitísk opinber stofnun og er það mjög óheppilegt fyrirkomulag. Hann sagði að hlustenda- kannanir sem hafi verið gerðar á vegum útvarpsins hafi leitt það í ljós að dagskrá er ekki eins og hlustendur helst myndu kjósa, en hann tók það sérstaklega fram að annað gilti um sjónvarpið. Ólafur sagði að ekki þyrfti fjölgun starfsmanna ríkisfjölmiðlanna til að bæta dagskrá þeirra, benti hann á hve illa sjónvarpinu tækist að halda á starfsmönnum. Þá gagnrýndi hann að aðeins má opna rás á FM bylgju. Hann taldi að mesta skyssa í tillögu nefndar- innar væri að hið opinbera ætti að ákveða auglýsingataxta einkaútvarps. Ólafur sagði það ólíklegt að hægt væri að hagnast á rekstri útvarpsstöðva, heldur væri hitt líklegra að ekki væri hægt að reka stöð með hagnaði. Þá minntist hann á „Rás 2“. Sagði hann að sú nefnd sem hefur verið sett á laggirnar í því sambandi, hafi verið sett á laggirnar vegna hugsanlegrar samkeppni frá einkaútvarpi. Hann taldi ekki vera rétt að opna „Rás 2“. Ólafur taldi að vinsældir Ríkisútvarps- ins væru svo miklar vegna þess að menn hafi ekki um annað að velja. Að lokum sagði hann að ætti að leyfa öllum sem það vildu að opna útvarpsstöð og sama ætti að gilda þar og um aðra fjölmiðla. Almennar umræður Markús Á. Einarsson gagnrýndi skoðanir Helga í þessum málum og benti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.