Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 Ódýrar bókahillur Fyrir heimili og skrifstofur Stærð: 184x80x30 Fást í furu, eik og bæsaöar. Verð kr. 1.990.— án hurða Tré- og glerhurðir fáanlegar Húsgögn oa t . . . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900 Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í mölun efnis við Drápuhlíðar- mela í Helgafellssveit, Hóla í Hvammssveit og Klifmýri á Skarðsströnd. Efnismagn er 25.000m3. Verkinu skal að fullu lokiö þann 1. ágúst 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík og á umdæmisskrifstofunni í Borgarnesi, frá og með miðvikudeginum 2. febrúar n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 11. febrúar. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða Borgarbraut 66, 310 Borgarnes, fyrir kl. 14:00 hinn 18. febrúar 1983, og kl. 14.:15 sama dag verða tilboðin opnuð á ofangreindum stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík í janúar 1983 Vegamálastjóri Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar.. HLJÓÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjárnaborun sf. Símar 38203-33882 ÍSSKAPA- OG FRYStlKISTÚ VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. SfrostvBFk REYKJAVIKURVEGI 25 Háfnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnisholti 14 Reykjavík. Nýir bílar — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR Opið laugardaga kl. 10-16. HK BÍLASALAN BUK s/f Leitiö upplýsinga SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SlMI: 86477 fréttir Könnun öldrunarnefndar Rauðakross- deildar Þórshafnars Aukin heimilis- hjálp efst á blaði Þórshöfn: í stuttu máli varð niðurstað- an sú m.a. að stór meirihluti þeirra sem spurðir voru töldu það rétta stefnu að auka heimilishjálp til að auðvelda hinum öldnu að dvelja sem lengst á eigin heimilum", sagði sr. Ingimar Ingimarsson um könnun sem öldrunar- nefnd Rauðakrossdeildar Þórshafnar sá um meðal ellilífeyrisþega í Þórs- hafnar-, Sauðanes- og Svalbarðs- hreppi. Kom þetta fram í erindi sr. Ingimars á ráðstefnu um málefni aldraðra á Norðurlandi. Tala ellilífeyrisþega í nefndum hreppum reyndist vera 58 manns, og af þeim náði könnunin til 46. Um var að ræða 25 spurningar varðandi ýmsar persónulegar aðstæður, ásamt hús- næði, viðhorfi til heimilisaðstoðar, heimsókna, tómstunda, vinnu, ferða- laga og ýmissar félagslegrar þjónustu. Veruleg vinna lá að baki nefndri könnun, því hver og einn var heimsótt- ur og gefinn góður tími. Allt var unnið í sjálfboðavinnu, án greiðslu. Hefði því ekki þurft að leggja til 100 þús. kr. í könnunina eins og lagt hafi verið til hjá ónefndu bæjarfélagi á Norður- landi. { erindi sr. Ingimars kom fram að árið 1976 hafi fyrst verið farið að huga að öldrunarmálum í Þórshafnarlæknis- héraði. í framhaldi af því hafi framan- greindir 3 hreppar ráðist í byggingu 270 fermetra húss með 4 íbúðum fyrir alls 8 manns, sem teknar voru í notkun árið 1981. Samkvæmt skipulagi Þórs- hafnar sé gert ráð fyrir 2 eins húsum til viðbótar, þótt ákvarðanir um fram- kvæmdir hafi ekki enn verið teknar. „í ráðstefnuhaldi og nefndastörfum varðandi þessi mál held ég að aðal- atriðið sé að við gerum okkur ljósa grein fyrir því að um raunhæfa öldrun- arþjónustu sé að ræða, byggða á réttum forsendum, en ekki ölmusu- þjónustu. Við eigum að fá þá eldri með til samstarfs, hlusta á þeirra sjónarmið og óskir og vinna síðan af krafti að málum hinna öldnu svo þeir geti gengið með reisn á móti sólarlaginu", sagði sr. Ingimar m.a. í niðurlagsorð- um sínum. íþróttahús- bygging í Grindavík: Fjárveit- ing 1/5 Um 65 Dalvlkingar að byrja í kvöldskóla: Bæjarritar- inn kennir bókfærsluna sótt var um Grindavík: í Grindavík er nýtt íþrótta- hús í byggingu. Var áætlað að hægt yrði að taka leikfimisal þess í notkun haustið 1983, enda ekki vanþörf á þar sem íþróttasalur grunnskólans er löngu orðinn allt of lítill, raunar fyrir einum 10 árum síðan. En nú virðist komnar blikur á loft varðandi fyrrnefnda áætlun. í ár var sótt um 4 millj. króna fjárveitingu til byggingar íþróttahússins, en fjárveit- ingin nemur hins vegar aðeins 831 þús. króna. Geta því allir séð að fram- kvæmdir hljóta að dragast verulega saman. Fjárveitinganefnd hefur verið afar sparsöm á fjárveitingu til þessa íþrótta- húss. Leikur jafnvel grunur á að þar hafi hönnunarsjónarmið ráðið nokkru um. -G.V. Dalvík: Um 65 Dalvíkingar eru að setjast á skólabekk á ný í þessari viku, þ.e. í áfanganámi, sem nú er boðið upp á á Dalvík í fyrsta skipti, og ýmsu tómstundanámi. Nemendur þessir eru að miklum meirihluta konur. Að sögn Hilmars Daníelssonar á Dalvík var efnt til skoðanakönnunar um áhuga fyrir fullorðinsfræðslu á Dalvík, fyrri hluta vetrar. Spuminga- listar voru bornir inn á hvert heimili og síðan sóttir aftur. Af 68 scm svöruðu höfðu 66 áhuga á kvöld- skóla, fleiri þó á tómstundanámi en áfanganámi. í framhaldi af þessum góðu undirtektun var auglýst kennsla f ákveðnum greinum þar sem náms- efni er miðað við framhaldsskóla og gefur punkta á prófum, þ.e. nokkurs- konar öldungadeild. Kennsla er nú að hefjast í ensku, íslensku, stærð- fræði og bókfærslu. Fyrirhugað er að halda sfðan áfram næsta vetur með sömu greinar og jafnvel fleiri. í tómstundanámi höfðu flestir áhuga á leðursmíði, smíði, saumum og bókbandi. Kennara í þessum kvöldskóla sagði Hilmar bæði koma úr skólanum á Dalvík og utan hans. T.d. kennir bæjarritarinn þeirra Dalvíkinga bók- færsluna og fyrrverandi skólastjóri sér um stærðfræðikennsluna. -HEl T ónlistaraf mæli í Keflavík Keflavík: Tónlistarfélag og Tónlistar- skóli Keflavíkur halda upp á aldar- fjórðungsafmæli sitt um þessar mundir. í tilefni afmælisársins hyggst félagið efna til nokkurra tónleika á þessum starfsvetri. Hinir fyrstu voru haldnir í Keflavíkurkirkju s.l. mánu- dag, þar sem flutt var tónlist frá um 1500 til 1750 og ljóð frá sama tímabili sem lesin voru milli atriða. Þann 7. apríl er síðan Sinfóníuhljómsveit ís- lands væntanleg til Keflavíkur með sérstaka hátíðartónleika. I frétt frá félaginu segir að það hafi verið áhugafólk er lagði grundvöll að tónlistarmenningu í Keflavík með stofnun tónlistarfélags og í kjölfarþess tónlistarskóla, og eigi það þakkir skilið fyrir framtak sitt í þágu tónlistarinnar. Þá er góðum skilningi bæjaryfirvalda þakkað það að skólinn hafi ágætis húsnæði til umráða. Núverandi for- maður Tónlistarfélagsins er frú Mar- grét Friðriksdóttir og skólastjóri Tón- listarskólans Herbert H. Ágústsson, tónskáld. -HEI Vélbátaábyrgðafélag ísfirðinga 80 ára: 239 skip tryggd fyrir 540 milljónir Vestfirðir: Vélbátaábyrgðarfélag ís- firðinga varð 80 ára hinn 24. janúar s.l., en það er eitt af elstu starfandi vátryggingarfélögum landsins. Vegna óhagstæðrar veðráttu hvarf stjórn fé- lagsins frá því að halda upp á þessi tímamót á sjálfan afmælisdaginn, en ætlar þess í stað að bjóða félags- mönnum til samkomuhalds síðar í vetur, þar sem starfsemi félagsins verður ítarlega rædd, að því er segir í frétt frá félaginu. Á aðalfundi félagsins á s.l. hausti kom fram að á árinu 1981 voru 126 bátar í skyldutryggingu hjá félaginu og 13 skip og togarar yfir 100 lestir í frumtryggingu. Samtals munu vátrygg- ingarfjárhæðir skipa hjá félaginu hafa numið tæpum 540 milljónum á s.l. ári. Starfssvæði félagsins náði fyrst yfir ísafjörð, ísafjarðardjúp og V-ísafjarð- arsýslu, en nær nú frá Brjánslæk að Skagatá , eftir breytingu sem gerð var fyrir nokkrum árum. Hagur félagsins er sagður hafa verið góður, einkum nú á seinni árum. Framkvæmdastjóri þess frá árinu 1976 er Hinrik Matthíasson. Núverandi stjórn skipa: Jón G. Stefánsson á Flateyri, Matthías Bjarnason ísafirði og Guðmundur Guðmundsson á ísa- firði. -HEI Innheimta bæjargjalda 81% í Eyjum Vestmannaeyjar: Samkvæmt bráða- birgðayfirliti reyndist innheimtuhlut- fall bæjargjalda í Vestmannaeyjum rúmlega 81% á árinu 1982, miðað við 83,7% árinu áður, að því er fram kom í fundargerð bæjarráðs Vestmanna- eyja fyrir nokkru. Kom jafnframt fram að 83,7% innheimtuhlutfallið í hitteð- fyrra hafi verið hið besta um árabil. Hver sem ástæðan er, má Ijóst vera að innheimta gengur mjög misjafnlega hjá hinum ýmsu bæjarfélögum. T.d. hefur áður komið fram í Tímanum að á Húsavík var innheimta á síðasta ári nær 95% og hefur svo einnig verið undanfarin ár og á ýmsum öðrum stöðum að jafnaði yfir 90%. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.