Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
S'Si'ÍSiíí
umsjón: B.St. og K.L.
erlent yfirlit
Nitze og Kvitsinsky
reyna í annað sinn
Standa stjórnirnar í vegi þeirra?
Báöir hafa þeir Rostow og
Nitze verið taldir miklir liaukar
og báðir bcittu þeir scr harðlega
gegn Salt-2. Fyrir báöum hefir
cigi að síður vakað að reyna að
ná samkomulagi, sent Bandarík-
in gætu unað.
SÍÐAN Rostow var látinn
víkja hafa Reagan forseti og
samverkamenn hans í öryggis-
málum talað allmikið tveimur
tungum unl þau. einkum þá
varðandi viðræðurnar um meðal-
drægar eldflaugar.
Annað veifið hcfur því verið
haldið fram, að Rcagan héldi
enn fast við núll-tillögurnar, þ.c.
að Nato niyndi því aðeins falla
frá áætluninni um að staðsctja
474 meðaldrægar cldflaugar í
Vcstur-Evrópu, að Rússar fjar-
lægðu allar meðaldrægar eld-
flaugar sínar í Austur-Evrópu,
og, ekki aðcins fjarlægðu þær,
heldur eyðilegðu þær. Eld-
flaugastyrkur Breta og Frakka
hcldist áfram óbreyttur.
Hitt veifið hefur verið látið í
bað skína, að Bandaríkin væru
fús til að semja um takmörkun
mcðaldrægu eldflauganna í á-
föngum og myndu taka til athug-
unar sérhverja tillögu Sovétríkj-
anna í þessum efnum.
Hvorug þcssara stefna virðist
eiga hljómgrunn að ráði í Evr-
ópu. f>ar vex þeirri kröfu óðum
fylgi, að ckki cigi að halda
ósveigjanlega við núllstefnuna
og að ekki eigi að bíða eftir
tillögum frá Rússum, heldur eigi
Bandaríkin að bera fram
gagntillögur.
Ríkisstjórnir Ítalíu og Bret-
lands cru taldar þessu fylgjandi
og raunar ríkisstjórn Vestur-
Þýskalands einnig, þótt hún lýsi
opinberlega fylgi sínu við sjón-
armið Rcagans forseta.
Ferðalagi Bush varaforseta er
ekki sízt veitt athygli vegna þess,
að margir gera sér vonir um, að
eftir heimkomu hans verði tekið
meira tillit til viðhorfa ríkis-
stjórnanna í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjastjórn beri fram
gagntillögur í samræmi við það.
Annars vofir yfir sú hætta, að
ekkert verður úr samningum og
Rússar gangi með sigur af hólmi
í áróðursstríðinu.
■ Fyrir skömmu var haldin í Hollywood glæsileg skemmtun
með þáttföku fjölmargra heimsfrægra kvikmyndastjarna og var
ágóðanum af samkomunni varið til góðgerðastarfsemi.
Aðalskemmtiatriðin fólu í sér, að frægar stjörnur sýndu fatnað
úr kannski enn frægari sígildum kvikmyndum. Vöktu þau bæði
góðar og sorglegar endurminningar hjá viðstöddum.
Ein þeirra, sem fram kom á sýningunni var Neile NcQueen,
fyrsta eiginkona leikarans Steve McQueen, sem lést 1980 eftú"
langvarandi veikindi. Margs konar geðshræringar gerðu vart við
sig, þegar fram kom stúlka íklædd glæsikjól, sem Natalie Wood
gerði frægan í kvikmyndinni „Gypsy", en nú er liðið rétt rúmt
ár síðan Natalie lést.
En það voru ekki einungis dapurlegar endurminningar, sem
vöknuðu hjá sýningargestum. Neile McQueen þótti taka sig
alveg Ijómandi vel út í kjól, sem Leslie Caron hafði gert frægan
á sínum tíma og Ursula Anderss bar glæsilegan kjól, sem fyrst sá
dagsins Ijós 1949 í kvikmyndinni “The Fountainhead" og var
hannaður af Milo Anderson. Þá vakti mikla athygli dans Juliet
Prowse, en atriðið kallaði hún „Dans sýningarstúlknanna".
En það voru ekki bara þeir, sem komu fram á sviðinu, sem
vöktu athygli. Gestirnir gáfu þeim lítið eftir, en einna niesta
eftirtekt vakti Jill Ireland, eiginkona Charles Bronson. Þarna
var hún mætt í kjól, sem þótti lítið síðri þeim, sem á sviðinu
voru, en þegar hún lyfti aðeins kjólfaldinum, kom í Ijós, að hún
var með heljarmikið gifs um annan fótinn. Hún lét það þó ekki
aftra sér frá að vera viðstödd þessa miklu hátíð.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
■ Nitze og Kvitsinsky bjóða hvor annan velkominn
gífurlega sterk samtök með tak-
markalaust vald, endalausa
fjármuni og jafnvel talstöðvar-
bíla út um allt land. „Af hverju
bannar þú honum ekki að hafa
skepnur - af hverju tekur þú þær
ekki af honum". Af hverju og af
hverju dynur á okkur. En
Dýraverndarfélagið hcfur ekki
þetta vald. Þetta er bara á-
hugafélagsskapur og peninga
skulum við ekki minnast á, það
er svo sorglegt. Eina tekjulindin
er flóamarkaðurinn í Hafnar-
stræti sem rekinn er af nokkrum
konunt í sjálfboðavinnu. Frá
ríkinu fengum við 5 þús. kr. í
fyrra, meðan t.d. Sædýrasafnið
fékk 90 þúsund. Þetta er því
mikið basl.
Starfið byggist mikið á nær
200 trúnaðarmönnum sem við
höfum úti um allt land, því sjálf
hef ég enga möguleika til að fara
á staðinn. Stundum geta þeir
lagfært hlutina sjálfir, en ella
hafa þeir samband, og við
skrifum síðan yfirvöldum við-
' komandi staða.
- Og ganga málin þá greitt?
- Það hefur tekið allt upp í
sex ár að láta hlutina ganga - og
þá er maður orðinn ægilega
þreyttur. Þetta getur þó ekki
stafað af öðru en trcgðu eða
mikilli linkind yfirvalda, því
brotin eru oftast hrópandi.
- Hafa t.d. sýslumenn lag-
aheimild til að láta farga búfé?
- Já þeir hafa það og einnig
hafa dýralæknar nokkuð mikið
vald í þessum efnum. Og sveit-
arstjórnarmenn og forðagæslu-
menn má líka samkvæmt lögum
draga til ábyrgðar standi þeir sig
ekki í stykkinu. Það vantar því
ekki lagaheimildir, heldur vantar
framkvæmdina og þó kannski
fyrst og fremst sterkara almenn-
ingsálit til að koma í veg fyrir að
þessi makalausi lubbaháttur geti
þrifist, því þetta er öllum til
skammar. Tímarnir eru breyttir
frá því sem áður var. þegar allir
suitu - bæði menn og skepnur.
Núna, þegar við sjálf viljum
ekkert nema það besta getum
við ekki leyft okkur að hafa þann
hugsunarhátt gagnvart dýrun-
um, að þau megi svelta.
-HEI
■ SÍÐASTLIÐINN fimmtu-
dag hófust að nýju í Genf
viðræður risaveldanna um tak-
mörkun meðaldrægra eldflauga
í Evrópu. Ljósmyndarar og
blaðamenn fengu að vera við-
staddir, þegar aðalsamninga-
menn risaveldanna komu til
fyrsta fundarins og heilsuðust
mjög vinsamlega. Bersýnilegt
virtist, að persónulega kæmi
þeim vel saman.
Aldursmunur þeirra er þó
verulegur, Paul Nitzc,
fulltrúi Bandaríkjanna,
er 76 ára, en Yuli
Kvitsinsky, fulltrúi Sovét-
ríkjanna, er 46 ára. Nitze er vel
hress, þrátt fyrir aldurinn, og
Kvitsinsky kann vel að meta
rcynslu hans og þekkingu.
Meðan viðræðunum var
frestað, komst sá orðrómur á
kreik, að þeir Nitze og Kvitsin-
sky hefðu orðið sammála um
máiamiðlunartillögu á síðast-
liðnu sumri. Ríkísstjórnir beggja
risaveldanna hefðu hafnað þeim.
Samkvæmt því, sem bandarísk
blöð skýra frá, var Nitze höf-
undur þessara tillagna. Þeir Nitze
og Kvitsinsky borðuðu saman
kvöldverð á veitingastað skammt
frá Genf hinn 16. júlí. Við það
tækifæri sýndi Nitze Kvitsinsky
tillögur sínar.
Eftir að Kvitsinsky hafði gefið
sér sæmilegan tíma til að kynna
ser þær, lét hann í ljós, að hann
teldi þær líklegar til samkomu-
lags. Niðurstaðan varð sú, að
þeir ákváðu að leggja þær fyrir
ríkisstjórnir sínar sem samnings-
grundvöll. Neikvæð svör bárust
bæði frá Moskvu og Washington.
BANDARÍSKAR heimiidir
segja ennfremur, að Eugene
Rostow, framkvæmdastjóri Af-
vopnunarstofnunar Bandaríkj-
anna, hafi verið með Nitze í
ráðum, þegar hann undirbjó
tillögur sínar. Þeir Nitze og
Rostow lögðu tillögurnar fyrir
sérstakan fund þar sem bæði
George Shultz utanríkisráðherra
og William Clark, aðalráðunaut-
ur Reagans forseta í öryggismál-
um, voru viðstaddir.
Þar leizt mönnum nokkuð vel
á tillögurnar en annað hljóð kom
í strokkinn, þegar Caspar Wein-
■ Gromyko í Bonn á dögunum að ræða við Carstens forseta og
Genscher utanríkisráðherra.
berger varnarmálaráðherra og
Richard Pcrlc aðstoðarvarnar-
málaráðherra fengu þær til um-
sagnar.
Weinberger og Perlc höfnuðu
tillögunum algerlega, cn þó
einkum Perlé. Richard Pcrle,
sem er 41 árs, virðist ver a mjög
áhrifamikill í þessum málum.
Perle var um talsvert skeið
starfsmaður hjá Henry Jackson
öldungadeildarþingmanni og tók
mikinn þátt í baráttu hans gegn
Salt-2 samningnum.
Perle er sagður mikill mála-
fylgjumaður. Bandarískirfrétta-
skýrendur telja hann einn mesta
haukinn í varnarmálaráðuneyt-
inu. Sumar heimildir telja hann
upphafsmann núll-tillagnanna
svoncfndu. Hann hafði sannfært
Wcinberger um réttmæti þeirra,
en Weinberger síðan fengið Rc-
agan til þess að fallast á þær og
gera þær að tillögum Bandaríkj-
anna.
Eftir að tillögum Nitze hafði
verið hafnað fór staða Rostow
mjög að veikjast, cnda lenti
hann til viðbótar í deilum við
öldungadcildarmenn, scm vildu
ckki samþykkja val á aðstoöar-
manni, sem Rostow hafði kosið
sér. Sú deila átti ekki minnstan
þátt í því, að Rostow var látinn-
víkja.
Sá orðrómur gckk þá um
skeið, að Nitzc myndi cinnig
vcrða látinn víkja, en hafi það
komið til tals, var horfið frá því
ráði. Nitzc er bæði samvinnu-
þýðari maður en Rostow og
nýtur meiri vinsælda og viður-
kenningar. Það hefði ekki mælzt
vel fyrir, ef hann hefði verið
látinn hætta sem aðalfulltrúi
Bandaríkjanna í viðræðuncfnd-
inni.