Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 10
10 Uimm MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1983 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983 15 Iþróttlr Iþróttir Umsjón: Samúel örn Erjlngsson Lúalegt bragð Norð- marma ■ „Þad er ekki nokkur vafi á því að Norðmaðurinn miðaði beint í andlitið á mér, og grýtti í mig af ásettu ráði“, sagði Brynjur Kvaran eftir leikinn í gserkvöldi. Atvikið sem Brynjar Kvaran vísaði til átti sér stað i byrjun síðari hálflciks. Brynjar hafði varið mjög vel i fyrri hálfleiknum, alls 9 skot. Norðmenn fengu vítakast strax á 3. mínútu síðari hálfleiks, sem Thor Edvin Helland tók. Norsku leikmennirnir fóru allir yfir á sinn vallarhelming, og skiptu sér ckkert af þvi hvað um frákastið yrði, ef um það væri að ræða. Thor Edvin Helland skaut af öllu afli beint í andlit Brynjars, með þeim afleiðingum að Brynjar varð að yfir- gefa leikvöllinn. Við þetta áfaU hikst- aði íslenska liðið lítillega, en náði sér síðan á strik, eftir að Kristján Sig- mundsson hafði fundið sig og hitnað i markinu. Frá Ingólfi Hannessyni í Osló: ORUGGUR SIGUR A NORDMÖNNUM ísland sigraði 22:17 ■ Norðmenn réðu ekkert við Alfreð Gíslason ■ Brynjar varði eins og berserkur ■ „Eg er mjög ánægður með sigurinn hér, en þrátt fyrir það er margt enn að og í rauninni margt sem hikstar í vélinni hjá okkur. En það er samt kominn ákveðinn stöðugleiki í þetta“, sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari eftir landsleik íslands og Noregs í Sandehallen rétt utan við Drammen í Noregi í gærkvöld. íslendingar sigruðu í leiknum 22-17, eftir að staðan hafði verið 10-6 landanum í hag í hálfleik. Norðmcnn byrjuðu mcð nokkrum látum í lciknum og skoruðu fyrsta markið. En íslcndingarvorufljótir að svara, og skoruðu næstu 4 mörk, og tóku þar með forystuna 4-1. Næstu mínútur var leikurinn ansi jafn, og Norðmenn náðu til dæmis að jafna um miðbik fyrri hálfleiks 5-5. íslensk einstefna Eftir þetta var um algera ein- stefnu að ræða að marki Norð- manna, og skoruðu íslendingar 5 mörk gegn einu norsku. Það sem aðallega skapaði þessa forystu, 10-6 í leikhléi, var stórgóður leikur Brynjars Kvaran í marki íslenska liðsins og varði hann alls 9 skot í fyrri hálfleik. Þá sýndi Alfreð Gíslason snilldartakta, og íslenska liðið lék að öllu leyti mjög vel. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn, og munurinn hélst nokkuð svipaður fram eftir leiknum. 3-5 mörk skildu liðin að, 13-9, 16-11, 17-12, 18-12 og þar komst landinn í 6 marka forystu. Eftir það hikstaði íslenska liðið aðeins, og Norðmenn komust í 15-18. Héldu menn að íslenska liðið væri að springa, en í ljós kom að það var öðru nær. Landinn skoraði 2 næstu mörk, og þar með var leikurinn búinn, ef svo má segja. Hvort lið skoraði 2 mörk það sem eftir lifði leiks, og leiknum lauk 22-17. Reyndar höfðu íslendingar möguleika á að bæta enn marka- töluna, þegar staðan var 22-16 fengu íslendingar tvö hraðaupp- hlaup, en klúðruðu báðum mjög klaufalega. Þetta gerðist þegar ein mínúta var til leiksloka, og Norð- menn skoruðu síðasta markið. Leiknum hefði því getað lokið 24-16, og sést á því að munurinn á liðunum var talsvert mikill. Norskir réðu ekkert við Alfreð Bestu menn íslcnska liösins voru Alfred Gíslason og Brynjar Kvaran. Norðmenn réöu ekkert við Alfreð sem átti enn einn stórleikinn í þessari ferð. Alfreð sýndi það og sannaði að hann er að springa út sem handknattleiks- maður, og réðu norsku varnar- mennirnir nákvæmlega ekkert við hann. Alfreð skoraði 7 mörk í leiknum, hvert öðru glæsilegra. Mörg markanna skoraði hann með uppstökkum langt utan punktalínu og þrykkti boltanum í markið svo söng í. Brynjar Kvaran átti stórleik í markinu. Hann varði alls 9 skot í fyrri hálfleik, og 1 í byrjun síðari hálfleiks, en þá varð hann að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs. Kristján Sigmunds- son sem kom í Brynjars stað í síðari hálfleik varði einnig mjög vel. Markvarsla í leiknum var því með því allra besta sem hægt er að búast við hjá íslensku hand- knattleikslandsliði. Páll Olafsson var góður í leiknum, hornamennirnir Guð- mundur og Bjarni voru mjög frískir og Kristján Arason var öruggur í vörninni, en frekar rólegur í sókninni. Þorbjöm Jens- son var sem klettur í íslensku vörninni. Mörkin Mörk íslands: Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 4/2, Bjarni Guðmundsson 3, Páll Ólafsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Sigurður Sveinsson 2 og Steindór Gunnarsson 1. Flest mörk Norðmanna skoruðu Thor Edvin Helland 5, Karl Christian Hanneborg 4, Bjarne Sten Jörgensen 3. í norska liðinu bar Helland af öðrum leikmönnum, og að mati undirritaðs eini leikmaðurinn í norska liðinu sem mundi sleppa í íslenska landsliðið. Þrátt fyrir þetta eru Norðmenn í mikilli framför, og eru að byggja upp landslið fyrir b keppnina 1985. Norska liðið er mun sterkara landslið en við höfum séð á undanförnum árum, en íslending- ar voru bara mun betri. r ,, IngH. Frábær markvarsla ■ Brynjar Kvaran varði 10 skot alls í leiknum, 9 í fyrri hálfleik, og það tíunda fékk hann í andlitið. Kristján Sigmundsson varði 9 skot í síðari hálfleiknum, og vörðu því íslensku markverð- irnir alls 19 skot, sem er frábær árangur. Sóknarnýting í leiknum í gær voru 23 soknir og 10 mörk í fyrri hálfleik hjá íslendingum, og í síðari hálfleik 24 sóknir og 12 mörk. Sóknarnýt- ing var því 50% í leiknum. Bragi Garðarsson prentarl (4) Birmingham/ WestHam West Ham vann heima i fyrri umferðinni 5-0, og ætti þess vegna að sigra eða í það minnsta gera jafntefli. Birmingham er í neðsta sæti nú sem stendur, en spá mín er sú að þeir vinni 1-0, og lyfti sór upp af botninum. Þorkell J. Sigurðss. Southampton/ prentari (1) Norwich Þetta er 1. Norwich á engan séns. AgnesBragadóttir Everton/ blaðamaður (3) NottsCounty Það þarf ekki mikinn spámann til þess að vita að Everton vinnur þennan leik, ég hugsa 3-1. Ég tippa því að sjálfsögðu á 1. 2 Gísli Óskarsson Sunderland/ verslunarstjóri (1) Coventry Bæði þessi lið eru í mikilh framför. Ég held að Coventry vinni. Ásta M. Reynisd. nemi (3) Ipswich/ Man. United 2. United vinnur og nær upp spennu í deildinni á ný. Þorgrimur Þráinss. auglýsingastj. (1) W.B.A./ Stoke Þetta er öruggur heunasigur. Albion er vel treystandi á heimavelli. HinrikÞórhallsson Luton/ kennari Liverpool Luton er skemmtilegt lið. Ég hef mikla trú á þeim. Þeir halda jöfnu gegn meisturun-. um. 2 i * Guðm. Hreiðarss. bifreiðastjóri (1) Barnsley/ Wolves Ég tippa á Úlfasigur. Úlfamir hafa verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér síðan Andy Gray gekk til liðs við þá. Þeir eru líka á sigurbraut. Magnús Þorvaldss. Man. City/ bakari (2) Tottenham Þeir eru erfiðir þessir karlar í Tottenham. Ætli Tottenham vinni ekki tvo leiki í röð nú, þeir hafa ekki gert það lengi. 2 Guðm. Torfas. skrifstofumaður (1) Bolton/ Fulham Þetta eru 2. Fulham heldur sínu striki. Óttar Sveinsson bakari (2) Nott. For./ AstonVilla Það verður 1 í þetta skipti, þó að það ætti kannske að vera x. En þetta verður óvænt. Benedikt Guðm. Leeds/ prentari (1) Sheff.Wed. Leeds er mitt lið. Þeir vinna örugglega. ■ Enn eru það sex, sex og sex hjá okkur hór í getraunaleiknum, það er að segja, sex út, sex inni og sex nýir. Getraunaspá- menn runnu flatir í hálku bikarkeppninnar síðast, það kemur fyrir bestu menn. Þeir sem nú kveðja okkur fá að sjálfsögðu kærar þakkir fyrir samfylgdina. Ekkert er gleðilegra en þegar hann skellur á með blíðu, það er alveg klárt... Skiðamenn fengu loksins almennilega útrás fyrir hreyfiiðkun sína í góðu veðri síðastliðinn laugardag, og í gær var stilla og fegursta veður. Þær fréttir berast okkur einnig frá Akureyri frá einum getrauna- spekinga okkar, að þar sé nú snjómugga, þar af leiðandi að koma skíðasnjór i Fjallið aftur, enda kominn tími til. Ef hingað kæmu verur annars staðar frá, eins og til dæmis frá stjömunni El, eða bara einhverri annarri stjömu, gæti þeim hinum sömu orðið á að spekúlera dálitið i fótabúnaði jarðarbúa. Segjum til dæmis að þeir kæmu niður á Hellisheiðinni. Þar gætu þeir séð gönguskiðamenn í reimuðum skóm og með örmjó skiði á fótum, htu síðan upp í Hveradalabrekkuna og þar væri fólk í stómm plastblöðruskóm með breið skíði viðfest, á fullri ferð niður brekkumar, eða í húk-, eða sprengstellingu rúllandi í lyftunni upp eftir. Svo fína frúin úr Reykjavik sem fer tortryggin út úr bílnum sínum af þvi að hann er orðinn eitthvað skrýtinn í akstri, tiplar svo ráðalaus kringum spmngið dekk- ið á hælaháu bandaskónum í nælonsokkun- um og á samkvæmiskjólnum sem á vel við á góðgerðarfundinum í Hveragerði. Ekki þarf síðan að minast á nokkuð eðlilegan fótabúnað að vetrarlagi, né bomsur eða gúmmiskó... ■ Allir leikirnir á seðlinum í þessari viku em erfiðir. Hlt að spá og verra að spá í. „Ég vildi ekki lenda í þessu ódmkkinn", eins og útigangurinn sagði. En þrátt fyrir misjafnan árangur flestra í bikarkeppninni síðast, em liklega allir galvaskir, eða alvakrir, og spá enn grimmar en fyrr. Já, og á meðan ég man, 15 raðir vom upp á 12 rétta síðast, og vinningur á röð krónur 19.585.-. 319 raðir vom með 11 rétta og 394 krónur þar á röð. Leikirvikunnar em eins og áður er nefnt illir yfirferðar, eins og sagt var um fjallvegi íslands marga hverja á ámm áður, og á stundum enn. Menn gætu átt í erfiðleikum að ákveða föstu leikina á kerfisseðlunum. Á flestum vígstöðvum em það neðri lið sem fá efri lið í heimsókn, og þá er það spumingin, hversu dýrt vegur heimavöllur- inn gegn betra liði? Það em ekki alltaf jól, né heldur páskcir, svo að það er ekkert annað að gera en byrja... Sparksérfræðingar hér heima em nú sem óðast að fyllast vorhug, flestir vita orðið hvenær Reykjavík- urmótið byrjar, og hvaða lið leika fyrsta leikinn í íslandsmótinu, enda hefja menn leik hér þegar blendingur Engla,Saxa og Norðmanna fara að leggja tuðmnni í vor, öllum handsaumuðum. Nú að lokum er ekkert annað eftir en að óska spámönnum gleðilegra úrslita, sér- staklega þeim sem sitja á laugardögum í gljábónuðum knattspymuskóm, júníformi og hvitum sokkum upp á læri í ökkladjúpu flosteppinu spyrnandi ímynduðum knetti af öllu afli í netið, ímyndað net eða hárnet, og glápandi á skjáinn með eld í augum og roða í kinnum, já þetta er sport. STAÐUR HINNA VANDLATll STAÐAN 1 Staðan i efstu deildunum ú 1 1 Englandi eftir leiki á laugar- ■ dag. l.deild: Liverpool...... .. 25 17 5 3 60-21 56 Manchester Uti .25 13 7 5 35-19 46 Watford .! ..25 13 4 8 44-26 43 NottForest ... ..26 13 4 8 40-33 43 Coventry ..25 11 6 8 33-30 39 West Ham .. 25 12 1 12 42-37 37 Everton .. 25 10 6 9 40-32 36 W.B.A .. 25 10 6 9 37-35 36 Aston Villa .... .. 25 11 3 11 35-34 26 Manchester City . 25 10 6 9 34-38 36 Tottenharn .... .. 25 10 5 10 36-35 35 Ipswich ..25 9 7 9 39-30 34 Stoke .. 25 10 4 11 36-39 34 Arsenal ..25 9 6 10 31-33 33 Notts County .. ..25 9 4 12 32-44 31 Luton ..25 7 9 9 46-51 30 Southampton .. ..25 8 6 11 29-41 30 Swansea .. 25 7 6 12 31-36 27 Sunderland.... ..26 6 9 10 28-38 27 Norwich ..25 7 5 13 26-41 26 Brighton ..25 6 6 13 2348 24 Birmingham ... ..25 4 11 10 19-35 23 2.deild: Wolves . 25 16 5 4 50:23 53 Q.P.R .25 15 4 6 40:22 49 Fulham .25 14 5 6 47:32 47 Shefí.W .25 10 8 7 40:33 38 Oldham .26 8 13 5 44:35 37 Leicest v. . 26 11 3 11 41:28 36 Leeds .25 8 12 5 30:27 36 Shrewsb 25 10 6 9-30:34 36 Grimsby .25 10 5 10 35:43 36 . Bamsley .25 8 10 7 36:31 34 Blackb .25 9 7 9 37:37 34 Newcast .25 8 9 8 38:36 33 Rotherh. .26 8 8 10 29:37 32 Chelsea .25 8 7 10 32:31 31 Bolton .25 8 7 10 30:33 31 Carlisle .25 8 6 11 46:48 30 Cbryst. P ,26 7 9 9 27:32 30 Charlt .25 8 5 12 37:51 29 Middlesb ,25 6 10 9 28:44 28 Cambr ,25 7 6 12 27:40 27 Bumley 25 6 4 15 35:47 22 Derby 25 3 11 11 27:42 20 Alfreð Gíslason hefur líklcga aldrei leikið betur fyrir íslenska landsliðið en í gærkvöld. RUMMENIGGE FER EKKI FRA BAYERN ■ Karl Heinz Rummenigge, fyrirliði vestur-þýska landsliðs- ins batt um síðustu helgi enda á þá umræðu fréttamanna og áhugafólks um knattspyrnu að hann væri á leið frá Bayern Múnchen, og þá jafnvel til Ítalíu. Rummenigge samþykkti á fundi með Willi Hoffmann for- seta Bayern Munchen á veit- ingahúsi í Múnchen á laugar- dag, að framlengja núgildandi samning sinn við félagið um tvö ár. Rummenigge mun þvi verða hjá félaginu til 1987. Karl Heinz Rummenigge er nú 27 ára að aldri. Hann mun því verða 31 árs, þegar samningi hans við Bayern Múnchen lýkur. Rummenigge hefur tvisvar verið kjörínn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Hann hefur klifað á því á keppnistímabilinu sem er að líða að hann langi að leika á Ítalíu, en neitað því að það væri aðferð til að fá betri kjör hjá Bayern Múnchen. „Hér á ég heima“, sagði Rummenigge eftir að samnings- gerðin var kunngerð. „Ég er ánægður með að öll sú. umræða um að ég fari annað er yfirstaðin.“ „Framtíð okkar er nú mun Ijósari", sagði Hoffmann eftir samningsgerðina. „Nú getum við einbeitt okkur að deildarkeppn- inni til vors, og að Evrópukeppni bikarhafa." eftir leikinn HOFDII EKKI TAPAÐ LEIK ■ Um síðustu helgi voru nokkrir leikir í deildakeppninni í borð- tennis. Þar urðu þau tíðindi hclst, að lið Borgfirðinga í fyrstu deild kvenna tapaði sínum fyrsta leik í deildakeppni BTÍ í þrjú ár. Lið Arnarins, það cr að segja a-lið Arnarins gerði sér lítið fyrir ogsigraði Borgarfjarðardöniurnar Staðan ■ Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir leikina um síðustu helgi er þessi: Fram-Keflavík 77-87 ÍR-KR 87-72 Valur 13 10 3 1178-1076 20 ÍBK 14 10 4 1162-1146 20 UMFN 13 7 6 1079-1080 14 Fram 14 5 9 1231-1236 10 KR 13 4 9 1102-1173 8 ÍR 13 4 9 981-1052 8 Næstu leikir eru: Njarðvík-ÍR föstudag, KR-Valur laugardag og ÍR-Fram sunnudag. á heimavelli þeirra, 3-1. Leikurinn var í ferð Arnanna til Borgarfjarð- ar, og aðrir leikir þar um helgina voru: UMSB a - Örninn b 3-0, UMSB b - Örninn a 0-3, UMSB b - Örninn b 3-0. Einn leikur var rétt fyrir áramót sem ekki hefur verið sagt frá, UMSB a og UMSB b léku og sigraði a liðið 3-0. Leikurinn er tvígildur, það er að a liðið fær fyrir hann fjögur stig, en það mun vcra regla í deilda- kcppni BTÍ, að lið frá sama félagi leiki aðeins einn leik sín á milli, og hann gildi sem tveir. Þetta mun vera til að úrslitum sé ekki hagrætt. Einn leikur var um helgina í fyrstu deild karla, Víkingur a vann KR b 6-2. Þróttur sigraði ■ Þróttur sigraði ÍS í gærkvöldi í fyrstu deild kvenna í blaki 3-1.' Þróttarstúlkur hafa þar með tekið eindregna stefnu á íslandsmeist- aratitilinn. Nánar um leikinn á morgun. „Lofa sigri í kvöld“ ■ „Þetta gekk vel t kvöld, en við höfum gert-betur áður. En miðað við að þetta er fimmti leikur okkar á mjög stuttum tíma, var þetta mjög góður- leikur hjá okkur", -sagði Brynjar Kvaran eftir leikinn í gærkvöld. „Við þekkjum náttúrulega norska liðið eftir að Stjarnan var hér fyrr í haust, þekkjum marga leikmennina, og viss- um nokkum veginn hverju við gengum að. En ég er ansi hræddur við leikinn á morgun. Ég er hræddur um að þeir korrii ansi ákveðnir til leiks á morgun. Á því þurfum við að gæta okkar. En ég lofa sigri“. „Fann mig óvenjuvel“ „Ég fann mig óvenjuvel í þessum leik, og mér fannst allt sem ég reyndi ganga sérstaklega vel", sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn. „Kcrfin gengu vel upp hjá okkur allan tímann, ogþád hjálpaði mikið til “. Aifreð sagði ennfremur að hann hefði búist við Norðmönnunum öllu sterkari en þeir voru. „En ég er hræddur um að Norðmenn verði sterkari í seinni leiknum, og við veikari. Norðmennimir verða ömgg- lega hgrðir. - En við stefhum á sigur og ekkert annað en sigur“, sagði Alfreð Gíslason, „við ætlum að klára þessa ferð almennilega". Þeir sem hvfldu , ■ Þeir sem hvíldu í lciknum voru Þorgils óttar Mathiesen, Einar Þor- varðarson og Ólafur Jónsson. Hilmar Bjömsson gaf ekki upp f gærkvöld hverjir mundu hvflá t leiknum á morgun. Brynjar Kvarán ómeiddur Það kom í ljós eftir leikinn gegn Norðmönnum að meiðsli Brynjars Kvaran vora ekki alvarleg, og var hann að mestu búinn að ná sér eftir leikinn. Hann mun því að öllum líkindum leika með á morgun, það er að segja ef ekki er komin röðin að honum með að hvíla. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.