Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1983
á vettvangi dagsins
Oddný Guðmundsdóttir:
Fækkar fornum véum
(Brot úr handriti)
SÍÐARI HLUTI
Leiklist nútímans heimtar það, sem
tíðkast að kalla raunsæi og oft birtist
þannig, að látnir menn verða af með
eitthvað af þeim dyggðum, sem al-
mannarómur hefur eignað þeim.
Sjónvarpsleikrit um Hallgrím Péturs-
son var sagt hafa þann tilgang að sýna
Hallgrím sem mennskan mann en ekki
dýrling. Þjóðsagan lýsir þó Hallgrími
einmitt sem breyzku góðmenni en ekki
helgum manni. Undarlegri er þó með-
ferð leiklistarinnar á Guðríði, þegar hún
er orðin gömul um of og herfileg í útliti.
Þó er næstum vissa fyrir því, að
Guðríður hefur verið fríð kona. Þjóð-
sagan segir, að sjálfur höfðingi Algeirs-
borgar hafi keypt hana dýrum dómum
til fylgilags. Slík saga verður ekki til um
neina herfu. Líkur benda til, að hún hafi
verið vel haldin ambátt hjá ríku fólki.
Hví skyldi hún ekki hafa átt eitthvað af
æskublóma sínum fram undir fertugt?
Raunsæin er orðin glámskyggn. Snilld
var það, út af fyrir sig, hvað blessuð
leikkonan gat gert sig ámátlega til að
þóknast „raunsæinu."
Einu sinni í sumar, sem leið, birtist í
Þjóðviljanum plötuauglýsing með yfir-
skriftinni: „Kond í stuð“, ásamt afkáran-
legri mynd af Lenín, með hundahlekk
um hálsinn, öryggisnælur í eyrnasnepl-
unum og brodda, líkasta svínsburst, upp
úr hvirflinum.
Gramur lesandi, (H.S.), fann að
þessu. E.K.H. ritstjóri svaraði: „Við
erum engir skurðgoðadýrkendur". Lýsir
hann því og yfir, að hann sé á móti
ritskoðun, eða „forðist vegi ritskoðun-
ar“, eins og hann orðar það.
Hver veit, nema hinir ýmsu stjórn-
málaflokkar fari að láta prenta myndir
af mönnum, sem þeir hafa metið mikils,
á þvottaklúta, að dæmi Bandaríkja-
manna? Má eflaust segja um Lincoln,
eins og Lenín, að hann hafi ekki verið
„hafinn yfir gagnrýni".
Það er góðra gjalda vert að „forðast
vegi ritskoðunar“ en vont, ef þar með
er talið sjálfsagt að birta óprenthæfa
íslenzku. En íslenzkan er eitt af því, sem
gálgahúmorinn skeytir skapi sínu á.
Mörg ljóðskáld nútímans fá ríflegt
hrós fyrir gálgahúmor. Einn dýrlinga
■ Vegna greinar Kristjáns Ragnars-
sonar, form. LÍÚ í Tímanum 20. janúar
s.l., þar sem hann gerir að umræðuefni
frett fréttaritara Tímans á Þórshöfn um
að bv. Stakfell hafi staðið við að greiða
20% af aflaverðmæti til stofnlánasjóð-
anna, og vegna forystugreinar í DV 25.
jan. s.l. eftir Jónas Kristjánsson, ritstjóra
óskar Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga
að koma eftirfarandi á framfæri.
Formaður LÍÚ staðhæfir m.a. í grein
sinni, að aflaverðmæti bv. Stakfells nægi
ekki til greiðslu afborgana og vaxta. Hið
rétta er, að síðan togarinn hóf veiðar um
mánaðamótin júlí/ágúst eru gjaldfallnir
vextir og afborgnir að upphæð 5,3 millj.
króna. Á þessum tíma hefur skipið
greitt. sem hluta af aflaverðmæti, 1,9
millj. króna. Þar að auki á skipið að fá
til frádráttar vaxtaafslátt og hlutdeild í
gengismismun., samkvæmt samkomu-
lagi LÍÚ og ríkisstjórnarinnar við fisk-
verðsákvörðun í september s.l., ca. 1,4
millj. króna. Mismunur er því 2 millj.
króna, og hefir þá verið greitt sem
samsvarar 64% af afborgunum og
vöxtum. í svartnættis hugsunarhætti
sínum fær formaðurinn út aðeins 19%.
Aðdróttanir formannsins um að færa
þurfi til gengismun frá fiskvinnslufyrir-
tækjum til greiðslu á því sem upp á
ungu kynslóðarinnar, sem kallast stund-
um hvorki meira né minna en meistari,
birtir ljóð í söngbók:
(Við nánari athugun, þykir mér fyrsta
línan ekki prenthæf, og lækkar þó
skáldið flugið, því lengra, sem líður á
kvæðið.)
En þetta kvæði um Ragnheiði Brynj-
ólfsdóttur er, sem sagt, þarna og fræðir
okkur um smekkvísi ungra íslendinga.
Örlög Ragnheiðar hafa um þrjár aldir
hrifið hugi manna. Ástarharmurinn lét
engan ósnortinn. Auk þess var saga
Ragnheiðar sagaaldarfarsins. Fólk hefur
löngum rætt um atburðina, skapferli
Skálholtsfólksins, trúarlíf þeirra tíma,
réttarfar, sök og sakleysi. Þannig var
venja að ræða um fornsögurnar.
Skáld hafa aukið píslargönguna frá
Skálholti fegurð og skilningi. Eiðurinn
var málsvöm tilfinninganna. Og Þor-
steini brást ekki bogalistin. Kamban
fjallar um fordóma aldarinnar, hræsni
og grimmd, af þeirri mannþekkingu og
mildi, sem einkennir rit hans. Mikilhæfar
leikkonur hafa gætt söguna nútíma-
legum skilningi á hlutskipti kvenna.
Margt hefur orðið til þess, að saga
Ragnheiðar er þjóðinni hjartfólgin saga.
En skyndilega er sett klunnalegt
háðsmerki aftan við söguna. Þar eru
komnir á kreik menn, sem sjá frama sinn
mestan í því að reisa níðstöng öllu, sem
venjulegu fólki þykir vænt um. „Vá,
vá“, urrar kvennakúgarinn, sem dormar
djúpt í hugskoti einstöku lesenda.
Hrósar því, að nú taki „meistarar"
loksins af skarið og vari menn við
„væmni“ úreltra skálda.
Svo kýrja þeir uppveðraðir á söngbók-
ina sína:-----
Gálgahúmorinn er mjög iðkaður á
kostnað kvenna. Fyrir nokkrum árum,
þegar hann var einmitt farinn að útrýma
fyndninni, birti dagblað glaðhlakkalega
frásögn um handtöku eiginmanns þjóð-
lagasöngkonunnar Joan Baez. En þau
hjón hafa oft setið í fangelsi vegna
baráttu fyrir friði. Og nú átti maðurinn
í vændum þriggja ára tukthúsvist. „En
Joan rölti um með sína fyrirferðamiklu
vömb“, segir blaðamaðurinn og ræður
sér ekki fyrir kátínu yfir því, að konan
var komin að falli. Varla hefur blaða-
vantar í afborganir og vexti af togaran-
um, gefa ekki raunhæfa mynd. Upptaka
gengismunar af fiskvinnslu á Þórshöfn á
sama tíma er miklum mun hærri upphæð
en kemur í hlut togarans. Hver fær því
mismuninn?
Þá spurningu formanns LÍÚ hvort
eigendur togarans viti ekki hvað þeir
skulda eða hvað þeir eiga að greiða af
skipinu, teljum við í hæsta máta ósmekk-
lega. Stjórn félagsins hefur frá upphafi
gert sér grein fyrir greiðslubyrði vaxta
og afborgana af lánum. Þar sem ekki var
til mikið fjarmagn til kaupanna var lögð
mikil vinna í að gera sem hagkvæmast-
an samning um smíði togarans og
jafnframt var leitað eftir sem hagkvæm-
ustum lánum erlendis frá. í því sambandi
var ákveðið að taka 80% af verði
togarans að láni í sterlingspundum þrátt
fyrir ríkjandi stefnu um lántökur erlend-
is í dollurum. Frá því lánið var tekið í
maí 1981 til dagsins í dag var hagnaður
af þessari ákvörðun, miðað við að taka
lán þetta í dollurum, rúmlega 18,7 millj.
íslenskra króna. Telur formaður LÍÚ að
hér hafi verið illa að málum staðið af
hálfu Útgerðarfélagsins.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
fyrir liggja um verð á sambærilegu nýju
skipi eru skuldir á þessu skipi nú sem
manninum, sem endursagði fréttina á
íslenzku, verið neitt í nöp við mannvini,
sem berjast gegn grimmd og ofbeldi.
Það er bara svo karlmannlegur gálga-
húmor að láta sem manni sé sama.
Keimlík frásögn birtist úr erlendum
fréttum um stúlku, sem missti unnusta
sinn. „Og sleikir hún nú sár sín“, segir
blaðamaðurinn. Þarna er þessi nýi
gálgahúmor lifandi kominn: Andlaus,
illkvittinn og gjörsneyddur allri tilfinn-
ingu fyrir málinu og blæbrigðum þess.
Fjörbrot fyndninnar.
Fjölmiðlar eru löngum að fræða
okkur um skopiðjuna, hvar hún blómgist
bezt og hvernig nafnkenndir menn og
nafnlaus almenningur „engist og emji“,
„taki andköf af hrifningu" og „veini af
kæti“, við að sjá ofan í kokið á
einhverjum skemmtimanninum. Fyrr
má nú rífa lönguhaus.
Tíminn segir frá því 18. október sl.,
að tveir frægir leikarar hafi gengið út af
sviðinu í lok myndatöku, og var það um
sólsetur. Þá varð þeim ljóst, að sólarlag
var alltof „væmin" baksýn í myndarlok
- svo þeir hleyptu í skyndi niður um sig
buxunum, til að bjarga þessu. Mynda-
smiðirnir tóku því síðustu myndina af
þeim berrössuðum. „En þá kiknaði allt
starfsliðið af hlátri, og leikararnir sjálfir
lyppuðust niður emjandi," segir blaða-
maðurinn.
Þessi fregn hefur auðvitað ætt eins og
eldur í sinu um allan heim. Og íslending-
ar urðu að vita þetta líka.--
Herskáir menn eru sjaldan gæddir
mikilli kímni. Tilburðir þeirra einkenn-
ast af strangri alvöru og gjarnan kven-
hatri, því að konan er nátengd lífsgleð-
inni.
Þó hafði Vilhjálmur 2. keisari
„húmor“ á sinn hátt. Það er að segja
gálgahúmor. Einhverntíma datt honum
í hug að glettast við herforingja sína við
veizluborð þeirra karlmannanna. Hann
lét kippa undan þeim stólunum, þegar
þeir settust, svo að þeir hlunkuðust í
gólfið. Vonandi hafa þeir „emjað“ vel
og lengi af kæti.
Gálgahúmornum er talið það til
ágætis, að menn, óvirði sjálfa sig jafnt
sem aðra, lítilsvirði áhugamál sín og list.
samsvarar 60% af kaupverði nýs skips.
Af þessu sést að eiginfjárhlutfall er með
því betra sem gerist á nýjum togurum.
Það er því ábyrgðarhluti af formanni
LÍÚ að vekja tortryggni hjá almenningi
á útgerð er hefur þó þetta hátt eiginfjár-
hlutfall. Enda sanna viðbrögð Jónasar
Kristjánssonar, ritstjóra að grein for-
mannsins hefur ekki orðið til að auka
traust almennings á útgerðinni í landinu.
Spurningin er því; hvaða hagsmunum
formaðurinn er að þjóna með nei-
kvæðum skrifum sínum um útgerðarfyr-
irtæki?
Forystugrein Jónasar Kristjánssonar í
DV 25. janúar s.l. lýsir svo miklum
þekkingarskorti ritstjórans á útgerð í
landinu að furðu hlýtur að vekja. Fyrir
utan ósannar staðhæfingar um fjármál
útgerðarinnar, lýsir ritstjórinn einfeldni
sinni er hann staðhæfir, að hefði þessi
togari ekki komið til, hefðu togarar
„alvörumanna", eins og hann nefnir
það,verið í fullum skilum (en þeir eru
nú í vanskilum.) Fróðlegt væri fyrir
almenning, að ritstjórinn birti öðru
hvoru forystugreinar um stöðu einstakra
útgerðarfyrirtækja á suð-vesturhorninu,
sem rekin eru af „alvörumönnum".
Það er ósk okkar að formaður LÍÚ
láti í ljós álit sitt opinberlega á
Nöfn margra hljómsveita eru líkust því
sem þau væru uppnefni, runnin undan
rifjum óvina. Ein þeirra kennir sig við
tíkarrass. Það hefði hingað til þótt léleg
fyndni að kalla nágranna sinn hundsrass
og húsfreyjuna tíkarrófu.
Ung stúlka yrði varla upp með sér
núna, ef piltarnir fyndu upp á því að
kalla hana Guðrúnu fögru eða Sigríði
sól. Þeir verða að kenna hana við rass
og rófu, ef hún á að láta sér vel líka -
sé hún heilluð af gálgahúmor. Hver veit
líka, nema leikhúsmenn framtíðarinnar
betrumbæti nafnið á Snæfríði íslandssól.
Aðdáandi orðaði það svo, að það
hefði verið „djúp innlifun að hlusta á
Tíkarrassinn.“. Sagði það alvarlega,
brosti ekki sjálfur að orðalaginu. Það er
þessi skortur á kímni, sem gerir unga
skemmtimenn hjáróma, þegar þeir beita
bölvi og klúryrðum tii að þóknast
matsmönnum, sem heimta vægðarlaust
sinn gálgahúmor.
Menntakona segir í samtali við frétta-
mann: „-----Mig dreymdi, eins og allar
stelpur, um að verða mella. Eða nunna.“
Hæpið er að fullyrða svona fyrir hönd
kvenþjóðarinnar allrar. En það verður
ekki rætt hér.
Annar blaðamaður átti seinna tal við
unglinga og spurði stúlku, hvað hún vildi
verða. „Yfirstéttarmella", svaraði sú
litla röggsamlega.
Ekki dettur mér í hug, að menntakon-
an og unga stúlkan hafi sagt þetta í
alvöru. Ég tek þetta sem dæmi um
gálgahúmor, tek það sem dæmi um,
hvað hann á lítið skylt við fyndni. Ég
kalla þetta heldur ekki klám. Þetta er
bara þynnkufyndni kynslóðar, sem ekki
skilur orðheppni en heldur, að hún sé
einhvernveginn svona.
Þarna er líka vegið að einni þeirra
fornhelgu skoðana, sem espa „raunsæis-
menn“. Skírlífi kvenna hefur jafnan
verið fremur vel séð. Draumadísir
skáldanna voru tryggðin sjálf. Rithöf-
undar nútímans er kátir yfir hverskonar
upplausn í sambúð fólks. En félagsfræð-
ingar og samverkamenn þeirra hafa
minna gaman af upplausn og eru þó
líklega engu síður raunsæir en skáld-
mennin.
forystugrein Jónasar Kristjánssonar frá
25. jan. s.l., og svari því hvort hún þjóni
hagsmunum útgerðar í landinu, sem
formaðurinn er nú starfsmaður fyrir.
Gert er ráð fyrir að útflutningsverð-
mæti sjávarafurða sem framleiddar
verða á Þórshöfn á árinu 1983, verði um
80 til 100 milljónir króna, eða sem
samsvarar um 200.000 krónum á hvern
íbúa á Þórshöfn.
Það er krafa okkar að ristjórinn upplýsi
almenning um það hvað Dagblaðið og
Vísir muni skila þjóðarbúinu miklum
gjaldeyristekjum á árinu 1983, ekki síst
þar sem honum hefur orðið tíðrætt um
skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis og
mætti því ætla að hann veldi sér
gjaldeyrisskapandi starf með tilliti til
þess. Það skyldi þó aldrei vera að hluti
af þeim gjaldeyristekjum sem Þórshafn-
arbúar afla fari í að greiða blek og
pappír í Dagblaðið og Vísi, sem kemur
þjóðarbúinu ekki að nokkru gagni,
nema að síður væri. Við leggjum því til
að Jónas Kristjánsson, ritstjóri og aðrir
starfsmenn blaðsins, taki sér fyrir hendur
arðbærari störf í þágu þjóðarinnar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Stjórn Útgerðarfélags Norður-Þingey-
inga.
Dæmi um það, hvernig matsmenn
kynda undir misheppnaðri fyndni, eru
þessi meðmæli utan á bók Einars
Kárasonar, „Þetta eru asnar, Guðjón":
„Vandfundin mun vera jafn hnyttin
lýsing á lífi og hugsunarhætti ungs fólks
nú á tímum og í þessari bók. Málfarið
er ósvikið og sver sig í ættina, og sagan
er auk þess krydduð hráslagalegum
gálgahúmor, sem hæfir efninu einkar vel
------“. En dæmið, sem tekið er um
stílsnilld og gálgahúmor er svóna:
„f innsta horninu flaut í þykkri
ólíusósu, plastdunkum, mannaskít og
gruggi örlítil kæna. Stýrishúsið var eins
og níðþröngur kamar------------. Gamli
maðurinn rétti gulan gaskút og skítuga
loftleiðatösku niðrí bátinn, klóraði sér
skríkjandi í rassgatinu, rétti þér hendina
og kvaddi —.“
Þetta er, að dómi einhverra matsmanna
Máls og menningar, fágæt frásagnarlist,
öndvegismálfar og einstök fyndni. Það
er eins og þessum blessuðum mats-
mönnum nægi, að skáldin nefni nógu oft
„skít“. Þá verða þeir himinlifandi glaðir.
Blaðamaður segir í samtali við DV,
fyrir hönd Víkurblaðsins á Húsavík, að
hann „ætli sér, sko, ekki að bjarga
heiminum". Tekur hann þetta tvisvar
fram. Og DV hefur það eftir í stórri
fyrirsögn. Yfirlýsingar af þessu tagi eru
óðatízka, en eiga líklega að hcita
gálgahúmor.
Það er orðið svo illa séð, að lista-
mönnum og blekiðjumönnum liggi
eitthvað á hjarta, að þora sumir ekki
annað en taka það fram í ofboði, ef á
þá er yrt, að svo sannarlega ætli þeir ekki
að láta neitt gott af sér leiða. Ekki skil
ég annað en Víkurblaðsmennirnir vilji
þorpinu sínu vel, þó að þeir láti svona
til að þóknast einhverjum hávaða-
mönnum.
Ástæðan til þess, að ungir rithöfundar
eru svo leiðinlega líkir hver öðrunt, gæti
verið sú, að þeir séu smeykir við að fara
sínar eigin leiðir. Þeir ættu þó að hugsa
um framtíð sína: Það er ekki hægt að
hneyksla sömu kerlingar ár eftir ár með
sömu orðaleppunum um líkama mann-
skepnunnar.
Mikið treystu þeir á gálgahúmorinn
sinn, ungu menntamennirnir, sem stofn-
uðu O-flokkinn sæla, (Núllflokkinn?),
og sluppu þannig við að taka afstöðu til
mála eins og stóriðju, hersetu og
' landhelgi. Eigum við kannski von á
Núllflokki núna?
Sumar bækur sigla undir því flaggi, að
þær séu ádeila. „Ádeilur" eru einkar
vinsælar, þegar deilt er á ekki neitt, eins
og í „Týndu teskeiðinni“. Það hefur
aldrei verið lagt að jöfnu að drepa mann
og stela teskeið. Gálgahúmorinn var
vindhögg.
Raunveruleg ádeila þarf engra auglýs-
inga við. Hún hittir í mark, svo að undan
svíður, og mörgum þykir þá ekki gaman.
Ádeiluskáld hafa hingað til ekki þekkzt
á vinsældum.
Mér þótti alltaf gaman að skapmiklum
krökkum. Stundum les ég nýjar bækur
í þeirri von að rekast þar á „reiða, unga
menn“, sem fara sínar eigin leiðir, cn
sníkja sér ekki matsmannahylli mcð
ærslum og ógerðarnarti í allt það, sem
þjóðinni hefur hingað til verið sárt um.
Oddný Guðmundsdóttir
Formanni LÍÚ og ritstjóra DV svarað um Þórshafnartogarann:
Hafa greitt sem samsvarar 64%
af afborgunum og vöxtum