Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1983
17
menningarmál
Sjálfsritskodun
fjölmiðla
— og striðið sem ævintýri
LIF OG STORF ROSU RAFVIRKJA.
Leikstjóri: Connie Field. Aðalhlutverk:
Wanita Allen, Gladys Belcher, Lyn
Childs, Lola Weixel, Margaret Wright.
Bandarísk, 1980.
ÁÐUR EN HORFT VAR UM ÖXL.
Leikstjóri: Jonathan Lewis. Kynnir:
James Cameron. Bresk 1977.
■ Þessar tvær heimildarkvikmyndir
fjalla um ólíka atburði í ólíkum löndum
en eru þó að sumu leyti líkar. Báðar eru
byggðar upp með svipuðum hætti; klippt
eru saman atriði úrgömlum fréttamynd-
um og áróðursmyndum og svo viðtöl við
fólk, sem kom við sögu og rifjar upp
viðhorf sín til málanna.
Líf og störf Rósu rafvirkja fjallar um
heimavígstöðvarnar, sem svo eru stund-
■ Með borvélina á lofti.
um kallaðar, í Bandaríkjunum í síðari
heimsstyrjöld og hlut kvenna í fram-
leiðslustörfunum á þeim árum. Við
brottför kjarlmannanna af landinu til að
stríða úti í heimi vantaðisárlega vinnuafl.
við margháttuð framleiðslustörf, og
mikil áhersla var lögð á að fá konur til
að taka að sér alls konar störf, scm þær
höfðu aldrei sinnt áður. Rætt er við
nokkrar þeirra kvenna, og endur-
minningar þcirra frá þessunt árum
bornarsaman viðþá mynd.sem áróðurs-
og fréttamyndir þessa tíma gcfa. Koma
þar auðvitað í ljós mjög skarpar and-
stæður, því áróðursmyndirnar voru
gerðar til þess að laða konur að
framleiðslustörfum og þau því gcrð cins
glæsileg og hægt var, en verulcikinn var
oft allur annar; vinnutíminn Jangur,
kaupið oft lægra en hjá körlum, ekki síst.
hjá svcrtingjakonum, og ýmiskonar
misrétti landlægt. Engu að síður var
þetta tími, sem margar konur líta til mcð
stolti og eftirsjá; fyrir þær var stríðstím-
inn eins konar ævintýri, scm fékk bráðan
enda þegar hermennirnir komu hcim og
þurftu að fá störfin sín aftur og konurnar
voru sendar heim til að eignast börn og
sjá fyrir hcimili. Ekki skal drcgiö úr því,
sem fram kcmur í þessari oft skemmti-
lcgu og fræðandi mynd, að illa hafi oft
verið farið með konurnar, cinkum þó
þegar stríðinu lauk, en slíkt fölnar við
hlið þeirra hörmunga, sem konur ann-
arra landa þurftu að þola og m.a. má sjá
í Þýskaland náföla móðir, scm sýnd cr
líka á hátíðinni. Fyrir þær konur var
stríðið ekkert ævintýri. Þetta minnir
einnig á það, að auðvitað var reynsla
Bandaríkjamanna af síðari heimsstyrj-
öldinni allt önnur en t.d. flestra Evrópu-
þjóða, þar sem vettvangur harmleiksins
var.
Brcska myndin er nokkur úttckt á
þeirri ntynd, scm fréttamyndir kvik-
myndahúsanna gáfu af nasismanum á
árunum frá 1933 fram til þess að
heimsstyrjöldin hófst, og sýnir, cins og
reyndar kemur engum á óvart, að þar
var allt gert til þess að styggja á engan
hátt Hitler. Þetta var hins vegar yfirlcitt
ekki gert með opinbcrri ritskoðun
heldur fyrst og fremst mcö sjálfsrit-
skoðun og var mjög í samræmi við það
vinnulag, scm ríkti á flestum hclstu
dagblöðum Breta á þessum tíma og gcrð
hgfur verið úttekt á á öðrum vettvangi.
í þessari mynd eru ýmsir fróðlegir gamlir
filmubútar, en samt furðulítið nýtt sem
þar kemur fram fyrir þá scm á annað
borð hafa citthvað lesiö um breska
fjölmiðla á síðasta áratugnum fyrir
upphaf síðari heimsstyrjöldina. Hún er
engu að síður þörf áminning fyrir
samtímann og cinkum til þcirra, sem við
fjölmiðla starfa. Það er til lítils að státa
sig af því að búa við prentfrelsi og
skoðanafrelsi, ef sjálfsritskoðun verður
til þess að óþægilegum staðreyndum sé
stungið undir stól.
-ESJ
■ Isabelle Adjani rekur hníf i ástmann sinn.
Haldinn
subbuleg
um anda
HALDIN ILLUM ANDA. Leikstjóri:
Andr/ej Zulawski. Aðalhiutverk: Isa-
belle Adjani, Sam Neill. Frönsk/vestur-
þýsk, 1981.
■ Pólski leikstjórinn Zulawsky, sem
verið hefur í París í niörg undanfarin ár,
er cinn af þrcmur gcstum Kvikmynda-
hátíðarinnar. I þessari nýjustu kvikmynd
sinni bcitir hann athyglisverðri tækni við
myndatöku og lýsingu, og aðalleikararn-
ir, sérstaklega þó Isabelle Adjan, fara
einstaklega vel með erfið hlutverk. En
því miður, það er ekki nóg að tæknin sé
í lagi og leikurinn góðurcf inntakið, cfni
myndarinnar, er innihaldslaust rugl,
sem nær engan veginn til áhorfenda.
Þannig er þessu farið með Haldin illum
anda, sem á að því er virðist að fjalla
um skrímslin, sem við ölum innra með
okkur, og eins hin pólitísku skrímsli,
sem Berlínarmúrinn er m.a. tákn fyrir.
En þann boðskap, þá meiningu, sem
höfundurinn kann að hafa viljað koma
til áhorfenda, hefur honum engan veginn
tekist að búa í það form, sem skiljanlegt
er. Eftir situr aðeins röð subbalegra
atriða, sem eru cins og fcngin að láni úr
hryllingsmyndum síðari ára; hér brcgður
fyrir kunnuglegunt atriðum, scm eiga
óbcint faðerni í The Exorcist og Omen-
myndunum, svo aðeins tvö dænti séu
nefnd. Zulawsky hefur sagt, að þessi
mynd sé ekki hrollvckja, og það er alvcg
rétt hjá honum; hin óhugananlcgu atriði
cru nefnilega sjaldnast ógnvekjandi;
þau eru aðeins subbuleg. Það kann að
vera í lagi að sýna fólk skera sig og aðra
með rafmagnshnífum, konu slátra karl-
mönnum, jafnvel geyma hluta þeirra í
ísskápnum sínum, mynda konu í kyn-
mökum við margarma skrímsli, og láta
leikara kyssast með blóðið fossandi úr
munnurn sínum, ef það hefur cinhvcrn
annan tilgang en að sýna subbuskap.
Vafalaust hefur Zulawsky haft slíkan
æðri tilgang í huga; honum hefur bara
ekki tekist að gera hann skiljanlegan í
þessari mynd.
-ESJ
Þýskur hrydjuverkamaður
séður með systu raugum
fliiiii'imn.iif
BLÓÐBÖND - EÐA ÞÝSKU SYST- gagnrýndi háttalag hennar og klæða-
URNAR. Leikstjóri: Margarethe von
Trotta. Aðalhlutverk: Jutta Lampe,
Barbara Sukowa. Vestur-þýsk, 1981
■ Þegar æskulýðsbyltingin, sem reis
hæst í Evrópu árið 1968, var að fjara út.
fór hópur manna, sem brátt fékk
almennt nafnið Bader-Meinhof-hryðju-
verkasamtökin, að láta til sín taka í
Vestur-Þýskalandi m.a. með ránum og
sprengjutilræðum. Samtök þessi voru
kennd við tvo helstu leiðtoga þeirra,
Andreas Bader og Ulrike Meinhof, en
svo virðist sem Gudrun Ensslin hafi ekki
síður verið áhrifamikil í þessum hópi.
Svo fór að lokum, að leiðtogar þessara
samtaka voru handteknir, og þeir
frömdu sjálfsmorð í vestur-þýsku fangelsi
eftir að flugvélarán, sem efnt var til í því
skyni að knýja yfirvöld til að láta þau
laus, hafði mistekist.
Gudrun Ensslin er önnur þeirra
systra, sem frá segir í mynd Margarethe
von Trotte, þótt hún beri þar nafnið
Marianne. Kvikmyndin er þó reyndar
öðru fremur saga hinnar systurinnar,
sem hér er kölluð Juliane, og lýsing á
því hvaða áhrif örlög Marianne höfðu á
líf og viðhorf systur hennar. Jafnframt
er reynt að varpa nokkru ljósi á það
umhverfi, sem systumar ólust upp í, og
skýra þannig hvers vegna þær fóru sitt
hvora leiðina - önnur leið ofbeldis en
hin leið friðsamlegra umbóta á þjóðfé-
laginu.
Þær voru mjög óltkar jafnt í æsku sem
á fullorðinsárum, og brugðust því með
ólíkum hætti við ofsatrú föður síns, sem
var strangur mótmælendaprestur; Juli-
ane var sjálfstæð, baldin og fór sínar
eigin leiðir, hversu mjög sem faðirinn
burð, en Marianne var litla sæta eftirlæt-
isdóttirin, sem í öllu fór að vilja
einræðissinnaðs föður.
Á fullorðinsárunum snerist þetta við;
Juliane, sem hafði mun meira jafnvægi
hugans en Marianne vegna sjálfstæðrar
afstöðu sinnar í æsku, lagði sitt af
mörkum til að breyta óþolandi þjóðfé-
lagsaðstæðum með friðsamlegum hætti;
með því að skrifa og vekja á annan hátt
athygli á þcim málurn, sem hún og
stallsystur hennar vildu breyta. En fyrir
Marianne var þetta alltof hægfara;
eftirlæti föður síns hafði sýnilega erft
ofstækiseiginleika hans og vildi allt eða
ekkert; bylta þjóðfélaginu og reisa
framtíðarríkið á rústum þess. Þess
vegna gekk hún til liðs við Bader-Mein-
hof-samtökin.
Skyldleiki við nasista
í myndinni er þessum ólíka þroskaferli
systranna lýst með ágætum, og sömuleið-
is hversu mjög þær eru tengdar, háðar
hvor annarri, þótt þær fari ólíkar leiðir
og hafi hvor um sig í raun fyrirlitningu
á vali hinnar. Fjölskyldudramanu er
þannig komið til skila með áhrifaríkum
hætti, og sömuleiðis eru lýsingarnar á
vestur-þýska fangelsinu og viðbúnaði og
aðbúnaði þar sterkar og vafalaust sann-
leikanum samkvæmar.
En óneitanlega vantar ýmislcgt. Sér-
staklega vantar að skýra það nánar
hvernig Marianne varð að hryðjuverka-
manni; hér er einungis gerð grein fyrir
þeim skilyrðum í uppeldi og þjóðfélags-
ástandi, sem gefur til kynna þær forsend-
ur sem fyrir hendi voru, en hvcrnig
skrefið stóra var tekið í raun og veru
í fangelsinu: systurnar Juliane og Marianne hitlast.
kemur ekki fram. Einnig kemur hvergi
fram í myndinni hvaða óhæfuverk
Mariannc og félagar hennar unnu; hér
sjást engin fórnarlömb hermdarverk-
anna né yfirleitt neinir slíkir atburðir.
Ef til vill hefur höfundur talið, að þeir
væru öllum kunnir, en það er misskiln-
ingur ogskekkir þá mynd sem geíin er.
Julianne var andvíg þeirri leið, sem
systirin valdi, og segir á einum stað,
réttilega, að á Hitlerstímanum hefði hún
orðið sannfærður nasisti. Það er ekki að
ástæðulausu að þýsku hryðjuverka-
mennirnir hafa verið ncfndir „Börn
Hitlers". En þegar Marianne cr öll
breytist líf Juliannc sem upp frá því snýst
eingöngu um systurina og tilraunir til að
sanna, að hún hafi ekki framið sjálfs-
rnorð heldur verið myrt. Þar kemur m.a.
fram sektartilfinning hennar vegna þcss
að hafa ekki valið sömu leið og systirin
þótt skynsemin hafi sýnt henni að sú leið
væri röng.
Jafnframt því að helga sig minningu
systurinnar - en vel að merkja án þcss
þó að vilja sjálf t'ara hennar leið til að
breyta þjóðfélaginu - tckur hún son
Marianne að sér, en hann hat'ði Mari-
annc yfirgefið þcgar hún helgaði líf sitt
byltingunni og reyndi þar nteð að kæfa
allar pcrsónulegar tilfinningar, sem ekki
kærnu baráttunni að gagni. Sonurinn
hafði fengið að reyna það, eins og flciri,
að syndir foreldranna koma niður á
börnunum. og Juliannc fékk þaö nýja
Elías Snæland
Jónsson
skrifar um ,
kvikmyndir
verkeíni að sannfæra piltinn um að
móðir hans hafi ekki verið ófreskja.
Leikurinn í þessari mynd hjá Jutte
Lampe og Barbara Sukowa er mjög
sannfærandi og yfirvegaður, og myndin
hefur öll yfir sé blæ raunsæis. En hún
gefur líka til kynna tvístígandi afstöðu
til hryðjuverkasamtaka af Bader-Mein-
hof-taginu; þau eru gagnrýnd en unt leið
kemur fram viss aðdáun á þeim, sem
hafa þor. ef það er þá rétta orðið, til að
fylgja sannfæringu sinni eftir til ítrustu
öfga. Slíkar andstæðar kenndir takast
vafalaust á í brjóstum ýmissa, en þeim
er þá hollt að muna að sagan geymir
ógnvekjandi frásagnir af öðrum slíkum
einstaklingum og samtökum þeirra, sem
töldu líka cins og Badcr-Meinhof að
tilgangurinn helgaði meðalið. Nasistarn-
ir cru hrikalegasta dæmið um það, og
þótt kannski séu engin blóðbönd á milli
nasista og Badcr-Meinhof, þá er um að
ræða greinar af sarria rneiði ofstækis,
rétttrúnaðar og virðingarleysis fyrir lífi
annars fólks sem ekki er á sömu skoðun.
Og þaö er dálítið kaldranalcgt. að í
þessari kvikmynd skuli eina fórnarlamb
ofbeldisaðgerða vera sonur Mariannc.
Hvers vegna fáúm viö ekki að sjá
fórnarlömb hennar sjálfrar?
-ESJ
Regnboginn: Blóöbönd * *
Regnboginn: LIT og störf Rósu rafvirkja * * -^Áöur en horft var um öxl *