Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.02.1983, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1983 19 krossgáta myndasögur 4013. Krossgáta Lárétt 1) Manna. 6) Rugga. 8) Fæði. 10) Mánuður. 12) Fljót. 13) Röð. 14) Æða. 16) Ris. 17) 54. 19) Flótti. Lóðrétt 2) Maður. 39 Kyrrð. 4) Aría. 5) Hryssu. 7) Geyma. 9) Vatn. 119 kveða við. 159 Rödd. 169 Baða. 18) Sagnending. Ráðning á gátu no. 4012 Lárétt 1) Jötun. 6) Sel. 8) Gap. 10) Lok. 12) NN. 13) Ká. 14) Asi. 16) Lap. 17) Nei. 19) Undna. Lóðrétt 2) Ösp. 3) Te. 4) Ull. 5) Agnar. 7) Skáps. 9) Ans. 11) Oka. 15) Inn. 16) Lin. 18) ED. bridge ■ Þá er Bridgehátíð lokið með pompi og prakt. Því miður tókst íslendingum ekki að vinna til fyrstu verðiauna en það munaði svo sannarlega litlu: Guðmund- ur Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórsson tóku feiknarlegan sprett þegar Stórmót B.R. var tæplega hálfnað og voru um tíma komnir með 140 stiga forustu. En í síðustu lotunum fór allt úrskeiðis hjá þeim og í síðustu umferð tókst bæði Steen Möller og Lars Blakset frá Danmörku og Alan Sontag og Kyle Larsen frá USA að komast uppfyrirþá. í Stórmóti Flugleiða var danska sveitin slegin út í undanrásum en í úrslitunum sigraði breska sveitin sveit Ólafs Lárussonar nokkuð örugglega. Ameríska sveitin vann síðan sveit Aðal- steins Jörgensen í leiknum um 3ja sætið. Guðmundur og Þórarinn spiluðu mjög vel fyrri hluta Stórmóts B.R. og það yar sama hvað þeir sögðu eða spiluðu: allt reyndust vera réttar ákvarðanir. í þessu spili fengu þeir hreinan topp á móti Tony Sowter og Steve Lodge frá Bretlandi. Norður S. D10 H.D1075 T. AK9 L.K1098 Vestur Austur S.G76 S. K98432 H.K H.9643 T. 8764 T. 5 L. D6543 Suður S. A5 H. AG82 T. DG1032 L.A7 L.G2 með morgunkaffinu Guðmundur og Þórarinn renndu sér í 6 hjörtu í NS og vestur spilaði út litlu laufi. Þórarinn lét lítið í blindum og tók gosann með ás. Þórarinn gat nú talið 11 slagi með því að gefa einn slag á tromp og sá 12ti var sjáanlegur á lauf ef vestur var að spila frá drottningu. Hann ákvað því að tryggja sig gegn því að tígullinn lægi 4-1 og hjartakóngur lægi vitlaust. Og í stað þess að spila tígli á ás og svína hjarta lagði hann niður hjartaás. Kóng- urinn kom siglandi svo Þórarinn tók fjórum sinnum tromp og svínaði síðan fyrir laufdrottningu. 13 slagir og hreinn toppur því allir sem spiluðu 6 hjörtu töpuðu slemmunni. •aTaja-rgje-rHjaJg-rHJTBrETBJargrgj? 6M® - Ég biðst afsökunar á að ég kem of seint, en ég gat ekki fundið bflastæði... - Og hvernig átti svo aumingja konan að vita það, að maðurinn hennar væri með ofnæmi fyrir arseniki...?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.