Tíminn - 20.02.1983, Qupperneq 2
2
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
■ Myndin er tekin úr húsagarðinum í Pétursstræti, þar sem Jónas Hallgrímsson átti síðast heima. Skáldið bjó innan a Jónas Hallgrímsson.
við gluggana á efri hæðinni.
Fyrri þjóðsagan er á þá lund aö
skáldið hafi hvorki látið sér bregða við
sár nc bana og hafi haldið fullkominni
rænu fram í andlátið. Hún stafar
upprunalega frá ævisögu Jónasar í
tímaritinu Fjölni sem Konráð Gíslason
vinur hans skráði.
Par segir: „15. maí seint um kveldið,
þegar hann gekk upp stigann hjá sér (St.
Pederstræde 140, 3. Sal), skruppu hon-
um fætur, og gekk sá hinn hægri í sundur
fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur
og inn til sín, lagðist niður í fötunum og
beið svo morguns. Þegar inn var komið
til hans um morguninn, og hann spurður
því hann hefði ekki kallað á neinn sér
til hjálpar, sagði hann að sér hefði þótt
óþarfi að gjöra neinum ónæði um
nóttina, af því að hann vissi, hvort sem
væri, að hann gæti ekki lifað. Pví næst
lét hann flytja sig í Friðriksspítala, en
ritaði fyrst til etazráðs Finns Magnússon-
ar, til að fá hann til ábyrgðarmanns um
borgun til spítalans. Þegar Jónas var
kominn þangað og lagður í sæng. var
fóturinn skoðaður ogstóðu út bcinin; en
á meðan því var komið í lag og bundið
um, lá hann grafkyrr og var að lesa í
bók, en brá sér alls ekki. Þar lá hann
fjóra daga, vel málhress og lífvænlegur
yfirlitum; en fjórða daginn að kvöldi,
þegar yfirlæknirinn gekk um stofurnar,
sagði hann við aðstoðarmenn sína,
þegar hann vargenginn frá rúmi Jónasar:
„Tækin verða að bíta í fyrramálið, viö
þurfum að taka af lim.“ Hafði læknirinn
séð að drep var komið í fótinn, en hins
varði hann ekki að það mundi dreifast
eins fljótt um allan líkamann og raun
varð á. Jónas bað, að Ijós væri látið loga
hjá sér um nóttina; síðan vakti hann alla
þá nótt og var að lesa skcmmtunar-sögu,
sem heitir Jakob Ærling - eftir Marryat
-, þangað til að aflíðandi miðjum
morgni; þá bað hann um tc og drakk
það, fékk síðan sinadrátt rétt á eftir, og
var þegar liðinn; það var hér um bil
jöfnu báðu, miðmorguns og dagmála."
Ósennileg lýsing
í Fjölni
Þessi frásögn um viðskilnað Jónasar
sem vitanlega er færð í letur af góðum
hug af vini hans, hefur staðið nánast
óhögguð síðan hún birtist fyrst í Fjölni,
skömmu eftir andlát skáldsins. I lana er
enn að finna í sumum kennslubókum um
sögu íslendinga sem notaðar eru í
skólum.
Nánari athugun leiðir í ljós að lýsing
Konráðs Gíslasonar er um margt ósenni-
leg. Einkennilegt er að Jónas skyldi ekki
kalla á menn sér til hjálpar þegar hann
slasaðist. Það er hæpið að svo illa
brotinn maður - með beinpípur út úr
leggnum - leggi út í það að hafa sig upp
stiga á eigin spýtur ef hann er með réttu
ráði. Vel má vera að einmitt af þessu
hafi brotin stungist gegnum húðina. En
þá fyrst varð brotið hættulegt.
Eins er ótrúlegt að illa fótbrotinn
Hvermg do
Jonas Hall-
grímsson?
Líkið var innanfeitt. Svona mikil
fitulifur er mjög fátíð nema eftir lang-
vinna áfengiseitrun (alcoholismus
chronicus), og kemur það heim við
umsögn læknanna um ástandið í legunni,
þar sem gefið er upp að sjúklingurinn
hafi fengið delirium tremens. - Þess má
geta að samfara svona bilaðri heilsu
skortir menn tilfinnanlega B-vítamín í
líkamann, vegna þess að neytt er lítils
matar. En hitaeiningar til orku fást
nægar úr áfenginu. í einni æviminningu
Jónasar er og tæpt á því að „hann varð
að drekka áfenga drykki til þess að geta
komið fram verkum sínum“ (formáli
Hannesar Hafsteins að Ljóðmælum
J.H. 1883).
Grunsemd um
kynsjúkdóm hnekkt
Um banamein og banalegu
skáldsins hafa myndast
þjóðsögur sem hafa ekki
við rök að styðjast
■ Jónas skáld Hallgrímsson lést sem kunnugt er fyrir
aldur fram í Kaupmannahöfn árið 1845, ekki fertugur
að aldri. Um banalegu hans og banamein hafa myndast
þjóðsögur - sumar settar á prent, aðrar aðeins til í
munnmælum - sögur sem ekki hafa við rök að styðjast
en virðast jafn lífseigar fyrir það. Hver er sannleikurinn
um banamein skáldsins og hvernig bar andlát hans að?
sjúklingur sem íluttur er í spítala lesi í
bók eða láta eins og ekkert sé um að
vera - rétt eins og málið væri honum
óviðkomandi - meðan gert er að slysinu,
enda tíðkast ekki bókalestur í aðgerða-
stofum sjúkrahúsa. Svo háttvís maður
sem Jónas hefði væntanlega valið annan
tíma til lesturs.
Það er öllum vitanlegt að mikil kvöl
fylgir aðgerð á beinbroti þegar rótað er
við því. svo framarlega sem menn eru
með sjálfum sér. Nú á dögum kemur
engum lækni til hugar að koma opnu
beinbroti í stellingar og sótthreinsa það
án þess að svæfa sjúklinginn eða stað-
deyfa svæðið. En fyrir hálfri annarri öld
þekktust hvorki svæfingar né deyfingar,
og urðu menn að þola þjáninguna.
Las Jónas skemmtisögu
fram í andlátið?
Það fylgir með sögunni að sjúkiingur-
inn hafi haldið áfram að lesa skemmti-
sögu fram í andlátið, þó að ægilega
kvalafull læknisaðgerð væri fram undan
næsta dag, og lítii lífsvon eftir á.
Kaldrifjaður hefði Jónas þá mátt vera.
En svo hafi dauðann borið að með
skjótum hætti sem yrði sjúklingurinn
bráðkvaddur.
Ósagt skal látið hver hefur verið
sögumaður Konráðs Gíslasonar um
þessi atvik. Hann getur ekki haft þau
eftir læknunum því að umsögn þeirra
sem við greinum frá hér á eftir bendir á
allt annað. Lærðar hjúkrunarkonur
voru engar í þá daga, en vökukonur og
vinnukonur stunduðu sjúklingana í
þann tíð.
Vísasta leiðin til þess að komast að
niðurstöðu um banalegu Jónasar og
heilsu hans að öðru leyti er að leita í
„journal" eða sjúkdómslýsingu sem
læknarnir skráðu meðan hann lá í
Friðriksspítala og að honum látnum.
Það plagg er enn geymt í skjalasafni í
Kaupmannahöfn (Landsarkivet). Hclstu
atriðin í lýsingu spítalalæknanna eru á
þessa leið:
Vinstri fótleggur var í sundur. og það
svo illa að ekki einasta var sjálft brotið
opið (fractura complicata), heldur líka
öklaliðurinn. Þess er getið að erfiðlega
Önnur þjóðsagan um andlát Jónasar
■ Skjöldur á framhlið hússins þar sem Jónas bjó síðast. Þar er letrað: „Den
islandske Digter Jonas Hallgrimsson, födt paa Gaarden Hraun i Öxnadal 16.
Nóvember 1807, död í Kööenhavn 26. Mai 1845, havde her sin sidste bolig.“
hafi gengið að koma beinbrotinu í
æskilegar stellingar svo að ekki hefur
sjúklingnum verið næðissamt að lesa í
bók á meðan. Læknarnir taka fram að
hinn slasaði sé vöðvamikill og samanrek-
inn að líkamsvexti.
Delirium tremens
Um andlátið segir: ..... hvor han
under Tif af delirium tremens og
Gangræna incipiens (byrjandi drep) i
den afficerede Extremitet döde d. 26.
mai..."
Líkið var krufið sólarhring eftir and-
látið, og er skráð um það löng og
nákvæm skýrsla.
Drepið var komið í brotinn skötlung-
inn og blóðeitrun þaðan út um líkamann.
Svæsin lungnabólga var í vinstra lunga
mcð graftarígerð í brjósthimnuninni.
Höfuðkúpan var opnuð og kom þá í ljós
byrjandi heilabólga (meningitis).
Lifrin var nærri því tvöfalt stærri og
þyngri en heilbrigt er. vó 2875 gr.
Lifrarholdið var svo spillt, að það hefur
ekki getað veitt blóðeitruninni neitt
viðnám. Lungnabólgan hefur því magn-
ast heiftarlega í skjótri svipan og svo
bætist heilabólga við allt saman.
Hallgrímssonar varðar banamein hans.
Því hefur verið fleygt manna á milli að
hann hafi sýkst af sýfilis, alvarlegum
kynsjúkdómi, sem m.a. hafi verið orsök
að þunglyndi hans og ógæfu að ýmsu
leyti. Má vera að sú hugmynd hafi komið
upp þar eð vitað var að hann fékk
„jafnvel ill sár á líkamann" (sbr.
æviminningu H.H.) þegar hann dvaldi
síðast á íslandi. Við líkskoðunina fund-
ust ekki nein deili til slíks, og er
krufningunni þó lýst rækilega. Eftir
atvikum öllum má teljast ósennilegt að
ekki hefðu fundist nein merki um
þennan sjúkdóm ef skáldið hefði gengið
með hann um langt skeið, t.d. kýli eða
ör eftir þau í lifrinni. Það má líta svo á
að grunsemd þeirri sem legið hefur á um
kynsjúkdóm sé hnekkt með líkskoðun-
inni.
Dánarorsakir Jónasar Hallgrímssonar
eru því í stuttu máli sem hér segir: 1)
Opið fótbrot. 2) Drep og blóðeitrun. 3)
Bráð lungnabólga með ígerð í brjóst-
himnuninni. 4) Byrjandi heilabólga. 5)
Langvinn áfengiseitrun. 6) Fitulifur.
Sainantekt eftir grein
Gunnl. Claessens í Heilbrigt líf,
V. árg. 3.-4. hefti, o.fl.