Tíminn - 20.02.1983, Síða 10
10_________
bókafréttir
SUNNLIDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
Flim-Flam! The Truth About Unicorns,
Parapsychology and Other Delusions.
Höfundur: James Randi.
Útgefandi: Lippincott &
Cromwell, New York.
James Randi (þekktur sem „The Am-
azing R.andi“) er einn kunnasti sjón-
hverfingarmaður í Bandaríkjunum sem
nú cr á dögum, og oft líkt við fyrirrcnn-
ara sinn, hinn fræga Harry Houdini, sem
Randi hefur skrifað bók um. Báðir hafa
þcir sagt hindurvitnum stríð á hendur,
og elt uppi loddara sem notfært hafa sér
sjónhverfingalistina til að slá ryki í augu
almennings og þykjast vcra gæddir dul-
arkröftum eða vera í sambandi við
framliðnar verur. Houdini skrifaði
bækur um þetta efni: Miracle Mongers
and Their Methods (1920) og A Magican
Among the Spirits (1924).
Randi hóf fyrst af alvöru baráttu gegn
hindurvitnum og blekkingum eftir
reynslu sem hann varð fyrir og hann
greinir frá í þeirri bók sem hér er til
umfjöllunar.Hann hafði sótt um inntöku
í Mensa, alþjóðasamtök fólks sem skarar
fram úr á grcindarprófum. Hann tók
inntökupróf - greindarpróf- og árangur
hans varð svo góður að honum var ekki •
aðeins boðin aðild að samtökunum hcld-
ur og aö ávarpa landsþing þeirra í
Bandaríkjunum. Randi kaus að ræða
um yfirskilvitleg fyrirbæri, og leiddi rök
að því að þau væru byggð á blckkingum
og sjálfsblekkingunt. Sjónarmið hans
g!tiÍS»!gÉ*»
■ James Randi tók m.a. þátt í því að afhjúpa loddaraskap „huglækna“ á Filippseyjum fyrir nokkrum árum, en
þeir þóttust geta læknað alvarleg innanmein manna með höndunum berum. Hér er hann að verki.
Sjónhverfingamaður segir
sálarrannsóknum stríð á hendur
fengu slæmar undirtektir. í augum
Randis var þetta hættumerki. Hér var
hann mættur á vettvang þar sem átti að
sitja hámcnntað og afburða j;áfað fólk,
sem unnt væri að skiptast á skoðunum
við, fólk sem ræddi málin af víðsýni og
dómgreind. Svo rcyndist ckki vera.
Hvernig var þá ástandið með óbreyttum
almenningi? Randi sagði sig úr Mcnsa
og hclgaði sig, samhliða sjónhvcrfinga-
listinni, rannsókn á staðhæfingum um
yfirskilvitlega hæfileika og dulræna
reynslu. . Nokkrar niðurstöður hans er
að finna í Flim-Flam.
Enda þótt Randi sé ekki vísindamaður
að mennt eða starfi, varð góður skilning-
ur hans á aðferðafræði vísinda og barátta
gegn gervivísindum til þess að honum
var boðiö að ávarpa landsþing banda-
ríska Vísindafclagsins (American Ass-
oeiation for the Advancement of Sci-
ence) árið 1980 og greina frá rannsókn-
urn sínum á dulrænum fyrirbærutn.
Raunar má ieiða að því rök að menn eins
og Randi séu hæfari en vísindamcnn til
að átta sig á því hvort og hvcnær brögð
eru höfð í tafli. Rcyndin er sú að
vísindamenn sem litla þekkingu og
reynslu hafa af sjónhverfingum og sálar-
lífi m_annfólksins eru einatt gabbaðirog
falla á einföldustu gildrum.
í bókinni grcinir Randi frá athugunum
sínum og mjög svo eindregnum niður-
stöðum sem varla munu verma hjörtu
dulsálfræðinga og annarra þeirra sem
daðra við dulræn fyrirbæri. Hann sýnir
þessu fólki enga miskunn og dregur
hvergi undan.
Ein sagan sem Randi segir í bókinni,
og er um margt dæmigerð, varðar hinn
fræga Cottinglcy-draugagang á Englandi
á þriöja áratugnum. Tvær litlar systur
virtust þar hafa náð Ijósmynd af
vængjuðum vofum, og sá frægi Arthur
Conan Doyle, sem var mikill áhugamað-
ur um andatrú og sálarrannsóknir, lýsti
því yfir að myndirnar væru án nokkurs
vafa ekta. Enda þótt auðvelt reyndist
síðar að sýna fram á að myndirnar væru
falsaðar skipti Conan Doyle ekki um
skoðun. Randi ræðir í bókinni ástæður
manna fyrir því að taka slíka trú þrátt
fyrir að öll rök og staðreyndir bendi í
aðra átt. Cottingley-málið er ágætt dæmi
um það hvernig áhrifamaður getur leitt
almenning á villigötur og hve traust gögn
og rökræða dugir stundum skammt þeg-
ar farið er að ræða dulræn fyrirbæri.
Nú á dögum eru það fremur vísinda-
menn en skáldsagnahöfundar sem fólk
tekur mark á. í þeirra hóp eru margir
sem hrasa á svelli sjálfsblekkingar og
viljans til að trúa. Þar má nefna tvo
rannsóknarmenn við Stanford rannsókn-
arstofuna í Bandaríkjunum (sem fjöl-
miðlar tengja stundum ranglega við
Stanford-háskóla): Russel Targ og Har-
old Puthoff. Randi rekur sögu þeirra á
eink'ar athyglisverðan hátt.
Árið 1974 birti hið virta enska vísinda-
tímarit Nature skýrslu um rannsóknir
þeirra félaga á dulrænum fyrirbærum og
var henni fylgt úr hlaði með þeim
ummælum ritstjórans að skýrslan væri
ósannfærandi og aðferðalega gölluð, en
samþykkt til birtingar til að sýna hvers
konar verkefni dulsálarfræði fengist við
og hver rannsóknarstaða hennar væri.
Fjölmiðlar létu þessi ummæli ritstjórans
eiga sig, en slógu því hins vegar upp að
nú- væri búið að sanna „vísindalega"
tilteknar staðhæfingar um dulræn fyrir-
bæri, sem auðvitað var hin mesta firra.
Randi sýnir fram á hve léttvæg rann-
sókn þeirra félaga var, hve lítt þeir hirtu
um að fylgja nauðsynlegum varúðarregl-
um vísinda, og með hvaða hætti sjónhverf-
ingarmaður getur leikið eftir hin dulrænu
undur sem þeir Targ og Puthoff þóttust
hafa uppgötvað, m.a. í fari Uri Gellers,
sem nú er löngu afhjúpaður loddari.
Flim-Flam er skemmtileg bók og auð-
lesin, og ágætt vopn fyrir alla þá sem
þreyttir eru orðnir á skröksögum anda-
trúar- og sálarrannsóknarmanna.
■ Fyrir skömmu birtust í Helgar-
Tímanum nokkrir kaflar úr bók Gio-
vanni Battista Mencghini: Könan mín
hún María Callas. Ekki eru allir á eitt
sáttir um það hversu trúverðug frásögn
Meneghinis er og þykir hún jafnvel
dálítið lituð af særðum tilfinningum
hans.
Peter Ackroyd bendir á það í ritdómi
í The Sunday Times Review nýlega að
margar bækur hafi verið skrifaðar um
Maríu Callas, en þær hafi allar verið
fremur mislukkaðar. Meneghini hefði
hins vegar átt að geta skrifað betri bók.
Hann bjó með Callas í tólf ár og stjórnaði
frægðarferli hennar. Meneghini man
aðdáunarlega vel smæstu atriði gamalla
samræðna og hefur úr fjöllum af bréfum
frá Maríu og blaðaúrklippum að spila
(og þyrmir lesendum ekki við neinu).
Með þessi gögn í höndunum hefði
Meneghini getað náð tangarhaldi á hinni
raunverulegu persónu og og haldið sér
við hana. En í stað þess fáum við
einstaklega ójafnt uppgjör þar sem
sjálfsréttlætingu er steypt saman við
endurminningar sem sagðar eru um
Callas en eru í rauninni um tilfinningar
hans til hennar, æfing í helgisagnarritun
sem hefur hann sjálfan að dýrlingi (eða
öllu heldur píslarvotti).
Við þeirra fyrsta fund segist hann
einungis hafa fundið til samúðar með
henni - vegna offitu hennar og breiðra
ökkla - en hann hefði átt að gæta sín á
Bók Battista Meneghini:
ENN EIN MISHEPPNUÐ
ÆVISAGA MARÍU CALLAS
samúðinni. Hún krefst oft fórnarlambs
og fórnarlambið breytist oft í ákæranda
en hvað sem því líður þá varð María
Callas ítalskur ríkisborgari og síðan
alþjóðleg stjarna undir styrkri stjórn
Meneghinis. Hann var faðir, eiginmað-
ur, verndari og umboðsmaður - ef til vill
ósigrandi sem sambland allra þessara
þátta en jafnframt viðkvæmur; væri einn
þáttur tekinn burtu gætu hinirfallið líka.
Frægðin lét Maríu Callas ekki ó-
snortna: hún varð grennri, harðari af sér
og fegurri. Hún þurfti ekki lengur á
Meneghini að halda og yfirgaf hann
vegna Onassis. „Hún virtist hafa orðið
fórnarlamb einhvers djöfullegs afls,“
skrifar Meneghini, og stóryrði hans gefa
til kynna að hann hafi ekki verið í neinu
sambandi við raunverulegar tilfinningar
hennar og ef til vill ekki einu sinni sínar
eigin.
Hin raunverulega María Callas kemur
einungis óbeint fram í bókinni. í bréfum
til eiginmannsins lýsir hún sér sem
kvíðinni, lífsleiðri, svatsýnni. „Fyrst þú
ert iifandi verðurðu að berjast...“ sagði
hún einu sinni, slíkt spakmæli lýsir
óhamingjusamri manneskju. Hún felldi
yfir sjálfa sig dóm Tantalusar, barðist
ævinlega áfram og var alltaf óánægð.
Hún var því fremur erfið í sambúð, og
aðalgrínið í þessari bók, sem þó er ekki
ætlað að vera fyndin, er furöulegur
skepnuskapur hennar. Pegar veikindi og
óheppni lögðu feril keppinautar hennar
í rústir sagði hún við Meneghini „Guð
hefur hefnt mín.“
Pó Meneghini greini frá ýmsum
óskemmtilegum atburðum og fremur
óþokkalegum ummælum prímadonn-
unnar lætur hann ekki í Ijós neina
skoðun á þeim - reyndar gæti athugull
lesandi grunað höfundinn um að vera að
hefna sín með því að leyfa Maríu að
sakfella sjálfa sig um leið og hann hrópar
tryggð sína yfir heiminn. Tryggð hennar
við hann er vissulega eitt aðalefni
bókarinnar scm opinberar í miklu mæli
hjartansmál Maríu. En þó hann birti
langa kafla úr ástarbréfunum frá henni
þá afhjúpa þau annað en það sem hann
bjóst við. Ástarjátningar hennareru svo
tilbreytingarlausar og einhæfar að þær
hefðu getað verið skrifaðar af tölvu.
Hún virðist vera að leika enn eitt
hlutverkið - nefnilega hlutverk hinnar
ástríku eiginkonu - fyrir grunlausan
áhorfandann Meneghini.
Þó þetta hlutverk hafi orðið henni
óbærilegt að lokum lék hún það af allri
þeirri sannfæringu sem góð leikkona
hefur yfir að ráða. Ef það er leyndarmál
Maríu Callas þá er það líka leyndarmál
bókarinnar: hún er eins og ópera að,
innihaldi og formi. Samkvæmt bók
Meneghinis verða allir sem eitthvað
koma nálægt óperum fórnarlömb ofsa-
fenginna og óeinlægra tilfmninga sem
slá við hverju því sem hendir á sviðinu
sjálfu. Vélráð óperuheimsins gera það
sem gerist í hinni stóru ítölsku stofnun-
inni, Mafíunni, að barnaleik einum.
Ef marka má bókina um Maríu Callas
gengur á með blóðhefndum og samsær-
um í ítölsku ópcrunni.
Konan ,.mín hún María Callas er ekki
betri en aðrar bækur sem skrifaðar hafa
verið um Maríu: sem skýrsla um
opinbert líf hennar er hún fáránlega
fyndin, en sem lýsing á einkalífi hennar
er hún ósköp einfaldlega fáránleg.
bók um
sjónarmið
Simone de
Beauvoir
Simone de Beauvoir heule - Gesprác-
he aus zchn Jahren.
Höfundur: Alice Schwarzer.
Útgefin af þýska forlaginu Rowohlt.
Alice Schwarzer er kunn blaðakona
og feministi í Þýskatandi, ein af konun-
um sem standa að tímaritinu EMMA
og skrifar hún mikið í það rit. í byrjun
áttunda áratugarins var hún fréttaritari
þýskra blaða í París og starfaði bá mcð
frönsku kvcnnahreyfingunni. I þeirri
pólitísku ólgu sem ríkti um þær mundir
stóð Sartre við hlið franskra maóista, en
það var í viðtali við Sartre sem Alice
Schwarzer hitti Simone de Beauvoir,
heimspcking og rithöfund í fyrsta sinn.
Alice lýsir því í formála bókarinnar
hversu stór stund það hafi verið er hún
hitti Simone de Beauvoir í fyrsta sinn,
höfund bókarinnar um „Hitt kynið“
sem var nokkurs konar biblta hinna
nýju kvennahreyfinga er þær fóru af
stað uppúr 1968.
Eftir útkomu þeirrar bókar skipti
Simone sér ekki af kvenréttindamálum
og lýsti því einhverju sinni yfir að hún
tryði þvf að sósíalisminn myndi frelsa
konurnar sjálfkrafa. Um 1970 hefur
hún skipt um skoðun og er orðin virk
í kvennahreyfingunni um þær rnundir
sent Alice Schwarzcr kom til Parísar.
Vinátta þeirra þar og samstarf varð til
þess að þær áttu saman tal sem síðan
birtist í franska tímaritinu Nouvel
observateur. í því viðtali lýsti Simone
þeirri skoðun sinni að sjálfstæð
kvennahreyfing - án karlmanna - væri
nauðsynleg. Fleiri viðtöl fylgdu síðan
í kjölfarið, - það seinasta sem tekið
var í september 1982, er ef til vill
persónulegast, - en þau fjaila um
kvenréttindi, kynferði, hjónaband,
fjölskyldu, móðurhlutverkið, heimilis-
störf og vinnu utan heimilis, breyttar
aðstæður kvenna. friðarhreyfingar og
samband Simone de Beauvoir og Sartre
sem sumum þykir fyrirmynd „frjálsra"
ásta. Alls eru 6 viðtöl birt í þessari
bók, tekin á árunum frá 1971 til 1982.
Þó sjálfsagt hafi flestir feministar hafn-
að bók Simone de Beauvoir um „Hitt
kynið“ vegna nýrri kenninga, sem
halda mikilvægi kvennamenningarinn-
ar á lofti, er forvitnilegt.að komast að
því hvernig skoðanir hennar hafa þró-
ast í áranna rás.
■ Simone de Beauvoir.