Tíminn - 20.02.1983, Page 13
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
erlend hringekja
Konan sem
gerði Arthur
Rubinstein
liaiiwigýisainan
■ Stjómin í Suður-Afríku bannaði að leika lag John Lennons „Imagine" af því að hún taldi að þar væri hvatt til
uppreisnar svertingja.
SPURNING: Hvað eiga eftirtalin
tónverk sameiginlegt: „Sur le Pont
d’Avignon“, „Imagine" eftir John
Lennon, „A Child of Our Time“ eftir
Sir Michael Tippett og „1812“ eftir
Tchaikovsky?
Svar: Öll hafa þessi verk einhvern
tíma verið bönnuð af yfirvöldum.
Tímaritið Index on Censorchip
helgar nýjasta hefti sitt ritskoðun
tónlistar og þar er því haldið fram að
hún sé algengari en menn hafa ætlað.
Valdstjórar um allan heim hafa ætíð
haft áhuga á tónlist: þjóðlagatónlist,
rokktónlist eða sígildri. Bolsévikar í
Rússlandi höfðu ímugust á „1812“
vegna þess að þar er að finna línu úr
rússneska þjóðsöngnum, „Guð verndi
keisarann"; Tippett féll í ónáð í ísrael
vegna þess að „A Child of Our Time“
minnist á Krist; yfirvöld í Suður-
Afríku töldu sér trú um að „Imagine"
eftir Lennon hvetti til byltingar
svertingja, og BBC í Bretlandi
bannaði „Sur le Pont d’Avignon"
einfaldlega í því skyni að koma í veg
fyrir hættulegan misskilning: lagið var
merki til frönsku
andspyrnuhreyfingarinnar um að
Bandamenn væru um það bil að ráðast
inní landið.
Leiða má að því rök að
heimspekingurinn gríski Platón hafi
verið frumkvöðull alls þessa. í riti sínu
Ríkið skrifaði hann um nauðsyn þess
að halda í skefjum og banna þá tónlist
sem gæti leitt til úrkynjunar og væri
siðspillandi, en halda þeirri á loti sem
væri göfug og virðuleg. Kannski hefur
það verið hugsun af þessu tagi sem
leiddi til þess að BBC bannaði flutning
á tónlist eftir Sex Pistols fyrir nokkrum
árum. Index heldur því raunar fram
að ástandið hafi versnað mjög frá
dögum Platóns.
Eins og Michael Tippett bendir á í
viðtali við tímaritið: „Ritskoðun
fyrirfinnst í öllum ríkjum,
fasistaríkjum, kommúnistaríkjum,
lýðræðisríkjum eða hvaðeina. Þegar
verst er þá er hún partur af
margvíslegum hömlum á
persónufrelsi.”
{ Sovétríkjunum eru þau tónskáld
sem ekki semja verk í anda þess sem
kallað er „sovéskur veruieiki” eða verk
sem falla yfirmanni Tónskáldafélagsins
Tikhon Kretnikov í geð, dæmd til
nokkurs konar tónrænnar
Síberíuvistar. Verk þeirra eru annað
hvort bönnuð algerlega eða fá ekki
nauðsynlega viðurkenningu yfirvalda.
Jafnvel heimsfrægir tónsmiðir einsog
Shostakovich og Prokofiev hafa orðið
fyrir barðinu á ritskoðun. Á valdaárum
Stalíns var bannað að leika verk hins
fyrrnefnda samkvæmt beinum
fyrirmælum einvaldsins. Mstislav
■ Bolsévíkum var illa við tónverk
Tchaikovsky „1812“.
Rostropovich, hinn víðfrægi
cellóleikari, er í fullkominni ónáð í
heimalandi sínu og býr nú á
Vesturlöndum. Nafn hans er ekki
nefnt í sovéskum bókum og tímaritum,
útvarpið leikur ekki tónlist hans og
bannað er að selja hljómplötur hans í
landinu.
Verk þeirra Richard Wagners og
Richard Strauss eru enn bönnuð í
ísrael enda þó Zubin Mehta,
stjórnandi ísraelsku
Fílharmóníuhljómsveitarinnar leggist
gegn því. Tónskáldin eru sökuð um
gyðingahatur. Aðdáendur Wagners
hafa bent á að bannið sé ósanngjarnt,
og leikin sé í ísrael tónlist eftir
Mussorgsky og Borodin og hafi þeir
þó ekki hreinari samvisku hvað varðar
gyðingaandúð fyrr á árum. Banninu
við tónlist Wagners treysta færri í
ísrael sér til að mótmæla, einfaldlega
vegna þess í hve miklu uppáhaldi
tónlist hans var hjá Hitler.
Strauss er líka í ónáð í ísrael, þótt
formlegt bann við að leika verk eftir
hann sé ekki fyrir hendi. Það sem
menn fetta fingur út í er að hann skuli
hafa dvalist í Þýskalandi öll valdaár
nasista.
Strauss og Wagner gjalda
stjórnmálaviðburða sem eru orðnir
partur af sögunni, en í Suður-Afríku
banna menn tónlist sem er talin
hættuleg ríkjandi skipulagi og öryggi
ríkisins. Þar inn í falla auðvitað lög
frelsishreyfingar svertingja, en líka
„Jesus Christ Superstar” og „Another
Brick in the Wall“ eftir
hljómsveitarmenn í Pink Floyd. Það
síðarnefnda var látið afskiptalaust, þar
til ein textalína úr því „We don’t want
no education” varð slagorð svartra
skólabarna í fjöldabaráttu gegn
aðskilnaðarstefnu í skólamálum árið
1981
Ekki er ástandið betra í
Tekkóslóvakíu. Snemma á síðasta
áratug var þar starfandi rokkhljómsveit
Plastic People of the Universe sem
ungur tónlistarmaður, Ivan Jirous,
hafði forystu fyrir. Þessi sveit samdi
tónlist sem Charter 77-
mannréttindahreyfingin tók upp á
arma sína - og heita má að hafi opnað
flóðgáttir fyrir vestrænni tónlist.
Hinar gífurlegu vinsældir Plastic
People skefldu yfirvöld ákaflega, og
hljómsveitin var bönnuð og gervöll
rokkhreyfingin nánast leyst upp:
bannað var að syngja á ensku,
hljómsveitir sem valið höfðu sér ensk
nöfn urðu að verða sér út um ný, og
Jirous var handtekinn margsinnis. í
júlí á síðasta ári var hann dæmdur í
þriggja og hálfs árs fangelsi.
Konan sem gerði Arthur Rubinstein
hamingjusaman á níræðisaldrinum,
konu hans og bömum til skelfingar,
hefur nú þvertekið fyrir allar
sögusagnir þess efnis að hluti auðæfa
meistarans muni renna til hennar.
Kona þessi, Annabelle Whitestone,
ensk að uppruna, gaf í fyrsta sinn
eftir lát Rubinsteins í desember s.l.
opinbera yfirlýsingu: „Þetta er ekki
rétt. Ég mun örugglega ekki eignast
hið ómetanlega safn listmuna hans.
Mér skilst að fjölskylda hans muni
erfa eignirnar.”
Fyrir skömmu var haft eftir börnum
Rubinsteins að þau myndu höfða mál
á hendur Annabelle vegna ákvæða í
erfðaskránni þess efnis að í hennar
hlut skyldu falla verðmæt málverk og
handrit sem góðir vinir píanóleikarans,
eins og Picasso, Chagall og Stravinsky,
gáfu honum. Erfðaskráin hefur ekki
verið birt opinberlega.
Annabelle sagði í viðtali við Sunday
Times á heimili hennar í Lausanne í
Sviss: „Blöðin hafa sagt fáránlegustu
hluti og gefið í skyn að ég hafi
einhvern veginn erft listasafn hans.
Ég hef ekki séð erfðaskrána en ég
held að hann hafi ætlað að arfleiða
mig að nokkrum hlutum sem hafa
tilfinningalegt gildi: einstaka málverki,
einstöku bók. En það er allt og sumt.“
Annabelle Whitestone, dóttir
flotaforingja í breska sjóhernum sem
kominn er á eftirlaun, var kynnt fyrir
Rubinstein fyrir tólf árum er hún vann
fyrir umboðsmann hans í Madrid.
Píanóleikarinn sem þá var 83 ára réði
hana til þess að setja saman seinna
heftið af æviminningum hans.
„Ég var ævinlega við hlið hans
síðustu sex ár ævi hans,“ sagði hún.
„Hann varð að fara frá París vegna
tveggja augnuppskurða og þá fluttum
við til Sviss. Hann gat ekki lengur
búið í húsi sínu í París vegna þess að
það voru of margir stigar í því.“
Hún neitar því að nokkru sinni hafi
verið illska á milli hennar og eiginkonu
og barna Rubinsteins. „Það var aldrei
neinn ágreiningur á milli mín og frú
Rubinstein og ekki heldur barnanna.
Engir árekstrar. Tvö yngri börnin
heimsóttu föður sinn oft á meðan hann
var með mér.
Við vorum öll saman við útförina
og undirbjuggum hana í sameiningu."
Rubinstein lifði mjög fjörugu
piparsveinslífi, þar til hann varð 45
ára, árið 1932. Meðal vinkvenna nans
voru frægar söngkonur og dætur
auðkýfinga. En þá giftist hann Nela
Mlynarski, 22 ára gamalli dóttur pólsks
stjórnanda og umbreyttist í hinn
fullkomna fjölskyldumann.
Kunningjar Rubinstein hjónanna
voru furðulostnir er hann yfirgaf
fjölskylduna fyrir sex árum. En vinir
hans segja að hann hafi verið yfirmáta
hamingjusamur síðustu æviár sín.
„Síðan á níutíu ára afmælisdaginn
rninn,” skrifar hann í My Many Years,
„hef ég verið að lifa hamingjusamasta
skeið ævi minnar... Annabelle hefur
opinberað mér alla þessa dásamlegu
kammertónlist eftir Mozart, Haydn og
Beethoven... Ég á Annabelle það að
þakka að hafa getað heimsótt aftur
staði sem mér þykir vænt um eins og
Feneyjar og Róm og jafnvel ísrael,
þrátt fyrir þá alvarlegu fötlum sem ég
bý við vegna þess að ég er að hluta
til blindur.,,
Vinir Annabelle Whitestone hafna
þeim tilgátum að hún hafi verið á eftir
auðæfum gamla mannsins sem
fáránlegu bulli. Þeir segja að hún hafi
sínar eigin tekjur.
Henni finnst enn erfitt að tala um
líf sitt með Rubinstein. „Líf mitt er
hræðilega tómt. Ég var vön að deila
með honum sérhverri mínútu dagsins.
Hann var einstakur maður. Hann náði
fram því besta í hverri manneskju."
Annabelle Whitestone hefur í
hyggju að búa áfram í Sviss. „Áður
en ég tek endanlega ákvörðun um
hvað ég geri verð ég að svara fjölda
bréfa og símskeyta." Hún kvartaði
undan átroðningi breskra blaðamanna
og ljósmyndara sem hafa haldið til á
tröppunum hjá henni síðan birtar voru
í blöðum staðhæfingar um deilur
hennar og fjölskyldu Rubinsteins.
Eiginkona Rubinsteins, sem nú er
73 ára gömul og dvelur í New York
um þessar mundir, vildi ekki láta hafa
neitt eftir sér um þetta mál.
■ Arthur og Annabelle fagna nýju ári, 1981.