Tíminn - 20.02.1983, Side 14
14
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 1983
15
■ „Hluti Vestur-Atlantshafsins, undan sudur-
strönd Bandaríkjanna, frá Bermúdaeyjum í noröri
til Suður-Flórída og til austurs um Bahamaeyjar og
Puerto Rico til staöar, sem er um 40 gráður
vesturlengdar og aftur til Bermúdaeyja, myndar
þríhyrning. Þar hafa gerst einhverjar mestu fúrður
sem um getur. Venjulega er svæðið nefnt Bermúda-
þríhymingurinn, en þar hafa horfið rúmlega 100
flugvélar og skip, flest síðan 1945, án þess að
eðlilegar skýringar hafl fengist. Um 1000 manns
hafa týnt þar lífi á síðustu tuttugu og sex árum, án
þess.að eitt einasta lík eða nokkurt brak úr horfnum
skipum eða flugvélum hafí fundist. Hvörfum virðist
fara fjölgandi, þrátt fyrir aukna umferð á þessum
slóðum, nákvæmari leit og betri skýrslugerð.“
Með þessum orðum hefst Bermúda-
þríhyrningurinn eftir Charles Berlitz sem
varð ein af metsölubókunum hér á landi
um síðustu jól. Upphaflega kom bókin
út í Bandaríkjunum 1974, en útgefand-
inn Bókhlaðan h.f. hefur ekki séð ástæðu
til að geta þess, fremur cn hins sem
mikilvægara er, að staðhæfingar höfund-
arins hafa fyrir löngu verið hraktar lið
fyrir lið og hann afhjúpaður sem ómerki-
legur loddari. Svo virðist sem hugsun um
skjóttekinn gróða sé sumum útgefendum
oftar leiðarljós, en að þjóna sannleikan-
um.
Gátan ráðin
Árið 1975 sendi Larry Kusche frá sér
bókina The Bermuda Triangle Mystery
- Solved (Gátan um Bermúdaþríhyrn-
inginn ráðin) þar sem hann fer í saumana
á staðhæfingum um dularfull hvörf skipa
og flugvéla undan suðausturströnd
Bandaríkjanna í rúma öld. I bókinni
sýnir Kusche hvernig sagan um Ber-
múdaþríhyrninginn varð upphaflega til
og hvernig hún þróaðist og varð á
endanum að lygasögu aldarinnar.
Það var fyrst á árinu 1972 að Kusche
hóf rannsókn sína með því að safna
saman greinum í blöðum, tímaritum og
bókum, þar sem vikið var að furöum
þríhyrningsins. Samkvæmt þessum
heimildum eru sagnir um dularfulla
atburði á svæðinu varðveittar í munn-
mælum sjómanna allt frá dögum Kol-
umbusar; sagnir um að skip hafi siglt inn
á svæðið í björtu og stilltu veðri og
horfið síðan án þess að af þeim eða
áhöfnum þeirra sæist framar tangur eða
tetur. Greinarhöfundar bættu því einatt
við að ef til vill mætti skýra þetta scm
tilviljun eina - en samt væru dæmin of
mörg og of einkennileg til að hefðbundn-
ar skýringar- óveður, bilun eða mannleg
mistök -dygðu til. Sagt var aðsjóherinn,
strandgæslan, tryggingarfélög og vís-
indamenn sem rannsakað hefðu málin,
væru forviða.
Þær heimildir sem mest var vitnað til
þegar Kusche hóf rannsókn sína voru
tvær greinar eftir blaðamanninn Vincent
Gaddis. Greinar þessar höfðu birst undir
heitinu „The Deadly Bermuda Triangle"
í febrúarhefti tímaritsins Argosy 1964 og
undir heitinu „The Triangle of Death“ í
bók hans The Invisiblc Horizons. Af
orðalagi og frásagnarhætti var augljóst
að flestir höfundar greinanna sem
Kusche hafði undir höndum höfðu byggt
frásögn sína á þessum tveimur greinum.
Undarleg frásögn
Eitt atvikið sem Kusche athugaði
varðaði flutningaskipið Suduffco sem
átti samkvæmt frásögn Gaddis að hafa
siglt inn í „vítisþríhyrninginn“ árið 1926
og horfið þar með 39 manna áhöfn. Það
sem athygli Kusche vakti var hver stutt-
araleg frásögn Gaddis af þessu slysi var,
og eins frásögn annarra höfunda um
það. Þeir höfðu greinilega ekki kannað
aðrar heimildir en greinar Gaddis.
Auðvelt var að afla upplýsinga um
skipið. I úrklippusafni New York Times
fundust fimm greinar um málið. Sú
fyrsta gat þess að stjórnendur skipafyrir-
tækisins sem gerði Suduffco út höfðu
ekki beðið sjóherinn að leita að skipinu
fyrr en þrjár og hálf vika voru liðnar frá
því síðast heyrðist til þess. Lokaorð
blaðagreinarinnar voru: „Suduffco var
að sigla niður eftir ströndinni, þegar þar
geisuðu miklir stormar." Gaddis og
aðrir höfundar afþreyingagreina um
Bermúdaþríhyrninginn minnast aftur á
móti hvergi á storm í frásögnum sínum.
Hinar greinarnar fjórar í úrklippusafn-
inu fjalla um leitina að skipinu og að hún
beri engan árangur. Enn fremur er tekið
fram að um það leyti sem Suduffco hvarf
hafi hið versta veður gengið yfir svæðið
þar sem síðast sást til skipsins.
Af þessu verður ekki önnur ályktun
dregin en að tilraunir til að gera hvarf
Suduffco að leyndardómi stafi annað
hvort af þekkingarskorti eða farið sé
með blekkingar af ásettu ráði.
Við athugun sína á „furðum“ Berm-
údaþríhyrningsins rak á fjörur Kusche
bókina Limbo of the Lost (1969) eftir
John Wallace Spencer. Eftir að hafa
lesið bókina gaumgæfilega komst hann
að því að hún var í megindráttum byggð
á umorðuðum og endursögðum greinum
úr New York Times. Af einhverjum
ástæðum hafði Spencer kosið að fella úr
frásögn sinni mikilvæg atriði. í frásögn
hans af Suduffco birtir hann t.d. frétt
NYT orðrétta en sleppir mikilvægustu
setningunni um að stormur hafi geisað á
svæðinu. Hvers vegna?
Eftir að Kusche hafði lokið að semja
handrit að bók sinni um Bermúdaþrí-
hyrninginn og áður en hún var prentuð
komu út tvær bækur um sama efni,
skrifaðar frá öðrum sjónarhól þó: The
Devil’s Triangle eftir Richard Winer og
The Bermuda Triangle eftir fyrrnefndan
Charles Berlitz. í báðum þessum bókum
er fjallað um Suduffco-hvarfið sem
óráðna gátu, og hvorugir höfunda minn-
ast á storminn. Frekari athugun Kusche
á skrifum um Bermúdaþríhyrninginn
leiddi í ljós að slíkar yfirsjónir voru regla
en ekki undantekning hjá þeim höf-
undum er héldu fram kenningum um
leyndardóma Bermúdasvæðisins.
Ellen Austin-málið
Ágætt dæmi um það hvernig sögur um
dularfulla atburði í Bermúdaþríhyrn-
ingnum verða til er atvik sem tengt er
bandarísku skipi Ellen Austin. Flestir
höfundar byggja frásögn sína, hvort sem
þeir vita það eða ekki, á bók Rupert
Gould frá 1914 The Stargazer Talks.
Hann skrifar: „Síðast en ekki síst skal
greint frá yfirgefinni skonnortu, sem
breska skipið Ellen Austin fann á reki í
miðju Atlantshafi árið 1881. Skonnortan
var prýðilega sjófær. Skipstjórinn á
Ellen Austin ákvað að færa skonnortuna
til hafnar í Nýfundnalandi og setti áhöfn
um borð. Skipin urðu viðskila í þoku-
veðri en aftur sást til skonnortunnar
tveimur dögum síðar. Þá var enginn um
borð. Áhöfnin hafði horfið sporlaust,
eins og mennirnir sem verið höfðu um
borð áður en Ellen Austen fann skonn-
ortuna."
í bókinni kemur ekki fram hvaðan
■ Bermúdaþríhyrningurinn: Frá Bermúdaeyjum i norðri til Suður-Flórída og til austurs um Bahamaeyjar og Puerto
Rico til staðar sem er um 40 gráður vesturlengdar og aftur til Bermúdaeyja.
Lygasaga aldarinnar afhjúpuð
Gatan um
Bermuda
þríhyrn-
k • _*•
\ mginn
llA ráðin A
■ Viður-
kennd rann-
sókn og af-
hjúpun
LarryKusche
á sögum um
leyndardóma
á Bermúda-
þrihymingsins
■ Falsrit
* Charles Ber-
æitzumBer-
múdaþrí-
hyrninginn
frá 1974 sem
varð metsölu
bókáíslandi
umsíðustujól
£RLITZ
LAWRENCE DAVID KUSCHE
Rnal answers to the most baffling
mysteryofall times!
16 PAGES OF PHOTOS
Enn hefur sagan um skonnortuna og
Ellen Austin veri rakin í bók Charles
Berlitz Bermudaþríhyrningurinn. sem
eins og fyrr var getið kom út í íslenskri
þýðingu á forlagi Bókhlöðunnar fyrir
síðustu jól. I heimildaskrá (semersleppt
í ísl. útgáfunni; hvers vegna?) nefnir
Berlitz bækur Gaddis og Sandersons
sem heimildir sínar, en aftur á móti ekki
tímaritsgrein Gaddis sem hann styðst þó
augljóslega einnig við. Hann nefnir held-
ur ekki bók Gould í heimildaskránni og
virðist ekki vita að þangað er frásögnina
á endanum að rekja. Kjarnaatriðin eru
eftirfarandi í bók hans: Staður: Vestur
af Azoraeyjum. Tími: 1881. Ástand
skonnortunnar: Yfirgefin, sjófær, segl
felld, á reki. Ástæður fyrir viðskilnaði:
Skyndilegt hvassviðri. Fundur í annað
sinn. Tveimur dögum síðar sást skon-
nortan á ný, og engar vísbendingar voru
um það hvað af áhöfninni hafði orðið.
Berlitz bætir því við að skipstjórinn á
Ellen Austin hafi ekki verið á því að
gefast upp, og hafi tekist að fá sjálfboða-
liða til að gefa sig fram, þrátt fyrir tregðu
margra í áhöfn. Hvað varð um skonnort-
una?: Hvessti á ný, og skipin urðu aftur
viðskila. Aldrei spurðist aftur til yfir-
gefnu skonnortunnar eða áhafnar
hennar. Berlitz getur þess ekki á hvaða
leið skonnortan hafi verið.
Dæmigerð saga
um blekkingar
Bermúdahöfunda
Við höfum nú rakið í talsvert löngu
máli dæmigerða sögu um „dularfullan
atburð" í Bermúdaþríhyrningnum, og
sýnt hvernig hún breytist í meðförum
mismunandi höfunda. Það er engum
vafa undirorpið að hér er ekki um
einstæð mistök að ræða eða ritvillur
heldur vísvitandi blekkingar.
Kusche byrjaði á því að fara í saumana
á Ellen Austin-málinu. Hann veitti því
eftirtekt að í frásögn fyrsta heimildar-
manns, Gould, er talað um Mið-Atlants-
haf, en það svæði er a.m.k. 1600 km
austur frá Bermúda. Svo virðist sem
höfundar sagnanna um Bermúdaþrí-
hyrninginn láti sér slík „smáatriði" úr
landafræði í léttu rúmi liggja, og það er
mismunandi eftir bókum og höfundum
hver mörk þríhyrningsins dularfulla eru
talin. Sumir tala um lítið hafsvæði undan
Flórídaströnd, en fjalla samt um skips-
hvörf við Nýfundnaland, Azoraeyjar,
Kanaríeyjar og jafnvel í Kyrrahafinu
(sbr. frásögn Berlitz af hvarfi skipsins
Freya).
Uppspuni frá rótum
Kusche hafði samband við tryggingar-
samtökin Lloyd’s í Lundúnum en þau
'hafa í fórum sínum yfirgripsmiklar
skýrslur um skipsskaða. (Kusche kveðst
mundu hafa haft samband við Gould ef
hann væri ekki látinn fyrir þremur ára-
tugum). í þessu tilviki var málið mjög
flókið því hvergi er gefið upp nafnið á
yfirgefnu skonnortunni og Lloyd’s fann
ekki nein gögn um málið. Viðurkenndar
uppflettibækur um sjóslys og skipskaða
nefndu það ekki. Einnig athugaði
Kusche fréttaefnisskrá Times í Lundún-
um og New York Times, en þar var
heldur ekkert að finna. Þess var getið í
frumheimildinni að skonnortan hefði
verið á leið til Jóhannesarborgar á
Nýfundanlandi og hafði hann samband
við almenningsbókasafn í borginni og
leitaði aðstoðar. í skjalasafni þar fannst
ekkert; og heldur ekki í blaðinu Evening
Telegram frá 1881. Kusche rannsakaði
einnig nákvæmlega allar frásagnir í öðru
fréttablaði The Newfoundlander yfir
tímbilið janúar 1881 og fram í júli 1882,
en þar var ekki minnst á skonnortuna,
eða Ellen Austin. Ef frásögnin hefði í
raun haft við rök að styðjast mundi hún
án nokkurs vafa hafa verið aðalfréttaefni
blaðanna í borginni um nokkurt skeið.
Svo reyndist ekki vera.
Niðurstaða Kusche varð því sú að frá
upphafi væri um tilbúning að ræða.
Frásögn sem fjöldi höfunda hefur birt á
sér ekki stoð í raunveruleikanum. Fyrir
henni er ekki unnt að finna eina einustu
heimild.
Um það leyti sem Kuscha hafði lokið
athugun sinni á Ellen Austin-málinu rak
á fjörur hans bókin The Devil’s Triangle
eftir Richard Wine (1974). Hann talar
þar um að atvikið hafi átt sér stað 20.
ágúst 1881 miðsvæðis milli Bahamas og
Bermúda, og hafi skonnortan verið á
leið til Boston. í bókinni er að auki að
finna stílfærðar frásagnir um aðkomuna
að skonnortunni, lýsingu á atferli skip-
stjórans og jafnvel hugsun (!). Frásögnin
tekur nærri fimm blaðsíður og er auðvit-
að skáldskapur einn, enda þótt banda-
ríski útgefandinn neiti því og kalli hana
„nonfiction."
Ekkert leyndardómsfullt
á Bermúdasvæðinu
Rannsókn Larry Kusche á Ellen Aust-
in-málinu er aðeins eitt dæmi af sjötíu
svipuðum athugunum hans á staðhæf-
ingum um dularfulla atburði í Bermúda-
þríhyrningnum. Hér er ekki vettvangur
til að lýsa öllum niðurstöðum hans, en
áhugasömum lesendum er bent á bók
hans, sem nefnd var í upphafi þessarar
greinar og fengist hefur í bókaverslunum
hér - og unnt er að panta ef hún er
uppseld. Megin niðurstöður Kusche eru
1 aftur á móti eftirfarandi:
Engin ein „kenning" getur útskýrt öll
hvörf skipa og flugvéla á Bermúdasvæð-
inu. Atvikin eru hverju öðru ótengd.
Það eru engar heimildir fyrir því að
fjöldi skipa og flugvéla sem horfið hafa
á Bermúdasvæðinu sé meiri en annars
staðar á hafinu. Aftur á móti er öruggt.
að fjöldi skipa sem ranglega er staðhæft
að hafi horfið þar með dularfullum hætti
er meiri en á nokkrum öðrum stað!
Kusche fann skýringar á öllum þeim
skips- og flugvélahvörfum sem ekki voru
tilbúningur höfunda. í engu tilviki þurfti
að kalla til dulræn öfl.
Einu hvörfin sem eru óskýrð eru þau
sem engar heimildir eru til fyrir, og
álykta verður að séu í flestum eða öllum
tilvikum uppspuni.
Mörg skips- og flugvélahvörf sem sagt
er að hafi átt sér stað í Bermúdaþríhyrn-
ingnum urðu í raun og vcru fjarri
honum: við írland, Nýfundnaland,
Afríkustrendur og í Kyrrahafinu.
Mörg skip sem talin eru hafa horfið á
Bermúdasvæðinu þurfa ekki að hafa
sokkið innan þríhyrningsins, enda þótt
þau hafi siglt í nágrenni hans eða um
hann. Staðhæfingar höfunda um hið
gagnstæða hafa ekki við rök að styðjast.
Flest hin „dularfullu hvörf" urðu ekki
dularfull fyrr en mörgum árum síðar,
þ,e, þegar farið var að spinna upp
leyndardóma Bermúdaþríhyrningsins.
Þá var farið að tengja saman hina
ólíklegustu skipsskaða, og frásögnum
um þá hagrætt og þær ýktar eftir hentug-
leikum.
Öndvert við það sem jafnan er stað-
hæft þá var veður slæmt í flestum
tilvikum þegar skipsskaðar urðu á Ber-
múdasvæðinu. Þetta kom í Ijós þegar
Kusche athugaði skýrslur veðurathugun-
arstöðva.
Ábyrgð og
skyldur útgefenda
í síðasta Helgar-Tíma fórum við ítar-
lega í saumana á kenningum Erich von
Dánikens um uppruna mannkyns og
sýndum fram á að þær eru byggðar á
sandi. Við vörpuðum fram spurningum
um ábyrgð og skyldur útgefenda í því
sambandi. Eru engin takmörk fyrir því
hvað bókaútgcfendur geta leyft sér að
setja á markað? Erekki refsivert að fara
mcð blekkingar vitandi vits? Og hve
lengi getur sá aðili sem segist ekki vita
að hann er útgefandi ómerkilegs falsrits
skýlt sér bak við vanþekkingu? Er hann
hæfur til síns starfa? Við teljum mikil-
vægt að um þessi álitaefni fari fram
opinber umræða hið fyrsta.
— GM.
Gould hefur upplýsingar sínar um þetta
mál. En til að bera frásögn hans saman
við síðari tíma skrif skulum við hafa
eftirfarandi kjarnaatriði úr sögu hans á
hreinu: Staður: Mið-Atlantshaf. Tími:
1881. Ástand skonnortunnar: Sjófær.
Ástæður fyrir viðskilnaði skipanna
tveggja: Þokuveður. Fundur skonnort-
unnar í annað sinn: Skipin mættust
nokkrum dögum síðar og þá var enginn
um borð í skonnortunni. Hvað varð um
skonnortuna?: Ekki nefnt.
Frásögnin brenglast
Næst er frásögn þessi birt í bók
Vincent Gaddis, og getur hann þess að
heimild sín sé bók Gould. Kjarnaatriðin
í grein Gaddis frá 1964 eru eftirfarandi:
Staður: Vestur af Azoraeyjum. Tími:
1881. Ástand skonnortunnar: Fyllilcga
sjófær , en vísbendingar um átök um
borð. Ástæður fyrir viðskilnaði skipanna
tvcggja: Hvassvirði. Fundur skonnort-
unnar í annað sinn: Enginn um borð,
áhöfnin horfin. Hvað varð um skonnort-
una: Eftir að hún fannst í annað sinn var
enn önnur áhöfn fengin til að fara um
borð. Aftur skall á hvassviðri, og eftir
það sást hvorki tangur né tetur af
skonnortunni og áhöfninni.
Gaddis fjallaði um þetta merkilega
mál á ný í bók sinni ári síðar, en þar er
frásögn hans öðruvísi en í fyrri greininni
og í bók Goulds, sem hann gefur þó upp
sem heimildarmann sinn. Kjarnaatriði
eru eftirfarandi: Staður: Mið-Atlants-
haf. Tími 1881. Ástand skonnortunnar:
Sjófær og allt í röð og reglu um borð.
Engin merki um átök. Ástæður fyrir
viðskilnaði skipanna tveggja: Þokuveð-
ur. Fundur skonnortunnar í annað sinn:
Sást aftur tveimur dögum seinna, þegar
þoku hafði létt, siglandi í ranga átt.
Skipstjóri gaf stýrimanni fyrirskipun um
að sigla í átt að skonnortunni. Þegar
komið var að henni reyndist enginn um
borð og enga vísbendingu var að finna
um örlög áhafnarinnar. Hvað varð um
skonnortuna: Ekki var hægt að fá neinn
af áhöfn Ellen Austin til að fara um borð
í annað sinn. Hún var því látin eiga sig
og sást síðast sökkva í hafið út við
sjóndeildarhringinn þegar Austin sigldi
á brott.
Útgáfur Gaddis af þessari sögu eru
verulega frábrugðnar, eins og lesendur
sjá. Það er athyglisvert að í bæði skiptin
gefur hann Gould upp sem heimildar-
mann sinn, en breytir frásögn hans að
geðþótta sínum, spinnur m.ö.o. upp
tvær nýjar útgáfur sögunnar.
Enn ný útgáfa sögunnar
En sagan er ekki öll. í bók Ian
Sanderson frá 1970 Invisible Residents
er frásögn um málið byggð á ritum þeirra
Gaddis og Gould. Kjarnatriðin eru nú
þessi: Staður: Norður-Atlantshaf. Tími:
1881. Ástand skonnortunnar: Enginn
um borð, en allt var þar að öðru leyti í
röð og reglu. Nægar vistir fundust þar,
og engar vísbendingar voru um átök eða
slys. Stýrið snérist, skipið rak undan
vindi í ranga átt. Skipsreiðinn var brotinn
Skipstjóri sendi menn um borð til að
reyna að bjarga skonnortunni. Ástæður
fyrir viðskilnaði: Þétt þoka lagðist yfir á
leiðinni til Nýfundnalands. Fundur
skonnortunnar í annað sinn: Þegar þoku
létti nærri tveimur dögum síðar sást
skonnortan sigla í ranga átt. Athugun
•leiddi í Ijós að enginn var um borð, en
allt annars í röð og reglu. Gert hafði
verið við reiðann og seglin voru þanin.
Hvað varð um skonnortuna: Áhöfnin í
Ellen Austin neitaði að fara um borð í
annað sinn og skonnortan var yfirgefin.
Sögur um
dularfull
hvörf skipa
og f lugvéla
undan suð-
austurströnd
Bandaríkjanna
reynast vera
ýkjur og
uppspuni
■ SaragossahaHð er innan Bermúdaþríhyrningsins, Myndin sýnir hvernig listamaður nokkur ímyndar sér ástandið þar. Minnir helst á skipakirkjugarð.