Tíminn - 20.02.1983, Side 20
20______
nútíminn
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 19S3
Úrslitin í
vinsælda-
kosningum
Nútímans:
■ Óhætt er að segja að EGÓ kom, sá
og sigraði í vinsældakosningum Nútím-
ans að þessu sinni. Eins og sést af
töflunum þá komst engin hljómsveit
með tærnar þar sem EGÖ hafði hælana
hvað varðar vinsælustu hljómsveit
ársins, þar að auki voru þeir með
vinsælustu plötu ársins og áttu þrjú af
fimm vinsælustu lögum ársins.
Vinsældakosningar
Nútímans
Fyrst er að nefna það að kosningar
þessar voru ekki fjölmennar, þ.e. okkur
bárust ekki ýkja margir seðlar þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. En samt er hægt að
segja með nokkurr vissu að þær séu
marktækar, hvort sem fólki líkar betur
eða verr. Við báðum fólk að skrifa niður
þrjár bestu hljómsveitirnar, þrjár bestu
plöturnar og lögin, og við gáfum 3 stig
efstu hljómsveitinni, síðan tvö stig og
síðustu eitt.
Þótt ekki hafi verið mikið að gerast í
útlendum poppheimi síðasta árið hefur
talsvert gerst hér heima og heill bunki
hefur komið út af plötum. En þessi
kosning um það vinsælasta varð samt
ekki spennandi, enda eru það fáar
hljómsveitir sem hafa verið mjög áber-
andi og ég held að fólk hafi getað
ímyndað sér hvað ienti í efstu sætunum.
Um toppinn eru það aðallega Egó.
Stuðmenn, Grýlurnar, Þeyr og Tappi
Tíkarrass sem berjast og skal engan
undrast það. Annars er svolítið skrýtið
að Mezzoforte skuli ekki eiga neinn þátt
í þessari baráttu þar sem þeir hafa gert
það mjög gott síðasta árið, en líklega er
ástæðan sú að fólk telur þá almennt ekki
með popp eða rokkhljómsveitum. Með-
al annarra íslenskra hljómsveita sem
komu nokkuð við sögu voru Vonbrigði,
E60 KOM, SA
OG SIGRABI
■ Duran Duran voru
bæði vinsælasta erlenda
hljómsveitin og áttu þar
að auki vinsælustu er-
lendu plötuna Ríó.
I ■ Gamli slagarinn Rabbarbara
Rúna varð óvænt vinsælasta íslenska
lagið cn það syngur Björgvin Hall-
dórsson.
■ Bruce Springsteen
átti vinsælasta lagið At-
lantic City
Þursaflokkurinn, Purrkur Pillnikk, Af útlenskum hljómsveitum erþað að Bruce Springsteen, Human League
Fræbbblarnir og fleiri. segja að Duran Duran, Madness, Clash, byltast um á toppnum. Mest brá okkur
að sjá hvað Bruce Sprinsteen náði mörg-
um atkvæðum með sólóplötu sinni, Ne-
braska, en það er ekki algengt að
algjörlega órafmögnuð plata nái að
skjóta öllum tæknivæddu hljómsveitun-
um ref fyrir rass. Kannski er Bruce bara
svona sætur? Annars var það að mestu
leyti léttara poppið sem sópaði atkvæð-
unum til sín þótt punk og heavy metal
hafi greinilega höfðað til ófárra af þeim
sem voru svo yndislegir að senda inn
lista. Jafnvel var Crass nokkuð tíð og
Anti-Nowhere League og Dead Kenn-
edys. Af bárujárninu var það aðallega
AC/DC og Iron Maiden sem virtust hafa
fylgi.
■ Það sem hvað mest vakti athygli
okkar voru úrslitin um vinsælustu lög
ársins 1982. Það var ekki nóg með að
EGÓ ætti þrjú af fimm vinsælustulögun-
um, heldur var lag númer 6 Fjöllin hafa
vakað, af í mynd, og tvö önnur lög af
þeirri plötu sköguðu hátt upp í toppinn:
Sætir strákar og Guðs útvalda þjóð.
Mest kom okkur þó á óvart að Rabba-
baraRúna skyldi lenda í efsta sæti þar
sem það lag var svo gjörsamlega „úr
sambandi“ við öll önnur úrslit. T.d. kom
það oft fyrir á seðlunum að Þeyr,
Purrkur Pillnikk og Fræbbblarnir voru
sem bestu hljómsveitirnar og á sama
seðli var besta lagið RabbabaraRúna!
Samfara vinsældum kvikmyndaplöt-
unnar Með allt á hreinu fengu mörg lög
hennar góðan slatta af atkvæðum þó það
nægði ekki til að koma þeim á lista. Þau
voru íslenskir karlmenn, Ekkert mál,
Utí í Eyjum og Ástardúett. Af öðrum
nokkuð vinsælum lögum má nefna I
don’t like your style með Bara-
flokknum, Illt í efni með Tappanum,
Draumaprinsinn með Ragnhildi og Ó
Reykjavík með Vonbrigði.
Að lokum má draga eina ályktun af
þessari talningu, þá að ennþá eru það
stóru risarnir sem ráða rt'kjum á íslensk-
um popp heimi: EGÓ, Stuðmenn og
Björgvin. Öll hin „nýja útgáfa" hefur
enn ekki kaffært þá, nema kannski Þeyr
og Tappi Tíkarrass að einhverju leyti.
„Draumurinn er að gefa
út eigin plötur sjálfir”
— rætt við Bubba Morthens í tilefni úrslita vinsældakosninga Nútímans
■ „Ég átti alls ekký von á þessu,
maður var með það á hreinu að
Stuðmenn yrðu efstir, en úr því að
svona fór vjl ég færa þeim þakkir, fyrir
hönd bandsins, sem sýndu okkur þenn-
an heiður“ sagði Bubbi Morthens í
samtali við Nútímann en hljómsveit
. hans EGÓ varð langcfst í vinsælda-
kosningum Nútímans.
„Mér finnast þessar kosningar nokk-
uð merkilegri en aðrar á þessu sviði að
því lcyti að það er fólkið sjálft sem fær
að ráða og hvort sem „kjörsókn" hefur
verið góð eða slæm er þetta tvímæla-
laust betra en cf einhver akademísk
nefnd hefði stillt upp listanum.
Undanfaríð hefur borið á því áð
ekki sé allt með fclldu í samstarfi
félaganna ■ Egó. Við spurðum Bubba
út í þau máf.
„Þetta voru sambýlisvandamál sem
alltaf koma upp„Það má líkja svona
sam^tarfi við hjónaband, þar koma oft
upp sambúðarerfiðlekar, en við vorum
menn til að lcysa úr crfiðle’ikunum og
nú er þetta úr sögunni“.
Hvað með nánustu framtíð, hvað
hefur Egó á prjónunum?
„Draumurinn er að gefa út okkar
cigin plötu sjálfir, stofna eigin fyrirtæki
til að einbeita sér að þessum hlutum.
Þetta kemur þó ekki til vegna ágrein-
ings eða neins slíks við Steinar, hann á
ailar þakkir skildar fyrir samstarfið á
undanförnum árum.
Við viljum einnig finna okkar eigin
tónlistarstíl og fínpússa en við höfum
þrætt ótrúlegustu leiðir á þeirn vett-
vangi.“
Nú gáfuð þið út tvær stórar plötur á
síðasta ári, má búast við svipuðu í ár?
„Við komum sennilega ekki til með
að gefa út neina plötu í ár fyrr en þá í
desember. Við eigum, að ég held, eftir
að gcra eina stóra plötu fyrir Steinar
en síðan viljum við eins og ég sagði
áðan standa á eigin fótum, feta í
fótspor Þeysaranna, það er aö ég tel
eðlilcgur hfutur. Við crum búnir að
slíta barnskónum og ættum að vera
tilbúnir til að gera hlutina sjálfir að
þessu leyti”.
Má búast við breyttri tónllst þessu
samfara?
„Það er alvcg á hreinu. £g get að
vísu enn ekki svarað þessari spurningu
nákvæmlega. Viðihöfum verið að basla
við það undanfarið að sameina tónlist-
arsmekk einstakra meðlinta hljóm-
■ Hljomsvcitin EGÓ.
sveitarinnar samán í eina heild, þannig
að allir geta sætt sig við og þetta er að
smella saman nú eftir ágreininginn og
nú er að koma upp grundvöllur fyrir
góðu samstarfi innan bandsins".
-FRI