Tíminn - 20.02.1983, Page 22

Tíminn - 20.02.1983, Page 22
Stmnro SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 nútíminn ■ „Heiti á skáldsögu eins og „Kvenna- klóset(ið“ eða nafn á hljómsveit eins og Tappi Tíkarrass, gefur í skyn, að hér sé á ferðinni eitthvað, sem tæpast getur talist fagurt eða siðlegt.“ (Sigurður Pét- ursson Morgunblaðið 11. febrúar 1983). Pví miður var Tappi Tíkarrass ekki ti! staðar þetta föstudagskvöld, en í sam- bandi við tilvitnunina að ofan tókst mér að ramba inn á kvennaklósettið í MS, í mesta ógáti. Þótt mér hafi verið bent á þann feil gat ég ekki séð að þar færi fram nokkuð ósiðlegt. En hefði Sigurður Pétursson gerlafræðingur verið viðstadd- ur á þessari samkomu, og hefði hann haldið sig fjarri kvennaklósettinu, ættum við líklega von á aukablaði frá Moggan- um um ósiðlegar listir og endalok æsk- unnar. Á þessum stórgóðu tónleikum voru nefnilega samankomnar margar af ósiðlegustu, ófegurstu og hávaðasöm- ustu hljómsveitum Reykjavíkursvæðis- ins. Þótt niðurröðun númeranna hafi verið fáránleg og hljomurinn hafi skemmt fyrir nokkrum þeirra, í þessum ■ Vonbrigði. einhverja samansafnsplötu bráðum með öðrum „promising“ hl jómsveitum, vona ég að það lag verði fyrir valinu. Mér fannst bara skemma fyrir prógrammi Trúðsins öll þessi endasleppu öskur sem engu höfðu að bæta við tónlistina. Hljómsveitin Omicron var sú eina sem alls ekki átti heima í því andrúms- lofti sem ríkti þarna. Ástæðan er ekki sú að tónlist þeirra sé slæm eða of róleg heldur vantar hana allan hita og fyrir mér er hún ekkert annað en fagmannlegt og þægilegt gítarpikk. „Pið eruð ógeðsleg! Þið eruð diskó! Viðbjóðsleg!" Þetta eru fjarri því að vera konungleg orð og þar sem þau voru töluð voru þau algjörlega út í loftið og ósanngjörn. Annar gítarleikari Hinnar Konunglegu Flugeldarokkhljómsveitar fann sig knúinn til að láta þau falla í gengum allt prógrammið. H.K.F. var ekki uppörvandi á Melarokkinu þegar greina mátti alltof auðheyrileg Velvet Underground áhrif, en í dag eru þeir frísk hljómsveit sem fer óvarfærnum yyOg loksins ertu sexý...” stóra leikfimisgeim, held ég að sjaldan hafi ég séð betri tónleika. Þær ellefu hljómsveitir sem komu fram gáfu mjög skemmtilega mynd af því ósiðleysi, sem Sigurður hellir sér yfir, þeim mikla krafti, hita og (oftast) heiðarleika sem þrífst hjá „illgresum" hins íslenska tón- listarheims. En ég læt alveg ósagt hvort þær hafi gefið rétta heildarmynd af popptónlistinni í dag, enda var það ágætt. Þeir sem sáu Englabossana í Stundinnj okkar síðasta sunnudag hafa líkiega gert sér ranga hugmynd um þá, fyrir þá sök að cnnþá eiga íslenskar hljómsveitir ekki heima þar. í MS voru þeir með betri uppákomunum þrátt fyrir að soundið hafi ekki verið komið í lag er þeir byrjuðu. Tónlist þeirra er aðallega leikin, kraftmikil og persónuleg, en ég hefði viljað heyra þá syngja meira því það fór þeim vel. Hasz kom mér á óvart. Þeir eru alveg sér á báti þótt heyra megi örlítil heavy metal áhrif hjá þeim. En fyrir Guðs náð var ekki hægt að ýta þeim til hliðar í flokk með AD/DC, Iron Maiden og öðru þessháttar puði. Tónlist þeirra er nokkuð „flókin", miðað við það sern gengur og gerist, með alls kyns hröðum sviptingum, en mjög skapmikil og heit. Gítarleikarinn beitir mjög skemmtilegri tækni sem þó er laus við að flokkast bara sem tækni, grunnurinn er stcrkur sem og söngurinn. I öllum þeirra skaphita sungu þeir „Bjössi dvergur, konungur stubb- anna", og nú bíðum við bara eftir að þeir komi fram á Borginni, því þar er jú skotmarkið. Áður en Hasz hurfu af sviðinu var byrjað að hrópa „Svefnpurrkur" af mikl- um krafti. Svolítið einkennilegt nafn!. Fjórir litlir strákar birtust í hvítum tuskum með hvítt/blátt/rautt/grænt hár og tvo gítara. Til þess að vera jafn ófræðilegur og þessi hljómsveit ætla ég að vera stuttorður: þeir voru einlægir, sungu einfalda söngva um sexý stelpur og soft holdafar, lausnir við allan óþarfa og erfiðleika, og skemmtilegir. Tvímæla- laust bjartasta vonin. Fyrir tveimur vikum fór ég nokkrum fallegum orðum um Hauginn þar sem þeir komu fram með Vonbrigði í FS. Þau orð standa enn og jafnvel á mun sterkari grunni núna. Með þeim tóku þessir tónleikar á sig mynd „alvöru" tónleika, ef það hugtak skilst þá. Tónlist Haugsins þarfnast mjög góðs hljóms og krafts sem þeir og fengu hjá Kjartani kapteini, hljóðmeistara öll hin árin áranna eins og Guðmundur Har- aldsson mundi orða það. Eins og sá síðastnefndi hefur Haugur mjög mikla sérstöðu í list sinni og mikla yfirvegun, sem þeir mega þó varast að láta yfirtaka aðra ciginleika. Mér finnst ekki ráðlegt að lýsa öllum ósköpunum því ég vil hvetja fólk til að sjá þá sem allra fyrst. Þeir spila líklega á Borgini 3. mars og að sögn Heimis bassaleikara er verið að æfa stíft fyrir það kvöld. í fyrri skrifum um Hauginn lét ég það nægja að skýra frá hljómborðsleikaran- um sem einhverri dularfullri veru í annarri lofthæð en hinn almenni borgari. Nú veit ég betur. Hann heitir Helgi Pétursson, ættaður frá Húsavík, þar sem tónlistarlíf stendur víst í miklum blóma. (ath. hann er samt ekki okkar maður í Washington). Eftir að Haugurinn var búinn að Ijúka sér af, varð hávaðinn alveg hrottalegur. Samkoman varð líka svolítið „inn og út um hurðina", aðallega vegna þess að það mátti ekki reykja í salnum. Eiginlega kveið ég fyrir næstu hljóm- sveit, sem var Reflex. Þegar ég hef hlustað á hana hefur mér alltaf þótt hún svo alvarleg, syngjandi list og Egó, þótt hún sé góð. En í þetta sinn var betra hljóð í skrokknum; Reflex kýldi í gegn eitt heljar rokk’n’roll sett af miklum krafti og einhvem veginn fannst mér meiri gleði innifalin en áður. Þessi hljómsveit á kannski ekki mikla samleið með hinum 10 sveitunum, hún hefur ekki metnað til að gera eitthvað nýtt, en metnað hefur hún og liggur greinilega eitthvað á hjarta. Og því dælir hún óspart út. Einu sinni sá ég Vébandið frá Keflavík spila á Borginni. Söngvarinn sneri baki í áhorfendur allan tímann, klæddur í síðan frakka, og það var eitthvað sem olli því að þeir hljómuðu mjög vel og höfðu einhverja sérstöðu. Meðal annars lét trommarinn á ólíkan hátt og flestir aðrir, einfalt og þau fáu breik sem hann tók voru öll eins! En hljómsveitir breyt- ast (sem beturfer/því miður) ogstundum taka þær þá stefnu sem maður hefði helst af öllu ekki viljað að þær tækju. Ég er alls ekki að meina að mér finnist Vé- bandið vera komið ofan í ræsið, mér finnst þeir bara ekki eins skemmtilegir og forðum daga á Borginni. Tónlistin er orðin meira „straight ahead" og tromm- arinn farinn að uppgötva fleiri tromm- ur á settinu. Auk þess var nú soundið orðin ein drullukaka og það var kannski það sem eyðilagði allt. í betra „formi" en síðast er ég sá þá, mættu Vonbrigði upp á svið og „tættu upp í öllu heila draslinu" eins og bifvéla- virkjarnir segja þegar þeir hafa orðið fyrir því óláni að missa skrúfjárn niður undir vélina. aðeins eitt lag spiluðu þeir, Sexý, og fætur fyrir framan sviðið tókust á Ioft og sumir sviptu sér í pogo dans. Engin hljómsveit á íslandi spilar jafn gott rokk og Vonbrigði og samt eru þeir engan veginn einhverjir professional gaurar sem hafa áhyggjur af því hvort tromusettið hafi fjórar eða fimm pákur. Þótt lagið Sexý sé með þeirra elstu lögum, er það enn í fullu gildi og verður það í framtíðinni þar sem það fjallar ekki um hvenær bornban detti eða hvort heimurinn sé huggulegri í austri eða vestri. Þannig er einnig farið um .önnur lög Vonbrigða þótt þeir spili sjaldan eldri lög á tónleikum. T.d. spila þeir aldrei lagið Ó Reykjavík, það lag sem flestum dettur í hug þegar minnst er á Vonbrigði, einfaldlega vegna þess að þeir eiga mikið af nýju efni. En það er skrýtið að margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að Vonbrigði hafa gert fleira en Ó Reykja- vík, t.d. hundsaði útvarpið plötuna sem þcir gáfu út á síðasta ári og fyrir einhverjar sakir gekk sú stórgóða plata ekki vel í sölu. En ef allt gengur v..l þá þurfum við ekki að bíða lengi eftir nýrri plötu, ég er bara farinn að hafaáhyggjur af því hvort Sexý verði með eða ekki. „Og loksins ertu sexý...“ Það var satt að segja erfitt fyrir Trúðinn að troða upp næst á eftir jafn andríku atriði og söngnum um stúlkuna sem loksins meikaði það að verða kynæs- andi. Enda tókust þeir ekki á loft fyrr en í síðasta laginu. Það lag, sem ég hef áður kasettu, er byggt upp af þéttum rythma, sem og öll lög Trúðsins, og ofan á allan hamaganginn er spiluð lágvær melódía á hljómborð með nokkurs konar austurlensku yfirbragði. Ef ég hef heyrt rétt í rödd vindsins að Trúðurinn fari á höndum um hljóðfærin og er síður en svo hrædd við að koma við þau. Ég skil bara ekki það vanþakklæti að gefa skít í góða hlustendur. Klukkan var nú orðin alltof mikið, sumar hljómsveitir höfðu ætlað sér of mikinn tíma og ég er hræddur um að yfirvöld staðarins hafi verið komin með sting í magann. Þó var ein hljomsveit eftir: Svart/hvítur drauniur. Hausinn minn var um það bil að springa þannig að ég hröklaðist út áður en Draumurinn lauk sér af. Hann hljómaði ekki vel fannst mér en það er nú ekkert að marka því mig var hálfvegis farið að dreyma sjálfan. Annars barst mér í hendur spóla með S/H draumi nokkrum dögum eftir þetta svakalega gig og er sú upptaka allt annað og betra en þeir sýndu í MS. Ég get ekki stillt mig um að birta einn texta af þeirri spólu, sem heitir Það er geðveiki í ættinni: „sjá svipinn á ykkur/(úttroðnu dúkkur)/það er geðveiki í ættinni." Þótt ótrúlegt megi virðast, var stærsti galiinn við þessa tónleika hve langir þeir voru og hvað mörg númer tróðu upp. Að vísu er gaman að sjá svona margt gott samankomið á einum stað en maður verður bara ölítið þreyttur og ruglaður, séstaklega þegar hávaðinn er svo mikill að yfirvöldin á Hótel Borg hefðu tekið fyrir allt rokk næstu fimmtíu áriri. Fyrir mér voru Vonbrigði, Haugur og Svefnpurrkur (mikið dj... á ég erfitt með að sætta mig við nafnið) bestu hljóm- sveitir þessa kvölds, allar mjög ólíkar og þar með frumlegar, hver á sinn hátt. Það væri nú gaman að fá allar þessar 11 hljómsveitir á plþtu, þó ekki væri nema á einni, svona bara í staðinn fyrir eina af þessum „ég elska þig svo mikið, að ég gæti næstum dáið“ útgáfum... Bra - T VCVITIUDDVV /k 1jUaISIilJja a ÞUNGU LÍNUNNI „Ágætu umsjónarmenn Ég ætla að láta smá bréfsnifsli fljóta með atkvæðaseðlinum mínum. Rétttil að gera grein fyrir atkvæði mínu eins ogjiau gera á Alþingi. Eg vona að scðillinn sé ekki ógildur þó hann sé ekki alveg útfylltur. Það er einfaldlega vegna þess að íslensk tónl- ist er að mínu mati ákaflega þunn og ómerkileg. Aðeíns ein íslensk plata kom út á árinu sem mér þótt þess virði að eignast og aðeins ein hljómsveit er það góð að hægt sé að segja að hún skari að einhverju leyti fram úr. Mér hefur að vísu ekki gefist nema eitt tækifæri til að hlýða á þessa hljómsveit, þ.e. Centaur, en þeir lofa svo sannar- lega góöu. Ef gefinn væri kostur á að velja lélegustu hljómsvejt ársins yrði barátt- an svo sannarlega hörð að komast á þann lista. Og vonbrigði ársins yrðu örugglega EGÓ, þeim fer aftur með hvcrjum degi liggur við, þó þeir hafi ekki verið beysnir fyrir. Svo maður hverfi sem skjótast frá íslandi og annaðhvort austur eða vest- ur þá er margt skemmtilegt að ske. Margar ungar og stórgóðar hljómsveit- ir cru að konta fram núna og má þar helst nefna Manowar, Twisted Sister, Axe, Y&L frá Bandaríkjunum. Acc- ept og Viva frá Þýskalandi, Heavy Load frá frændum okkar í Svíþjóð og frá Mekka rokksins Englandi, Tank, Venom, Shiva og Killer. Ég ætla bara að vona að þessi svonefnda „nýróm- antík" fari sem fljótast að gefa upþ öndina. Að mínu mati er alls ekki hægt að tala um tónlist án þcss að minnast rækjlega á Iron Maiden og mættu allar poppsíður hugsa út í það. Margir af þeim eldri hafa lika sent frá sér stór- góðar plötur á liðnu ári t.d. Scorpions. M.S.G. Motorhead, Ozzy Osbourne, Saxon, Girlschool, Judas Priest, Slade, Black Sabbath, Magnum, Samson og Blackfoot, Af nógu er að taka eins og sjá má. Það er alveg merkilegt hvað íslendingar eru langt á eftir og lengi að átta sig á hlutunum. Samt geta þeir gleypt í sig vitleysu eins og „nýróman- tíkina“ og pönkið með húð og hári'og fengið niðurgang af öllu saman." Með innilegri hiuttekningu! Lovísa Sigurjónsdóttir formaður tónlistarnefndar fjölbrautaskólans & Sauðárkróki Kæra Lovísa Við umsjónarmenn Nútímans þökkum þér „þunga" bréfið enda ávallt fránumdir af hrifningu er einhver lcsenda okkar sendir okkur línu þar sem það gerist ekki nema þrisvar til fjórurn sinnum á ári, mættu fleiri taka þig sér til fyrirmyndar, þ.e. að sjálf- sögðu hvað bréfið varðar per se, innihald þess er nokkuð annað mál. Okkur þykir gagnrýnin á EGÓ i harðara lagi, enda sést af úrslitum vinsældakosninga okkar að meirihluti lesenda Nútímans er á allt öðru máli en hinsvegar erum við sammála þér að því leyti að varla er til þungarokkssveit af neinu viti hérlendis í dag, ef frá eru taidar sveitir eins og Centaur og Pass, sem þó eru varla nógu „þungar". Hinsvegar er það nokkuð einfaldur tónlistarsmekkur að okkar mati að hlusta einungis á „þungarokk" og fylgj- ast með Motorhead spila út spaðaásn- um en sínum augum litur hver á gullið... eða „snúnar systur" og við vonum að fleiri lesendur láti í sér heyra í þessu sambandi. Með innilegum baráttukveðjum á þungu líriunni bra og FRI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.