Tíminn - 20.02.1983, Page 24
24
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
,Höfum aldrei getað gengist inná að gifting sé nauðsynleg vegna þess að slíkt samband kemur innanfrá.
heimsókn
■ Á áttundu hajð í fjölbýlishúsi við Ljósheima búa
Sverrir Guðjónsson og Elín Edda Árnadóttir,
ásamt tveimur sonum. Sverrir, sem fyrir um það bil
tveimur áratugum var þekktur fyrir blíðan barna-
söng, er nú kennari í Fossvogsskóla og Elín Edda
er að Ijúka námi við Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Við heimsækjum þau um þessa helgi.
Ég kem til Elínar Eddu og Sverris á
bolludaginn, heppin þar því Elín Edda
bakaði hinar kræsilegustu bollur í tilefni
dagsins. Þegar ég kom sátu bræðurnir
ívar Örn 6 ára og Daði 4 ára að
krásunum, ásamt Hrólfi vini þeirra með
súkkulaði uppá nef og niður á höku, allir
þrír.
Elín Edda er Reykvíkingur með
blönduðu ívafi, frá Vestmannaeyjum og
Skipaskaga, alin upp í Reykjavík hjá
móður sinni og fóstra sínum Kristjáni
Júlíussyni.
„Ég gekk í Vogaskólann öll mín yngri
ár og tók þaðan gagnfræðapróf. Ég
þorði ekki í landsprófið á sínum tíma,
var nefnilega haldin landsprófsskrekk."
- Varstu ekki líka í ballett?
„Jú, ég byrjaði átta ára í Ballettskóla
Guðnýjar Péturs, ogfórsíðan í Listdans-
skóla Þjóðleikhússins. Ég var næstum
óslitið í ballett þar til ég varð ófrísk 23ja
ára gömul. Eftir gagnfræðaprófið fór ég
til Bandaríkjanna með frændfólki mínu
og stefndi þá að námi í dansi en fékk
síðan efasemdir, um að það væri akkúrat
það sem ég vildi. Það er svo margt sem
brýst um í manni á þessum árum. Ég var
jafnvel þá farin að spá í myndlistina.
Amma mín, Fanný Friðriksdóttir, sem
var forstöðukona saumastofu Þjóðleik-
„Leitin að upprunanum
einkennandi fyrir listina
í dag“
En ég dansði líka þó nokkuð á
menntaskólaárunum, tók m.a. þátt í
sýningum á Brúðkaupi Fígarós, Okla-
homa, Kabarett o.fl. Þau ár sem ég
eyddi í Þjóðleikhúsinu hafa haft sín áhrif
á mig sem myndlistarmann, því ég bý
mjög vel að þeirri reynslu sem ég
öðlaðist þar. Ég vcit hvað er að gerast í
ballett, leikhúsi og myndlist og get því
séð samhengið á milli þessara listgreina.
Mér finnst oft skorta hjá listamönnum
að þeir viti hvað er að gerast í öðrum
listgreinum en þeir stunda sjálfir vegna
þess að önnur listform geta svo sannar-
lega haft gagnverkandi áhrif á það form
sem maður fæst við sjálfur. Yfirleitt er
nefnilega það sama að gerast í öllum
listgreinum, ef grannt er skoðað sér
maður að sömu grundvallarþættirnir eru
gegnumgangandi. Nú er t.d. talað mikið
um frumstæð áhrif á myndlist, fólk
málar á mjög frumstæðan hátt og þetta
kemur líka fram í tónlistinni. Það má cf
til vill segja að leitin að upprunanum sé
einkennandi fyrir Iistina í dag. Til dæmis
er nýja málverkið dæmigerð uppreisn
gegn hinu hefðbundna akademiska mál-
verki.
„Gott að
kunna að meta
listina og
njóta hennar”
1 heimsókn hjá Elínu Eddu
Árna- ~
dóttur
mynd-
listar-
nema og
Sverri
Guðjóns-
syni
kennara
og
r *
„Eg var hálf hræddur við hana. Hún
var einhvern veginn svo ákveðin á
songvara ■ Sverrir syngur á útiskeinmtun á svipinn." (Elín Edda í busavígslu í
Arnarhóli 17. júní, þá tólf ára gamall. M.T.). Rmantyndir: Róbert.
hússins, hafði mjög mótandi áhrif á mig
og það var í gegnum hana sem áhugi
minn á listum kviknaði. Hún sá til þess
að ég fór í ballett og hún fór einnig með
mig á myndlistarsýningar þegar ég var
barn og síðan kom áhugi á leiksýningum
í kjölfarið.
Mér gekk ágætlega í dansinum,fékk
styrk til að fara á námskeið og var komin
það langt að ég var búin að fá inni á
háskólanum í Madison í Wisconsin í
nútímadansi. Ég hefði þá þurft að taka
bandarískt stúdentspróf og síðan BA-
próf í dansinum en sá fram á að það var
ekki það sem ég vildi. Mér nægði alveg
að vera heima og taka þátt í sýningum
þegar tækifæri gafst og taka tíma í dansi.
Ég tók þátt í nokkrum sýningum í
Borgarleikhúsinu þarna úti, m.a. í söng-
leik sem hét Frænka mín og hefur líka
verið sýndur hér. Ég var einnig í litlum
sýningarhópi sem sýndi dansa sem voru
sérstaklega ætlaðir börnum og fór í
skólana í Madison. Þetta var allt sáman
mjög skemmtilegt þó ekki það sem ég
var að leita að.
Eftir að ég kom heim vann ég eitt ár í
tískuverslun. Það var nú ekkert sérstakt
og ég er ekkert yfir mig spennt yfir því
tímabili. Þetta var svona biðstaða á
meðan ég var að hugsa mig um. Að
loknu þessu ári fór ég í Menntaskólann
við Tjörnina. Þar eignaðist ég marga
góða vini sem ég hef enn samband við,
en þó að menntaskólaárin hafi sinn
sjarma fannst mér þau alls ekki eins
skemmtileg og margir vilja meina. Og
eiginlega finnst að lífið hafi ekki byrjað
fyrr en ég eignaðist strákana.
- Fórstu í myndlistarskóla eftir stú-
dentspróf?
„Nei, ég varð ófrísk um vorið og fór í
Háskólann um haustið að læra frönsku
og málvísindi. Það kom mér mjög á
óvart hversu gaman var í Háskólanum.
Ég var í mjög skemmtilegum kvenna-
hópi og við unnum verkefnin saman,
sem gerði námið að sjálfsögðu miklu
skemmtilegra. En þegar ég var ófrísk og
gat ekki dansað fór ég að teikna. Það er
eins og skapandi afl lciti í annan farveg
ef aðstæður breytast. Mér gekk alltaf vel
í teikningu í barnaskóla en hætti að
teikna á gelgjuskeiðinu sem er dæmigert
fyrir breytingarnar sem verða á manni.
Það er eins og maður lokist á vissan hátt
og verði ekki eins meðvitaður um sjálfan
sig.
Ég fékk sem sagt brennandi áhuga á
að virkja teikninguna upp á nýtt og dreif
mig á námskeið ári eftir að barnið
fæddist. Síðan tók ég inntökupróf í
Handíða- og myndlistaskólann um vorið
- þá ófrísk að öðru barni. En þetta var
eitthvað sem ég varð að gera og vissi að
var rétt.
Ég var svo í skólanum fram á sfðasta
dag, ég á teikningu frá 7. desember sem
var föstudagur en Daði fæddist 9. des-
ember. Ég var svo utanskóla það sem
eftir var vetrar og fékk að leysa mín
verkefni heima. Síðan urðu veikindi
Daða þess valdandi að ég ákvað að
draga mig i hlé og vera heima í eitt ár.
Þctta ár sem ég var heima kom mjög vel
út, ég var lengi með Daða á brjósti (eins
og reyndar ívar Örn) og gat sinnt því vel.
Samt finnst mér ég alltaf afkasta mestu