Tíminn - 05.03.1983, Side 1
Greinargerð álsamninganefndarinnar frá 1975 — bls. 9
Blað
1
Tvo
blöd
f
Helgin 5.-6. nfiars 1983
53. tölublað - 67. árgangur
11LLAGAN GENGUR MJÖG í
M An SEM ÉG TEL FÆRA
— segir Pálmi Jónsson, landbúnadarráðherra um tillögu
atvinnumálanefndar í álmálinu
■ „Þessi tillaga meirihluta atvinnumálanefndar, um skipun nýrrar
álviðræðunefndar, er að mínu mati, ekki óeðlilegt framhald af því
ástandi sem skapast hefur, eftir að ljóst var, að vegir skildu innan
ríkisstjórnarinnar og stuðningsliðs hennar í þessu máli,“ sagði Pálmi
Jónsson, landbúnaðarráðherra, er blaðamaður Tímans spurði hann álits
á tillögu meirihluta atvinnumálanefndar sameinaðs þings um álviðræð-
unefndarskipan.
„Ég hef þegar fengið ósk um
að taka tillögu atvinnumála-
nefndar um nýja álviðræðunefnd
á dagskrá, og verður hún þar
með á dagskrá á næsta fundi
sameinaðs Alþingis," sagði Jón
Helgason, forseti sameinaðs
„Þessi tillaga gengur mjög í
þá átt, sem ég hef talið að fært sé
að fara í þessu ntáli, því ég tcl
það nauðsynlegt að reynt sé til
þrautar að ná samkomulagi við
Alusuisse," sagði Pálmi
jafnframt.
þings, er Tíminn spurði hann í
gær, hvort tími yrði til þess í
sameinuðu þingi að afgreiða
þessa tillögu fyrir þinglok, sem
eiga að verða næsta föstudag, ef
áætlun stenst.
Aðspurður um þaö hvort til-
lagan yrði endilcga afgreidd,
þótt hún færi á dagskrá sagði
Jón: „Ef það koma fram óskir
frá heilum þingflokki, eða jafn-
vel fleiri en einum þingflokki,
um að tillagan verði tekin til
umræðu þá er vcnjan sú, að
forseti rcynir að vcrða viðslíkum
óskum."
Því hefur vcrið flcygt að
alþýðubandalagsmcnn hyggist
beita málþófi, cf tillagan verður
til untræðu, og jafnvel að rcyna
að hindra að hún komi til unt-
ræðu. Tíminn spurði Hjörleif
Guttormsson. iðnaðarráðhcrra
um það atriði í gær: „Við alþýðu-
bandalagsmenn munum aðsjálf-
sögðu beita okkur af alefli gegn
þessari tillögu, ef hún kemur hér
til umræðu," sagði Hjörleifur.
„Það heíur ekkert verið rætt
að viö bcitum okkur gcgn því að
tillagan verði sett á dagskrá,
enda cr þaö forseti sem ákveður
dagskrá. Hins vegar er þetta
þingmannatillaga, og ég fæ ckki
séð að það sé ncitt sjálfgcrt að
hún sé til umræðu með einhverj-
unt forgangi."
AB
Pinghaldi
lýkur
á
föstudag
■ Stcfnt cr aö því að Ijúka
þinghaldi n.k. föstudag. í síð-
ustu viku var ákveðið að þing-
lausnir yrðu um míöja næstu
viku en nú hefur tíniinn verið
frainlengdur nokkuð.
Meðal mikilvægra málá sem
Ijjíka þarf eru lánsfjáráætlun,
og langtímaáætlun í vcgagerð.
Pá liggur fyrir frumvarp iðnað-
arráðherra og annarra þing-
manna Alþýðubandalagsins i
ncðri deild um einhliða hækk-
ún á orkuverði til ísal, en óvíst
cr hvcnær þaö verður tekið á
dagskrá. Einnig liggur fyrir
þingsályktunartillaga atvinnu-
málancfndar um kosningu
nefndar til að annast samninga
við ísal og geta þetta orðiö
lungvinn mál.
OÓ
Vilmundur
lét Alþingi
senda út
þúsundir
bréfa:
FORSETAR
SEGJA NÚ
STOPP VIÐ
500 EINT.
■ „Það var talað um það á
forsctafundum, að takmarka
eintakafjölda þingskjala fyrir
einstaka þingmenn við 500",
sagði Friðjón Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Alþingis í samtali við
Tímann í gær, er blaðamaður
spurði hann um það efni.
Tilefni þessarar takmörkunar,
sem sett var á nú fyrir skömmu,
er samkvæmt heimildum Tímans
það. að Vilmundur Gylfason.
alþingismaður, og formaður
Bandalags jafnaðarmanna hefur
notað aðstöðu sína á þann hátt,
að hann hefur látið prenta tiltek-
in þingskjöl í þúsundum eintaka
og scnda út frá Alþingi, scm
varð til þess að starfsfólk Alþing-
is, sem er ekki mjög fjölmennt,
var beinlínis að sligast undan
vinnuálagi.
Tíminn reyndi árangurslaust í
gær að ná sambandi við Vilmund
Gyifason, til þess að bera þessa
frétt undir hann.
AB
■ í gxr varð sá atburður við Suðurlandsbraut að ung kona missti stjórn á Blazer jeppa scm hún ók og fór jeppinn þvert yfir götuna, upp eins metra háan og brattan graskant
og upp á bílastæði fyrir framan utan i 8 bíla áður en hann nam staðar. Saahinn á myndinni er talinn ónýtur og allir hinir bílarnir meira og minna skemmdir. Engan sakaði.
Konan bar að hún heföi verið á lítilli ferð en misst stjórn á bílnum er hún lenti í hvarfi á rnalbikinu. Tímamynd GE
Slipp-
stöðin á
Akureyri:
■ í Slippstöðinni á Akureyri er
hafin smíði 120 tonna stálbáts á
vegum Þróunarsamvinnustofn-
unar íslands. Að sögn Gunnars
Ragnars framkvæmdastjóra
Slippstöðvarinnar fer þessi bátur
Smíðar fiskveiðibát
fyrir Grænhöfðaeyjar
til Grænhöfðaeyja, þar sem ls-
lendingar hafa í nokkur ár unnið
að þróunarhjálp er beinst hefur
að fiskveiðum. Þau skip sem
notuð hafa vcrið við þcssa starf-
semi hafa ekki þótt henta nægi-
lega vel og cr báturinn sem nú cr
í smíðum hannaður í ljósi þeirrar
reynslu sem þar hefur fengist.
Gunnar sagði að ekkert lægi
fyrir um það hvort eitthvert á-
framhald gæti orðið á nýsmíði
fyrir Grænhöfðaeyjar. Eyja-
skeggjar vinna nú að því að
byggja upp fiskveiðiflota og
njóta í því stuðnings Araba-
þjóða. Slippstöðin er inni í
myndinni hvað varðar smíði á
fiskiskipumfyrir eyjaskeggja en
framtíðin verður að skera úr um
hvort af því verður.
JGK
STRAUJAÐI ATTA BÍLA!