Tíminn - 05.03.1983, Side 4
4
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983
/PK Aðalfundir
W deilda KRON
verða sem hér segir:
6. DEILD
Aðalfundur þriðjudag 8. mars kl. 20.30 í fundar-
stofu KRON í Stórmarkaðnum. Félagssvæði:
Kópavogur.
1.0G2. DEILD
Aðalfundur miðvikudag 9. mars kl. 20.30 í
Hamragörðum, Hávallagötu 24. Félagssvæði:
Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær að og með
Rauðarárstíg og Flugvallarbraut.
3. OG 4. DEILD
Aðalfundur mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í
Afurðasölu SÍS, Kirkjusandi. Félagssvæði: Hlíð-
arnar, Holtin, Túnin, Laugarneshverfi, Kleppsholt,
Heimar og Vogahverfi.
5. DEILD
Aðalfundur þriðjudag 15. mars í fundarstofu
KRON Fellagörðum. Félagssvæði: Smáíbúðahverfi,
Gerðin, Fossvogur, Breiðholt, Árbær og staðir
utan Reykjavíkur.
Dagskrá skv. félagslögum.
Kaffiveitingar.
Sjá einnig auglýsingar í verslunum KRON.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
Þakklætiskveðja
Starfsfólki og vistfólki Droplaugarstaða svo og
öllum öðrum, sem glöddu mig á afmælisdegi
mínum 28. febrúar s.l. sendi ég mínar innileg-
ustu þakkir og kveðjur.
Bergþór Vigfússon.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jarðarför móður okkar tengdamóður ömmu og langömmu
Hrefnu Jóhannesdóttur
frá Hróðnýjarstöðum
Hugrún Þorkelsdóttir Jökull Sigurösson
Inga Þorkelsdóttir Haraldur Árnason
Valdís Þorkelsdóttir Haraldur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Útför eiginkonu minnar móður okkar og ömmu
Viiborgar Jónsdóttur
Grænumörk 1 9
Selfossi
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 7. mars kl. 15.00.
Kveðjuathöfn verður í Selfosskirkju kl. 10. f.h. sama dag.
Þórmundur Guðmundsson
Gunnhildur Þórmundsdóttir Bjarni Eyvindsson
Þórmundur Þórmundsson Unnur Jónsdóttir
og barnabörn
Eiginkona mín og móðir okkar
Ólöf Sóley Sigríður Guðmundsdóttir
Hraunbæ 50
er lést 24. febr. verður jarðsungin mánudaginn 7. mars kl. 13.30 frá
Fossvogskirkju.
Eyjólfur Þ. Jakobsson
og börn.
fréttir
Sjálfstædisfulltrúi bæjarráðs ísafjarðar:
Gengur af fundi
ef áheyrnar-
fulltrúar mæta
■ Fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjar-
ráði ísafjarðar gekk nýlega út af fundi
bæjarráðs og hafði áður látið sig vanta
á fundi í kjölfar samþykktar bæjar-
stjórnar um það að þeir tveir flokkar í
bæjarstjórn sem ekki eiga fulltrúa í
bæjarráði mættu hafa áheyrnarfulltrúa
á fundum ráðsins. Er þarna um að
ræða fulltrúa Alþýðuflokks ogóháðra,
sem mynda meirihluta með Framsókn
og Alþýðubandalagi, en Sjálfstæðis-
flokkur er í minnihluta.
Spurður um ástæður þessa sagði
Guðmundur Sveinsson form. bæjar-
ráðs að þetta megi rekja til þess að
ákveðið hafi verið í sumarað áheyrnar-
fulltrúar fyrrnefndra flokka mættu sitja
bæjarráðsfundi. Sjálfstæðismenn hafi
þá mótmælt þessu - ekki talið það
lýðræðislega rétt og verða til þess að
fulltrúi þeirra sæti þá nánast einn á
móti 4 í bæjarráði. Hafi þeirsíðan kært
þetta til félagsmálaráðuneytis, sem
úrskurðaði að þetta væri ekki leyfilegt
nema að það yrði tekið inn í bæjar-
málasamþykktir.
Breytingin hafi síðan verið sam-
þykkt í bæjarstjórn nú fyrir jólin, en
áheyrnarfulltrúarnir þó ekki farið að
mæta á fundi á ný þar til fyrir um
hálfum mánuði. Sjálfstæðismenn hafi
þá látið bóka að fulltrúi þeirra mundi
ekki mæta á fundi bæjarráðs meðan
áheyrnarfulltrúarnir væru inni á fund-
um þess. Þeim hafi á móti verið bent á
ákveðnar skyldur bæjarfulltrúa. Sjálf-
stæðisfulltrúinn gekk þá af fundi og
kom ekki á tvo hina næstu, þannig að
aðeins tveir bæjarráðsmenn sátu þá
fundi. Nýlega hafi svo annar áheyrnar-
fulltrúinn mætt á fund - en nokkuð
seint - og gekk fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins þá af fundinum. Á síðasta
fundi bæjarráðs kvað Guðmundur
áheyrnarfulltrúana hins vegar ekki
hafa mætt, og sat fulltrúi sjálfstæðis-
manna þá allan þann fund.
Ekki tókst að ná í Guðmund Ingólfs-
son bæjarráðsmann Sjálfstæðisflokks-
ins, en varamaður hans Ingimar Hall-
dórsson kvaðst ekki tilbúinn til neinna
yfirlýsinga á þessu stigi málsins.
- HEI
Fódur- og hey-
verkunar-
námskeid
á Hvanneyri
BORGARFJÖRÐUR: Námskeið í
fóðurrækt, heyverkun og fóðrun verð-
ur haldið fyrir bændur og bændaefni að
Hvanneyri dagana 21.-26. mars n.k.
Kostnaður vegna námskeiðsins er áætl-
aður 1.000 kr. á mann auk þess sem
þátttakendur þurfa að greiða náms-
gögn og þær ferðir sem farnar verða.
Hvanneyringar þurfa að heyra frá
væntanlegum gestum sínum fyrir 13.
mars n.k.
Rafmagnslaust
í 3 sólarhringa
á Gjögri
GJÖGUR: „Við höfðum verið raf-
magnslaus í um 3 sólarhringa - vegna
slitinnar línu - þegar viðgerðarmaður-
inn komst hingað seinnipartinn í dag.
Straumurinn var að koma á aftur núna
áðan,“ sagði Jóhanna Thorarensen á
Gjögri er við náðum sambandi þangað
á fimmtudagskvöldið. Þyrla landhelg-
isgæslunnar lenti þá síðdegis á Hólm-
avík til að taka viðgerðarmann.
Jóhanna sagði að rafmagnsleysið
hafi verið á þrem bæjum. Á tveim
þeirra eru díselrafstöðvar til að grípa
til í svona tilvikum. Á þessum bæjum
sé kynt meðolíu, þannig að þetta komi
sér því verst vegna tækja, t.d. frysti-
kista. Aðspurð kvað hún rafmagnið
hafa farið af nokkrum sinnum nú í
vetur.
-HEI
■ Undirstaoan fyrir afurðamiklum nautgripum eru góð hey.
Hörður Sigurgrímsson í Holti:
Góð hey ráða úrslitum
en ekki kjamfóðrið
ÁRNESSÝSLA: „Það kom greinilega
fram að undirstaða undir góðri nyt
kúnna og afurðamiklum nautgripum
eru góð hey og góð fóðurframleiðsla
heima. Það næst ekki með kjarnfóðri,"
sagði Hörður Sigurgrímssbn, bóndi í
Holti sem við spurðum frétta af aðal-
fundi Nautgriparæktarsambands
Árnessýslu, sem haldinn var nýlega.
Sagði Hörður nythæð kúnna hafa vaxið
þar um slóðir á umliðnum árum. Auk
góðs fóðurs taldi hann ekki vafa á að
það sé m.a. vegna þess að bændur hafi,
í kjölfar kvótakerfisins, fargað lélegri
gripum, þannig að stofninn sé orðinn
afurðabetri.
Spurður hvort menn séu enn að draga
saman,sagði Hörður að þeim fækki
sem fást við mjólkurframieiðsluna en
þeir sem áfram halda stækki búin
líklega heldur. Hann taldi lítið byggt
til sveita að undanförnu og nokkuð um
það í Árnessýslu að menn hætti bú-
vöruframleiðslu, en haldi áfram að
eiga heima á jörðum sínum og vinni þá
annars staðar. Þar sem útihús séu
orðin léleg sé mikið vafamál að byggt
verði upp á næstunni. - HEI
Hefur bæði olfu- og kolakyndingu til vara:
„Fólk tekur þessu með skilningj”
— segir Olgeir bóndi f Nefsholti um bilun
hitaveitunnar
RANGÁRVALLASÝSLA: „Við
erum ekki í vandræðum, því við höfum
olíukyndinguna (vorum aldrei búin að
henda henni) og gætum m.a.s. kynt
með kolum ef því væri að skipta.
Gamli kolaketillinn var í ágætu lagi og
hefur komið fyrir að maður hafi notað
hann þegar rafmagnið hefur brugðist -
sem oft gerist nú eins og menn vita,"
sagði Olgeir. Engilbertsson bóndi í
Nefsholti, sem er næsti bær við Lauga-
land í Holtum þar sem hitaveitan brást
um daginn sem kunnugt er.
Olgeir sagði fólk þarna um slóðir
hafa tekið þessari bilun hitaveitunnar
með skilningi - það þýði ekkert annað.
„Þetta er engum manni um að kenna
held ég og því ekki við neinn að
sakast," eins og hann orðaði það. Hins
vegar sé mikið um hitaveituna rætt
svona manna á milli, þannig að það
yfirgnæfi hina daglegu pólitísku um-
ræðu.
Olgeir hefur undanfarna daga starf-
að við borholuna á Laugalandi, nú
síðast við að tengja vatnsveituna við
tank þaðan sem síðan átti að dæla því
niður í heitavatnsholuna. Hins vegar
hafði verið hætt við þá aðgerð rétt áður
en við röbbuðum við hann s.l. fimmtu-
dag.
Þótt sagt hafi verið að ekkert vatn
hafi komið úr holunni kvað Olgeir það
ekki nema hálfsannleika. Dælan náði
niður á um 130 metra dýpi, en s.l.
fimmtudag sagði Olgeir hafa hækkað
svo í holunni að vatnið væri ekki nema
um tæpa 30 metra undir yfirborði
jarðar. í 1.308 metra djúpri holu, sem
boruð var 1977, og ekki hafi gefið vatn
meðan dælt var úr aðalholunni, sé
vatnið nú ekki nema um 5 metra undir
yfirborði, þannig að nóg vatn virðist
vera á svæðinu.
- HEI