Tíminn - 05.03.1983, Side 8
8
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísii Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Eining þarf að
verða um álmálið
■ íslendingar eiga meira í húfi í viðskiptum sínum við
álhringinn en svo, að það sé afsakanlegt að gera það að
æsingamáli og ásaka andstæðingana um undirlægjuhátt eða
annað verra, ef þeir vilja ekki í einu eða öllu játast undir
fylgi við ákveðinn ráðherra eða ákveðna flokka.
Þjóðviljinn er nú byrjaður á hinum alkunnu svikabrigzl-
um, sem hann m.a. viðhafði um Framsóknarflokkinn
meðan verið var að koma 200 mílna efnahagslögsögunni
í höfn. Framsóknarmenn létu sér þá undirlægjubrigzl
Þjóðviljans í léttu rúmi liggja. Söm verður afstaða þeirra
nú, ef Þjóðviljinn ætlar að taka upp svipuð vinnubrögð í
sambandi við almálið.
Álfélagið hefur skákað í því skjólinu í karpinu um
skattamálin við Hjörleif Guttormsson, að lítið mark væri
takandi á Hjörleifi, núverandi ríkisstjórn væri völt í sessi
og sVipuð stjórn gæti komið hér til valda og sú, sem samdi
við það í upphafi.
Þetta hefur stappað stálinu í álfélagið, ásamt því, að
Hjörleifur hefur að mestu gleymt að ræða um orkuverð.
Það er af þessum ástæðum, sem ekki má láta forráða-
menn álfélagsins vaða lengur í villu og svíma um hver
afstaða Islendinga raunverulega er. Því þarf að koma á
samstarfi flokkanna og þeir að móta sameiginlega
stefnu, sem fylgt yrði eftir með einhliða aðgerðum, ef
samningar nást ekki eftir að búið er að reyna þá til þrautar.
Framsóknarmenn fylgdu þeirri reglu í landhelgisbarátt-
unni að vinna að sem mestri einingu. Eftir hina hörðu
kosningabaráttu 1971 um 50 mílur, náðist undir forustu
Framsóknarmanna alger samstaða um málið í utanríkis-
málanefnd Alþingis. Það var ómetanlegur styrkur í
baráttunni, sem beið framundan.
Svipað vinnulag verður að hafa á álmálinu nú. Forráða-
menn álhringsins eru þrjóskir og erfiðir og verða því að
finna að íslendingar standa saman.
Iðnaðarmálaráðherra hefur gefizt upp við samningaum-
leitanir og skotið málinu til Alþingis. Alþingi verður nú
að taka málið í sínar hendur og koma á samstöðu eins og
gert var í landhelgismálinu 1972, þegar utanríkismála-
nefnd náði samstöðu um það.
Því verður að treysta, að hér skerist enginn úr leik.
Alþýðubandalagið má ekki af misreiknuðum pólitískum
gróðavonum skerast úr leik. Það yrði ekki því til ávinnings,
en vatn á myllu álhringsins.
Misheppnaður leikur
■ Davíð Oddsson borgarstjóri er efnilegt leikritaskáld. *
Hann hefur samið ýmis lagleg smáleikrit. Vafalaust gæti
hann átt framtíð fyrir sér í þeirri grein.
Nú vill Davíð hins vegar færast meira í fang. Hann vill
líka verða leikari og ekkert minna en aðalpersónan á
sviðinu.
Undanfarnar vikur hefur hann verið að sýnaleikþátt,þar
sem byggt er á sögunni um Davíð og Golíat. Verðlags-
stofnunin er látin leika Golíat, en borgarstjórinn leikur
Davíð. Deiluefni þeirra er hins vegar ekki fengið úr
bíblíunni, því að strætisvagnar voru þá ekki komnir til
sögu.
Það er leiðinlegt vegna borgarstjórans að þurfa að segja
það, að þetta er fullkomlega misheppnaður leikur. Hér er
eingöngu á ferð augljós tilraun til að fara á bak við lögin
og reyna að vekja á sér athygli á þann hátt. Reykvíkingar
ætlast til annars af borgarstjóra sínum en að hann sé að
fást við slíkan leikaraskap.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Munaðarieysingjar forsætisráðherra
ÞóU (llafur Jóhanunua hafl
miklar vlnialdlr o( Iraintar h)á
flokkibrahnun ahnim, voru þó fkki
farnar Mytfarlr ai hrlmfll hant á
a)ótu£iafm*linu thu o( h)á UrtaUt-
ráóhrrra. rnda hafól hana rkki
nokkru áóur klolló flokk tlnn o(
iklltð formannlno o( þin^nokklao
rfUr mállautn af rriði. Hiat vt(ar
búatl (amllr itmhrrjar ÚUft tfl
þrtt aó b)óóa fram tórtUklt(a I
NoróurUadtkJordral vttlra og t
rarlt(a o( tr(Ja aldrtl
mrlra ra nauóayalr(t rr. tnda (am-
aU hMarrtUrdómarl o( vtU, aó
lt(a. Sá hu(iua (rlur rl tU vUI lcótl
at fortalltrá&hrrra á ilókvöldl.
þrjar kaaa hvlltr ku(a tUa mri þv I
Augu heimsins
■ Eins og alþjóð veit hvíla
augu heimsinsstöðugt á íslandi
og fylgjast menn spenntir með
hvað þessi undraþjóð í Dumbs-
hafi hefst að hverju sinni. Þeg-
ar Alþingi samþykkti að mót-
mæla ekki hvalveiðibanni var
slegið upp með flennifýrir
sögnum í þjóðfrelsismálgagn-
inu og Mogga hvað einhver
kerling í Ameríku dáðist að
virku lýðræði þjóðarinnar og
hástemmdu blaðri um þing og
miskunnsemi. Daginn áður
hótaði sama persóna að eyði-
leggja mikilvægasta markað ís-
lendinga og þar með lífsbjörg-
ina ef ekki yrði farið að hennar
óskum í einu og öllu varðandi
annan atvinnuveg, sem sagt að
leggja hann niður.
Hótanir og blíðmælgi áttu
jafngóðan hljómgrunn hjá
söguþjóðinni.
Þórir S. Gröndal hefur sína
lífsafkomu af aðselja íslenskan
fisk í Bandaríkjunum. Hann
sendi Morgunblaðinu frétta-
pistil um viðbrögðin þar og
kemur í Ijós að þau voru
nákvæmlega engin þótt allt ætl-
aði af göflunum að ganga á
íslandi á meðan á ósköpunum
stóð. Þórir skrifar:
„Ekkert er eðlilegra en að
okkur íslendingum finnist ís-
land vera þungmiðja heimsins.
Einu sinni sem endranær kom
þetta vel í Ijós síðustu dagana
fyrir atkvæðagreiðsluna frægu,
þegar einn íslenzkur þingmað-
ur reið baggamuninn, og bjarg-
aði þar með þúsundum hval-
lífa.
Við, sem í Barbaríinu búum,
fylgdumst með málinu í ís-
lenzku blöðunum. Við lestur
þeirra hefði verið hægt að
álykta, að augu alheims og sér
í lagi Ameríku hvíldu á íslandi
og þeim ákvörðunum, sem þar
yrðu teknar um örlög hvala
heimsins. Manni skildist líka,
að útflutningsverzlunin, og
reyndar einnig öll afkoma
landsins, héngi á bláþræði og
allt. væri undir því komið að
rétt ákvörðun væri tekin.
í Flórída búa 10 milljónir
manna og þangað koma árlega
rúmar 40 miiljónir ferðafólks.
Fjöldi veitingastaða er gífur-
legur og hér eru étin feiknin öll
af fiski. Fylkið er einn bezti
markaður fyrir íslenzka fiskinn
og áætlar greinarhöfundur, að
hann sé seldur hér árlega fyrir
um $20 milljónir. Til samans
seldu íslenzku fyrirtækin fyrir
rúmlega $ 300 milljónir 1982,
svo að hluti Flórída er hreint
ekki svo lítill. Undirritaður
hefir aldrei séð hér neitt minnzt
á mótmælaaðgerðirgegn þeim,
sem selja fisk frá íslandi. Hann
hefir heldur ekki séð minnzt á
atkvæðagreiðsluna frægu í fjöl-
miðlum hér.“
Hinir virtu ráðgjafar
Annað mál sem okkur er
stundum sagt að veki mikla
athygli erlendis er rifrildi iðn-
aðarráðherra og Alusuisse.
Þetta er vissulega stórt mál á
íslandi en víðast hvar í út-
löndum eiga auðhringar í sífelld
um útistöðum við yfirvöld
vegna skattamála og telst ekki
til stórtíðinda.
Það telst ekki einu sinni til ‘
heimsfrétta þótt virt endur-
skoðunarfyrjrtæki séu staðin
að smávægilegu misferli. Hið
ágæta og víðþekkta og umfram
allt virta endurskoðunarfyrir-
tæki Coopers & Lybrandt hef-
ur mjög verið í íslensku sviðs-
Ijósi. Nýlega komst fyrirtækið
einnig í bæjarpressuna í Pitts-
burgh samkvæmt frétt í DV í
gær. Heiðursfólkið Coopers &
Lybrandt borguðu bæjarsjóði
10 millj. kr. til þess að komast
hjá málssókn. Að sögn D & V
tók hið virta ráðgjafarfyrirtæki
fé fyrir ráðgjöf og reyndust
vera hagsmunatengsl milli
endurskoðendafyrirtækisins og
fyrirtækis sem það ráðlagði
borginni að skipta við. Coop-
ers & Lybrandt endurskoða
ekki lengur fyrir Pittsburgh.
En Svisslendingarnir í Alus-
uisse eru jafnhábölvaðir við að
eiga fyrir því.
Fósturlaun
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra hefur ekki
undanfarin ár átt jafn einlæga
aðdáendur og Svarthöfða
karlinn, að Þjóðviljanum
undanskildum. Svarthöfði hef-
ur hælt forsætisráðherra upp í
hástert hvenær sem því hefur
verið við komið og ekki alls
fyrir löngu taldi sá dökkleiti
Gunnar vera síðasta menning-
armanninn á Alþingi og færði
að því gild rök. f gær gerir
Svarthöfði þau ummæli Gunn-
ars sem hann viðhafði á fundi
með ungum framsóknar-
»*■> *«*K
mönnum, að hann hygðist ekki
skilja stuðningsmenn sína eftir
munaðarlausa,að umræðuefni.
í Tímanum voru fátæklegar
bollaleggingar um þessi um-
mæli, sem Svarthöfða þóknast
að kalla stjórnmálaskýringu,
og telur ranga. En kemur með
eigin skýringu á ummælunum:
„Vitanlega skilur forsætis-
ráðherra ekki stuðningsmenn
sína eftir munaðarlausa í
Reykjavík. Gamall og traustur
vopnabróðir forsætisráðherra
er í fyrsta sæti og leiðir kosn-
ingabaráttuna. Forsætisráð-
herra studdi hann eitt sinn í
framboð gegn formanni
flokksins, og þótt leiðir þeirra
hafi skilist um stund vegna
ágreinings um síðari daga
stjórnarinnar. þá ríkir full vin-
átta og traust á milli þessara
manna. Þá má ekki gleyma
því, að á listanum er varafor-
maður flokksins, sem var kos-
inn í það embætti m.a. fyrir
öflugan stuðning forsætisráð-
herrans og manna hans. í
væntanlegu fyrsta varamanns-
sæti listans er svo fyrrverandi
formaður SUS, en hann hefur
verið talinn í liðsveit forsætis-
ráðherrans síðustu misserin."
Með pistlinum eru birtar
myndir af Albert Guðmunds-
syni og Friðrik Sophussyni,
sem þarna eru greinilega taldir
til liðssveitar Gunnars.
OÓ
starkaður skrifar
Jöfnun raforkukostnaðar
- jafnréttis og byggðamál
■ GÍFURLEGAR hækkanir á raforkuverði hafa komiö
mjög illa við marga landsmenn, og þá alveg sérstaklega þá sem
þurfa að hita upp hús sín með rafmagni. Hækkanir á
raforkuveTÖi þurfa ávallt aö hljóta staðfestingu iðnaðarráð-
herra, og hafa landsinenn ekki oröið varir við mikla fyrirstöðu
þar, enda meira hugsað um skýrslugerð og pappírsflóð í
ráðuneyti hans en skjótar og raunhæfar aðgerðir.
Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins á Austurlandi ræddu
þessi mál sérstaklega á fundi fyrir austan i síðasta mánuöi, og
í greinargerð, sem þeir sendu frá sér, kemur fram vcrulcgur
ótti við að þessi óhefta hækkun á raforkuverði niuni leiða til
byggðaröskunar ef ekki verður ráðin bót á snarlega.
Tekið er í greinargerð Rarik-starfsmannanna dæmi um
þann kostnað, sem heimili úti á landi þarf að bera vegna
rafmagnsnotkunar, og hvernig hann skiptist á milli aðila í
raforkukcrfinu. Dæmið er miðaö við 4000 kílówattstunda
notkun á ári til heimilishalds og 36000 kílówattsstunda
notkunar á ári til hitunar. Fyrir þessa raforkunotkun þarf að
greiða á núgildandi verðlagi 41.430 krónur á ári. Endur-
greiðslur vegna jöfnunar hitakostnaðar nema 6.120 krónum,
en mismunurinn - 35.310 krónur - þarf húseigandinn að
greiða. Það gerir um 6000 krónur á hverju tveggja inánaöa
tímabili. Getur hver og einn séð hvílíkt álag þetta er fyrir
venjulegt launamannaheimili.
Forvitnilegt er að sjá hvernig þessi heildarupphæð - 41.430
- skiptist á milli aðila. Landsvirkjun fær 29.200 krónur eða
rúmlega 70% af heildarupphæðinni. Rarik fær 9.350 eða
rúmlcga 22%, en restin fer í verðjöfnunargjald og söluskatt.
Þegar hlutur Landsvirkjunar nú er borinn saman við hlut
þeirra af sambærilegu raforkuverði fyrir fjórum árum síðan,
þá kemur í Ijós samkvæmt upplýsingum starfsmanna Rarik
fyrir austan, að Landsvirkjun fékk þá aðeins tæplega 2000
krónur af 4.160 króna heildarreikningi, eða um 48%. Hlutur
Landsvirkjunar í orkuverðinu hefur því stórlega hækkað og
því eðlilegt að starfsmennirnir kalli það „hreinar drápsklyljar
fyrir landsbyggðina“.
EITT mikilvægasta verkefnið á sviði jafnréttis- og byggða-
mála er að draga úr þeim gífurlega kostnaði, sem þeir sem ekki
búa við tiltölulega ódýrar hitaveitur verða að greiða vegna
hitunar húsa sinna. Þetta er bæði jafnréttismál og byggðamál
og mikilvægt aö á því verði tekið af röggsemi og festu í stað þess
að stinga hausnum alltaf ofan í metraháa skýrslubunka eða
eyða tímanum í rifrildi, sein ckkert kcmur út úr. Því iniður er
ekkert sem bcndir til þess, að tekið verði á þessu máli fyrr en
eftir kosningar, þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Og ef
þcir, sem vilja knýja fram tvennar kosningar í sumar - cn
iðnaðarráðherra er þeirra á meðal - fá sitt fraiti, þá verður
scnnilega ckkcrt í þessum málum gert fyrr en með haustinu.
Ibúar landsbyggðarinnar eiga kröfu til þess að á þessum
málum verði tekið miklu fyrr og dregið mjög verulcga úr því
misrétti, sem farið hefur vaxandi með sérhverri raforkuverðs-
hækkun scm iönaðarráðherra hefur samþykkt.
- Starkaður.