Tíminn - 05.03.1983, Side 13
LAUGARDAGUR 5. MARS 1983
13
■ Maria Johansson (Anna Anderson) og Stellan Skarsgárd (ííflið) í Einfalda morðingjanum.
Atök hins góða og illa í
Einfalda mordingjanum
■ í kvikmyndafátæktinni í höfuðborginni nú að undanförnu hlýtur frumsýningin í
Regnboganum á sænsku kvikmyndinni „Einfaldi morðinginn“ (Den enfaldige
mördaren) að teljast til tíðinda, en leikstjóri og handritshöfundur, Hans Alfredson,
sem reyndar leikur einnig eitt af aðalhlutverkunum, var viðstaddur frumsýninguna
hér.
Kvikmyndin gerist um árið 1930 og
lýsir átökum góðs og ills í sænskri sveit.
Aðalpersónan, einfaldi morðinginn, er
ungur maður, frábærlega leikinn af Stell-
an Skarsgárd, sem er ekki eins og fólk er
flest. Hann er þroskaheftur, eins og það
heitir víst á nútímamáli, og er gjarnan
kallaður „fífliö" af þeim sem hann
umgengst. Þegar fátæk móðir hans deyr
eftir mæðusama daga er honum komið
fyrir hjá stórbóndanum og iöjujjþldinum
Höglund, sem áður hafði reyndar gert
systur hans að þjónustustúlku og gleði-
konu. Hreppurinn borgar með piltinum,
sem Höglund lætur sofa í útihúsi hjá
„öðrum“ dýrum. Dagarnir líða við eilífa
vinnu, og eina huggun piltsins er að
finna í biblíunni. Hann les þar um
englana sem verða honum hugstæðir, og
fer svo að lokum að hann sér og heyrir
engla bæði í svefni og vöku.
Líf piltisins breytist verulega þegar
hann kynnist fyrir tilviljun góðu fólki -
Önnu Anderson, sem er lömuð og
bundin við hjólastól, og foreldrum
hennar, sem búa á smájörð við hlið
óðalsins. Þau taka honum sem mann-
eskju, og eftir að hafa hlotið óvenju
illilega meðferð af hálfu Höglunds flýr
pilturinn að heiman og fær að búa hjá
Anderson-fjölskyldunni. í>ar kynnist
hann því hvernig er að búa eins og
maður, og hvernig fólk getur verið gott
hvert við annað.
Stórbóndinn reiðist óskaplega við
þetta, og þegar hann getur ekki fengið
piltinn til að snúa aftur, gerir hann
Andersonhjónunum allt til miska sem
hann getur og gerir þau að lokum að
öreigum. Jafnframt lætur hann hand-
bendi sitt eyðileggja dýrmætustu eign
piltsins, mótórhjól sem hann hafði eign-
ast eftir mikla vinnu og érfiði. Þá loksins
svarar hann fyrir sig í heilagri reiði og í
fylgd englanna heldur hann á fúnd
Höglunds og drepur hann.
Þessi stutta endursögn á söguþræði
getur til kynna viðfangsefnið, og vafa-
laust kannast margir hér við hliðstæður
úr sögum um meðferð á íslenskum
niðursetningum. En úr þessum efnivið
vinnur Hans Alfredson mjög góða
kvikmynd, sem virkar raunsönn og
áhrifamikil. Andstæður örbirgðar og
ríkidæmis, mannkærleika og mannfyrir-
litningar, birtast með fjölbreytilegum
hætti án þess að verið sé að troða
boðskapnum ofan í áhorfendur. Mynd-
ræn úrvinnsla er stundum frábær, eink-
um þó undir lokin þegar pilturinn
ákveður að hefna sín og heldur í fylgd
englanna yfir tún, engi og stræti í leit að
Höglund og náttúran.virðist á stundum
taka þátt í reiði hans.
„Einfaldi morðinginn" er gott dæmi
um það, hvernig hægt er að kryfja til
mergjar þjóðfélagslegt óréttlæti og bar-
áttu góðs og ills án þess að falla í bá
freistni,sem margir gera, að láta bou-
skapinn, predikunina, skipta meira máli
en frásögnina og myndmálið Hcr er
það myndræn frásögn, sem skiptir
höfuðmáli. Hún, ásamt frábærum leik
Stellan Skarsgárd í aðalhlutverkinu,
gerir, Einfalda morðingjann í senn að
dramatískri upplifun og miskunnarlausri
þjóðfélagsádeilu.
Svartnætti
Sé „Einfaldi morðinginn., kvikmynda-
atburður vikunnar, þá verður víst að
segja það eins og er, að „Blackout" í
Bíóhöllinni er í harðri samkeppni um
botnsætið. Hér er sýnilega til stofnað af
andlegri fátækt, og hrúgað saman hverri
klisjunni af annarri. Kvikmyndin á að
lýsa óskemmtilcgum atburðum í fjölbýl-
ishúsi nokkru í New York þegar raf-
magnið fer af. Til þess að sýna Ijóslausa
New York borg er notað að því er virðist
illa gert málverk, sem aldrei fær yfir sig
nokkurt svipbragð faunveruleika.
Nokkrum geðsjúklingum ersíðan komið
fyrir í bíl, sem er á leið með þá í fangelsi.
í myrkrinu losna þeir úr bílnum fyrir
utan fjölbýlishúsið góða, og skemmta
sér þar við rán, morð, nauðganir og
fleira dágóða stund. Fórnarlömb þeirra
eru eins og í svo ótal mörgum öðrum
afbrigðum af þessari tegund afþreyingar-
mynda: eitt stykki vanfær kona, ein ung
i stúlka (til að nauðga), ein brúðkaups-
veisla, einn sjúklingur, einn gamall auð-
kýfingur, sem þykir vænna um málverkin
sín en konuna, og svo auðvitað súper-
I hetjan, sem á öllu að bjarga en er þó svo
! vitlaus að klúðra málum hæfilega til þess
að sjóið geti haldið áfram. Engin persóna
öðlast nokkurt líf í þessari mynd, enda
fáum við ósköp lítið um þær að vita.
Svartnætti á því við ekki aðeins um
viðfangsefni myndarinnar heldur hana
sjálfa. -ESJ
Biíaleigan\§
CAR RENTAL
29090 SS5SI2J
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063
Kjarnaborun
Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, giugga,
og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og T' borar.
HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst
ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er.
Skjót og góð þjónusta.
Kjárnaborun sf.
Símar 38203-33882
Orðsending
Athygli viðskiptamanna Reykjavíkurborgar er hér með
vakin á því, að reikningar, er sendir eru Reykjavíkurborg
til greiðslu, skulu greinilega merktir nafni og nafn-
númerifyrirtækis,einsogþaðerskv. þjóðskrá. Uppfylli
reikningar ekki þessi skilyrði, eiga viðskiptamenn Reykja-
víkurborgar á hættu að fá reikninga sína endursenda.
Borgarendurskoðandi
I
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf.
verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal,
Reykjavík, laugardaginn 12. mars
1983 og hefst kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður
lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afhentir í aðalbankanum,
Bankastræti 7, dagana 9.-11. mars,
svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf.
íslenskum hestum
sæma best
íslensk reiðtygi
Hnakkur með öllu.
Verð frá kr. 7.500.-
Vönduð vinargjöf
Allt til reiðbúnaðar
Þorvaldur íp^^jkr
Guðjónsson hnakkaB
Söðlasmíðameistari, Einholti 2 - inngangur frá
Stórholti - sími 24180.
Lán úr lífeyrissjóði
ASB og BSFÍ
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum
til sjóðsfélaga.
Umsóknir verða að berast fyrir 15. mars n.k. Umsókn-
areyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins að Suður-
landsbraut 30 kl. 10-16 sími 84399.
Sveitaheimili
óskast fyrir 14 ára pilt
Upplýsingar í síma 91-45022 á venjulegum
skrifstofutíma
Félagsmálaráð Garðabæjar.