Tíminn - 05.03.1983, Side 15

Tíminn - 05.03.1983, Side 15
LAUGARDAGUR S. MARS 1983 krossgáta 15 ■yr r yp m— V&í U Mj/T^ bridge ■ Brasilíumaðurinn Gabríel Chagas hefur lengi verið talinn með bestu spilur- um heims. Honum er líka fleira til lista lagt: hann er mikiil tungumálamaðurog það er fræg sagan af því þegar Islending- ar mættu Brasilíu eitt sinn á Ólympíu- móti. Chagas urðu þá eitthvað mislagðar hendur í einu spilinu og hann kom íslendingunum svo sannarlega á óvart með því að bölva hressilega á íslensku. Ghagas hlaut þriðju verðlaun Bols fyrirtækisins fyrir spil ársins 1982. Frakk- inn Jose Le Dentu sagði frá þessu spili í Biarritz í sumar. Norður S. G109 H. 85 T. 10984 L.AKG10 Vestur Austur S.8532 S. A764 H.102 H. AG43 T.G T. D652 L.D96532 Suður S. KD H.KD976 T. AK73 L. 87 L. 4 Spilið kom fyrir í blandaða tvímenn- ingsflokknum og það ér líklega skýringin á því að Chagas í suður opnaði í 1 grandi. Norður hækkaði í 3 grönd og vestur spilaði út litlu laufi. Chagas svínaði tíunni í borði og spilaði hjartafimmunni á kónginn þegar austur gaf. Síðan tók hann tígulás og spilaði laufi á gosann. Úr borði kom tígultían sem Chagas hleypti og síðan tígulnían sem austur lagði á og Chagas tók með kóng. Síðan spilaði Chagas tígli á áttuna í borði. Vestur hafði á meðan hent þrem laufum. Chagas var nú búinn að tryggja sér 9 slagi en í tvímenning eru yfirslagirnir mikilvægir og Chagas var því ekki ánægður með það. Chagas tók nú laufás og kóng í borði og henti heima spaðahjónunum. Síðan spilaði hann spaðagosanum sem austur tók á ásinn. Nú voru aðeins 3 spil eftir á höndunum: norður átti 109 í spaða og hjartaáttuna; austur átti AG3 í hjarta; suður átti D97 í hjarta og vestur 85 í spaða og hjartatíu. Austur mátti auðvitað ekki taka hjartaás því þá fengi Chagas tvo síðustu slagina á hjarta. Hann reyndi því að spila hjartaþristi en Chagas átti svar við því. Hann lét lítið heima svo vestur fékk á hjartatíu en síðan átti hann bara spaða eftir og blindur fékk 2 síðustu slagina á 109 í spaða. 11 slagir gáfu 350 stig af 388 mögulegum. my ndasögur j 4036 Krossgáta 1) At. 6) Nýgræðing. 8) Fugl. 9) Spé. 10) Árstíð. 11) Kona. 12) Gróða. 13) Miskunn. 15) Beinið. Lóðrétt 2) Dautt. 3) Leit. 4) Gamla. 5) Vísur. 7) Úthalds. 14) Fisk. Ráðnig á gátu No. 4035 Lárétt 1) Blína. 6) Asa. 8) Ugg. 9) Urt. 10) Veð. 11) MNO. 12) Iða. 13) Pan. 15) Unnað. Lóðrétt 2) Lagvopn. 3) ís. 4) Nauðina. 5) Summa. 7) Stóar. 14)An. Dreki • m* W* W r . fíii Nótt í frumskógin við varðeldana í þorpunum segja þeir 'stundum... „Dreki er snöggari en pardusdýrið, snoggari en rádýrið..." ' "■ ílif Svalur er líklega villtur En þettá er ekki steinmynd. i 'riKl m m MÆrn j| Kubbur ------------------------------------------------------------ ' —.......................................................... Með morgunkaffinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.